Vísir - 02.04.1970, Side 8
s
V í SIR . Fimmtudagur 2. apríl 1970.
Utgefandi: keyKjaprent n.».
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjóltsson
Ritstjóri: Jónas Krtstjánsson
Fréttastjóri Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóharmesson
Auglýsingar. Aðaistræti 8. Símar 15610. 11660 og 15099
Afgreiösla: Aöalstræti 8. Sími 11660
Ritstjórn. Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 tinur)
Askriftargjald kr 165.00 á mánuöi innanlands
f lausasölu kr. 10.00 eintakiö
Prentsmiöja Vísis — Edda hJ.
Skammt stórra högga milli
Enn hafa verið stigin tvö mikilvæg skref í þá átt að /
gera íslenzkan iðnað samkeppnishæfan á hinum stóra )
alþjóðamarkaði, sem opnazt hefur við inngöngu ís- \
lands í Fríverzlunarsamtökin, EFTA. Jóhann Hafstein \
iðnaðarráðherra hefur ákveðið, að ráðuneytið komi á (
fót föstum námskeiðum í sfjórn fyrirtækja og vinni /
að stofnun útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins. I
Þessar ákvarðanir koma í kjölfar stórfelldra um- )
svifa hins opinbera, er miða að sama marki. \
Skemmst er að minnast hinnar ýtarlegu rannsóknar \
á stöðu og horfum einstakra iðngreina, er gerð var (
í fyrra, og athugunar á útflutningsmöguleikum iðn- í(
aðarins. Mjög mikið hefur verið ritað og rætt um /(
efni þessara skýrslna og verða áhrif þeirra því vænt- ))
anlega varanleg. Síðar koma frá ríkisstjórninni laga- )
frumvörp um lagfæringar á sköttum fyrirtækja til \
samræmis við erlenda skatta af slíku tagi. Og senn \
tekur stóri iðnþróunarsjóðurinn til starfa. í
Jakobi Gíslasyni orkustjóra, Sveini Björnssyni iðn- /
aðarstofnunarstjóra og Árna Vilhjálmssyni prófessor /
hefur verið falið að sjá um stjórnunarnámskeiðin. )
Með tilkomu þessara námskeiða er viðurkennt, að \
mörgu er hér á landi ábótavant á sviði stjórnunar fyr- l
irtækja. Námskeiðin eiga að gefa starfandi og verð- (
andi stjórnendum kost á að afla sér hagnýtrar þekk- /
ingar á ýmsum þáttum stjórnunar, svo sem rekstrar- /
hagfræði, framleiðslu, sölu, fjármálum, hagræðingu, )
starfsmannahaldi og almennri stjórnun. \
Stjórnunarfélagið hefur unnið merkilegt brautryðj- V
endastarf í námskeiðum í stjórnun á undanförnum (
árum. Nú hefur ríkisvaldið tekið þessa menntun upp /(
á sína arma, enda má reikna með, að í framtíðinni fær- /
ist nám í stjórnun einnig inn í skólakerfið sjálft. )
Um nokkurt skeið hefur starfað útflutningsskrif- \
stofa á vegum Félags íslenzkra iðnrekenda. Hið opin- (
bera hefur stutt það starf og er framlagið nú þrjár /
milljónir króna á ári. Sú skrifstofa hefur þegar náð /
sýnilegum árangri í starfi sínu. Áhugi hefur verið á )
því að koma þessu starfi í fastara og varanlegra form. \
Þess vegna hefur ráðuneytið hafið undirbúning að \
stofnun Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins, er rekin (
verði í samstarfi við iðnaðinn, samtök hans og fjár- (
málastofnanir. Er gert ráð fyrir því, að hið opinbera /
styrki miðstöðina í fyrstu, en útflytjendur beri síðan )
kostnaðinn, þegar útflutningur hefur eflzt. Er nú á \
vegum Árna Snævarr ráðuneytisstjóra verið að vinna \
að samningu stofnskrár fyrir þessa miðstöð. (
Ríkisvaldið er á réttri braut í þessu framtaki. Það (
er ekki að mæla fyrir um, hver útflutningsiðnaðurinn /
eigi að vera, heldur að rækta jarðveginn og hlúa að )
þeim gróðri, sem sprettur upp. Að því verki er gengið )
af krafti og fyrirhyggju. )
(Jmsjón: Haukur Helgason
Aðskilnaðarstefnan í vanda
— Ofgafyllstu Búarnir hata klofið stjórnarflokkinn i Suður-Afriku og
saka stjórnina um undanslátt — Simahleranir og „siðgæðislög" ein-
kenna mannlifið
Það er vandlifaö í Suður-
Afríku, landi aðskilnaðar
kynþáttanna. Siðgæðislögin
gera Iögreglunni kleift að
ryðjast fyrirvaralaust inn á
hvers manns heimili til að
aðgæta, hvort „óeðlileg sam-
skipti" hafi átt sér stað milli
hvítra og þeldökkra. Síma-
hleranir lögreglunnar eru ó-
hindraðar, hvenær sem á-
stæða þykir til, og jafnvel
þingmenn verða að þola þær
mótmælalaust. Jafnvel leigu
bifreiðir eru ýmist „hvitar“
eða „svartar“, og lögum sam-
kvæmt má hvítur ferðalangur
í Höfðaborg ekki ferðast með
Ieigubfl, er svartur ökumaö-
ur ekur.
I ofanálag hafa öfgafullir að
skilnaöarmenn í stjórnarflokkn-
um klofið flokkinn og sakað for
sætisráðherrann um að vera of
undanlátssamur og „frjálslynd-
ur.“ Sú ásökun hljómar annar-
lega í eyrum flestra útlendinga.
en hún hefur haft þau áhrif, að
stjórnarstefnan hefur orðið enn
harðari vegna þessarar ógnunar
öfgamanna. Kosningar standa
fyrir dyrum i Suður-Afríku hinn
22. þessa mánaðar. Þótt ekki
sé búizt við því, aö klofnings-
brotiö fái verulegt fylgi, þá verð
ur Vorster, forsætisráðherra, að
gæta sín, svo að Afríkanamir
hans sundrist ekki.
ingi öfgamanna, sé að opna
allar flóðgáttir. Ef einn svert
ingi býr í hvítu húsi, hví þá
ekki mörg hundruð slíkra dipló
mata? Ef þeldökkir menn keppa
í íþróttasveit, hví skyldi ekki
leyfa þúsund hjónabönd hvítra
og svartra? Herzog telur, aö hér
verði að spyrna við fótum, ella
muni svertingjarnir verða ofan
á og hvítum ýtt til hliðar. Hvíti
kynþátturinn víki fyrir blend-
ingjum.
miðar að því, að hvítir og svart-
ir byggi hvorir sín héruð í land-
inu og búi að sínu. Samskipti á
milli kynþáttanna verði eins lítil
og unnt er. Þetta er „kenningin
um aðskilda þróun kynþátt-
anna“.
Ber dauðann í sjálfri sér
Fréttamenn telja þó, að þessi
stefna beri dauðann í sjálfri
sér. Þrjár og hálf milljón hvítra
FJÖLDAMORÐ í SHARPEVILLE. — Sextíu og níu blökku-
menn féllu og 180 særðust fyrir tíu árum, þegar lögreglan
hóf skothríð á hóp blökkumanna í Sharpeville í Suður-Afríku.
Þess var minnzt I London hinn 21. marz síðastliðinn, að 10
ár voru liðin frá þessum atburði. Voru fjöldamorðin leikín á
Trafalgartorgi að viðstöddum 3000 áhorfendum. Efri myndin
er frá fjöldamorðunum I Sharpeville, en sú neðri frá minn-
ingarathöfninni í London.
Brezkir of „frjálslyndir“
Það eru tvær milljónir Afrí-
kana af hollenzkum stofni i S-
Afríku af þremur og hálfri millj.
hvítra manna samtals. íbúar eru
þó samtals tuttugu milljónir,
svo að þeldökkir eru um 16 og
hálf eða mikill meirihluti. —
Þess vegna leggja hinir hvítu,
en þó einkum Afríkanarnir, meg
ináherzlu á að halda völdum,
með því að hinir þeldökku veröi
áfram óæðri manntegund í rík-
inu. Jafnvel menn af brezkum
stofni eru í augum Afríkananna
hættulegir og of frjálslyndir I
þessum efnum. „Sjáið þið,“
segja Afríkanamir, „hvemig
Bretar hafa verið reknir úr
hverju Afríkurfkinu á fætur
öðru, vegna undanlátsstefnu
þeirra gagnvart svertingjun-
um“.
Tvær milljónir
kynblendinga
Hið kynduga við Suður Afríku
eru leifarnar af fyrra „frjáls-
lyndi" í kynþáttamálum. í land
inu eru tvær milljónir kynblend
inga, sem eru afkomendur
hvítra og svartra frá fyrstu dög
um Búanna í landinu, til orðnir
vegna maka hvítra karla og
svartra kvenna á þeim tima.
Einn svartur
í „hvítu húsi“
Klofningsmenn úr stjómar-
flokknum, þjóðemisflokknum,
benda á fáein dæmi um mót-
sögn í stjómarstefnunni. Einn
svartur sendiráðssendiherra býr
x „hvítu húsi“ f Pretóríu, banda
rískir negrar komast stundum
á beztu hótel landsins, í ,rugby‘
liði frá Nýja Sjálandi, sem mun
keppa í Suður-Afríku, hefur ver
iö leyft að nokkrir þeldökkir
keppendur verði meðal þátttak-
enda. Þetta, segir Herzog, for-
Lítil hætta
af Sambandsflokknum
Tfl þess að stemma stigu við
framsókn klofningsmanna, hef-
ur Vorster, forsætisráðherra,
hert aðskilnaðarstefnuna. Hann
óttast ekki annan flokk hvítra
manna, sem eitt sinn höfðu völd
in í þessu ríki, sambandsflokk-
inn, sem einkum er byggður a'f
mönnum af brezkum stofni.
Þessi flokkur hefur jafnan tap-
að í kosningum í tuttugu ár og
er ekki líklegur til að auka fylgi
sitt að ráði. Þó kynni harðari
stefna stjómarinnar nú að
verða til þess, að sambands-
flokkurinn gæti bætt við sig
fáeinum þingsætum.
- Þess var fyrir fáum dögum
minnzt í Bretlandi, að tíu ár eru
liðin frá fjöldamorðunum í
Sharpeville í Suður-Afríku, þeg-
ar lögreglan myrti fjölda svert-
ingja. Það er hið eina sinn, sem
þeldökkir hafa látið til skarar
skríða í borgum landsins. Lög-
reglan hóf skothríð á hóp
blökkumanna, sem safnazt hafði
saman og látið ófriðlega.
Aðskilnaðarstefnan, apartheid,
manna geti einfaldlega ekki
annazt aðalþarfir tuttugu millj-
ón manna ríkis á tímum efna-
hagslegra framfara. Eitt dæmið
ær mikill skortur vinnuafls á
sviðum, þar sem hvítir eiga að
vera einir um hituna. Þannig
skortir 50 þúsund faglærða
verkamenn, og hefur það tálmað
ýmsum framkvæmdum. Strætis-
vagnaþjónusta í Jóhannesarborg
er í rústum, þar sem hvítir eiga
einir að aka þeim. Þar varð að
hætta við miklar framkvæmdir
vegna vinnuaflsskorts. Svert-
ingjum er svo laumað í störf,
sem ætluð eru hvítum, til þess
aö bæta úr þessu, og verkalýðs-
félög, atvinnurekendur og
stjórnin bera kíkinn fvrir blinda
augað. Hinum þeldökka meiri-
hluta er haldið snauðum, og
þess verða fyrirtækin að gjalda
í minni sölu afurða sinna innan-
lands.
Svæði það,1 sem ætlað er
svörtum, er lítiö að flatarmáli
og illa búið auðlindvsm. Upp-
Teisnar er vart í norðinffluta
landsins. Athugendur telia litlar
Ifkur til, að apartheid fái stað
izt til lengdar.