Vísir - 06.05.1970, Blaðsíða 3

Vísir - 06.05.1970, Blaðsíða 3
VTSIR. Miðvikudagur 6. mal. 1970. 3 60SID 1947 STÚD113 MÁNUDI • Fjórtánda gos Heklu hófst hinn 29. marz 1947, og því lauk 21. apríl 1948. • Aðfaranótt hins 29. marz var veöur bjart síðast um Suðurland, svo sem þá hafði verið nær óslitið undanfarna tvo mánuði. Átt var tiorðlæg. Undanfarnar vikur hafði Hekla blasað við nærsveitunum, al- heið og snævi þakin frá toppi niöur að rótum. Telja má öruggt, að því hefði verið veitt eftirtekt, ef hún hefði brætt af sér snjó einhvers staöar, en fullyrt er af þeim, sem bezt sáu til hennar, aö engin mis- Smíði hafi séð á henni þessar vikur né neitt það, er bent gæti til þess, að gos væri í aösigi. 1 Selsundi á Kangárvöllum, um 15 kílómetrum suðvestur af Heklu- tindi, gerðist það þremur eða fjór- um kvöldum fyrr, að Ölöf Krist- jánsdóttir húsfreyja þóttist heyra einhvern annarlegan þyt, og hún heyröi sama þyt næsta kvöld og hafði orð á því, en enginn annar heyrði hann. Að morgni hins 29. marz var Haraldur Runólfsson bóndi vaknaöur snemma. Sem hann liggur vakandi í rúmi sínu, finn- ur hann eins og titring í bakinu. Hann snýr sér þá á hlið og veitir þvf eftirtekt, aö eirskjöldur og mál- verk á vegg titra dálítið. Þessi titr- ingur varaði röskan hálftíma, en þá kom snarpur jarðskjálftakippur. — Höfðu þá hevrzt drunur í um það bil 10 mínútur. Er jarðskjálftakipp- urinn kom, leit Sverrir, sonur Har- alds út um glugga, og stóð þá gos- mökkur upp úr hátindi Heklu, Það var um 6.40 þann morgun, að Oddur Oddsson bóndi á Heiði á Rangárvöllum gekk út á hlaö og vestur og noröur fyrir bæinn. Sá hann, að rétt norðaustan við há- tind Heklu var komin upp mórauð hnúta eöa þústa, sem á hæð var aðeins lítið brot af hæð fjallsins, en kringum þessa þústu lagðist eins og gráhvít slæða yfir toppinn, og steig hinn brúni mökkur upp úr henni. Varö Oddi þá Ijóst, hvaö á seyði var. Virðist Heklugos hafa Frá Heklugosi 1947 Mikið annriki i fluginu i morgun ALLT FER A LOFT, SEM GETUR FLOGIÐ „Það fer allt á loft, sem flog- ið getur,“ var svariö sums staðar, þegar blaðið ietiaði frétta af flugi á eldstöövarn- ar í Heklu, og greinilegt að mikill áhugi er hjá fólki að komast fljúgandi austur og sjá hina tignarlegu sjón úr lofti. Flestar smærri vélar flugfélaganna verða á lofti i dag — og frá Flugfélagi ís- lands eru ráðgerðar ferðir, hin fyrsta var farin kl. 11 í morgun með 28 farþega. Þegar í gærkvöldi fóru nokkr ar vélar austur, en allar munu hafa snúið við nema flugvél frá Flugstöðinni, Elíeser Jónsson flaug henni og sagðj hann blað inu, að honum hefði tekizt að fljúga um svæðið. „Þetta var stórkostleg sjón“, sagði flugmað urinn, 1 rnprgun kl. 4.30 fóru þeir hjá Flugstöðinni og allar vélar þeirra verða í gagninu i dag. Við höfum fjórar vélar — og eru þrjár þeirra tveggja hreytfla sem taka fimm far- þega“. Svipað svar var hjá Flugþjón ustu Bjöms Pálssonar. Klukkan átta í morgun hafði þrívegis verið flogiö austur. Hin fyrsta var kl. 5 og fóru þá nokkrir Norðmenn — en talsvert hefur verið um það hjá öllum litlu flugfélögunum, að útlendingar hafi verið með í þessum ferðum. Hjá Flugþjónustunni er mikil eiftirspurn og allar vélar tiltæk ar munu reyna að svara þeirri eftirspurn. Hjá Flugsýn var al’lt í fullum gangj og strax í morgun byriaö að fljúga austur. Leiguflug Helga Jónssonar hafði sent eina vél áustur í morgun, en tvær aðrar vélar félagsins voru I skoðun, en munu bætast við eftir hádegið. Árangur þessarar skyndiskoö unar hjá flugfélögunum er sem sagt: Allt fer á loft, sem flogið getur. —hsím Jarðskjálftamælar með fyrstu boðin FYRSTU merkin um Heklugosið gerðu vart við sig á jarðskjálfta- mælum Veðurstofunnar í gær- kvöldi. Ragnar Stefánsson deildarstjóri jarðskjálftadeildarinnar sagði í við- tali við Vísi í morgun, að smá- vegis jarðskjálftar hefðu farið að mælast klukkan 20.58 í gærkvöldi. „Þeir jukust mjög fljótlega og voru orðnir mestir klukkan 21.40. Upp- tök jarðskjálftanna mældust í 110 kílómetra fjarlægð austur af Reykja vík og stærstu jarðskjálftakippirn- ir voru 4 stig á Richterskvarða. Upp úr ellefu fór aftur að draga nokk- uð úr jaröskjálftakippunum, dró stöðugt úr þeim og hefur enginn jarðskjálftakippur mælzt eftir kl. þrjú í nótt.“ Þá sagði Ragnar, að jarðskjálfta- kippirnir væru oft mestir í byrjun eldgosa en þegar líði á, mælist þeir ekki eins miklir. -—SB— byrjaö klukkan 6.41 um morgun- inn. Blasti við Reykjavík Gosið byrjaði norðaustan í há- tindi Heklu. Klukkan 6.50 kom jarð skjálftakippur, og fannst hann frá Öræfum allt vestur á Snæfellsnes. Örfáum mlnútum eftir jaröskjálft- ann var tekið að gjósa á um 4 km langri sprungu eftir háhrygg Heklu Kl. 7 var gosmökkurinn oröinn um 27 000 metra hár, og blasti þá við höfuðstaðnum. Á Suðurnesjum fang aði ungur sjómaður, { 124 km fjar- lægð, á ómerkilega kassavél merki- lega mynd af gosinu. Drunur í Grímsey — aska í Finnlandi Gosdrunur voru þennan morgun svo kraftmiklar að heyra mátti 1 fjarlægustu héruð, jafnvel Gríms- ey. Fyrsta hálftímann féll eingöngu grábrúnn vikur, kögglar 1—5 senti- metrar í þvermál. Buldu þeir á bárujárnsþökunum í Fljótshlíð. í 32 km fjarlægð féll hraunkúla, nær hálfur metri í þvermál og um 20 kg. Næst féll brúnsvartur vikur mun fíngerðari og þar á eftir svört aska. Þá var Fljótshlíð oröin öll sem eyðimörk væri og hvítur skalli Evjafjallajökuls orðinn alsvartur til að sjá. í innri hluta sveitarinnar var vikur- og öskulagið allt að 10 sentimetra þykkt. Gosmölin barst til suðurs yfir Rangárvellingaafrétt, Fljótshlfð og Eyjafjöll. Fíngerðasta askan barst alla leið austur fyrir landamæri Finnlands, meö að með- altali 56 kílómetra hraða á klukku- stund. Gosmölin, sem féll fyrsta morguninn, þakti 3130 ferkílómetra lands og heildarflatarmál öskugeir- ans innan 0,006 sm jafnþykktarlínu var áætlað um 70 þúsund kílómetr- ar. 1 suðvesturhlíð Heklu mældist ein vindillaga bomba 11 metrar á lengd en 4.5 m á breidd um miðbikið, og hafði hún borizt í lofti einn kíló- metra. — I Vestmannaeyjum byrj- aði vikurfallið upp úr klukkan 8 um morguninn. Klukkan 18 tók aska að falla á enska skipið Sacramento í 820 kílómetra fjarlægð frá Heklu. Hafði askan borizt þangað með 72 km hraöa á klukkustund að meðal- tali. Klukkan 10 að morgni hinn 31. marz féll aska í Helsingfors, 51 klukkustund eftir að gosið hófst. Aska féll á Álandseyjar nóttina fyr- ir 31. Líklegt er, að aska hafi bor- izt alla leið til Rússlands. Hins vegar féll engin aska á Bretlands- eyjar eða suðurhluta Skandínaviu, þótt hún færi þar vfir hinn 30. marz. Eins og rennsli Kongófljóts Fyrsta hálftíma gossins er talið, að ruðzt hafi Upp úr Heklugjá að meðaltali um 75 þúsund rúmmetrar vikurs á sekúndu, sem er álfka og rennsli Kongófljóts, næst vatns- mesta fljóts veraldar. Síðan fór streymiö hraðminnkandi. Þrátt fyrir hið mikla öskufall, munu aðeins tveir bæir hafa lagzt varanlega í eyði, en 98 jarðir urðu fyrir spjöllum, smáum og stórum. Sjálfboðaliða dreif að, og í júlílok höfðu 100 dagsverk verið lögð f vikurhreinsun. í byrjun gossins steyptust vatns- flóð niður hlíðar eldfjallsins. Fyrstu daga gossins voru margir gígar virkir á um 5 km langri sprungu eftir Hekluhrygg endilöng- um, en síðar voru tveir aðalgígar virkir á háhryggnum, Toppgígur og Axlargígur. Öskufalli lauk að heita mátt'i í bvrjun september 1947. Hraunrennsli virðist hafa byrjað þegar á fyrsta hálftíma gossins. Þakti hrauniö um 15 ferkílómetra þegar á fyrsta degi. Síðan minnk- aði það, en jókst upp úr 20. maí, og fór svo minnkandi í júlí. í byrj- un flæddi hraun aðallega austur úr Heklugjá, en síðar einkum til N, NV, V og SV. Heildarflatarmál þessa hrauns er 40 ferkílómetrar og rúmmál þess um 800 milljónir rúmmetra. í þrettán mánuði Hinn 23. ágúst stöðvaðist hraunið að lokum i Stóraskógsbotnum. Sá hraunstraumur var sá lengsti, er myndaðist, 8 kflómetrar á lengd. Sunnudaginn 2. nóvember beið Steinþór Sigurðsson mag. scient, bana, er hann varð fyrir glóasndi hraungrýti. Eftir nóvember rann hraunið nær eingöngu ofan á þau nýju hraun, er fyrir voru. Þann 21. apríl 1948 sáust glóðir síðast í Hekluhlíöum. Haföi hraun- iö runnið látlaust í þrettán mánuði. Vorið og sumarið 1948 streymdi mikið af koldíoxýði upp úr gjótum, og varð það 15 kindum að bana. I gosin t hækkaði hátindur Heklu úr 1447 í 1503 metra, en lækkaði fljótt eftir gosið í 1491 metra. —HH AXMINSTER býSur kjör viS allra hœfi, GRENSÁSVEGI 8 SÍMI 30676.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.