Vísir - 02.04.1970, Qupperneq 9
Ví SIR . Fimmtudagur 2. apríl 1970.
V
Hjálmurinn
bjargaði
lífi hans
■ Fullir skelfingar horfðu sjónarvottar á unglingspilt, sem
kom akandi eftir malbikaðri götunni, steypast fram yfir stýr-
ishartdföngin og skella á höfuðið í götuna, svo að small í.
„Ó, ó, ó,.... voðalegt er að sjá“, og sumir litu undan, með-
an aðrir nálguðust gætiiega hinn „stórslasaða ungling." En
mikil var undrun allra þegar hinn slasaði reis upp við dogg,
og hafði aðeins hruflazt og hlotið tvo, þrjá marbletti.
Öryggishjáimurinn hans hafði hlíft höfði hans. Alveg það
sama hafði gerzt fyrir átta árum á þessum sama stað, fyrir
framan hús nr. 4 á Suðurlandsbraut.
Þá hafði ungur maður á Lambretta-bifhjóli ekið á ca. 30
km hraða á bifreiö og við höggið kastazt fram af hjólinu og
yfir bifreiðina, en lent sföan á höfuðið í götuna.
„Cíðar var mér sagt, að ég
hefði svifið eina fjóra
metra í loftinu og komið niður
á höfuðið og runnið eftir jörð-
inni aðra fjóra metra" sagði
Kristinn Helgason, þegar blaða
maður Vísis tók hann tali í gær
dag og rifjaði upp með honum
þetta 8 ára gamia atvik, en
Kristinn var ungi maðurinn,
sem ók Lambrettunni.
„Ef ég hefði ekki haft hjálm-
inn minn þá, hefði ekki þurft
um að binda, heldur bara jarða
mig“, sagði Kristinn, enda var
það líka sannfæring allra, sem
óhappið sáu, eöa farið, sem kom
í hjálminn hans af högginu.
Hnefastór hola í hjálminum
blastl við öllum, ’er Kristinn var
borinn burt í sjúkrabörum.
- ■
Kristinn Helgason, sem á
öryggishjálminum líf sitt að
launa. Hann starfar núna hjá
Landm?-Iingum og hefur ekki
snert viÍ5 bifhjóli síðan slysið
varð — vegna aðstandenda,
sem ekki mega til þess hugsa.
„í staðinn lá ég í viku á
spítala, hafði hægt um mig á
eftir og hef síöan ekki kennt
mér meins.“
Af þessu slysi og öðrum átt-
uðu menn sig á því hér heima,
hvilíkt þarfaþing slíkir örygg-
ishjálmar eru, en þótt ótrúlega
hljómi, þá höfðu menn alveg
fram á byrjun áratugsins verið
ákaflega tregir til að nota slíkan
höfuðbúnað á vélhjólum eða bif
hjólum.
„Þá voru ó'líkt fleiri hjálm-
lausir á hjólunum, heldur en
hinir, sem notuöu hjálmana. Það
stappaðj nærri sérvizku, að ég
skyldi aldrei fara á hjólið hjálm
laus og hafði keypt annan hjálm
handa konunni minni, sem
stundum sat hjólið með mér“,
segir Kristinn, þegar hann leið-
ir hugann til venju þeirra ára.
„Enda speglast viðhorf
manna þá til þessara öryggis-
tækja í því, að þá voru þeir i
sama tollaflokki og skrauthatt-
ar kvenna, lúxusvarningur."
„það var eiginlega ekkj fyrr
en upp úr 1961, að notk-
un öryggishjálma hjá ökumönn
um bifhjóla tók að breiðast út“,
segir Magnús Einarsson, varð-
stjóri í umferðard. lögreglunn
ar í Reykjavík, sem í mörg ár
hefur unnið við löggæzlustörf á
bifhjóli.
„Á þessum árum urðu nokk-
ur alvarleg slys, sem vöktu
menn til umhugsunar um öryggi
þessara hjálma, og að fenginni
þessari raunalegu reynslu fjölg
aði smám saman þeim, sem not-
uðu öryggishjálma“, segir Magn
ús varðstjóri.
Hin ótrúlega björgun Kristins
Helgasonar, sem hann átti ein
göngu að þakka hjálminum sín-
um og „sérvizku‘‘ sinni — að
aka aldrei hjálmlaus — var á-
kaflega áþreifanlegt dæmi um
öryggisaukann af hjálmanotk-
uninni og vakt; mikla athygli á
sínum tíma, enda gerði Vísir
fréttina að aðalforsíðufrétt sinni
20. júnf 1962.
„Bifhjólamenn eru að vísu
ekki skyldaðir af lögum til þess
að bera þennan sjálfsagða höf-
uðbúnað. en kostir hiálmanna
liggja svo i augum uppi, að þeir
eru orðnir sárafáir, sem sjást
á bifhjólum eða vélhjólum
hjálmlausir.
Umferðarlögreglumenn hafa
Fréttin á forsíðu Vísis 20. júní 1962, en vegná!þéssárar naumu
björgunar og svo annarra slysa mótorhjólamanna, sem ekki
enduðu eins vel breiddist notkun öryggishjálma út.
líka gert mikið að því að stöðva
þá, sem eru á ferð hjálmlausir
á vélhjólum, og benda þeim
á, hvílíkt öryggi sé að hjálmun
um. Því hefur ævinlega verið
vel tekið, og f langflestum til-
vikum hafa þessir hjólamenn
átt hjálma, en átt aðeins stutta
leið að fara, sem þeim fannst
ekki taka því að setja upp hjálm
inn sinn fyrir“ sagði Magnús
Einarsson. Hann telur, að drjúg
an þátt í útbreiðslu hjálmanna
hafi Vélhjólaklúbburinn „Eld-
ing“ átt, en það er félagsskapur
ungra pilta, sem mikið hefur
starfað að góðakstri meöal
ungra bif- og vélhjólaeigenda.
„ A ð mínu mati er það þrennt,
“^sem er ákaflega mikilvægt
fyrir öryggi bifhjólamanna, auk
þess að sjálfur stjómunarútbún
aður bifhjólsins sé í fullkomnu
lagi“, segir Magnús af margra
ára reynslu sinni í akstri
Harley-Davidson lögreglubif-
hjóla.
„Það er í fyrsta lagj örygg-
ishjálmur. Hann er númer eitt
og enginn ættj að hreyfa hjól
hjálmlaus. Það Iiggur í augum
uppi hvers vegna.
í öðru lagi ættu bifhjólamenn
að hafa hlýja og sterka hanzka,
helzt með uppslögum, sem ná
upp fyrir jakkaermar. Hlýja,
svo að þeir verði ekki loppnir
og kannski fatist tökin við
stjómun hjólsins þess vegna.
Sterka, svo að hlifð sé af, ef
þeir kynnu að detta eða rekast
utan í, en margur hefur einmitt
hru'flað sig illilega í slíkum smá
óhöppum.
í þriðja lagi ættu þeir að
vera i hlýjum fötum (helzt
stormheldum jakka) til hlífðar
gegn loftstraumnum og næð-
ingnum, því að stirðnun af
kulda dregur úr viðbragös-
snerpu bifhjólamannsins. Gam-
alt ráð bifhjólamanna var að
leggja dagblað innan fata á
brjóstið til varnar næðingnum.“
Tjegar mönnum varð ljósara
öryggi af notkun hjálma,
greiddu yfirvöld götuna með því
að lækka þessa innfluttu vöru í
tollum.
„Hjálmar voru í 90% tolla-
flokki, eins og hattar, húfur og
önnur höfuðföt, en fyrir þrem
árum voru þeir lækkaðir niður í
35% tolla“, sagði Gunnar Bern-
hard, umboðssali fyrir Honda-
vélhjól, sem er einn aðalinn-
flytjandi bifhjólahjálma.
Hann kvað sölu hjálma fylgj-
ast að viö sölu nýrra hjóla,
því að hjálmamir slitnuðu lítið
og piltar, sem selja hjól sín, láta
hjálma sína oftast fylgja með.
„Salan í hjálmunum hefur ver
ið ósköp svipuð frá árj til árs,
nema í fyrra, þegar dró mjög
úr sölu nýrra bifhjóla vegna
gengisbreytingarinnar", sagði
Gunnar í samtali við blaðamann
Vísis í gær.
Meðalgóður bifhjólahjálmur
mun kosta í kringum 1000 krón
ur út úr búð í dag.
„Ótrúlegt nokkuö; en það eru
ennþá til menn, sem aka vél-
hjólum, og tregðast við að nota
hjálma. Það eru' einkum eldri
menn, því að hinir yngri eru al
veg búnir að laga sig að tilhugs
uninni um að hiálmurinn heyrir
til hjólaútbúnaðinum", segir
Gunnar. sem kynnzt hefur mörg
um vélhjólanotendum vegna
varahlutasölu sinnar.
Reynslan sýnir, að það er
ekkj sparsemi, sem þorgar sig.
Enda mun það frekar vera út-
lit höfuðfatsins, sem stiórnar
gerðum manna { því að nota
ekkj öryggishjálma við bifhióla
akstur En þegar öryggi manns-
ins er annars vegar. ættu menn
að láta tildursiónarmið víkja —
stinga húfunni f vasann og
setja heldur upp hjálm. GP
□ Hvers glæpur
er mestur?
„Réttlætisvinur“ segir:
„Ósköp varð mér hverft við,
þegar ég las í blaðinu, að verk
smiöja ein hér í bæ hefði sett
upp þannig kerfi, að innbrots-
þjófar eigi á hættu að skað-
brennast af völdum brennisteins
sýru, reyni þeir innbrot í verk
smiðjuna. Við vitum öll, að það
er rangt og varðar við lög að
brjótast inn. En það er miklu
stærri glæpur að skaðbrenna
mann með brennisteinssýru. Og
mér er spum. Ætla yfirvöld
ekki að láta það til sín taka, er
æðikollar setja upp þjófa-
varnarkerfi, sem getur skað-
brennt menn? Lögreglustjóri á
tafarlaust að láta rífa þetta
kerfi niður og senda upphafs-
menn þess í sálræna rannsókn."
□ Of margir
aðskotahlutir
„Þrifin húsmóöir“ hafði þetta
að segja:
,,Mér finnst allt of mikið um,
að ýmsir aðskotahlutir, pödd-
ur eða annað slíkt finnist í mat
vælum hér á landi. Það er skilj
anlega ekki hægt að fyrir-
hyggja öll slík mistök. En til-
fellin eru óhugnanlega mörg.
Það getur ekki talizt eðlilegt,
að borgarlæknisembættinu ber-
ist nærri daglega dæmi um vafa
samt hreinlæti þeirra aðila, sem
fara höndum um matvæli. Ekki
fæ ég trúaö þvf, að þaö sé ein-
hver sóðaskapur í þjóðarsál Is-
lendinga. Það hlýtur að vera
hæet að fá úr þessu bætt.“
□ Aðstoð
á röngum stað
„Sportmaður“ skrifar:
„Alltaf er verið að hossa
blessuðum fþróttamönnunum
•okkar, sem satt aö segja geta
margir lítið, enda nenna þeir
ekki að leggja eins mikið á sig
við æfingar og erlendir íþrótta
menn gera. Maður opnar ekki
svo blað, að ekkj sé heimtaður
stuðningur við íþróttirnar. Og
nú á að fara að 'gera fþrótta-
mennina að launamönnum. Ætli
afrekin færist þá ekkj niður á
sama svið og vinnuafköst opin-
berra starfsmanna. Á hinn bóg-
inn höfum . við heimsfrægan
skáksnilling eins og hann Frið-
rik og annan upprennandi, sem
ekki ætlar að veröa síðri, hann
Guðmund Nær væri að gera
eitthvað fyrir þessa menn og
hætta þessari sjálfsblekkingu í
íþróttunum."
HRINGIÐ í
SÍMA1-16-60
KL13-15