Vísir - 17.03.1970, Blaðsíða 16

Vísir - 17.03.1970, Blaðsíða 16
 Vélprjónavörur vinsælastar á fata- Þriðjudagiir 17. marz 1970. Flytja af Hlemmi Þeir voru í óða önn, að ná skiltinu 22-4-22 niður • í gær. þegar biáðamaður og lþ5s- myndárj Vísis áttu leið hjá Hlemmtorgi. Sem kunnugt er, fer bifreiða- stöðin Hreyfill þaðan meff starf- semi sfna vegna leiðabreytinga SVR. Á Hlemmtorgi hefur bifreiða- stöðin haft sitt aðaiaðsetur og skrifstofur allt frá árinu 1943, er Hreyfill keypti af Litlu bílastöð- inni, er var áður á Hlemmi. Hreyfilsmenn eru nú i leigu- húsnæöj í Búnaðarbankahúsinu nýja. Að því er Helgi Geirsson framkvæmdastjóri Hrevfils tjáðj blaðinu flytur Hreyfill síðan starfsemi sína í nýtt 6 hæða hús, sem er i byggingu á horni Miklu- brautar og Grensásvegar. „Við vonumst til að bifreiða- stöðin geti fiutt inn með starf- seml sína í haust,“ sagði Helgi Geirsson ennfremur. Æ _ „Isíenzk alpyoa ot bjargi sóma Islands frá — segir Ása Gubmundsdóttir Wright i bréfi til Visis „Enginn vill standa í vegi fyrir uppbyggingu íslands og efnahagsþró- un, en hins vegar spyrja margir vinir mínir hvort við íslendingar ætlum að láta „big business“ eyði- leggja náttúru landsins. Ennþá er nóg af óvirkj- uðum stórám víðs veg- ar um landið, t. d. Jök- ulsá á Fjöllum, og óþarft að láta eingöngu gróða- sjónarmið ráða.“ Svo stendur m. a. 1 bréfi, sem blaðinu barst í morgun frá Ásu Guðmundsdóttur Wright, þar sem hún segir einnig, að til Trinidad þar sem hún rekur náttúruverndarstofnun, hafi sér borizt þær ljótu fregnir að gæsalöndin í Þjórsárverum séu í hættu vegna virkj- unar Efri-Þjórsár. Það hafi verið enski fuglafræðingurinn Peter Scott, sem fyrstur hafi sagt sér frá þessu alvarlega máli, síðan hafi fjöldi fuglafræöinga, sem MV Líkt og að rífa upp með rótum! Svo erfitt reyndist að ná því af. Það vildi sig sýnilega hvergi hræra skiltið 22-4-22, enda heimavant orðið eftir fjöldamörg ár þarna á Hlemmtorgi. — Á minni myndinni sést stórhýsi Hreyfils við Grensásveg. kaupstefnunni í Kaupmannahöfn Sala gengur vel hjá íslenzku þátttakendunum á fatakaup- stefnunni f Kaupmannahöfn, en „Scandinavian Fashion Week“ var opnuð þar á laugardag. — Mesta salan er til Norðurland- anna, þá til annarra EFTA- landa, en einnig hefur verið selt til fleiri landa, þ. á. m. Japans. Skýrði Orri Vigfússon blaðinu frá þessu í morgun og sagði einnig, að íslenzku þátttakendurnir væru mjög bjartsýnir um áframhaldandi söiu. Prjónavörurnar væru vinsæl- asta vörutegundin, mest vélprjón- aðar frá Heklu og Álafossi og þeim fyrirtækjum, sem Álafoss hefur umboð fyrir. Geysilega mikil aðsókn hefur verið að sýningunni, en fyrsta dag- inn komu 12 þús. manns að skoöa sýninguna. Milli 5—6 þúsund inn- kaupastjórar sækja kaupstefnuna, flestir frá Norðurlöndunum, en um 20% þeirra eru frá öðrum löndum. Er það mjög mikil aukning frá því í fyrra. — SB — Flytjendur í útvarpi bera persónulega ábyrgð Sá, sem flytur siálfur efni í útvarpl í eigin nafni, ber ábyrgð á því. Skal það gilda bæði um efni. sem útvarpað er samtímis gérðrj upptöku. Hver sá, sem útvarpað er samkvæmt áður gerðu í upptöku. Hver sá, sem tekur þátt f samtali i eigin nafni, ber ábyrgð á sínu framlagi í því. Flytjandi ber ábyrgð á efni, sem annar maður hefur samlð. Þetta eru reglur um ábyrgð á flutningi efnis í útvarpi, sem eru f stjómarfrumvarpi, sem fram kom á Alþingi í gær. Áður hafa ekki verið í lögum sérstök á- kvæði um ábyrgð á útvarpsefni. Þetta tekur til þess, ef útsendlng á útvarpsefnj brýtur i bág við lög. Með frumvarpinu er Ríkisút- varpið gert að „sjálfstæðri stot'n- un í eign íslenzka rikisins". - HH. Skoðaaakönnua Framsóknar í Reykjavík • Framsóknarflokkurinn efndi tll skoðanakönnunar í Reykjavík um helgina. Um 670 flokksbundnir framsóknarmenn, 18 ára og eldri, tóku þátt í skoöanakönnuninni. Ur- slitin urðu þau, að þessir menn urðu efstir: Einar Ágústsson, alþingismaður. Kristján Benediktsson, borgarráðs- maður Guðmundur G. Þórarins- son, verkfræðingur, Alfreð Þor- stcinsson, íþróttafréttaritari, Gerð- ur Stelnþórsdöttir, stiui ruag., Krisján Frlðrlksson, iðnrekandi. hafi heimsótt sig í Spring Hill, lýst áhyggjum sínum vfir fram- tíö gæsastofnsins. „Ég vil óska þess aö íslenzk alþýöa og almenningsálitiö láti til sfn heyra og stöðvi allar fram kvæmdir, sem stofna heiöagæs- inni í hættu og bjargi sóma ís- lands frá ævarandi hnekki. Ég kynntist Peter Scott sem smádreng stuttu eftir að faðir hans varð úti. Þá bjó ég í Lund- únum. Fyrii nokkrum árum kom Peter Scott til mín hér í Trini- dad og teiknaði þá gæs frá Þjórsá á íslandi í gestabók mína. Jafnvel þá talaöi hann um á- hyggjur sínar yfir framtíðar- horfum gæsanna". Meö bréfi Ásu fylgir afrit af bréfi til hennar frá Peter Scott þar sem bann segir, aö hiö ís- lenzka ' andamál sé mjög alvar legt og úrheimti allan þann stuöning, sem náttúruvemdarfé- lög í heiminum geti látið í té. „Til þess að fá rafmagn fyrir nýtt álver ætla þeir aö virkja Þjórsá á þrem stööum. Neðsta stíflan hefur þegar verið byggð og önnur stíflan er í byggingu. Þriðja stíflan, nærri Hofsjökli mun á fyrsta áfanga valda flóöi vfir þriðja hluta af hinu heims- fræga Þjórsárveri, þar sem meira en helmingur stf öllum heiöagæsum í heiminum hefur varplönd sín. Þetta eru gæsirn- ar, sem koma til Englands og Skotlands á veturna. Annar á- fangi þriöju virkjunarinnar verð ur að hækka stífluna um 10 metra, sem mun hafa það í för meö sér, aö það mun flæða yfir og algjörlega eyðileggja þessa einstæðu gróðurvin í eyöimörk Miö-íslands. Nú sem stendur hefur enn ekki verið byrjað á þriðju virkjunar- framkvæmdunum. Til þess þarf lán frá Alþjóðabankanum og það myndi aðeins kosta broti meira að byggja virkjunina við aðra á, þar sem hún myndi ekki eyðileggja þetta einstæða og heimsfræga svæði og myndi framleiða allt það rafmagn, sem á þarf að halda. Ég hef áhyggjur af áliti ís- lands erlendis, ferðamanna- straumi þess, framtiðargæðum, ímynd þess út á við hvað snertir líffræðilega og menningarlega upplýsingu landsins. Allt þetta sýnir að þjóðin hefur raunveru- lega ábyrgð á því að gæta Þjórs- árvers fremur en eyöileggja það fyrir stundarhagnaö." —SB ELDUR í HÚS- GAGNAVERKSTÆÐI Eldur kom upp í húsakynnum Svefnbekkjaiðjunnar að Laufásvegl 4 í gærkvöldi kl. 9.30, en þangað var slökkviliðið kvatt til þess að slökkva eldinn. Þótt slökkviliðinu tækist að ráða niðurlögum eldsins á hálfri stundu, urðu skemmdir töluverðar vegna þess hve mikið eldfimra efna, eins og timburs og annars þess, sem til svefn- bekkja og legubekkja þarf, var þama á verkstæðinu. Varð tjón | töluvert af eldinum. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.