Vísir - 13.06.1970, Blaðsíða 9

Vísir - 13.06.1970, Blaðsíða 9
Viðl£ . Laugardagur 13. júní 1970. 9 Vilborg Júlíusdóttir: Nei. Mig dauðlangar til að fara á hljóm- leikana, en hef bara ekki efni á þvá. GuSrún Þorsteinsdótt'r: Ég verð farin heim í Strandasýslu og byrjuð að vinna þar, daginn, sem hljómleikamir veröa. Sigrún Guðmundsdöttir: Já, já við erum ákveðnar í aö fara á hljómleikana, en erum bára ekkj búnar að kaupa miða Hvað segirðu, er uppselt? Ja, þá verðum við bara að ná okkur í miða á svörtum — hvað sem það nú kann aö kosta. Benedikt Torfason, hljóðfæra- leikari: Mér hafði nú ekki tek- izt að snapa saman fyrir miða áður en það seldist upp, svo að maður veröur bara að svindla sér inn bakdyramegin, dulbúinn sem rafvirkj eða eitthvað svo- leiðis. Jón Þórisson, leiktjaldamálari: Já. ég hef fengið miða. Nokkrir félaga minna fóm í biðröðiná í fyrrinótt og keyptu þá miða fyrir mig i leiðinnL Hingað til Islands komu þau frá heimili sínu í Fiorida í Bandaríkjunum og er ferðinni heitið héðan áfram til Sviss. Þaðan eru þau bæði ættuð og ætla að heimsækja ættingja og vinj og að sjálf- sögðu njóta vel hins heilnæma og rómaða fjallalofts þeirra Svisslendinga. Þrátt fyrir háan aldur er ekki að sjá nein eMimörk á brúð- hjónunum okkar, enda segir víst ennþá yngri. Það voru því engin „gamalmenni“. sem tóku á móti Vísismönnum á Loftleiðahótel- inu, heldur sólbrún og hraustleg hjónakorn, ljómandi af ham- ingju, enda nýgift. Hún í fyrsta sinn. Hann í annað sinn. „Hvemig þetta hafj atvikazt?" hváir herra Jegge við spumingu blaðamannsins, og nú líta þau hvort á annað og brósa heil ósköp. „Þetta hjónaband er byggt á segja, að við höfum flanað út i þetta. Enda komin á þann aldur að við ættum jú, að kunna fót- um okkar forráð. Auk þess var þetta hjónaband síðasta ósk kon unnar minnar, áður en hún lézt. Og herra Jegge heldur áfram að segja blaðamanninum, sem þegar er kominn með eilítið sam vizkubit vegna forvitni sinnar og hnýsn; í einkamál þessara brúðhjóna — frá aðdraganda brúðkaupsins. Hann segir okkur frá þvi, hvemig það atvikaðist, að Nickl es kom fyrst inn á heimili hans í Piorida árið 1939, ,,Konan mín heitin var rúm- Kggjandi vegna veikinda og þar sem við áttum engin böm þurft ttm við á heimilisaðstoð að halda, sem bæði gæíi hjúkrað henní og hugsað um heimilið og mig. Fijótlega eftir að Nickles kom fór okkur hjónunum að þykja mjög vænt um hana, og litum brátt á hana sem „stóru dóttur okkar" og eina af fjöl- skyldunni. Þegar konan mín svo dó nú fyrir skömmu var það hennar siðasta ósk, að við Nickl es yrðum saman það sem eftir væri ævinnar. Er hún hafðj feng ið það loforð kvaðst hún geta dáið róieg.“ „Hvað, þú ætlar þó ekki að skrifa þetta allt saman í blaðið þitt“, sagði hr. Jegge allt í einu, er hann tók eftir þvf, að blaða maðurinn páraði niður allt, hvað af tók. En hann bætti við áður en blaðamanni gafst ráðrúm til að svara: „Það er annars allt f lagi, eða er það ekki elskan?" Og brosandi kinkaði Nickles kolli. Þau hjónakomin sögðu blaða manni, að ekk; hefðu þau ferð- azt neitt sérstaklega mikið .um ævina. Farið einstöku sinnum til Sviss í vetrarleyfum og ferðazt svo innan Bandaríkjanna, og til íslands höfðu þau aldrei fyrr komið. Að sjálfsögðu leggur blaðamaður hina sígildu spum- ingu erlenda ferðamannsins, fyr ir brúðhjónin. „Hvernig okkur finnist á Islandi? Okkur líkar svo vel, að við framlengdum dvöl okkar tvisvar. Það er ótrú lega margt að sjá héma og þið hafið upp á svo margt að bjóða sem hvergi býðst annars staðar. Tært og ómengað loft. Víðáttu og dásamlega og hrikalega nátt úrufegurð. Heillandi andstæður líkt og ískaldan jökul og sjóð- andi hver. Já, það getið svo sannarlega átt framtíð fyrir ykk ur sem ferðamannaland.“ „Blaðamaður er samt ekki jafnviss og herra Jegge um framtíð íslands sem ferðamanna lands og segir honum frá reynsluleysi okkar f þessum efn um Skort á hótelum og þjálf- uðu starfsfólki. „Þetta eru smámunir einir. Mér sýnist til dæmis á bygging um ykkar að þið eigiö mjög færa menn á því sviði. Ég hef vit á þessu. Ég er sjálfur bygg ingaverkfræðingur og hef byggt óteljandi hús viöa í Bandaríkjun um og þótt ég teljist víst enginn skussi, efast ég stórlega um. að ég yrði gjáldgengur hér hjá ykkur“, segir herra Jegge og hlær við. „Þið íslendingar virð- ist svo óendanlega kröfuharðir." Og þar með kveðjfim við brúð hjónin og óskum þeim ánægju legrar ferðar til fjallaloftsins og só'lar þeirra Svisslendinga, og vonum að þau láti verða af þeirri áætlun sinni að heim- sækja okkur aftur næsta sum- ar, „ef við lifum það“. eins og þau sjálf sögðu. —MV— íisssra: Hefur þú náð þér í miða á hljómleika Led Zeppe- lin? Spjallað v/ð óvenjuleg brúðhjón, er hér dvöldust á brúðkaupsferð sinni — Þau geta liklega samanlagt státað af hæsta brúðhjónaaldri, sem um getur „AÐ MENN verði ungir í annað sinn“ er gamalt orðatiltæki, sem við heyrum stundum. Líkt og fleiri slík virðist það hafa nokkuð til síns máls og síður en svo orðin tóm. Að minnsta kosti eru blaðamenn Vísis í litlum vafa eftir að hafa hitt brúðhjónin óvenjulegu, er hér dvöldu á brúðkaupsferð sinni. * Þau heita Nickles og Emil G. Jegge og samkvæmt ferðamannapassanum er brúðurinn 79 ára, en brúð- guminn hefur tug yfir sína heittelskuðu og er 89 ára. Samanlagt geta þau líklega státað af hæsta brúðhjónaaldri sem um getur „Þetta hjónaband er byggt á áratuga vináttu og kunnings- skap“, segir herra Jegge, sem við sjáum hér ásamt konu sinni Nickles. „ÞIÐ ÍSLENDINGAR VIRÐiZT SVO ÓENDANLEGA KRÖFUHARÐir einhvers staðar að ástin geri áratuga vináttu og kunnings- gamla menn unga og þá ungu skap. Það er því ekki hægt að Herra Jegge og konu hans fannst við íslendingar hafa upp á margt að bjóða fyrir ferðamenn: Tært og hreint andrúmsloft, víðáttu og andstæður líkt og gjósandi hveri og jökla. Meðal þess, sem þau sáu hér á ferð sinni, var Strokkur í Haukadal, er við sjáum hér á myndinni, aldeilis í essinu sínu. Hann er næsti nágranni Geysis þess fræga og hefur nú tekið við hlut- verki hans við að skemmra ferðamönnum með hressilegum gosströkum. 9

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.