Vísir - 29.04.1970, Blaðsíða 3

Vísir - 29.04.1970, Blaðsíða 3
VÍSIR . Miðvikudagur 29. apríl 1970, 3 í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND I MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón: Haukur Helgason Rússneskir flugmenn í Egyptalandi — að sögn Israelsmanna ÍSRAELSMENN fullyrða, að fiugmenn frá Sovétríkj- unum séu komnir til Eg- yptalands og fljúgi sovézk- um þotum af MIG-gerð. Segir í fréttinni, að rúss- nesku flugmennimir hafi nú þegar flogið þessum flugvélum í könnunarferð- um við Súezskurð og senni lega muni þeim ætlað að taka þátt í bardögum með egypzkum flugmönnum. Hins vegar liggi enn ekki fyrir neinar sannanir um þátttöku þeirra í loftorrust um við ísraelsmenn. Eins og menn rekur minni til, hótuðu Rússar fyrir nokkru íhlutun 1 stríðinu við Súezskurð, ef Nixon Bandaríkjaforseti léti af því verða mwwwv.v að afhenda ísrael vopn. ísraels- menn óskuðu eftir Phantom-þotum frá Bandaríkjunum og hafa nú feng- ið nokkrar þeirra. Hins vegar vildi Nixon ekki að svo stöddu afhenda Israel jafn margar herþotur og þeir báðu um. Samkvæmt þessum fréttum frá ísrael hafa Rússar nú gert alvöru úr hótun sinni og ekki aðeins af- hent Egyptum æ fleiri MIGjher- þotur, heldur látið þá hafa flug- menn til að fljúga þeim. Bæði Israelsmenn og Egyptar skýrðu í morgun frá loftárásum viö Súezskurð. Kváðust Egyptar hafa .....;...... t S ' '^l ............................................................................. ................ ................................. ......... ■ „ '.......................................... .............................v,,...v.;í Phantom. Nixon afhenti ísrael hluta pöntunarinnar. Verðfallið heldur áfram — NIXON mun ávarpa þjóðina O Verðfallið hélt áfram á verðbréfamarkaði í Banda- ríkjunum og víðar í gær. — Nixon Bandaríkjaforseti hefur boðað, að hann muni ávarpa þjóðina í sjónvarpi vegna þessa uggvænlega máls. Fall gengis verðbréfanna náði einnig til London og Tókíó og ann- arra markaða, þótt það væri þar mun minna en i Bandaríkjunum. Er nú niikill óhugur í mönnum og verður sumum hugsað til kreppu- áranna fyrir stríö, en það var þá einmitt hrun á verðbréfamörkuðum í Bandarikjunum, sem var upphaf hinnar miklu skriðu í þann tíð. Menn voru vongóðir i gærdag fyrst eftir opnun kaupþinga, en þá hækkaði gengið lítið eitt. Fljótlega tók það þó' enn að falla. Sérfræðingar telja óvissuna i efnahagsmálum Bandaríkjanna og stjórnmálum valda þessu, og benda á Kambódíumálið sem dæmi um nær óleysanlegt pólitískt vandamál forsetans. Eitt megininntakið i stefnu Nixons er Víetnamiseringin svonefnda, heimköllun bandarískra hermanna frá Indó-Kína. En hvað verður þá um þessi ríki, svo sem Kambódíu og Laos? skotiö niður tvær flugvélar af I Styrjöldin við Súezskurð færist ísrael. sífellt í aukana efUr þvl sem vopn aðila eflast. MIG frá Sovétríkjunum. KARATESKÓLAR BERJAST — Einn maður drepinn ■ Rifrildi á milli karate-skóla Barlzt var með hnífum, spjót- leiddi nýlega til morðs. James um, höggsverðum og samurai- Koncevic dró langt samuraí- sverð úr kviði sínum — og lézt. Þetta var í Chicago. Inni í húsi karate-skólans Black Cobra börðust nemendur og kennarar þriggja karate-skóla upp á líf og dauða. Handtekinn var John Keehan, sem kallar sig „lífshættulegasta mann á „jörðu“ eða „Dante greifa“. Keehan stýrir karate- skóla, sem kenndur er við Dante. Hann og félagar hans komust inn í Cobruskólann með þvf að segjast vera frá lögregl- unni. Sýndi Keehan stjörnu lög- reglustjóra og ruddist inn. sverðum. Inn á milli heyröust karateh'róp. Jerome Greenwald, tvitugur kennari var sakaöur um morö. Hann kvaðst hafa banaö James Koncevic í sjálfsvörn. Hefði hann verið grimmdarlega barinn og varið sig með sveröi. Fyrir tveimur árum fékk „Dante greifi“ skilorðsbundinn fangelsisdóm. Hafði hann reynt að sprengja f loft upp karate- og judoskóla Chicagoborgar, sem hann kvað hafa skuldað sér peninga fyrir kennslu. Andkommúnistaríki Asíu á ráðstefnu GREINILEGT er, að kommúnistar munu engan þátt eiga í fyrirhug- aðri ráðstefnu um Kambódíumálið. Kína og Noröur-Víetnam, sem báð- um hafði verið boðið að senda full- trúa, hafa algerlega hafnað aðild. Segja þau, að þessi ráöstefna sé i runnin undan rifjum bandariskra I heimsvaldasinna og til þess eins ætluð að styöja við bakið á þeim i framferði þeirra í Kambódíu og víðar. Nú er ákveðiö, að ráðstefnan verði í Jakarta í Indónesíu hinn 14. maí. Tuttugu ríkjum var boðið þátt taka, og eru þá meðtalin Kína, Noröur-Víetnam og Norður-Kórea, sem enn hefur engu svarað. Mikiö magn vopna hefur nú ver- iö flutt frá Suður-Víetnam til Kam- bódíu, en Kambódíumenn telja það hvergi nægja. Hafa þeir enn óskað eftir vopnum frá Formósu, Indó- nesíu og fleiri rikjum. Bandaríkja- stjórn hefur enn ekki fallizt á bein- ar vopnasendingar úr birgðum Bandaríkjahers. Aðkast ai páfa ♦ Mikill mannfjöldi hlýddi á páfa, er hann heimsótti Sardiníu fyrir nokkrum dögum. Hins vegar geröust þar atburðir, sem varla heföu verið hugsanlegir fyrir skömmu, er hópur manna tók að kasta grjóti að páfa og mannfjöldanum, er á hann hlýddi. — Myndin sýnir, er lögreglumenn í borgaralegum fötum höfðn hendur í hári eins uppþotsmanna. Hans heilagleiki veirður nú fórnariamb óróans í heiminum eins og aðrtr.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.