Vísir - 13.06.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 13.06.1970, Blaðsíða 8
> > VISIR . Laugardagur 13. júní 1970. Útgefanii: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b Símar 15610. 11660 Afgreiðsla: Bröttugötu 3b Sími 11660 Ritstjón- Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr 165.00 á mánuöi innanlands í lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiöja Vísis — Edda hf. Ekki seinna vænna Talið er, að á næsta áratug muni um 20 þús. manns bætast á vinnumarkaðinn. Það er því ekki seinna vænna að fara að hugsa fyrir því, að finna þessu fólki verkefni. í nýútkomnu hefti af Stefni, tímariti ungra sjálfstæöismanna, er athyglisverð grein eftir Björn Matthíasson, þar sem m. a. er vikið nokkuð að þessu efni. Greinarhöfundur segir réttilega, að augljóst sé að sjávarútvegurinn geti ekki tekið við nema litlum hluta þessa hóps. Talsverður hluti muni eflaust finna verkefni í þjónustugreinum, en stór hóp- ur verði þó aflögu, ef ekki verði nú þegar hafizt handa um að koma á fót nýjum útflutningsgreinum, sem krefjist mikils mannafla. Auðsætt er, að iðnaðurinn verður að taka við þessu vinnuafli, en til þess að svo megi verða, þarf mikið átak og fjárfrekar breytingar frá því sem nú er. Eng- in haldbær rök verða fundin fyrir því, að við höf- um f járhagslegt bolmagn til þess að leysa þetta verk- efni einir. Samvinna við erlenda aðila j einhverju formi er því nauðsynleg. Fáanleg, erlend Jáp mundu ekki nægja til þessara framkvæmda og innlent fjár- magn er ekki fyrir hendi svo neinu nemi. Eina leiðin, eins og greinarhöfundur segir, er því sú, að „erlendir aðilar taki á sig hluta af fjármögnuninni í nýjum atvinnutækjum.“ Sú tilhögun myndi að sjálfsögðu mæta mikilli and- spymu frá kommúnistum og fylgifiskum þeirra. Þetta yrði vitaskuld gert að pólitísku máli og notað til árása á þau stjórnvöld, sem þar hefðu forgöngu. Við höfum þegar fengið forsmekk af þeim viðbrögðum í sambandi við álverksmiðjuna í Straumsvík, en allur þorri þjóðarinnar mun nú sammála um að þar hafi heillaspor verið stigið, þótt áhrif þess séu enn ekki að fullu komin fram. En stóriðnaðurinn einn nægir okkur ekki, eins og greinarhöfundur bendir á, af þeirri ástæðu að hann er svo mjög vélvæddur, að hann tek- ur ekki við nógu mörgu fólki. Þess vegna er okkur nauðsyn á öðrum og fólksfrekari atvinnugreinum líka, og að uppbyggingu þeirra verður að stefna án tafar. Það er vitaskuld fjarstæða, að ekki sé hægt að búa svo um hnútana í slíkum samningum, að hættulaust sé efnalegu sjálfstæði þjóðarinnar. Þetta hefur t. d. frændum okkar, Norðmönnum, tekizt, og því skyldi okkur þá ekki lánast það líka? Kjarni málsins er sá, að við þurfum að sjá þessum 20 þús. manna hópi, sem innan fyrrgreinds tíma kemur á vinnumarkaðinn, íýrir verkefnum og mannsæmandi afkomu. Það er líka óumdeilt að iðnaðurinn verður að taka við meiri- hlutanum af þessu fólki, en eigi hann að geta það er vandséð, hvernig hann á að því að fara, nema farin verði sú leið, sem um er rætt hér að framan, en betrí skil eru gerð í fyrrnefndri grein, sem þeim, er áhuga hafa á þessum málum, er bent á að lesa. i Undir tilliti Maos formanns. Fulltrúar Bandaríkjanna og Kina ræðast við I Varsjá. „Ætla þeir að svíkja? ictP^ Formósumenn uggandi um sinn hag, er veldi Rauða-Kina vex — Söguprófessor kennir Bandarikjunum um fall Kina íi BANDARÍKIN reyna á laun að bæta samskipti sín við Kínverska al- þýðuiýðveldið. Ljóst er, að Rauða-Kína mun efl- ast í náinni framtíð og betra verður að hafa það með' sér en móti. Þeím Bandaríkjamönn- um fjölgar, sem vilja, að Kína fái aðild að Sam- einuðu þjóðunum, þótt sú stefna hafi ekki orðið ofan á. Vegna þessarar sáttfýsi í garð Rauða- Kína óttast menn í Formósu Chiang-Kai- Checks, að skipti Banda- ríkjamanna við sig verði nú kaldari en verið hef- ur. Viðskiptahömlur minnkaðar Bandaríkin hafa í raun minnk að viöskiptahömlur við Kína, og viðræöur hafa staöið í rúma tvo mánuði milli sendimanna Banda ríkjanna og Kína í Varsjá. Banda rlskir leiðtogar gefa í skyn, að þeir kunni að ganga iengra til sátta. Bandaríski söguprófessorinn Anthony Kubek við háskólann í Dalias gaf þingnefnd nýlega skýrslu um málefni Kína. Par segir, að stefna Bandaríkjanna í málum Kína hafi átt þátt í því, að kommúnistar komust til valda árið 1949. Grunaðir um svik Blöð á Formósu tóku þessari skýrslu opnum örmum. Kubek var boðið til eyjarinnar og hyllt ur sem þjóðhetja. Bandaríkja- menn, sem höfðu talið sig styðja Chiang gamla og tryggja honum yfirráöin á Formósu, urðu hvumsa viö. „Það er eins og fólk hérna haldi, að viö höfum svikið kfnversku þjóðernissinn- ana í tryggðum, og að við séum Chiang-Kai-Check. reiöubúnir að gera það aftur“, sögðu þeir. Eftir ósigur stjórnar Chiang-, Kai-Checks í Kína árið 1949, flýði hann til eyjarinnar For- mósu, þar sem hann hefur setið sfðan. Haföi hann meö sér mik- inn her dyggra stuðningsmanna, og hét mönnum sínum því, að innan skamms mundi hann ganga á land á meginlandi Kína og taka þar öll völd að nýju. Þetta loforð hefur hinn gamli herforingi ekki efnt. Þvert á móti er taliö, að floti Bandarfkj- anna hafi valdiö því öðru frem- ur, aö kínverskir kommúnistar hafa ekki hértekið eyju hans fyr ir löngu. Deilur ráðherrd Bandaríkjamenn sáu í vetur, að ekki mátti við svo búiö standa. að Formósukínveriar yröu sér óvinveittir. Þess vegna hafa þeir nú verið að afhenda þeim hvers kyns vopn, sem Bandaríkjaher hefur aflögu, til IgBIIIIIIlll M) Umsjón: Haukur Helgasou dæmis 20 herþotur. Hins vegar hafa komið upp getgátur um, að ágreiningur sé á milli utanríkis ráöherrans,' Rogers, og vamar- málaráðherranS, Lairds, um stefnuna í málum Kfna. Nú er spumingin sú, hvort hin harð- ari stefna Nixons, sem lýsir sér með innrásinni í Kambódfu, muni koma Formósu til góða. Raunar er enn ekki sýnt, hvort framhald verður til lengdar á hinni höi-öu stefnu Bandaríkj- anna í Asíumálum yfirleitt. 9000 bandarískir her- menn á Formósu Hernaðarráðunautum Banda- ríkjanna á Formósu hefur verið fækkað úr 727 í 487. Árið 1956 voru þeir tvær þúsundir. Banda ríkjdstjórn segir, að nú þurfi ekki lengur svo.marga ráðgjafa á Formósu. Þar eru einnig níu þúsund hermenn frá Bandaríkj- unum, þar af fjögur þúsund við flugherinn. Efnahagsaðstoð Bandarikj- anna við Formósu var hætt árið 1965. Voru Formósumenn taldir geta staðiö á eigin fótum, enda blómgaöist efnahagslíf þar. Bandaríkin halda áfram að veita hernaðaraöstoð, en í herliði For mósu eru hvorki meira né minna en 60Q þúsund manns. Menn Chiang-Kai-Checks eru fullir grunsemda í garð Banda ríkjamanna þessa dagana. Fólk viröist hafa samsinnt af mikilli ánægju hugmyndum bandaríska prófessorsins. að Bandaríkin hafi svikið hershöfðingjann fyr ir 1949 og með þvi átt sök á óförum hans fyrir kommúnist- um á meginlandinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.