Vísir - 17.03.1970, Blaðsíða 5

Vísir - 17.03.1970, Blaðsíða 5
V í S IR . Þriðjudagur 17. marz 1970. Farið þér reglulega til tannlæknis til eftirlits? E; rn Ingólfsson, ge: ég nú sagt að ég fari fyrr en ég er búinn að fá all hressilega tann pínu. Þetta er svo helv ... dýrt.“ Tómas Óskarsson, 11 ára nemi í Austurbæjarskólanum: „Já mamma pantar alltaf reglulega tíma fyrir mig hjá skólatannlækninum." Jón Halldórsson, nemj í Stýrimanna skólanum: „Nei, ég hef aldrei farið til tannlæknis. Og svei mér þá ef nokkur tönn er skemmd i mínum munni!“ Þóra Jónsdóttir, 4 ára gömul: — Hún svaraði raunar ekki fyrir sig sjálf, heldur móðir hennar, sem sagði: „Ég fylgist ákaflega vel með tönnum krakkanna, og ég er einmitt nýbúin að taka eftir því, að tveir jaxlar í henni Þóru eru að byrja að skemmast. Ég ætla því strax með hana til tannlæknis.“ Jón Ólafsson, nemi í Austurbæjar- skólanum: „Já, ég fer alltaf með séx mánaða mUIibili. Þá finnur mað ur ekkert fyrir þessu og viðgerðirn- ar veröa ekki eins dýrar.“ Gömul hús hverfa — Stjórnarráðshús kemur í staðinn ■ Mörgum er sárt um gamla hluti. Þannig er það gjarnan, þegar gömul hús verða að hverfa af sjón arsviðinu fyrir nýjum. Þá verða margir til þess aö mótmæla breyt- ingunum. Þeim finnst að gamla borgarmyndin fái á sig annan og óviökunnanlegri blæ. Á myndinni sem hér fylgir sjást gömul hús, sém lengi hafa þjónað Reykvikingum og verða senn að hverfa fyrir niður rifsmönnum. Á þessum stað verður síöar reist stjórnarráðsbygging, þ.e. milli Amtmannsstígs og Bankastræt is. Eflaust munu margir sakna þess ara fulltrúa gamals byggingarlags í miðborginni, — en reisulegt aðset ur stjórnarráðsins verður væntan lega síðar meir til að græða „sár- in“ og verður vonandi eitt af stór- hýsum borgarinnar, sem allir borg arbúar verða stoltir af. „PÁLMI ÁTTI 4. SÆTIÐ — segir Guðni Jónsson, formaður féfags frjálslyndra og vinstri manna Frjálslyndir og vinstri- menn í Kópavogi hafa mót- mælt ummælum Pálma Stein grímssonar, eins af mönnum þeirra, sem taldi sig eiga víst annaö sæti listans eftir próf kjörið, en lenti í staðinn í fjórða sæti. Guðni Jónsson, formaður fé- lagsins segir að vegna skrifa þessara þyki félagi frjálslyndra og vinstri manna rétt að ■ leggja- staðreyndrr málsinsiá borðið. Segir hann að samkvæmt regl um, sem starfsráðsfundur i félag inu hafi einróma samþykkt 21. febrúar skyldi þannig farið að, að sá er hlyti flest atkvæði í fyrsta sæti fengi það sæti, sá er hlyti flest atkvæöi í 1. og 2. sæti fengi 2. sæti, sá er hlyti flest atkvæði í 1., 2. og 3. sæti fengi 3. sæti o.s.frv. Ef atkvæði féllu hins vegar jöfn, skyldu atkvæði manna í næsta sæti fyrir neðan ráða úr- slitum. Við talningu kom í ljós ið Sigurjón Ingi Hiláríusson og Pálmi Stéingrímsson fengu at- kvæði sem hér segir: Pálmi 34 atkvæði í 1. sæti 5 atkvæði í 2. sætið alls 39 atkvæði, Sigurjón 29 atkv. í 1. sæti og 11 atkv. í 2. sætið, samtals 40 atkvæði. Samkvæmt reglunum bar Sigur jóni þannig annað sætið. Guðni Jónsson telur sjálfan sig einnig réttkjörinn samkv. sömu reglum í 3. sætið. Hann hafði 13 atkvæði, sem efsti mað ur listans, 24 í annað sætið, og i 3. sæti 21 atkvæði, samtals 58 •atkvæði gegn 52 atkvæðum Pálma. Samkv. þessu var Pálmi rétt kjörinn í 4. sæti listans, seg- ir Guðni. Heildartöilurnar urðu þær aö Hulda Jakobsdóttir hlaut 120 atkvæði. Sigurjón Ingi 96, Guðni Jónsson 91, Jón Bragi 69 og Pálmi 64. —JBP— Kenndi flugfreyjum Flugfreyjur Loftleiða hafa að und anförnu setið á námskeiðum, sem f sjálfu sér er ekki nýmæli, því flugfólk þarf oft að setjast á skóla bekk. Það óvanalega við þetta var það að á þessu námskeiði lærðu 3/5 verk- stjórar í landinu Haukúr Guöjónsson var kjörinn formaður Verkstjórafélags Reykja- víkur um síðustu helgi, þegar félag ið hélt 50. aðalfund sinn á Hótel Sögu. Með honum verða i stjórn þeir Einar K. Gíslason, ritari. Gunn ar Sigurjónsson gjaldkeri. Jóhann Ágúst Gunnarsson, varaformaður og Guðmundur R. Magnússon vara gjaldkeri. Á fundinum voru mestar umræð ur um nýja kjarasamninga við vinnuveitendur. Allsneru gjaldskyld- ir meðlimir inna* Terkstjórafélags- ins 315 talsins og gengu 40 nýir meðlimir í félagið á síðasta ári. — Hagur félagsins hefur aldrei verið betri, segir að lokum i fréttatil- kvnningu frá fundinum. — JBP— þær hvernig haga ber snyrtingunni. Ensk stúlka, Sheila Boyes hefur ver ið að kenna stúlkunum sitt af hverju í þessum efnum við góðar undirtektir. Alls tóku 104 stúlkur þátt í jjessu námskeiði, en það fór fram á*veg um Loftleiða. Reyndar var einn karimaður (flugþjónn) tekinn með á listann yfir nemendurna, en mis tökin komu í ljós og slapp hann við allar aðgeröir. Sheila Boyes starfaði frá morgni til kvölds heila viku við kennsluna og voru 23 stúlkur á hverju nám- skeiði. Á námskeiðunum var tekin fyrir almenn snyrting, andlitssnyrt ing, handsnyrting og leiðbeiningar um hárgreiöslu. Ungfrú Boves er fulltrúi Orlane fyrir Norðurlöndin og fer vítt og breitt um löndin til að kenna snyrt ingu og auka vinsældir fyrirtækis síns. Ágúst Kristmanns, forstjóri hjá Snyrtivörum hf. sagði að til stæði að hún kæmi með haustinu og yrði þá allt að 2 mánuði og mundi þá halda snyrtinámskeið. Snyrtivöruframleiðsla er fyrir löngu orðin stórkostlegur iðnaður og sem dæmi um úrvalið, sem kon- ur geta valið úr eftir smekk og þörfum, þá framleiðir Orlane um 15000 mismunandi snyrtivörugerð- ir,— séu allir tónar lita taldir með t þvf dæmi. —JBP

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.