Vísir - 29.04.1970, Blaðsíða 16
Ný frímerki
• Nýtt frímerki verður gefið út
n. k. mánudag 4. maí, Evrópu
frímerki, sem kemur út sam-
tfmis í flestum Evrópulöndum.
Frímerkið er að verðgildi 9 kr.
og 25 kr.
• Nú er stutt á miili nýrra frí-
merkja. 16. febrúar sl. var gef-
ið út frímerki i tilefni 50 ára
afmælis Hæstaréttar í 2 millj-
óna upplagi. — Þá verða gefin
út þrjú ný frimerki 19. júní n.k.
í tilefni 50 ára afmæiis Hjúkr-
unarfélagsins að verðgildi 7 kr.,
i tilefni iSO ára afmælis Gríms
Tbomsens (15. maí) að verð-
gildi 10 kr. og fríinerki í til-
efni af listahátíð i Reykja-
vik að verðgildi 50 kr. -vj-
starfíð settu svip á „eldhúsið"
frá útvarpsumræðunum i gærkvöldi
• Upphlaup skólafólks, kjara-
samningar og frumvörp rík
isstjórnarinnar settu svip
sinn á umræðurnar i „eld-
húsinu“ í gærkvöldi.
• Dr. Bjarni Benediktsson
forsætisráðherra lagði á-
herzlu á nauðsyn þess, að við
flýttum okkur hægt og rös-
uðum ekki um ráð fram, nú,
þegar bættur efnahagur mun
koma fram í kjarabótum alls
almennings. Hann og aðrir
fulltrúar stjórnarflokkanna
vöruðu við hættunni á verð-
bólgu, ef kauphækkanir
gengju of langt. Bentu þeir
á, að verðlag og kostnaður
mætti ekki hækka hér miklu
meira en í öðrum EFTA-Iönd-
um, ef við ættum að vera sam
keppnisfærir við þau.
Hannibal Valdimarsson (SF)
sagði, að verkafólk mundi nú
krefjast 20 — 25% hækkunar
grunnkaups og fullrar vísitölu-
uppbótar á laun, auk annarra
krafa, og Lúðvík Jósefsson
(Ab) kvað kaupmátt umsamins
tímakaups hafa hinnkaö um 16—
30% síðan haustið 1967.
Dr. Gylfi Þ. Gíslason, mennta-
málaráðherra, kvaö aögerðir ör-
Mtils hóps skólafólks nú vera
„skyldastar umbrotum sálarlífs-
ins á gelgjuskeiöi". Slíkt yrði
naumast aö þjóðfélagsböli, en
uggvænlegt væri, að einn stjórn-
málaflokkurinn, Alþýðubanda-
lagið, væri enn á gelgjuskeiöi í
stjórnmálum. Jón Þorsteinsson
(A) kvaö Æskulýðsfylkinguna
vera oröna eins konar fyrir-
greiöslustofnun fyrir upphlaup
af hvaða tagi sem væri.
Ingvar Gíslason (F) sagði
meinsemdina felast í því, aö of-
beldisaðgeröir næðu betur eyr-
um valdhafa og fjölmiðla en
umræður. Kvað hann mennta-
málaráðherra hafa verið önnum
kafinn siðustu daga í bréfa-
skriftum og fundahöldum með
upphiaupsmönnum en hann
sinnti þingmönnum í engu,
þegar þeir reyndu að koma mál-
um fram með friösamlegum um-
ræöum.
Gils Guðmundsson (Ab) sagði,
að menntamálaráðherra væri
„hæfileikamaöur", en hann
gegndi of mörgum störfum til
aö geta annað þeim öllum sem
skyldi.
Ólafur Jóhannesson (F) sagði,
aö „botninn væri dottinn" úr
stjórnarsamstarfinu. Kæmi það
fram í handahófsvinnubrögðum
stjórnarinnar og hringlanda-
hætti. Nefndi hann þar til með-
ferð verðgæzlufrumvarpsins,
húsnæðismálafrumvarpsins og
skattamálafrumvarpsins. Gylfi
Þ. Gíslason kvað sannað, aö
ýmsir Framsóknarþingmenn
hefðu verið fylgjandi aðalinn-
taki frumvarpsins um verö-
gæzlu, en þeir hefðu ekki þorað
að greiða því atkvæðj á þingi
vegna ofríkis flokksforystu
Framsóknarflokksins, sem heföi
heldur viljað klekkja á rfkis-
stjörninni en fylgja sannfær-
ingju sinni.
Matthías Á. Matthiesen (S)
ræddi um fyrirhugaðar úrbætur
á skattamálum fyrirtækja og
kostj við fjárfestingarfélag.
Gunnar Gíslason (S) og Ágúst
Þorvaldsson (F) fjölluðu um mál-
efnj bænda. Kvað Gunnar land-
búnaðinn mundu hagnast á að-
ild Islands að EFTA.
Forsætisráðherra varpaði í
ræðu sinni fram þeirri spurn-
ingu, hvernig ástandið mundi nú
vera, ef stjórnarandstæðingar
hefðu íáðið fyrir nokkrum ár-
um, mennirnir, sem böröust
gegn Búrfellsvirkjun og álverk-
smiöju og vildu ekki viðurkenna
efnahagsvanda þjóðarinnar.
Varla væri að efa. aö ástandið
hefði orðiö miklum mun verra,
ef þessir menn hefðu ráðiö
stefnunni. — HiH.
„Sá töluvert á
unglingunum4
— segir yfirlæknir slysavarðstofunnar — engar
kærur ennjbó vegna ryskinganna i ráðuneytinu
B „Jú, hingað var komið með eina
5 eða 6 unglinga og það er
óhætt að segja að það sá töluvert
á þeim, einkum tveimur þeirra,
sem greinilega höfðu lent í mikium
Iðnaðarráðherra
Dana kemur í
heimsókn
Iðnaðarráðherra Dana, Knud
Thomsen, kemur í opinbera heim-
sókn til landsins á fimmtudaginn i
boði rikisstjómarinnar. Þar með er
verið að giaida fyrir heimsókn Jó-
hanns Hafstein, iðnaðarráðherra
til Danmerkur í fyrravor.
Ráðherrann mun eiga hér við-
ræður við Jóhann Hafstein, iðnað-
arráðherra og aðra aðila, en einnig
verður hann viðstaddur vígslu Búr-
fellsvirkjunar og álversins í
Straumsvík. Ráðherrann mun dvelja
hér til 4. maí. — vj.
ryskingum. Voru þau aðallega klór-
uð og marin, og nokkuð sá á hálsi
eins piltanna, sagði Haukur Krist-
jánss., yfirlæknir slysavarðstofunn-
ar, er biaðið innti hann í morgun
eftir upplýsingum um ungiingana,
sem fluttir voru á slysavarðstofuna
eftir ryskingar við lögregluna, er
hún ruddi menntamálaráðuneytið
s.l. föstudag.
„Það var talað um að þetta yrði
kært og skýrslurnar lagðar fram,
en ég veit ekki til að þær hafi verið
sóttar hingað ennþá, enda vaninn
að það sé ekki gert alveg strax,
þar sem erfitt er að segja um hve
alvarleg meiðslin eru fvrr en eftir
nokkurn tíma,“ sagði Haukur enn-
fremur.
Blaðiö hafði samband við rann-
sóknarlögregluna, sakadóm og
Bjarka Elíasson yfirlögregluþjón, en
enginn þessara aðila vissi til að
máliö hefði veriö kært ennþá. —þs
Starfsfólk Vísis í óða önn að bjarga bókhaldi og verðmætum skjölum undan skemmdum.
Bókhaldið bjargaðist
sviðið út úr eldinum
— kviknaði i afgreiðslu Visis og Fjalakettinum
1 Miklar skemmdir urðu, þegar I í hádeginu í gær. Brunnu þar inn-
eldur kom upp í Aðalstræti 8 I anstokksmunir og innréttingar af-
Skátar reka sumarhótel
í Garðahreppnum
Sigurgeir Óskarsson, ný„bakaður“ matsveinn og forstöðumaður
hins nýja sumarhótels í Garðahreppnum að undirbúningi f eld-
húsi hótelsins.
• „Skátafélagið okkar í Garða
hreppnum, „Vífill“ er 3ja
ára gamalt og hefur nú keypt
félagsheiniiii, sern við ætlum að
reka sem sumarhótel. Við höf-
um 8 herbergi og getuni tekið
hópa í svefnnokarými. en hús-
ið er 270 fermetrar“ sagði Sig-
urgeir Óskarsson, skáti og ný-
bakaður matsveinn, sem reka
mun sumarhótel skútanna.
Sagði Sigurgeir að þcir hefðu
haft samband við flugfélögin og
ferðaskrifstofur og gera þeir
þeir ráö fvrir að útlcndingar
verði meirihluti gestanna.
„Húsið er nýtt og allt teppa
lagt og öll aðstaða hin bezta.
Loftleiðir og Eimskipafélagið
hafa hjálpað okkur mikið, m.a.
Iánað rúm og fleira. Við verð-
um liklega fjögur sem vinnum
við þetta i sumar og hér verð-
ur framreiddur morgunmatur
og hádegismatur. Við stefnum
að því að geta opnað 15. mai“,
sagði Sigurgeir að lokum. Sum
arhótelið er að Hraunhólum 12
í Garöahreppi og að sjálfsögðu
eru Islendingar velkomnir ekki
síður en útlendingar. þs.
greiðslu dagblaðsins Vísis, og
skrifstofuáhöld eyðilögðust öll.
• Skjöl öll, bókhaldsgögn og
reikningshaid björguðust úr
eldinum, svo og áskrifendaspjald-
skrá og lausir fjármunir. Tjónið hef-
ir ekkj verið metið, en innanstokks-
munir voru vátryggðir.
Eldurinn kom upp í bakherbergi,
sem starfsfólk Vísis notaöi fyrir
kaffistofu, en fólk, sem var að störf-
um í afgreiðslunni í hádeginu varð
fljótlega eldsins vart og gerði
slökkviliði viðvart. Vegna þess hve
húsið sjálft og innrétting þess var
eldfimt, breiddist eldurinn fljótt út
og komst i Fjalaköttinn. Urðu þar
töluverðar skemmdir á vörubirgð-
um í geymslu Silla & Valda.
Aldraður maður. sem bjó uppi á
lofti í Fjalakettinum komst ekki út
úr herbergi sínu vegna reyks í
göngum og stigum, og varð slökkvi-
liðið að bjarga manninum út um
glugga á herberginu og niður bruna.
stiga.
10. síða