Vísir


Vísir - 02.04.1970, Qupperneq 13

Vísir - 02.04.1970, Qupperneq 13
13 V1SIR . Fimmtudagur 2. apríl 1970. Nær 30 afbrigði osta framleidd hér nú — / stað nokkurra tegunda áður Miki’ breyting hefur átt sér sfað í ostaframleiðslu hér á landi undanfarin ár. Nú er hægt að fá hér osta í nær þrjá- tiu afbrigðum' I stað nokkurra tegunda áður. í bæklingnum Ostur og osta- sala, sem Osta- og smjörsalan hefur gefið út, eru margar fróð- legar upplýsingar um osta og ekki sízt geymslu og meðferð þeirra. Þær upplýsingar, sem eru ætl- aðar kaupmönnum, geta ekki síður komið neytendum vel, því geymsla osta í heimahúsum mun ekki vera mjög frábrugðin þeirri, sem mælt er með við kaupmenn. En auk þess getur neytandinn gert vissar kröfur til umbúnaðar osta í verzlunum. Öllum ostategundum má skipta í tvo höfuðflokka, mjólk- urósta eða mysuosta. Þegar mjólkurostur er framleiddur verður mysan afgangs, en úr henni hefur frá alda öðli verið gerður mysuostur. ■ Mjólkurostarnir skiptast í fasta osta, mjúka osta og brædda osta, sem gerðir eru úr tilbúnum osti. Bræddu ostarnir teljast ýmist smurostar eða steyptir ostar, eftir því hvort þeir eru smyrjanlegir eða fastir viðkomu. Eftir tegund hafa mjólkurostar ýmist margar en smáar, óreglulega lagaðar hol- ur, eða stærri, reglulega lagaðar holur. Sumar tegundir mjúkra osta eru þó holulausar. Bræddir ostar eru alltaf holulausir. íslenzkir ostar eru ýmist 45% eða 30%, eftir fituinni- haídinu í þurrefni ostsins, í 45% ostj er um 25% fita í ostinum. í 30% osti er um 16% fita í ostinum. Þegar annað er ekki tekið fram er venjulega um 45% osta að ræða. Af föstu ostunum var brauð- ostur fyrir nokkrum árum al- gengasta ostategundin hérlend- is. Upphaflega fyrirmyndin er hollenzka ostategundin Edam, sem fyrst var framleidd í sam- nefndum bæ skammt frá Amst- erdam. Brauðosturinn er vax- borinn með rauöu vaxi. Gouda (skorpulaus) er nú al- gengasti osturinn hérlendis. Vin- sældir hans má trúlega rekja til þess að ekki þarf að skera frá neina skorpu, og allur osturinn er því neytanlegur. Upprunalega er þessj ostur hollenzkur. Kúmengouda er framleiddur á sama hátt en kryddaður með kúmeni. Hann á sér hliðstæður í mörgum erlendum ostategund- um. Kunnust þeirra er e.t.v. norska ostategundin Nökkelost. Maribo er ný ostategund hér- lendis. Fyrirmyndin er dönsk, samnefnd tegund. Kúmenmaribo ér gerður á sama hátt. Schweitserostur dregur nafn sitt af Sviss. Mikið er fram- leitt af þessari tegund á hinum Norðurlöndunum, þar sem hann er seldur með þessu nafni. Eig- inlega er þetta afbrigði af hinni heimsfrægu, svissnesku osta- tegund Emmentaler, sem vegna stærðar sinnar hefur verið nefndur „konungur ostanna", Schweitserosturinn ei“ þó miklu minni. en hefur keim af hinu sætkennda hnetubragði, sem er sérkenni Emmentalerostsins. Tilsitterostur er upprunninn í bænum Tilsit í Austur-Prúss- landi um miðja siðustu öld, en er framleiddur í öllum Iöndum, þar sem ostur er í hávegum hafður. Venjulega er osturinn þakinn gulu vaxi. jpiestar tegundir ábætisosta eru svokallaðra í flokki hinna mjúku osta. Sumir þess- ara osta eru svo mjúkir að erfitt er að skera þá með venjulegum ostahníf. Heppilegast er að nota beittan, helzt rifflaðan hníf, eða þar til gerðan þráðskera, með grönnum stálþræði. Ambassador er nákvæm eftir liking af hinni heimsfrægu frönsku ostategund Port-du Salut. Margir íslenzkir neytend ur munu hafa kynnzt þessari tegund af dönskum eftirliking- Camembert hefur verið nefnd- ur „drottning ostanna" vegna smæðar sinnar miðað viC „kon- ung ostanna“ og vegna hinna miklu vinsælda sinna um heim allan. Osturinn er mjög mjúkur, gulur að innan, en yfirborðið er þakið mjúkri, hvitri myglu- himnu, sem á einnig að neyta. Camembert má frysta í skamm- an tíma til að lengja geymsluþol hans. Gráðaostur er íslenzka af- brigðið af heimsins frægasta osti, Roquefort-ostinum, sem kenndur er við héraðið Roque- fort í Suður-Frakklandi. Þessi ostategund er ævagömul, og er almennt talið, að Rómverjar hinir fornu hafi þekkt hana. — Til þess að osturinn megi bera nafnið Roquefort, þarf hann að vera gerður úr sauðamjólk eingöngu, enn- fremur að hafa verið geymdur og meðhöndlaður í hinum fom- frægu hellum I Roquefort. Er- lendar eftirlíkingar þessa osts uppfylla ekki þessi skilyrði og bera því ýmis nöfn. Sænska afbrigðið kallast Ádelost, hið danska Danablue og norska Normannaost. Ostakynningar, sem hafa verið haldnar undanfarin ár, hafa ýtt undir neyzlu osts hér á landL Fjölskyldan og tjeimilid Steyptir ostar eru nýir af nál- inni hérlendis. Þeir hafa marga eiginleika smurostanna, en ,eru þó það fastir að þá má skera með góðum hnff eða þráðskera. Þrjár tegundir af mysuostum eru til hér: mysuostur, rjóma- mysuostur og mysingur. 4~ksta- og smjörsalan býður ^ nú bitapakkaðan ost. Hver ostategund fær sérstakan verð- miða með áletrun, sem segir til um heiti ostsins og bragðstyrk- leika, pökkunardag, verð pr. kfló, þyngd og smásöluverð. Neytandinn ætti sérstaklega að veita því athygli, að pökkunar- dagur er tilgreindur. Samkvæmt því á hann kröfur á því að fá upplýsingar um hann í þeirri verzlun. sem hann kaupir ost- inn f. Ef osturinn er orðinn rakur undir plasthimnunni, sem hann er pakkaður í hefur hann verið geymdur of lengi eða við of hátt hitastig. Þegar geyma á ost í lengri tfma á hitastigið að vera á milli 2 og 6 gráður. Hins vegar er betra að geyma osta, sem á að neyta strax við meiri hita til þess að bragðið njóti sin. Það á að varast að geyma ost í námunda yið lyktarsterk efni: síld, hákarl, appelsínur, sápu o. s. frv., sem auðveldlega geta gef- ið ostinum bragð. Eif þarf að geyma’ afskoma osta er bezt að þekja skurðflöt- inn með álþynnu eða setja ost- inn í plastpoka. í verzlunum eiga neonljós eða sólarljós aldrej að skína á óvarinn ost eða aðrar mjólkur- vörur. Það getur á skömmum tíma gjörspillt vörunni. Neyt- andinn ætti því að gæta vel að þessu atriði, áður en hann káup- ir þessar vörur. 57 iað annríki og flaustur, sem þar virtist ríkjandi í sambandi við herflutningana um allar þær göt- ur, sem voru nægilega breiðar til þess að vélknúin farartæki gætu ekið þar um. Þeir settust við borð á litlum veitingastað, á meö an Assine hélt í könnunarleiðang- ur og þegar hann kom aftur kvaðst hann hafa fundið fylgsni, þar sem þeim væri óhætt, Hann fór því næst með þá upp í rústir af fomri byggingu efst á lítilli hæð, og sá þaðan yfir höfn ina. Þegar Douglas svipaðist þar um, sá hann strax, hvers vegna Þýzkaramir höfðu ekki tekið rúst imar til eigin nota, þær voru 'fyrst og fremst þaklausar, en auk þess voru múrveggimir svo hrör- legir, að ekki var annað sýnna en að þeir mundu hrynja, ef sprengja félli í grennd við þær, og græfist þá undir þeim það, sem innan þeirra væri, menn eða birgðir. Enda þótt þetta væri hinn á- kjósanlegasti útsýnfsstaðnr, var svo myrkt, að þeir gátu lítið séð, hvað fram fór við höfnina, en hins vegar. máttj heyra, að þar var annríki mikið. Þeir gátu greint flutningabílana af deyfð- um ökuljósum þeirra, séð, að þeim var öllum ekið að sama stað þar sem þeim var snúið við og ekið aftur á bak, áður en þeir námu staðar, bersýnilega til fermingar, og að lftilli stundu Iiðinni ekið aftur af stað sömu leið og þeir höfðu komið. Tviveg is heyrðu þeir í rústunum til ferða skriðdreka meðfram strönd inni, virtust allmargir f lest i bæði skiptin eftir því að dæma, hve lengi það tók þá að fara fram hjá, og nokkru síðar heyrð- ist skothríð í fjarska. Douglas lagði við eyrun og reyndi að gera sér nokkra grein fyrir þvf, sam- kvæmt þeim fáu upplýsingum, sem hann hafði áður fengið, hvað þau átök myndu merkja. Hann þóttist mega ráða það af þeim miskunii miklu olíuförmum, sem hann hafði unnið að móttöku á sfðustu vikurnar, áður en hann var send ur í þennan leiðangur að stórfelld sókn af hálfu Breta á hendur Rommel væri í aðsigi, enda þótt- ist hver maður í Áttunda hem- um finna það á sér — en enginn hafði hins vegar minnstu hug- mynd um, hvenær sú sókn skyldi hafin. Sadok var settur á vörð, Ass- ine hélt út fyrir borgina aftur til að verða sér úti um þær upp- lýsingar, sem föng reyndust á. Hinir héldu kyrru fyrir, gengu frá föggum sínum og fáguðu vopnin á milli þess sem þeir gengu út að raufunum á múm- um og reyndu að fylgjast með því sem fram fór við höfnina. Douglas og Leech sátu hlið við hlið hölluðu baki að vegg og töluðu fátt. Þeir biðu þess að dagaði, svo þeir gaetu gert sér • grein fyrir þvf, sem fram fór f þessari litlu arabísku borg og þó einkum, hvað væri að gerast við höfnina. 1 grálýsu morgunsársms höfðu þeir báðir komið sér fyrir þar, sem rústimar bar bæst, og biðu þess, að fyrstu geisferr sólarinnar EFTIR ZENO lýstu yfir höfnina. Höfnin var svo skammt undan, að þeir þurftu ekki að gríþa til sjónauka sinna, lega hennar, umhverfi og öll mannvirki við hana blöstu við augum þeirra jafnskýrt og greini lega og þeir hefðu fyrir framan sig eitthvert af þeim lfkönum af landslagi og stöðum, sem notuð voru við undirbúning og skipu- lagningu hemaðaraðgerða. Þetta var mjög lítil borg, en mannvirkin við höfnina mjög fullkomin og tæki og öll aðstaða nýtízkuleg, enda höfðu Bretar stækkað höfnina og bætt á með an þeir héldu borginni áður. Fjöldi arabískra báta og skipa lá f höfninní og Leeoh athugað; þá farkost; eins vandlega og honum var unnt þaðan, sem hann stóð, og mátti sjá það á faooum, að .honum leizt ekki sériega vel á sjóhæfni þeirm yfirleitt.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.