Vísir - 02.04.1970, Page 2
Kvikmyndin eftt,
en veruleiklnn
svo annað.
Ein hinna nýju bandarisku
kvikmynda ber nafnið „Ég elska
konu mína“. Það er hljómfagurt
nafn óneitanlega, en þeir, sem
að myndinni stóðu, virðast ekki
lifa í anda myndarheitisins.
Elliott Gould, sem leikur aðal-
hlutverkið, er skilinn við Börbru
Streisand. David Wolper,
framleiðandi myndarinnar, er
nýskilinn við sína konu. Og svo
hefur handritshöfundur myndar-
innar bætt um betur og tilkynnt,
að hann sé I þann veginn að
skilja við sína konu.
LEiVIN-met.
Rannsókn, sem UNESCO
gekkst fyrir, leiddi i ljós, að
Lenin mun eiga heimsmet í
bókaþýðingum. Verk hans hafa
verið þýdd yfir á 222 tungumál.
1 öðru sæti er belgísk-franski
léynilögregluhöfundurinn, Ge-
orges Simenon, en Maigret-
reyfarar hans hafa veriö
þýddir á 143 tungumál, en í
þriðja sæti er Shakespeare, sem
þýddur hefur verið á 111 mál.
Ástæðan fyrir því, að Lenin
skuli skara svona fram úr vin-
sælum höfundum eins og Shake
speare og Simenon, er talin vera
sú, að í Ráðstjórnarríkjunum
einum eru töluð meir en 50
tungumál.
Þessari mynd var smellt af
leikkonunni Gretu Garbo eitt-
hvert sinn, þegar ljósmyndara
tókst að koma henni að óvör-
um, en hún forðast alla daga
blaðaljósmyndara og ber jafnan
dökk sólgleraugu.
Sannleikurinn er
númer þrjátiu og
sjö og hálft.
Það var sagt leikkonunni
Gretu Garbo til hnjóðs, að hún
hefði ægilega stóra fætur, sem
engin kona vill láta um sig
segja. En núna eftir öll þau ár,
sem liðin eru síðan Greta Garbo
fyllti fréttadálka blaðanna, hef-
ur komið i Ijós, að enginn fót-
ur var fyrir þessum orðrómi um
fótastærð leikkonunnar.
Nýlega var npfnilega haldið
uppboð á fatnaði, sem Greta
Garbo bar í kvikmyndinni
„Kristín drottning", og auðvitað
fylgdu þá skórnir hennar
með. Þeir reyndust vera númer
þrjátíu og sjö og hálft.
Réttarhöldin í Sharon
Tate-morðinu standa ennþá yfir
Þessar þrjár stúlkur syngja
glaðar og áhyggjulausar og ekk-
ert nema fangagæzlan lengst t.v.
á myndinni hér meðfylgjandi
minnir á, að yfir þeim vofir á-
kæra fyrir þátttöku í fjöldamorö
unum í húsi leikkonurnar Sharon
Tate, þegar hin efnilega leikkona
og fjórir vinir hennar voru myrt.
•V'í ....
Mynd þessi var tekin, þegar
stúlkurnar voru færðar til yfir-
heyrslu við frumrannsókn máls-
ins í sakaréttinum í Los Angeles.
Frá hægri talið eru það Leslie
van Houten, Patricia Kerwinkel
og Susan Atkins.
Það var framburöur hinnar 21
árs gömlu Susan Atkins sem
fyrst varpaði einhverju ijósi á hið
dularfulla og hryllilega morö á
hinni barnshafandi leikkonu og
vinum hennar í Hollywood-villu
leikstjórans, Roman Polanskis —
eiginmanns Sharon Tate.
Réttarhöldunum er enn ekki
lokið í málinu, en auk stúlkn-
anna var hippíaleiötogi að nafni
Charles Manson ákærður fyrir
morðin, og var talið, að hann
hefði verið stjómandinn í hryll-
ingsverkunum. Sagt var að hann
hefði haft dávald yfir hippia-
klfku sinni, sem lá úti í Death
Vally (Dal dauðans).
Vel
þess
virði
Einbeitt á svip með tunguna úti
í öðru munnvikinu vandaði Char-
lotte Graham miðið, en lét síðan
tertuna vaða í andlitið á fómar-
dýri sfnu — skrifstofustjóra sin-
um.
Nei, nei! Misskiljið nú ekkert
Hún hafði ekki tapað glórunni,
heldur aðeins hreppt stóra vinn-
inginn, verðlaunin fyrir að vera
bezti sölumaður General Tele-
phone Company 1969.
Sá, sem upptökin átti að þess
um einkennilegu verðlaunum, var
yfirmaðurinn sjálfur, Connie
Barnes sölustjóri og skrifstofu-
stjóri, sem hugkvæmdist, að sölu
menn hans slíta sér gjaman út, ef
þeir eygja horfur til þess að
hreppa þetta eindæma hnoss —
að klessa tertu f andlitið á sjeff-
anum.