Vísir - 29.04.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 29.04.1970, Blaðsíða 8
8 V í S l R Miðvikudagur 29. apríl 1970. VISIR Otgefandi: KeyKjaprent Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjóitsson RJtstjóri: Jónás Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóbannesson • Auglýslngar: AflalstræU 8. Simar 15610. 11660 og 15099 Afgreiflsla: Aflalstræti 8. Simi 11660 Rltstjóm: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 linur) Askriftairgjald kr. 165.00 6 mánuði innanlands I lausasölu kr. 10.00 eintakiö Prentsmiðja Vísis — Edda hJ. Mestí jöfnuðurinn jVfenn eru greinilega ekki sammála um, hvort jöfn- uður ríki í þjóðfélagi íslendinga. Síðustu daga hefur bryddað á þeirri skoðun í ályktunum út af lánamál- um námsmanna, að hér ríki þjóðfélag eignamanna, sem kúgi verkalýðinn. Það er því fróðlegt að líta á einstaka þætti málsins, t. d. með því að bera ísland saman við önnur iönd, svo sem Svíþjóð. Því hefur ekki verið mótmælt, að jöfnuður í laun- um og lífskjörum er meiri hér á landi en á nokkrum öðrum stað í heiminum, ef til vill að Kína og ísrael undanskildum. Kjarajöfnuðurinn er áreiðanlega mun meiri hér en í Svíþjóð. Flestir eru meira að segja þeirr- ar skoðunar, að þessi jöfnuður hafi gengið út í öfg- ar hér og sé tímabært að draga eitthvað úr honum, svo að einhver hvatning sé veitt til menntunar og dugnaðar. Hitt er svo rétt, að félagslegt öryggi er meira í Svíþjóð, vegna þess að tryggingakerfi þeirra hefur meira fé til umráða á hvern íbúa. Þar er námsmönn- um líka veitt betri fyrirgreiðsla. Þetta stafar af því, að Svíþjóð er næstríkasta land í heimi. Svíar hafa betri aðstöðu en við til að leggja fé í félagslegt öryggi. En það táknar ekki, að jöfnuður sé þar meiri en hér, aðeins að auðmagnið er meira þar. Ekki eru til tölur um dreifingu eigna, svo sam- bærilegar séu við önnur löhd. En í fljótu bragði virð- ist augljóst, að eignum sé jafnar skipt hér á landi en í öðrum löndum Vestur-Evrópu, þar á meðal Svíþjóð. Hér á landi er lítið sem ekkert um stóreignir og þeir yfirleitt auralausastir, sem kallaðir eru ríkir. Þá er það sérkenni íslendinga, að þeir eiga yfirleitt sjálfir húsnæði sitt, en í Svíþjóð er meira um leiguhúsnæði. Þar sem töluverður hluti eigna hér á landi liggur í íbúðum, er Ijóst, að auðmagnið er hér á landi jafnar dreift en í öðrum nálægum löndum. Þessi eignajöfn- uður er vottur um almenna sjálfsbjargarviðleitni og er okkur til sóma. Ríkisrekstur er nokkru meiri hér en í Svíþjóð og þar af leiðanói íneii'i en í flestum þróuðum löndum. Ríkið rekur hér fleiri tegundir fyrirtækja en sænska ríkið gerir og hefur auk þess á margan hátt meiri al- menn afskipti af atvinnulífinu en tíðkast í Svíþjóð. Því fer fjarri, að íslendingar séu yfirleitt ánægðir með þennan mikla rikisrekstur. Jafnaðarstefnan gengur hér meira að segja svo langt, að skólakerfið gerir ráð fyrir jöfnuðL Allir eiga að læra hið sama í hverjum aldursflokki, þótt sumir geti aðeins lært helminginn af því, en aðrir helmingi meira en krafizt er. Hæfileikabörnum er haldið niðri og kemur það síðar niður á hagþróuninni. Þegar þættir málsins eru skoðaðir þannig, er aug- ljóst, að hér ríkir því miður mun jneiri jafnaðarstefna en í Svíþjóð. Ef hún hefði verið minni á undanförn- um áratugum, hefði hagþróunin orðið örari og þá væri þjóðin nú nógu rík til að hafa fullkomnara trygg- ingakerfi og námslaunakerfi en Svíar hafa. Margar leiðir eru reyndar til að Ieysa hin gífurlegu samgönguvandamál stórborganna. — í San Francisco eru ráðagerðir um jarðgöng 40 m undir flóanum. Yrðu þau 6,4 km á lengd. 73% fólks á einum af hundraði landsins Nixon reynir oð beina fólksþrýstingnum frá stórborgunum □ Árið 2000 munu 85 af hverjum 100 Banda- ríkjamönnum búa í borg um, ef þróunin verður með líkum hætti og ver- ið hefur. íbúarnir ættu þá að verða 300 millj- ónir. Þessi samþjöppun getur varla talizt æski- leg. í borgunum gætir nú vaxandi glæpa og spillingar, og mengunin herjar á þær. Óteljandi eru vandamálin, svo sem um samgöngur, fé- lagslíf og menningar- mál. Einmitt í þessum aragrúa hverfur einstakl ingurinn, verður annað- hvort einn á báti og ein- mana eða hluti af hóp- sál, sem fylgir hópnum sínum leiðitamur. ■ 100 milljónir bætast við í upphafi sögu Bandarfkjanna skapaðist hefð í byggingu þaul- skipulagðra samlfélaga, sveita, þorpa og bæja. Síöustu ö!d hef- pr þessi hefð fallið í gleymsku, og flestar borgir Bandaríkjanna hafa vaxið skipulagslaust, þeg- ar fólk streymdi til þeirra. Næstu 30 árin munu væntan- lega bætast viö mannfjöldann 100 milljónir manna. Nixon Bandaríkjaforseti segir: „Það mun öllu öðru fremur ráða þvi, hvernig lífi í Bandarikjunum veröur háttað í framtíðinni, hvar böm framtíðarinnar alast upp og hvernig." ■ „Jafnvægi í byggð landsins“ Vandamái stórborganna verða ekki leyst, nema unnt reynist að bægja fólksþrýstingnum frá borgunum. Bandarfsk stjórnvöld hyggjast nú grípa f taumana og beina þessari þróun f nýjan far- veg. Nixon hefur boðað þá stefnu, sem íslendingar þekkja undir nafninu „jafnvægi í byggð landsins." Ríkisvaldið hyggst iiiiimnii Umsjón: Haukur Helgason veita aðstoð við myndun nýrra borga og endurreisn eldri borga. Stjómin leggur til, að sumir smá bæir nútfmans verði „stækkað- ir“ skipulega. Verði á þann veg unnt að varöveita ýmsa kosti borgarlífsins án þess að þola ó- kosti þess. Þetta kemur til af þeirri staðreynd, að varla verð- ur nauðsynlegt eða æskilegt efnahagslega að hafa mikinn fjölda fólks f eiginlegum sveit- um. Landbúnaðurinn verður æ vélvæddari. Færri hendur skila stöðugt meiri afköstum. Jafn- framt eru menn sammála, að 6- æskilegt sé, að stóru borgimar verði enn stærri en nú er. ■ Reistar 100 borgir með 100 þúsund íbúa Opinber riefnd, er fjallaði um þetta má!, hefur lagt til, að reist ar verði 100 nýjar borgir meö 100 þúsund íbúum að meðal- tali og 10 borgir í sérstaklega völdum þéttbýliskjörnum. Margt verður að koma til, eigi þessi stefna aö heppnast. Eigi aö fást stuðningur at- vinnurekenda við slíka dreifingu byggöar, telur stjömin nauðsyn- legt, að þeim verði gert kleift að hafa hæfilegan ágóða af rekstri fvrirtækja á nýjum stöð um Er þar stungið upp á eftir- gjöfum um skatta og afskriftir og styrkjum til þjálfunar vinnu- afls. Mikilvægt er, að samgöngu- mál verði enn bætt, svo sem veganetið. Bættar samgöngur hafa nú þegar stuðlað að dreif- ingu iðnfyrirtækja. ■ Ríkið dreifi stofnunum Auk þess getur ríkisstjómin dreift sfnum eigin stofnunum um landið til þess að efla vöxt þeirra sveitarfélaga, sem æski- legt er talið að vaxi. Er lagt til, að stjómin stefni á skipulagö- an hátt að slíkri dreifingu. Nokk ur merki þess sjást nú þegar. Þá er mikilvægt, aö ríkisvaldiö beiti sér beinlínis fyrir bygg- ingu bæja í þessu skyni. Það hef ur nú þegar verið gert í Jona than í Minnesótafylki. « Fréttamenn segja, að tillögur Nixons kunni að marka þátta- skil í glímunni við vandamál borgarlífsins. Þessar tillögur eru nátengdar hugmyndum stjómarinnar til lausnar vanda- máls mengunarinnar, en nú hef- ur Bandaríkjastjóm f fyrsta sinn gert ráöstafanir, er miklu skipta í þeim efnum. ■ Áætlanir til áratuga Lagt er að atvinnurekendum aö beina rannsóknum og tækni- þróun 1 slíkan farveg, aö byggða jafnvægið aukist. Reynt skuli aö forðast mengun, en af því leið- ir, að iönfyrirtæki eru að öðru jöfnu æskilegri í hinum dreiföu byggöum. Fyrirtækin skuli leggja aukna áherzlu á áætlan- ir til langs tíma. Á geimöldinni, segja menn, nægir ekki aö gera áætlun til nokkurra ára í senn. Miöa' verður framkvæmdir viö langt árabil. Þannig er byggöajafnvægis- stefnan eitt megininntak f al- mennri stjómarstefnu Nixons Bandaríkjaforseta. í hinum víðlendu Bandaríkj- um búa nú 73 af hundraði lands manna á um það bil einum af hundraði landsins. Þetta eru 150 milljónir af rúmum 200 milljón- um. Þessi skipan getur naumast talizt rökrétt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.