Vísir - 29.04.1970, Blaðsíða 10

Vísir - 29.04.1970, Blaðsíða 10
V IS IR . Miðvikudagur 29. apríl 1970. w iÍÍMap íGoút Það, sem við ræðum og hugsum Fáir atburftir hafa fyllt fftlk þvflfkri spennu, sem síöasta tunglferöin meö Apollo 13. í nokkra daga hékk líf geimfar- a'nna á bláþraeði og ekkert mátti út af bera, ef þeir áttu aö kom ast lifandi til jaröar. I nokkra daga var geimferð- ift höfuðfregnin í blööum, sjón varpi og útvarpi. Meira að segja var hægt að fylgjast með einstökum viðbrögöum geim- faranna í sjónvarpi. Mikil ang- ist greip um sig víöa um heim og þarf ekki að efa, að mikil sorg heföi ríkt viða um lönd, ef illa heföi til tekizt. Allir dáð ust aö rósemi geimfaranna og var haft á oröi, að þeir hlytu aö hafa stáltaugar. Einnig sögðu fréttirnar frá angist fjölskyldna geimfaranna, þegar spennan var sem mest vegna hins ískyggilega ástands og tvísýnuna um endurkomu geimfaranna. Þannig tók bók- staflega öll heimsbyggðin þátt í hinni miklu spennu geimferð- arinnar og gladdist þegar allt fór vel að lokum. Þannig hefur fjölmiðlunin gíf urleg áhrif á hugsanir fólksins, og getur bókstaflega skammtað, ef svo má að oröi komast, um- hugsunarefni milljóna fólks.. — Má bezt sjá þaö af því, hve aðr ir voveiflegir 1 atburðir hverfa f skuggann, ef þeir ekki vekja því betur athygli á sér sjálfir. Má 1 þcssu sambandi nefna einstak lega sorglegan atburð sem ein- mitt gerðist þessa sömu daga. Snjóflóð féll á gistihús í Alpa- fjöllum og fórust þar nokkrir tugir barna, 4—7 ára gömul. Hræöilegur atburður sem vekur angist og sorg, ef við gefum okkur tíma til að hugsa um svo fjarlægan atburð, sem þó er snöggtum nær en hin merka og æsispennandi tunglferð. Vafa- laust hefði síikur atburður, sem slysið f Alpafjöllum vakið enn meiri athygli og sorg út um heimsbyggðina, ef fólk yrði mat að á nánari tildrögum og sett nánar í snertingu við sorgir og angist fólksins á slysasvæðinu, eða þeirra, sem misstu sína nánustu í því voðalega slysi. Þess vegna er það í rauninni fróðlegt umhugsunarefni að gera sér grein fyrir því, hve fjölmiðlunin getur skapað mikla spennu, valdið sorg vegna eins en ekki annars, og aukið á fögn uö, og þannig mótað skoðanirn ar og umhugsunarefnið. Slysið vegna snjóflóðanna i Ölpunum var ömtirlega sorg- legur atburður, en tunglferðm var fyrst og fremst spennandi vegna alis hins óvænta og ó- þekkta í sambandi við geimferð irnar. Þó reynt sé að skapa vissa samúð eöa hlutdeild i ör- væntingu aðstandenda geimfar- anna, þá verðum við þó að hafa í huga að geimfararnir eru nienn sem sjálfviljugir leggja lff sitt í tvísýnu til að upplifa hina geysispennandi könnun úti í geimnum, fyrir vafalaust geysi háar greiðslur. Það er undarlegt til þess að hugsa í hve ríkum mæli við þiggjum umhugsunar- og um- ræðúefni, hversu sjálfstæðir sem við viljum vera og þykj- umst vera. Við erum vaktir til umræðu og umhugsunar um hvaðeina f miklu rfkara mæli; heldur en við viljum vera láta, Þrándur i Götu. Skýrsla í smíðumMDAG M íkvöldJ M : _I « W nirnrin *ni/nnutt ^ um skólastióra ! Bifreiðaskoðun: R-3701 — R- 3850. Hr. ritstjóri! í framhaldi af dylgjum yðar f fyrradag um, að „skólastjórastöð- ur séu ekki veittar með eðlilegum hætti“ óskið þér eftir greinargerð um veitingar á skóiastjórastöðum og spyrjið í því sambandi: „Hvernig væri nú að byrja á greinargerð um veitingar á skóla- stjórastöðum í þeifn sveitarfélög- um, sem liggja að Reykjavík? Og hvernig væri að upplýsa, hver skip- ar formenn skólanefnda og hvaða stjórnmálaskoðanir þeir hafa?“ Ég hef beðið menntamálaráðu- neytið um að semja skýrslu um alla skólastjóra og alla skóianefnd- arformenn, sem ég hef skipað, og mun hún verða send vður. Hitt ANDLAT Sigurbjörg Gfsladóttir, verka- kona, Vatnsstíg 12, andaðist 23. apríl sl., 71 árs að aldri. Hún verð- ur jarðsunginn frá Fossvogskirkju á morgun ki. 10.30. Gísli Einarsson, rakari, Bergþóru götu 10, andaöist 24. apríl si., 61 árs að aldri. Hann verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju á morg un Id. 13.30. Guðbjörg Jónsdóttir, Löngu- brekku 4, Kópavogi, andaðist 24. apríl sl., 93 ára að aldri. Kveðjuat höfn fer fram frá Fossvogskirkju á morgun kl. 15. Jarðsett verður frá Hjaröarholti í Dölum. BILAVIÐSKIPTI De Sodo 1956 til sölu, sterkur bíli, þarfnast lítils háttar viðgerðar á bremsum til að vera gangfær. — Tækifæri til að gera góð kaup fyr ir þann sem sjálfur getur gert við. Verð kr. 15 þús. Upplýsingar í sima 30353 eftir kl. 6. vonk ég, að þér sjáið við athugun, að hvorki ég né ráðuneytið geta gefiö skýrslu um stjórnmálaskoðan- ir formanna skólanefnda. Það er sem betur fer sjaldgæft, að slíkum óskum sé hér á iandi beint til opinberra aðila. 29. apríl 1970 Gylfi Þ. Gíslason. TILKYNNINGAR Bókhaldið m-;y i6. síðu. • „Það bjargað; miklu, hve fijött J við fengum tilkynninguna og hve • veður var stillt,“ sagði RúnarJ Bjarnason, slökkviliðsstjóri viö • blaðam. Vísis. „Eftir hálfrar stund- • ar siökkvistarf höföu slökkviliðs-J menn hemil á eldinúm, en hins veg-'» ar tók drjúga stund aö slökkva íj glæðunum, sem alls staðar leyndust J millj þiija.“ • Einn slökkviliðsmaður meiddist J við slökkvistarfið, en þó ekki alvar- • lega. J Húsnæðið var eðlilega ónothæftj eftir brunann og fyrst um sinn • verðúr afgreiðsla Vísis í Bröfctu-J götu 3B — nokkrar húslengdir frá® gamla staðnum. J Sandsalan af bls. 1. ari var Stefán Már Stefánsson, settur borgardöm'ari, og kvaddi hann tvo meðdómendur í dóminn, verkfræðingana Bárö Daníeisson og Vilhjálm Þorláksson. Dómur féll á þá lund að Sand- sölunni var gert að greiöa Fram- kvæmdanefndinni kr. 1.023.121 og hátt á annað hundrað þús. kr í vexti, auk 150 þús. kr. í má!>. kostnað. GP. ■mu'ijWiMiiUli BELLA Við veröum að passa að ekki fari fyrir okkur líkt og stcikinni forðum daga. VIÐRIÐ IDAG Suðaustan gola og Iftilsháttar rigning fyrst, stinningskaidi og meiri rigrting með kvöldinu. Hiri 4—7 stig. Notorious •- Mjög góð amerísk sakamála- J kvikmynd, sem Alfred Hitch- • oook stjórnar. Aðalhlutverk: J Ingrid Bergman • Gary Grant „ Sýnd kl. 5, 7 og 9. J íslenzkur texti. SKEMMTISTAÐIR • Þórscafé, Hljómsveit Guðmund ar Ingólfssonar, söngvarar Helgi Hermannss., Helga Sigþórisdóttir og Gunnar Ingólfsson. Kristniboðsfélag kvenna hefur sína árlegu kaffisölu i Betaníu, Laufásvegi 13, föstudaginn 1. maí. Húsið opnað kl. 2 e.h. Ailur ágóði rennur til kristniboðsins í Konsó. Kvenfélag Laugarnessóknar. — Fundur verður mánudaginn 4. maí kl. 8.30 í fundarsal kirkjunn- ar. Rætt verður um kaffisölu, sumarferðalag o. fl. Stjórnin. Kvennadeild Skagfirðingafélags- ins í Reykjavík heldur basar og kaffisölu í Lindarbæ föstudaginn 1. maí, er hefst klukkan 2 síödegis. Ágóðanum verður varið til kaupa á heyrnprófunartæki til handa sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauðár- kröki. — Ennfremur verður hald- inn sumarfagnaður Skagfirðingafé-' lagsins í Leikhúskjaliaranum að kvöldi 1. maí klukkan 21. — Gesta, boð Skagfirðingafélaganna’ fyrir eldri Skagfirðinga verður 1 Lindar bæ á uppstigningardag 7. maf klukk an 14.30. — Nánari uppl. x síma 36647. Tónabær — Tónabær. Félags- starif eldri borgara, miðvikudag- inn 29. april verður opið hús frá kl. 5.30 e.h. Dagskrá: spii, töfl, lestur, kaffiveitingar, bókaútlán, upplýsingaþjónusta, skemmtiat- riði. Kvenfélag Ásprestakalís. Fund ur í dag, Jrtiðvikudag 29. apríl í Ásheimilinu Hólsvegi 17,- Mar- grét Kristinsdöttir hösmæöra- kennari kynnir ostarétti ol fl. Fé lagskonur mega taka meö sér gesti. Kaffi drykkja. — Stjómin. VISIR 50 JW‘*r áram FUNDIR I KVÖLD • Kristniboðssambandiö. Kristni- boðssamkoma verður í Kristni- boðshúsinu við Laufásveg í kvöld kl. 8.30. Bjami Eyjólfsson talar. Þeir, sem ætla að gefa ferm- ingargjafir, ættu að muna eftir islenzkum ástarljóðum í skraut- bandi. Kærkomin gjöf og snotur bæði handa piltum og stúlkum. Vísir 29. april 1920. . •••••••••••••••••• ••'•-•••••*•••••• •••••■•■•••••♦•••••, Fyrstu dimittendi Homrohliðar Dimittendi Menntaskólans við Hamrahlíð, 125 talsins, fóru á fæt ur fyrir allar aldir í morgun og snæddu morgunverð meö kennur- um sínum klukkan sex. Eftir að þeir höfðu matazt og sungið nægju sína var Guðmundúr Arn- laugsson, rektor sóttur. heim og honum færö blóm. Allur hópurinn hélt síðan til skóla síns klukkan átta. Ekki var þó tekið upp alvar legt lærdómstal, heldur haldið á- fram i léttum dúr, þótt i kennslu stundpm væri. 5. maí byrja prófin en þeim lýkur 13. júní. I Menntaskólanum við Hamratolíð er ekkert upplestrarfrí, heldur fá nemendur nokkra daga á milli hverra einstakra prófa til upplestrar. — MV. Vísir vísar á viðskiptin

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.