Vísir - 17.03.1970, Blaðsíða 6
V1SIR . Þriðjudagur 17. marz 1970.
Kynþáttafordémar og Palestam
Athugasemdir vegrta föstudagsgreinar
Vegna þess að nýlendustefnan
er kerfisbundin afneitun hins
aðilans, óbilgjöm ákvörðun um
að svipta hann allri mannlegri
virðingu. þvingar hún hina kúg-
uðu þjóö til að spyrja sjálfa sig
í sífellu: „Hver er ég eiginlega?"
Franz Fanon:
Nýlendustríð og sálrænar
truflanir.
TPilvitnun þessi er tekin úr bók
1 Franz Fanon, „Fordæmdir á
jörðu“. nánar tiltekið kafla, sem
fjallar um fórnardýr franskra ný-
lendukúgara í styrjöldinni í Alsir,
þar sem höfundurinn tók virkan
þátt 1 styrjöldinni sem læknir og
stríðsmaður hinnar kúguðu þjóðar.
Svar nýlendukúgarans við spum-
ingunni, sem tilvitnunin endar á,
birtist á óvenju blygöunarlausan
hátt í Vísi 13. marz s.l.:
I „Hvort sem það er gamall styrj-
aldaráróður frá krossfaratímanum
j eða ekki, þá er hitt víst, að það loð-
ir stöðugt við í hugmyndum vest-
rænna manna, að það sé eitthvað
I ógeðslegt við Araba. Við þá eru
tengdar hugmyndir um glæpsemi."
í grein sinni „Glæpastarfsemi Ar-
I aba“ afhjúpar Þorsteinn Thoraren-
sen hinn rasiska þátt heimsvalda-
stefnunnar. Það er lykt af blökku-
mönnum og þeir eru verr gefnir en
hvítir menn. Gyðingar voru nízkir
og fégráðugir af óæðri kynstofni og
Arabar eru uppfullir af glæpa-
hneigð. Svar heimsvaldasinnans er
alltaf það sama. og þess vegna leit-
ar hin knýjandi spuming á: „Hver
, er ég eiginlega?"
LEIGAN s.f.
Vinnuvélar til leigu
Litlar Steypuhrœrivélar
Múrhamrar m. borum og fleygum
Rafknúnir Steinborar
Vatnsdœlur (rafmagn, benzfn )
J arðvegsþjöppur Rafsuöutœki
Víbratorar
Stauraborar
Sllpirokkar
Hitablásarar
HOFDATUNI A - SIMI 23480
© Notaðir bílar til sölu
Volkswagen 1300 ’66 ’67 ’68 ’69
Volkswagen 1600 L. ’67
Moskvitch ’68
Willys ’66
Land Rover dísil ’66
AXMINSTER býSur kjör við allra hœfi..
Simi 21240 HEKLA hf Laugavegi 170-172
Suma kann e.t.v. að furða að
frjálslynd íslenzk hægriblöð hafi á
sínum snærum „sérfræðinga" í ut-
anríkismálum, sem eru uppfullir af
kynþáttafordómum, en eins og á-
statt er nú um islenzka fréttaþjón-
ustu og fjölmiðlun, er vlst ekkert
eðlilegra. Og kannski á maöur bara
að þakka fyrir að einhver verði til
þess að kasta frjálslyndisgrímunni
og opinbera sannleikann:
„Þetta (dálæti Araba á pólitísk-
um launmorðum) byggist sennilega
á frumstæðari hugmyndum, þar
sem meiri grimmd og haturstilfinn-
ingar ríkja — eða eru að minnsta
kosti viöurkenndar, — en I hinum
kristna heimi. Arabísk lífsviðhorf
beinast e.t.v. ríkara en okkar i þá
átt að tilgangurinn helgi meðalið
og aö mannlífið sé ekki svo ýkja
mikils virði móti einhverjum þeim
æðri tilgangi, sem þeir geta fundið
sér til. —“
Nei. Arabar eru öðruvísi, alveg
eins og Gyðingar voru, alveg eins
og blökkumenn, Indverjar, Kínverj-
ar o. fl. eru enn í dag. Þess vegna
verður að gera eitthvað.
Ég er enginn sérfræðingur í mál-
efnum Palestínu, en tel mig þó að
því leyti hæfari að fjalla um þau
mál en sérfræðingur Vísis að kyn-
þáttarök duga mér ekki.
En í ísrael sjálfu á Thorarensen
kollega, sem virðast honum andlega
skyldir. Svo er mál með vexti að I
hinu svokallaða „Stór-ísrael“ veld-
ur hlutfallslegur fjöldi Araba miðað
við þá sem gyöingatrúar eru stjórn-
arvöldunum áhyggjum. Og 25 árum
eftir að fjöldi lækna nazista voru
önnum kafnir við að vinna að lausn
„Gyðingavandamálsins", eru nú
komnir fram í Israel hugmynda-
fræðingar með ekki óskyldar hug-
myndir. Og nú er það „demo-
grafiska vandamáliö", sem við er
að etja.
(„Demografiska vandamálið"
er sá vandi sem offjölgun Araba
skapar Gyðingum og er þvl rasis-
tiskt vandamál.) Ég leyfi mér að
vitna hér I leiðara úr Israelska
kvöldblaðinu Maariv frá 29. okt.
1967:
„Á okkar dögum getur enginn
fullyrt að tilraunir til að lækka
fæðingartölur skerði á nokkurn
hátt persónulegt frelsi einstaklings-
ins. Allir nema nokkrir íhaldssamir
hópar innan kaþólsku kirkjunnar,
viðurkenna nú orðið rétt hvers
þjóðfélags til þess að framkvæma
fæðingareftirlit, þegar fólskfjölgun-
in er oröin hætta fyrir tilveru
landslns.
Við þessar aðstæður skulum við
ekki líta á það sem óhjákvæmilega
hættu að Arabar I Israel verði I
meirihluta I framtíðinni. Löngu áð-
* ur en hin eðlilega fjölgun arabíska
minnihlutans I ísrael fer að ógna
meirihluta Gyðinga mun hún ógna
tilveru Arabanna sjálfra. Þeir hafa
takmarkaðan aðgang að ræktanlegu
landi. Hið arabíska bæjarfélg verð-
ur ekki færa um aö sjá íbúum sin-
um fyrir llfsviðurværi þar sem hið
gyðinglega bæjarfélag mun ógjam-
an taka þá á slna arma. Atvinnu-
leysi og fátækt eru fyrirsjáanleg,
en hinn gyðinglegi skattgreiðandi
mun ógjaman geta eða vilja bera
þá fjárhagslegu byrði, sem fram-
færsla þessara Araba hlýtur að
verða. Skylda ríkisins er því að
lækka hina óeðlilegá háu fæðingar-
tölu Arabanna.
Þaö er ekkert siðferðislega rangt
eða ólöglegt við þetta. Það sem Ind-
landsstjóm getur gert við Indverja,
það sem stjómir Jápans, Tyrklands
og Pakistans geta gert viö sína
þegna, það getur og verður ísrael-
rlki að gera við sína arabísku
þegna.
Ef hin óeðlilega háa fæðingartala
Ísraels-Araba helzt óbreytt (4,9% á
ári, sbr. 1,6% meöal Gyðinga og
2,8% meðal Araba á hinum her-
numdu svæðum) verður ástandið
innan 40 ára þannig: 4.5 millj.. Gyð-
inga, 2,7 millj. Araba innan gömlu
landamæránna og 3 millj. Araba á
hernumdu svæðunum. þ.e. 5,7 millj.
Araba og 4,5 ■millj. Gyðinga. En
vegna mismunandi aldursflokka-
dreifingar verður aðeins helmingur
Arabanna yfir kosningaaldri, (18
ár), svo Gyöingar koma enn til með
að halda meirihluta á þingi. í fram-
tíðinni verðum við að bregðast við
þessu á þann hátt að höfða til sam-
heldni og fjármálavits Gyöinga I
Israel, til þess að sannfæra þá um
að stórar fjölskyldur eru skilyrði
fyrir tilveru þeirra. Jafnframt verð-
ur að gera Aröbum það ljóst að
þeim getur ekki leyfzt að hafa
hæstu fæðingartölu I heimi I okkar
litla og fátæka landi. Við verðum
að fullvissa stórveldin um að lausn-
in á flóttamannavandamálinu er
brottflutningur þeirra (flóttamann-
anna) til hinna hefðbundnu innflytj-
endaianda. Arabar sem vilja yfir-
gefa landið eiga að fá leyfi til að
taka með sér nægilegt fé til að bæta
þeim upp eignatjón og tryggja þeim
góða byrjun í nýju landi. Ef við get-
um síðan fengið hingað 20 — 30.000
Gyðingainnflytjendur á ári, mun
hinn gyðinglegi meirihluti vera
tryggður."
Tilvitnun úr sænsku: G. Rosen-
berg: Israel efter tredje om-
gángen, Clarté I. 1969.
Þessi leiðarastúfur er ekki birtur
hér vegna þess að ég haldi að allir
Gyðingar séu haldnir kynþáttafor-
dómum. heldur til þess að benda á
þá staðreynd, að kynþáttafordóm-
amir era einn þáttur I hinni heims-
valdasinnuðu útþenslupólitík vald-
hafanna I ísrael.
Þegar til Ísraelríkis var stofnaö,
var það, sem áður hafði heitið Pal-
estína, skyndilega orðið Gyðinga-
ríkið ísrael. Þeir Arabar, sem þar
bjuggu voru skyndilega orðnir fram
andi i eigin landi.
Nú munu nær 20.000 arabískir
verkamenn frá vestri bakka Jórdans
(sem nú kallast Júdea og Samaría)
fara daglega til vinnu sinnar innan
gömlu landamæranna. Þeir eru ó-
dýrt vinnuafl fyrir Israela I allri
þeirri útþenslu, sem nú á sér stað I
efnahagslífi þeirra. Verkamenn
þessir fá ekki að flytjast inn fyrir
gömlu landamærin, heldur verða
þeir að flytjast á millj tvisvar á
dag. Moshe Dyan hefur lýst því
yfir áö þeir muni ekkí fá kosninga-
rétt I sínu nýja heimalandi. Þessi
tilhögun minnir einna helzt á með-
ferð á svörtum vinnukrafti I S.-
Afríku.
Undantekningarlögin svokölluðu
frá tímum Breta 1945, sem enn eru
I gildi, gera ísraelskum yfirvöldum
mögulegt m. a. að loka Arabana
inni á vissum svæðum. Lög þessi
gera eignamám einnig mögulegt,
hafi viðkomandi brotiö gegn þess-
um lögum. Lagabókstafur þessi hef-
ur auöveldað eignamám á arabísku
landi. Sem stendur byggja Gyðing-
ar allt sitt stjórnarfar á ofbeldi,
jafnt innanlands sem utan. Þeim
er lika ógnað af öllum Arabalönd-
unum sameinuðum. Ég hef ekki
fullnaðarlausn á þessum vanda I
mínum fórum. En augljóst er að
ein meginorsök þessa vanda er það
misrétti, sem íbúar Palestínu hafa
verið beittir {?£ stófnun ísrael-
ríftis. 'Deilan verður ekki leyst fyrr
en Palestínubúar hafa náð rétti sín-
um og virðingu sem þjóð. Á meðan
kynþáttafordómar ráða, ræður of-
beldið. Þvi var föstudagsgrein Þor-
steins Thorarensen ekki bara ögrun
við þjóð sem beitt hefur verið mis-
rétti, heldur einnig byggð á hinum
skaðlegustu fordómum, og betur ó-
skrifuð en ella.
Ólafur Gislason.
BÍLASKOÐUN & STILLING
Skúlagötu 32.
HJÓLASTILLINGAR
MÓTORSTILLINGAR LJOSASTILLINGAR
LátiS stilla í tirna.
Fljót og örugg þjónusta.
13-10 0
AUGMéghvik ,
með gleraugum frá
Austurstrætl 20 . Sími 14566
¥>•
£
SÍMI 30676.