Vísir - 29.04.1970, Blaðsíða 6

Vísir - 29.04.1970, Blaðsíða 6
V í SIR Miðvikudagur 29. apríl 1970. 6 EINBYLISHÚS söluverð um 3 milljónir afi Brúarflöt 5 Garðahreppi gæti orðið yðar, ef heppnin er með. Söluverð hússins er um 3 milljónir króna, og er það eitt af fjöl- mörgum stórvinningum í Happdrætti DAS 1970—71. Aðrir eru m.a. 100 bílar, íbúð í hverjum mánuði, ferðalög, og húsbúnaðar- vinningar. Hefur nokkur efni á því að láta slíka möguleika til stór- happs framhjá sér fara? | FYRIRLIGGJANDI ódýrar skilrúmsplötur 4’xlO’ — 44 mm þykk- ar, einnig cedrus-klæðning til notkunar bæði utan húss og innan. Hannes Þorsteinsson Heildverzlun, sími 24455. Þorsteinn Thorarensen: Hvers vegna gelur haninn? Tjað er sárgrætilegt að koma heim frá Noröurlöndum um þessar mundir í það sefjunar- fuila og öfgafulla hatursand- rúmsloft, sem hér virðist rfkja í garð íslenzkra námsmanna, sem stunda nám á Norðurlönd- um Það er þvl sárara, þar sem ég komst l'ítillega að raun um það í dvöl minni' erlendis, að það er ekki mikil ástæða til að öf- undast við þetta unga fólk út af kjörum þess og námsaðstööu. Þvert á móti eiga þeir við svo mikla og ótrúlega erfiðleika aö stríða, bæði vegna hins breytta gengis krónunnar og síhækk- andi framfærslukostnaðar í lönd unum þar sem þeir dveljast, að þeir ættu fremur skiiið ríka og djúpa samúð fólksins heima. Sannleikurinn er sá að þeir lifa þar viö fátækt, húsnæðiserfið- lei'ka og jafnvel sumir hverjir við sult, þar sem matur í þess- um Iöndum er einmitt svo dýr, að þeir neyðast þó ótrúlegt sé að spara hann við sig og sleppa æði mörgum máltíðum. Eftir að hafa kynnzt því undrast ég ný- kominn heim þau viðtorögð sem ég heyri hvarvetna hér heima gagnvart þessu unga fólki. Alls staðar heyrir maður hatursfullar upphrópanir um þessa flækinga og ræfla, sem krefjist enda- lausra styrkja til þess að lifa hátt, og svo verði þeir föður- landi sfnu til svfvirðu, — hvem , fjandann em þeir að flækjast úti í löndum, ef þeir hafa svo 1 ekki einu sinni efni á því. Þeim I væri nær að hætta við þýðingar- l laust nám og og koma nú i afla- hrotunni heim og hjálpa til við 1 ■ að flaka fiskinn. — Þeir mega I sigla sinn sjó, sama þó þeir l færu til Ástralíu, — og svo lýk- ur þessum venjulegu skoðaná:' 1 skiptum á því, að þetta sé hvort sem er allt tómur kommúnista- lýður, og ef þeir séu eitthvað að ybba sig, væri réttast að láta kylfumar dynja á þeim, birta öfn þeirra á glæpalistum og elzt dæma þá í fangelsi, að minnsta kosti svipta þá öllum námsstyrkjum. Ég get ekk; orða bundizt, að mér blöskrar slíkur einhliða of- stækisáróður í garð hinna ís- lenzku námsmanna sem eiga ekki skilið slfkar kaldar kveðj- ur, heldur ættu menn þvert á móti að reyna að skyggnast dýpra í vandamál þeirra, þá held ég að skiljist að það er eng- in furða þó þeir mögli. Og þeg- ar hjálparbeiðnum þeirra er tæpast svarað og allt hjakkar f sama farj viku eftir viku og mánuð eftir mánuð í skilnings- leysi og aðgerðaleysi íslenzkra yfirvalda, er heldur engin furða, þó smá sprenging verði í svo sem einu sendiráði, það virðist eina leiðin til þess að láta taka eftir sér. Það undarlega er að neyð námsmanna skuli ekki hafa skil- izt á þessum tíma örra sam- gangna og fullkomins frétta- burðar. Þetta er kannski eitt af fyrirbærum nútímaþjóðfélags- ins, vandkvæði þeirra hafa verið skráð í skýrslur, — það varitar ekki, það hafa verið gerðir lang- ir talnadálkar um meðaltals- styrk, meðaltalsfjárþörf og öll- um þessum tölum skellt I graut inn í elektrón'skar tölvur og hrært í með 220 volta riö- straumi, — en það hefur ekkert gerzt annað en að nýir talna- dálkar hafa streymt í stríðum straumum út úr tölvunum, sem eru handhægir til að mata aðrar tölvur til að fá n'éia talna- dálka o.s.frv. Á meðan allar þessar reiknivélar eru f gangi hefur ungi námsmaðurinn f Kaupmannahöfn so'ltið af því að hann hafði ekki peninga fyrir mat og stúdent f Stokkhólmi orðið að sofa eina nótt úti f skemmtigarði af því að hann átti ekki fyrir leigunni og var rekinn úr húsnæði sínu. íað var táknrænt fyrir raf- eindata^knina, að nú rétt þegar ég var að koma heim, sá ég í blöðunum grein eftir Gunnar Vagnsson formann stjómar Lánasjóðs íslenzkra náms- manna, er fjallaöi um þessi vandamál og greinin ásamt mik- i'lli töflu er virtist nýkomin glóð- volg út úrIBM-1600 virtistsvona no'kkum veginn alveg óskiljan- leg fyrir hvem meðalmann. Þar voru námsmennirnir og hin mannlegu vandamál þeirra auð- kennd svo: 127 L-1 100 L-2 114 L-3, 92 L-4.52-L5 57 L-6 og 13 L-7. Það má vel vera að tölvur og elektróniskur hugsanagangur séu vænleg tii mikilla framfara í veröldinni, en viö verðum bara að gæta þess að láta ekki hinn vesalings veinandi einstakl- ing drukkna og sökkva niður í talnaflóðinu. Auk talnanna þarf lika nokkuð sem vart verður reiknað út f jöfnum og kúrfum og kallast samúð, skilningur og mannleg réttsýni. Ég hef oft áður í greinum mínum rætt> um Alþýðubylting- una miklu í Kína, og látið f ljós Iitla hrifningu á þeim vitlausra spítala með stjómleysi og ringulreið sem einkennir hana. En þó eru vissir þættir f henni sem geta verið til umþenkingar og kannski eftirbreytni. Það var til dæmis einn liður í þeirri hreyfingu aö hrokafullir og sof- andi áhugalausir emtoættis- menn skyldu sjálfir fara út á landið og deila kjörum naeð al- þýðunni. Það kemur fyrir að maður getur ímyndað sér, aö þarna mætti taka hina maó- ísku Kinverja til fyrirmyndar. Ég skal að vísu ekki segja um það, hvort sá embættismaður, sem undirritaði tölvugreinina um kjör námsmanna, Gunnar Vagnsson hefur sofið, en hvem- ig væri nú samt fyrir hann að reyna kínverska dæmið og lifa f Stokkhólmi eins og mánaðar- tima einungis á þeim fjármun- um, sem námsmennirnir hafa til að Iifa af, sem þar að auki koma aldrei tiL þeirra fyrr en löngu á eftir. Hvemig væri að lifa á pylsum í hálfan mánuð og sofa eins og eina nótt á bekk á Tegelbacken. Kannski má emb- ættismaðiu-inn ekki vera að þessu, af því að hann hefur upp á góðan og gamlan máta ein- hverjum e fleiri embættum að sinna hér heima. Og þó má ekki skilja þetta svo að ég sé að ráð- ast á þennan eina nafngreinda mann, það má vel vera að hánn hafi meira að segja verið betur vakandi en aðrir, — en einhver virðist hafa sofið. Og þá er eigi furða þó haninn fari að gala í t sendiráöinu i Kommandörs- ) gatan. \ Einstaklingar — Félagasamtök — F jölbýlishúsaeigendur ÞAU ENDAST VON ÚR VITI WILTON-TEPPIN Ég kem heim til yöar með sýnishorn og geri yöur ákveðið verðtilboö á stofuna, á herbergin, á stigann, á stigahúsið og yfirleitt alla smærri og stærri fleti. ÞAÐ KOSTAR EKKERT AÐ HRINGJA I SÍM A 312 8 3 EN ÞAÐ BORGAR SIG. DANtEL KJARTANSSON Sími 31283 Litliskógur horni HVERFISGÖTU og SNORRABRAUTAR TERYLENE-BUXUR HERRA 1090,- HVÍTAR BÓMULLAR- SKYRTUR 530,— -•- FLÚNELS DRENGJA- SKYRTUR 170,— Leigan s.f. Vinnuvélar til leigu Litlar Steypuhrœrivélar Múrhamrar m. borum og fleygum RafknOnir Steinborar Vatnsdœlur ( rafmagn, benzín ) Jarðvegsþjöppur Rafsuðutœki Vibratorar Stauraborar Sli pirokkar Hitablásarar HOFDATUNI 11 - SIMI 23480

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.