Vísir - 13.06.1970, Blaðsíða 5

Vísir - 13.06.1970, Blaðsíða 5
V í?SXR . Laugardagur 13. júni x»/v. 5 Hann hneykslaði svo með nöktu kvenfólki að lögreglan varð að loka — segir Valtýr Pétursson um Munch — Sýning meb 96 mynda hans á Listahátiðinni — Tryggðar fyrir 87 milljónir Hann sá svo eftir hverri seldri mynd, að hann gerði ætíð kópíu fyrir sjálfan sig. Þegar hann dó árið 1944 átti hann gríðarlega mikinn fjölda mynda, bæði grafik og málverk, sem hann arf- leiddi Osló-borg að.“ — Það er norski myndlist- arm. Edvard Munch, er Valtýr Pétursson er að vitna til í viðtali við Vísi. Sýning á 96 grafikverkum eftir Munoh verður í Iðnskólan um á Skólavörðuholti. En sýn- ingin er eitt af dagskráratriðum Listahátíðarinnar og hefst hún klukkan 17, 20. júní. Við báðum Valtý Pétursson listmálara. að segja okkur örlít ið nánar frá Munch. „Hann er frægastur af öll- um myndlistarmönnum Norður landa og jafnvel í allri Norður- Evrópu. Hann byrjaði ungur að fást við myndlist og ferðaðist heilmikið á þeim árum. Dvald ist í Frakklandi, Danmörku, Þýzkalandj og víðar, bæöi til að halda þar sýningar svo og að mennta sig í list sinni. Varðhann strax frægur um aldamótin fyrir verk sín og mikils metinn nema í heimalandi sínu. Þar hneykslað; hann almenning með myndum sínum af nöktu kven- fólki svo, að lögreglan stöðvaði sýningar hans. Nú er hins vegar annað orðið uppi á teningnum. Norðmenn fá aldrei nógsamlega þakkað forsjóninní fyrir þennan fræga mann. Er nú í Osló lista safn, er heldur minningu hans á lefti, en hann lézt árið 1944. — Hann arfleiddi borgina að öllum sínum verkum, grafik og olíu- málverkum. Var það gríðar mik- Sorpið hleðst upp Sorpið er nú víða að verða vandamál í íbúðarhverfunum, sérstaklega við einbýlishús. — Reyna ýmsir þó að finna lausn á vandanum eins og íbúðaeig endur eins háhýsis í Heimun- um. Eins og myndin sem tekin var í gær sýnir höföu þeir staflað upp tunnum við húsið og : bundið yfir plast. Margir hafa ; verið gerðir afturreka með sorp. ef því hefur ekki verið í ekið á eigin bílum. Sótt um leyfi til að byggja við Domus Medica — læknafélögin þurfa meira húsnæði ið safn, því að maöurinn var vinnuþjarkur. T. d. er það und- antekning ef hann hefur ekki þrykkt grafik sína sjálfur. —- Margir listamenn hafa hins veg ar aðstoðarmenn til þess.“ „Þetta er að sjálfsögðu geysi verðmæt sýning og hátt tryggð er það ekki?“ „Tryggingin er 87 milljónir króna og kostnaður við að fá slíka sýningu er svo mikill að við hefðum ekki getað ráðizt út | í það nema með aðstoð Osló- borgar sem greiðir mikinn hluta kostnaðar." „Verða plaköt til sölu í sam- bandi viö Munch sýninguna svipað og var á Nolde sýning- unni?“ „Já, sjálfsmynd, ein af þeim ,frægustu, sem hann hefur gert. Kostar hún um 100 krónur.“ „Sýningin kemur flugleiðis. Er ekki hætta á að Við verðum af henni vegna verkfalla?" „Það má nú bara ekki gerast. Þetta er einstakt tækifæri, sem okkur gefst. Anna-rs er komin hingað til okkar merkileg sýn- ing 50 mynda, er liggur nú í höfn um borð í Fjallfossi en fór ekkj utan með Gullfossi, líkt og ég las um einhvers staðar. Hér er um að ræða „moderne“ grafik, er sýnd verður á Lista- hátíðinni.‘‘ — MV Læknafélag Islands og Lækna félag Reykjavikur, ásamt sjálfs eignarfélagi Dómus Medica hafa sótt um leyfi til borgaryfirvalda til að byggja Viðbótarhúsnæöi við Domus Medica og er gert 1 ráð fyrir að svar berist -mjög fljótlega. Bjarni Bjarnason, læknir, for maður stjórnar sjálfseignarfé- lagsins Domus Medica, sagði blaðinu f gær, að ekkert væri endanlega ákveðið um stærð þessarar byggingar, þar sem svar heföi ekki borizt ennþá frá borgaryfirvöldum. Sagði hann að fyrst og fremst þyrfti að skapa betri aðstöðu fyrir eldhús, sem værj mjög lítið í Domus Medica. Blaðið hafði einnig sam band við formann Læknafélags íslands, Arinbjöm Kolbeinsson, lækni, og sagði hann að hugsan legt væri að byggð yrði viðbótar bygging við endann eða sérbygg ing nær Sonrrabrautinni. — Yrði þá hægt að bæta mjög að- stöðu læknamiðstöðvarinnar og yrðu þar væntanlega læknastof- ur. — ÞS ir kirkjugarðar við Gufunes og Korpúlfsstaði — undirbúningsframkvæmdir hefjast væntanlega i sumar 'Rými í Fossvogskirkjugarði er nú orðið mjög lítið og fer að líða að því að hætta verði að jarðsetja þar. Hefur verið á'- kveðið að skipuleggja kirkju- garða við Gufunes og Korpúlfs- staði. Gústaf Pálsson borgarverk- fræðingur sagði í viðtali við blaðið í gær að ákvéðið hefði verið fyrir nokkru að skipu- leggja kirkjugarða á svæðinu sitt hvorum megin við Gufunes- radíó eða á Gufunestúninu og við túnið á Korpúlfsstööum. Mikill undirbúningur er við að skipuleggja nýja kirkjugarða og er gert ráð fyrir að hægt verði að byrja að einhverju leyti i sumar á undirbúningsfram- kvæmdum. Ekki verður þó hægt að byrja að jarða þar fyrr en eftir nokkur ár og verður vænt- anlega jarðsett i Fossvogskirkju garði þangað til. — ÞS Góð "spilatæknr getúr ' oft verið margra slaga virði og er spil ið i dag gott dæmi um það. Þaö kom fyrir í keppni fyrir skömmu og er ekki hægt að segja aö sagn- hafi hafi fengið mikið hrós fyrir frammistöðuna. Staðan var allir utan hættu og suður gaf. 4k 7-5-2 V 7-6-5 ♦ Á-D-G-10 Jb D-5-3 A Á-9-6-3 * D-G-10 V 10 V D-G-8 4 9-7-4-3 ♦ 8-6 4> G-10-9-7 4> K-8-6-4-3-2 K-8-4 V Á-K-9-4-3-2 ♦ K-5-2 Jb Á Sagnir gengu þannig, a-v sögðu alltaf pass: Suður Norður IV 1 G 3 V 4 V P Vestur spilaði út laufagosa, og suður átti slaginn. Síöan voru tveir hæstu 1 trompi teknir og sannleik- urinn kom i ljós. Enn var þó allt í lagi, ef austur ætti minnst þrjá tigla og sagnhafi reyndi það. Austur trompaði þriðja tígul. spilaði spaða drottningu og spilið var einn nið- ur. „Það er ekki að spyrja að leg unum, þegar ég spila spilin", sagöi suður þunglega. Ef trompin eru 2-2 vinn ég spilið, ef spaðaásinn er ^ijá austri vinn ég spilið, ef austur á þrjá tígla vinn ég spiliö. Það er ekki minn dagur." „Hann kemur víst seint", sagöi makker hans þurrl^ga. „Til að byrja meö áttu að Iáta drottn- inguna í laufi, til þess að fá and- stæðingana til að spila laufi áfram, er þeir komast að, Síðan áttu að fara inn á tígul og spila trompi úr borði. Ef austur lætur áttuna, þá lætur þú niuna til þess , I að halda austri út úr spilinu. Nú er sama hvað vörnin gerir, spilið stend ur alltaf. Reyni austur að láta hjartagosa, þá drepur þú, ferð aftur inn á tígul, svínar hjarta og vinnur 11 slagi. Auðvelt., ekki satt.“ ♦ V ♦* Aðalfundur Bridgefélags kvenna var haldinn 8. júní sl. og var stjórn félagsins öll endurkjörin. Stjórn fé lagsins skipa nú: Margrét Á'sgeirs- dóttir, formaður. Þuríöur Möller, gjaldkeri, Guörún Halldórsdóttir, ritari. í varastjórn eru Elín Jóns- dóttir og Ásgeröur Einarsdóttir. ALFRÆÐASAFN AB. □ Fruman □ Mannslikaminn □ Könnun geimsins □ Mannshugurinn □ Visindamaðurinn □ Veðrið □ Hreysti og sjúkdómai □ Stærðfræðin □ Flugið □ Vöxtur og þroski □ Hljóð og heyrn □ Skipin D Gerviefnin □ Reikistjörnurnar D Ljós og sjón D Hjólið D Vatnið D Matur og næring □ Lyfin O Orkan D Efnið Verð kr. 450,00 hvert eint. HAGKVÆMIR GREIÐSLUSKILMÁLAR Undirritaður óskar eftir að kaupa þær bækur, sem merkt er við hér að ofan. Undirritaður óskar eftir að kaupa SKÁLDVERK GUÐMUNDARKAMBANS í 7 bindum. U Gegn staðgKeiðslu kr. 4.340,00. □ Gegn afborgunarskiimálum kr. 4.640.C Nafn_________ Heimili Sendist til ALMENNA BÓKAFÉLAGSINS, Austurstræti 18 — Reykjavik Símar 1ð707, 18880, 15920 --------\ ■ --

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.