Vísir - 13.06.1970, Blaðsíða 6

Vísir - 13.06.1970, Blaðsíða 6
V í SIR . Laugardagur 13. júní 1970, Opinbert fyrirtæki óskar eftir að ráða raf- magnsverkfræðing og viðskipta- eða hagfræð ing sem hér segir: Rafmagnsverkfræð'ang til að vínna ákveðið verkefni í samvinnu við innlent og erlent ráðgjafafyrirtæki. Verk- efnið er tæknilegs og fjárhagslegs eðlis og getur m. a. krafizt skipulagningar á tölvu- reikningi og ferðalaga til hins erlenda fyrir- tækis. Verkefnið mun taka 8—12 mánuði, en að því loknu kemur áframhaldandi ráðning til greina. Viðskipta- eða hagfræðing eða mann með hliðstæða menntun. Starfið kann að taka til fjárhagshliðar ofangreinds verkefnis, en einnig til endurskipulagningar á viðskipta- og bókhaldsmálum fyrirtækisins í heild. Um framtíðarstarf getur verið að ræða Umsóknir óskast sendar blaðinu merktar w8228“. Að gefnu tilefni viljum vér*vekja athygli á 7. grein, 1. og 2. málsgrein í Byggingarsamþykkt Reykjavík- ur, er hljóðar svo: „Hver, sem vill fá leyfi til að byggja hús eða breyta húsi eða notkun þess, gera girðingar eða önnur mannvirki á lóð sinni eða landi, skal leggja umsókn um það fyrir byggingar- nefnd, ritaða á eyðublöð, sem byggingarfull- trúi lætur í té. Ekki getur annar lagt fram leyf isumsókn en eigandi húss (lóðarhafi) eða full- gildur umboðsmaður hans.“ Byggingarfulltrúinn í Reykjavík. Skrifstofa VR flytur Skrifstofa Verzlunarmannafélags Reykjavík- ur verður lokuð mánudaginn 15. júní 1970 vegna flutnings. Skrifstofa félagsins verður opnuð þriðjudag- inn 16. júní 1970 að Hagamel 4. Athygli skal vakin á breyttu símanúmeri skrifstofunnar sem verður framvegis 26850. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Bensín- leysið kemur niður á bílaskoð- uninni • Eitthvað eru bifreiðaeigendur seinni til en venjulega að fara með bifreiðir sínar i skoðun hetta árið, að þvi er okkur avr tjáð af mönn- um bifreiðaeftiriitsins í gær. Ekki sögðust þelr þó geta fullyrt, hvort bensínleysið ættl þar mesta sök á, en töldu það þó vafalítið spila mikið inn í. Auk þess kemur verkfall bifvéla- virkja í veg fyrir að hægt sé að koma af þeúti verkstæðisvinnu, sem nauðsynlegt er að gera f mörgum tilvikum fyrir skoöun, en bifreiðaeigendur margir hverjir hafa trassað fram á síðasta dag að sinna. Eru það um 150 bifreiðir sem eiga að koma til skoðunar á degi hverjum, en sú tala hefur þó ekki náðst einn einasta dag upp á síö- kastið. — ÞJM FÉLAGSPRENTSMIDJUNNAR FELAGSLIF KFUM. Almenn samkoma í húsi félags- ins við Amtmannsstíg annað kvöld M. 8.30. Sigurður Pálsson kennari talar. Einsöngur. Ailir velkomnir. TILKYNNINGAR Bræðraborgarstígur 34. Kristileg samkoma sunnudaginn 14. júní kl. 8.30. Allir velkomnir. Hjólbapbinnrsem reynst hefur BEZTáislenzku vegunum. ? % Fullkomin þjónusta miósvæöisl borginni. LAUGAVEG1171. YOKOHAMA HJÖLBARÐAVER KSTÆÐI Sígurjóns Gislasonar 0 Morgunútvarpið Ég er pennalatur og nota því tækifærið og hringi til ykk ar, en mál hlýtur að vera á þvi aö benda Ríkisútvarpinu á, aö morgunútvarpiö hefur dregizt ein þrjátíu ár aftur í tímann síð ustu vikumar. Mest ber á þessu f handahófs kenndu lagavali og ýmsum öör um tæknilegum framkvæmda- atriðum eins og t.d. framískot- um þularins í miðjum lögum, en þá er ekkert dregið niður f músíkinni á meöan, og heyrist þá ekki, hvaö þulurinn segir. Þeir hafa greinilega ekki veitt þessu sjálfir eftirtekt í útvarp inu, .en hlustendur finna mun á heildaryfirbragöi morgunútvarps ins. Útvarpshlustandi. 0 Umferðarmenningin Þaö ætlar mann alveg aö æra í umferðinni, hve margir eru ger samlega tillitslausir í þvf, hvem ig þeir skilja við bfla sína. Þeir leggja bílunum á blindhomum langt út í götu, svo að aörir, sem leið eiga hjá, verða að leggja sig f störháska, þegar þeir fara yfir gatnamótin. , Ef bílastæði við göturnar eru upptekin, hlaupa þeir bara frá bflnum úti á miðri götunni, og næstu á eftir veröa einfaldlega að gera sé aö góöu að bíða, eða fara yfir á rangan vegarhelming og taka áhættuna af þvf að fá umferölná á móti beint framan á sig. Lengst í þessu ganga þó leigubílstjói-arair, sem eru ein- mitt alræmdir af þessum sökum. Blóöugast ■ er þó að hórfa á lögregluþjónana rýna gaum- gæfilega í hvern stööumæli og skrifa samvizkulega niður hvem þann, sem gjaldmælir er fallinn hjá, en láta svo eins og þeir sjái ekki þessa bfla, sem em rangstæðir og auka háskann í umferðinni - bara labba fram hjá þeim til þess að lfta eftir næsta gjaldmæli. Ökumaöur. 0 Mismunandi verðlag Aldre; verður oif oft brýnt fyrir fóíki að kanna vel, hvort það fær ekki hlutina ódýrari ein hvers staðar annars staðan en á fyrsta staðnum, sem það fer til. Eins og dæmið , sannar um bróður minn, sem fór til fyrir- tækis í Reykjavík og lét það blanda fyrir sig hálfan lítra af bíialakki, svo að sama litaráferð fengist eins og var á bílnum hans. Það kostaði kr. 450. Það þóttí bróður mínum dýrt, og hann fór seinna til annars fyrirtækis sem innir sömu þjón- ustu af hendi og spurði þá af forvitni hvað kostaði hjá þeim að blanda á sama hátt einn lítra af lakki. Það kostaði kr. 150. - GP 0 Zeppelin-aðdáandi Nú þegar maöur er búinn að ná sér f miða á Zeppelin — fyrir okurpening og eftir heillar næt- ur vöku og bið — fer maður að fá áhuga á þessu verkfallsbasli. Eða að minnsta kosti áhuga á því, hvort það verður til þess að þeir í Zeppelin komast ekki? Hvort verður nú af hljóm- leikunum þeirra eða ekki? Var öll þessi fyrirhöfn til einskis kannski hjá manni? Gæi í austurbænum. „Nei, nei, það fer ekki svo illa“, sagði Ivar Eskeland, fram kvæmdastjóri Listahátíðarinnar. „Fyrst ekki kemur til stöðvun- ar á flugi, mun hljómsveitin kom ast, en hins vegar getur undir búningur Laugardalshallarinnar ekM hafizt strax. Þar eiga hljóm leikarnir að fara fram. Við erum þó bjartsýnir á að úr þessu ræt ist.“ 0 Lítill afrakstur eftir margra ára greiðslur Hart er þaö aögöngu fyrir mann, að hafa f fjölda ára goldið sínu bæjarfélagi tugi þúsunda í skatt og gjöld ár hvert, en horfa svo upp á bæjarfélagið verja þvi fé öllu til gatnagerðar, holræsa gerðar og annarrar slfkrar þjón- ustu f öðrum hlutum bæjarins. En minn bæjarhluti hefur ver ið vanræktur algerl. allan þann tíma. Ekkert malbik, engin gang stétt — og gatan vart annað en troðningur eöa fjallaslóð. Og hol ræsin þannig, að maður ekur f sínum eigin saur, þegar maður ætlar heim til sín. Svo loks þegar sæmilega hef- ur verið séð fyrir hinum bæjar- hlutunum, og komið aö manns eigin hverfi — þá er maður flæmdur á burt. Hypja sig, því að maður er fyrir skipulaginu! En sama áriö skal maöur borga eins og áöur skattinn og gjöldin, takk fyrir! Og enginn er afslátturinn þar á. 5070-1964/1000 HRINGIÐ í SÍMA1-16-6Ö KL13-15

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.