Vísir - 06.05.1970, Blaðsíða 16

Vísir - 06.05.1970, Blaðsíða 16
 Mlðvikadagnr ð. maí 1970. iogi, starfsmaður Blossa, ók Vísis- mönnum að eldunum • í>að vantaði ekki „eldmn“ hjá blaðamönnum V'Isis sem héldu austur að gosstöðvunum f gaerkvöldi. Logi Runólfsson, starfsmaður Biossa sf. ók þeim í fjallabíl sínum að eldunum og voru því Jónas Kristjánsson, rit stjóri, Jón Birgir Pétursson, fréttastjóri og Bragi Guðmunds son Ijósmyndari komnir í rétta „stemningu" þegar þsir komu austur að gosstöðvunum í nótt enda má með sannj segja, að nú sé „hátíð“ blaða- og frétta- manna. —vj — Öskufall í Borgarfirði í morgun ,Ég vissj ekkert hvað hafði gerzt. þegar ég kom hér út á tún ið f morgun. Allt var móleitt svo langt sem augað eygði og datt mér fyrst í hug sandfok, en sá svo strax að hér myndi vera um eld- gos að ræða,‘‘ — sagði bóndinn á Þorvaldsstöðum við Amarvatns- heiði. Sigurður Jóhannesson, en hann hafði ekki hugmynd um Heklugosið fyrr en hann sá ösku- fallið á túninu hjá sér í morgun. „Þetta er eins og mjög fínn sandur, móleitt á lit og lyktar- laust, að því er mér virðist. Mér sýnist þetta ná niður undif miðja Hvítársíðuna og LangjökuW er dökkur á lit og sér varla f hvítan ''shjóinn," — sagði Sigurður. öskufaHið virðist ná allá leið 'f Reykholt, en þar mátti greiniiega sjá þunnt öskulag i morgun, og mistur var í lofti. f>S BURFíLLSVIRKJUN VIRB- IST FKKI VIRA I HJtTTU Sá ekki handa skil á Hvammstanga fyrir öskufalli • Töluvert öskufall varð í sveitunum fyrir austan vegna gossins hjá Heklu meðan vindur var af aust- an f gærkvöldi. Lagðist þá upp undir 10 cm þykkt jafnfallið lag á jörðu við Búrfell og austur í Gnúp- verjahreppi rigndi ösku og vikri. • „1 morgun hefur þetta ekk ert verið, nema það er eins og loftið sé mettað af fín- um salla,“ sagði einn starfsmanna Búrfellsvirkj- unar, Páll Karlsson vél- stjðri, sem varð fyrir svör- um, þegar blaðamaður Vís is hringdi í morgun. „En okkur stóð nokkur ur af vikrinum, sem féll hér um tíma í gærkvöldi, því að hann hefði hugsanlega getað setzt í síur og stfflað fyrir okkur, auk þess sem vikurinn er leiðandi efni. f>að ieið hjá og það er engin hætta að þetta hindri nokkuö okkar vinnslu, sem er í fullum gangi. Ekki ef þetta helzt ó- breytt eins og það er,“ sagði Páll. AHt starfsliðið, um 20 manns er að störfum við gæzlu virkj unarinnar, en konur og börn starfsmanna voru flutt þaðan í gærkvöldi. „Að beiðni Landsvirkjunar sendum við bfla héðan og hóþ björgunarsveitarmanna að Búr- felli til þess að sækja fólkið", sagði Gunnlaugur Vilhjálmsson lögregluþjónn á Selfossi. — „Pluttu bílarnir þaðan 25 til 30 manns mest konur og börn.“ Á Selfossi haifði engin aska fallið í nótt, en öskufalHð hafði heldur ekki verið mikið. „Héðan sáum við eldana vel í nótt, en nú er orðið dimmt yf ir vegna skýja og sést því minna“, sagði Gunnlaugur. Á Ásólfsstööum í Gnúpverja hreppi rigndi niður í nótt vikur steinum á stærð við eldspýtu- stokka og að Búrfelli duttu úr lofti meðan öskuifalliö var mest í gærkvöldi, hnefastórir stein- ar. Brotnaðj þar framrúða í bif reið undan einum slíkum steini og á öörum bifreiöum sáust merki á lakki, rispur o.fl. und an vikrinum. As-kan frá gosinu hafur borizt alla leið norður í land og á Hvammstanga „gerðj svo mikið myrkur, að maður sá ekki handa skil“, sagði Ingi Bjarnason, starfsmaöur í Mjólkurstöðinni, sem blaðamaður Vísis ræddi við í morgun. „Það byrjaði svona um kl. 11 í gærkvöldi og þá dreif hérna niður m]ög fína en kolsvarta ösku, eins og vel má sjá á jörðu hér núna í morgun", sagði Ingi. „Það var heldur ekki kom- andi hérna út í gærkvöldi", sagði 'Hiálmar Eyþórsson lög- regluþjónn á Blönduósi. „Vind ur var héma af sunnan og suð austan, ein 6 eða 7 vindstig, og með honum barst þetta hingað. Þetta var sallafínt ryk, sem sett ist í vitin á manni, ef farið var út fyrir dyr. Og í morgun sá maður að Langadalsfjall, sem var hvítflekkótt á að lfta í gær er orðið koilótt. Þetta er ekki þykkt lag, þar sem það er þykk ast eftir að það hefur skafið sam an eru svona tvær tommur, en það er aðeins í hjólförum eða holum. — Þetta kom eins og ský og teygðist hér norður ytfir. Frá okkur séð var ekki ólfklegt aö flókarnir hafi teygzt aMa leið norður á Strandir. — GP— Dr. Sigurður Þórarinsson sýnir einum nemenda sinna, Ingibjörgu Kaldal, hnullung, sem borizt hefur órafjarlægð í einni spreng- ingunni í gosinu. Kröftugasta gosið er við rætur Heklu að sunnanverðu í um 700 metra hæð yfir sjó. Glóandi hrann- strókurinn stendur þar margra metra í loft upp. Kemur kippur í ferðamannastrauminn? rr Vindáttin er beint Viðbrögð fólks við fréttinni um Heklugosið eru afarmismunandi, sumir héldu fyrst að um grín væri að ræða, þegar þeim var sagt frá tíðindunum. Ferðamálafólk tekur tíðindunum einnig að vissu leytí létt, því ekki er ósennilegt, að gos- ið, ef það varir, dragi ferðamenn til landsins. Blaðið hafðj samband við Char- lottu Hjaltadóttur hjá Ferðaskrif- stofu ríkisins í morgun og spurði hana hvort gosið myndi ekki hafa áhrif á ferðamannastrauminn. — Ástandið er nú nógu slæmt eins og er þótt við fengjum ekki bessa auglýsingu ofan á. Það má náttúrlega búast við þvi að þetta verði til aukningar, allt slikt eins og t. d. Surtseyjargosið á sínum tíma verður til þess að kippur kemur í ferðamannastrauminn. Það hefur þegar komið fram, að sumarið í sumar verði mikið ferða- mannasumar og við höfum heyrt mikið um gistivandamálið í Reykja- vik, svo að það fyrsta, sem mér datt í hug, þegar ég heyrði fréttina var að við hefðum nóg fyrir. Ef gosið varir og þegar það fer að spyrjast út má búast við auknum fjölda ferðamanna og er þá lang líklegast að ferðamenn hafi mestan áhuga á að fljúga yfir gosstaðinn — SB frá Hekiu tií Reykjavíkur" allt útlit fyrir öskufall i Reykjavik i dag — þegar mikiö öskumistur yfir borginni a „Vindurinn verður æ auststæð ari og allt útlit er fyrir að hann verði beint að austan upp úr há- deginu. Það pýðir að vindurinn stefnir beint l'rá Heklu li! Revkja* víkur og megum við þá búast við að fá yfir okkur ösku og vikur hér á höfuðborgarsvæðinu”, sagði Jón- as Jakobsson, veðurfræðingur Veð urstofunnar i viðtali við blaðið i morgun. ,,Viö vitum ekki ennþá hversu rriikiö vikur- og öskustraumurinn hefur minnkað en vísast er að vera við öllu búinn. Til þessa hefur ösku ^trengurinn verið á nokkuð þröng um geira norður um, en síðustu fregnir herma að aska sé farin að sjást alla leið upp í' Borgarfjörð.“ „Hvað með þetta mistur sem hvílir yfir borginni?" „Ég get ekki betur séð en þetta sé öskumistur. Það var orðið mjög grátt strax I «morgun og virðist dökkna stöðugt. Meðan vindurinn heldur áfram að snúast tll austurs má gera ráð fyrir að hér verði stöð ugt 'irárra. og öskufall er ekki ó- sennilegt eftir hádegið í dag“, sagði Jónas Jakobsson ennfremur. - þs

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.