Vísir - 29.04.1970, Blaðsíða 1

Vísir - 29.04.1970, Blaðsíða 1
Bílasýning opnuð 7. maí 8 Unnið er nú að undirbúningi bifreiðasýningar, sem opnuð verður í Skautahöllinni á föstu- daginn. Er þetta fyrsta sýning þessarar tegundar, sem haldin er hér á landi. Að þessari sýningu stendur Fé- lag bifreiðainnflytjenda og í ávarpi sem sýningarnefndin birtir í sér- stöku blaði í tilefni sýningarinnar segir, „að sýningin sé spegilmynd þeirrar framleiðslu, sem félags- Brotizt inn í menn Félags bifreiðainnflyfjenda geti boðið, en sýni þó aðeins lítinn hluta þeirrar þjónustu, sem þeir inni af hendi sem umboðsaðilar fyr ir hinar stóru bifreiðaverksmiðjur um heim allan“. 26 aðilar sýna á þessari sýningu og verða sýnisgripir bæði utan húss og innan. —GP— Unnið að frágangi sýningarbásanna í Skautahöllinni í morgun »»—>- HRAÐBRAUT 111 AKUR■ CYRAR A 2 MÁNUBUM? Islenzkur verktaki i Kaliforniu vill beita ný- stárlegum aðferðum við hraðbrautarfram- kvæmdir hér átta fyrirtæki í nótt Brotizt var inn hjá átta fyrirtækj- um í nótt og unnu þjófarnir mikil spjöll á húsum og húsmunum í leit sinni að verðmætum, en höfðu mest 2000 kr. hjá einum og 500 krónur hjá öðrurn upp úr krafsinu. Þó var stolið bifreið, hvítum Volkswagen árgerö 1968, R-18105, af verkstæöi bílaleigunnar Fal við Rauðarárstíg, en hún var ófundin enn í morgun. Ummerki voru svipuð á flestum stöðunum. Sparkað hafði verið upp hurðum og flestar læstar hirzlur brotnar upp og skrifborö eyðilögð. Þannig vaf farið að í Vogakaffi í Súðarvogi, hjá Bergi Lárussyni h.f., í „Perunni", „Vöil h.f.“, „Póló“ og Páli Þorgeirssjmi — öll í Ármúla. Einnig var brotizt inn í Vörumark- aðinn, Ármúla 1. —GP— ■ „Unnt er að léggja 500 metra af topplagi í hraðbraut á klukkustund með þessari vél, sem líkist að mörgu Ieyti venjulegri hakkavél. Hægt væri að leggja hraðbraut héð- an frá Reykjávík norður yfir Sprengisand til Akureyrar á rúmum tveim mánuðum með þessari aðferð,“ segir fram- takssamur íslendingur Sverr- ir Runólfsson að nafni, sem er vegaverktaki í Kaliforníu og hefur 20 ára reynslu í Iagningu hraðbrauta og gerð flugvalla þar, og er að reyna að vekja áhuga íslenzkra yf- irvalda á nýstárlegum aðferð- um við vegaframkvæmdir. „Vólin blandar efnið í topp- lagið á sjálfum staðnum. Ég byrja á því að taka prufur úr sjálfum veginum. Eftir þeirri prufu reikna ég út, hversu mörg prósent af því hráefni, sem fyr ir er sé mögulegt að nota í sjálft topplagið. Síðan blandar | vélin oliu, möl eða sementi sam an við og dælir topplaginu til- búnu aftur úr sér, 500 metrum á klukkustund, og með 10 klst. vinnudegi er því unnt að leggja hraðbraut héðan norður til Ak ureyrar á rúmum tveim mán- uðum.“ — MV— Lífeyrissjóðir leggi 100 millj. króna til Húsnæðis- málastofnunarinnar Forsætisráðherra, Bjarni Benedikts- son skýrði frá því i kærkvöldi, að nú hefði náðst samkomulag við líf- eyrissjóðina um framlög þeirra til lánakerfis húsnæðismáia. Lands- samband lífeyrissjóða hefur fyrir sitt leyti fallizt á framlag í ár, en nokkrir stórir sjóðir utan sam- bandsins höfðu ekki tekið afstöðu, þegar síðast fréttist. í þessu samkomulagi felst, að lffeyrissjóðirnir leggja 90—100 milljónir króna til kerfis Húsnæðis- málastofnunarinnar á þessu ári. Á móti því verði ákvæði frumvarps- ins um húsnæðismál, er skyldar líf eyrissjóði til að verja fjórðungi ráð stöfunarfjár til kaupa á bréfum Húsnæðismálastofnunar, ekki látið taka gildi. Þetta samkomulag er bráða- birgðalausn og nær aðeins til árs ins 1970. — HH. Launakröfur munu setja svip á 1. maí — Fjórir ræðumenn á Lækjartorgi Kröfuganga verkalýðsfélaganna mun fyrst og fremst bera svip af launakröfum verkafólks í væntan- legum samningum og hátíðahöldin eiga að helgast af stuðningj við þær að sögn Óskars Hallgrímsson ar formanns fulltrúaráðs verkalýðs félaganna. ' Kröfugangan mun fara aðra leið að þéssu sinni en venjulega. Safnazt verður saman á Hlemm- torgi og gengið niður Laugaveg niður á Lækjartorg,. þar sem ræð- ur verða fluttar. Fjórir ræðumenn munu þar koma fram, en ekki hef ur endanlega verið ákveðið hverjir þeir verða, en það verða fulltrúar stærstu stéttafélaganna i Reykja- vík, fulltrúi Dagsbrúnar, Sjómanna félagsins, Verzlunarmannafélagsins og iðnaðarmanna. — Við vonum að fólk virði það að þetta er dagur verkalýðsins og kröfur verkalýðsfélaganna eiga að setja mestan , svip á daginnj sagði Óskar. ' • • JH. Sandsalan dæmd til að greiða Framkvæmdanefnd millj. kr. — vegna Fjöliðjuglersins, sem aldrei kom DÓMUR var kveðinn upp í gær í Borgardómi Reykjavíkur í máli því, sem Framkvæmdanefnd byggingaáætlunar ríkisins höfð- aði á hendur Sandsölunni við Elliðavog s.f. vegna samnings- svika um afhendingu einangrun- arglers til íbúðabygginganna í Breiðholti. Hafðj Framkvæmdanefndin gert verksamning við Sandsöluna, sem var umboðssali Fjöliðjunnar h.f. á ísafirði um, að Sandsalan afhenti einangrunargler til fbúöarhúsa í Breiðholti, og greiddi Framkvæmda- nefndin samningsverðið kr. 1 millj. og 390 þús. Þegar svo hlutj glersins, sem um hafði verið samið kom ekki fram og var ekki fyrir hendi, stefndi Framkvæmdanefnd Sandsölunni 4. april 1968 fyrir borgardóm og krafðist þess, að hún yrðj dæmd til þess að greiða alls kr. 1.120.492.00. Hlutj þeirra kröfu byggðist á endurgreiðslu glersins sem ekki kom fram eða kr. 575 þús., en kr. 369.993,00 vegna hærra glerverðs, sem Framkvæmdanefndin varð að greiða, þegar hún þurfti að afla sér glers frá öðrum í stað þess, sem á vantaði. Einnig krafðist hún 91 þús. kr. bóta vegna gallaös glers, sem afhent.hafði verið. Sandsalan kraföist sýknu á for- sendu þess, að Framkvæmdanefnd væri ekkj réttur aðili að málinu heldur Innkaupastofnun rikisins, en einnig taldi hún, að Fram- kvæmdanefndin hefði í verki sýnt, að hún teldi Fjöiiðjuna á Isafirði vera afhendingaraðila glersins, með því að hafa jafnan — þrátt fyrir að verksamningurinn gerði ráð fyrir að Sandsalan afhenti glerið — snú ið sér beint til afgreiðslu Fjöliðj unnar í Reykjavík. Aö auki kvaðst Sandsalan hafa verið grandalaus gegn blekkingum þeim, sem Fjöliðjan hefði beitt, þegar hún hefði svikizt um að hafa umbeðið glermagn til reiðu. Fyrir hönd Framkvæmdanefndar flutti málið Valgarð Briem, en vörn ina annaðist Baldvin Jónsson. Dóm 10. sföa Erlendu þvottaefnin | 60% dýrari en íslenzkl — Neytendasamtökin hafa kannað þvotta- I efnin á markaðinum • Neytendasamtökin hafa hafa verið dregnar af rannsókn- f staðið fyrir allumfangsmikilli könnun á þvottaefnum á ís- lenzkum markaði að undan- förnu. Meðal þeirra atriða, sem könnuð hafa verið, eru þvottahæfni þvottaefnanna, verð og efnasamsetning. þessari rannsókn í blaöinu síð- Meðal þeirra niðurstaða, sem ar. —SB— inm, er, að þvottahæfni þeirra ; lágfreyðandi þvottaefna, sem I notuð eru hér á landi, virðist 1 vera svipuð. Aftur á móti eru erlendu þvottaefnin að meðaltali allt að 60% dýrari en þau ís- i; lenzku. Verður nánar skýrt frá 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.