Vísir - 11.08.1970, Blaðsíða 5

Vísir - 11.08.1970, Blaðsíða 5
V * V Í IS I'R . Þriðjudagur H. ágúst 1970. 5 Ráðstefna knattspymuleiðtoga Norðurlanda, sem háð var í Reykjavík um helgina, tókst með miklum ágætum og það var sam- dóma álit fulltrúa, að árangur, sem náðist hafi verið betri en nokkru sinni fyrr — enda má sjá það á þessari mynd, að fulltrú- arnir voru í góðu skapi, þegar Bjarnleifur smellti af. Hlutur ísl ands var góður og samkomulag það, sem náðist um landsleikja- skipan mjög þýðingarmikið fyrir KSÍ. IBV—Fram á morgun Næsti leikur í 1. deiio-tirkeppn- innj verður á morgun, í Vestmanna. eyjum. Leika þá I.B.V. og Fram og hefst leikurinn kl. 19.00. Leik þessum varð að fresta hinn 30. maí í vor vegna verkfallsins. GOLF Stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur hefir ákveðið að heimila öllum þeim aðilum sem eru féiagar í golfklúbbum innan Golfsambands íslands ókeypis aögang að Grafar- holtsvelli, á meðan iandsmótið í golfi stendur yfir. Þó er óskað að gestir sýni félagsskírteini. Öðrum gestum er að sjálfsögöu heimilt að leika á vellinum þann tíma, sem er þessi vika. gegn greiðslu á venjulegu vallargjaldi. Kennari klúbbsins, Þorvaldur Ásgeirsson, verður til staðar og mun veita kennslu þeim sem þess óska, en þó er ráðlegt að panta tíma með einhverjum fyrirvara. Símj G.R. er S4735. i Enska deildakeppnin hefst á laugardaginn og þá um leið starfsemi íslenzkra getrauna að nýju eftir nokkurt hlé í sumar. — Stjórn getrauna boðaði blaðamenn á sinn fund í gær og skýrði frá nokkr- um breytingum á starf- seminni, —r meðal annars verða tvenn verðlaun eins og annars staðar kemur fram, og ÍSÍ fær nú í sinn hlut 80% af hagnaðinum, en UMFÍ 20%. Jafnframt hafa breytingar verið gerðar á stjóminni og bætist við Sigurður Geirdal frá UMFÍ, en fyrir voru Gunnlaugur J. Briem, Sveinn Zoéga og Gunnar Sigurðs- son. Síðan getraunirnar hófu starf- Loftur Ólafsson meistari Ness Meistarakeppni Golfklúbbsins Ness var háð síðast í júlí. Leikið var j þremur flokkum — 72 i hverjum flokki — og voru skilyrði hin beztu, hæg norðan gola og sólskin. Úrsiit urðu sem hér ségir: Meistaraflokkur: Högg: Loftur Ólafsson 302 Gunnar Söines 311 Pétur Björnsson 317 Eirikur Helgason 322 I. flokkur: Högg: Ragnar Jónsson 331 Konráð R. Bjarnason 344 Kristinn Bergþórsson 345 Óli B. Jónsson 346 II. flokkur: Högg: Sigurður Sigurösson 348 Sigvaldi Ragnarsson 381 Sigurður Þ. Guðmundsson 385 Magnús Guðmundsson 389 Forgjafarbikarinn vann Jönatan Ólafsson (327 = 48 = 289). semi að nýju — eftir árahié — hefur þátttaka veriö mikil, og beild- arveltan hinar 42 leikvikur var tæpar 20 milljónir króna. Mest sala á miðum hefur verið í Reykjavík eða tveir-þriðju hlutar heildarsöl- unnar — og þar af hafa KR-ingar reynzt söluhæstir með um 18%. Eins og kunnugt er fellur helming- ur af heildarveltunni í vinninga, en ágóðinn fer til íþróttastarfseminn- ar —- þannig er þvi t-d. nú svo fyrir komið, að KSl hlýtur 25^) þúsund kr. af heildarveltu fyrstu 20 milljónanna, en síðan 15 þúsund af hverri milljón. Ágóðinn af starf- seminni var um 900 þúsund fyrstu 21 vikuna — en mestur var þó á- góði hinna einstöku félaga, sem seidu miða eða tvær milljónir, sem voru sölulaun. Sami háttur verður hafður og áður með sölu miða — hin einstöku íþröttaféiög munu annast hana um land alit. Betri árangur greinum en í Unglingameistaramót ís- Iands hófst á Melavellin- um í gær og náðist ágætur árangur í nær öllum grein- um — og betri árangur í átta greinum af níu, en á sama móti í fyrra. Úrslit í einstökum greinum í gær urðu eins og sér segir: 100 m. hlaup: Bjarni Stefánsson, KR, 10.8 sek. 400 m. hlaup: Bjarnj Stefánsson, KR, 49.9 sek. 1500 m. hlaup: Sigvaldi Júlíus- son, UMSE 4:15.3. 110 m. gr.hl.: Borgþór Magnús- son, KR 15.5 sek. Hástökk: Elías Sveinsson, ÍR, 1.90. Langstökk: Friðrik Þór Óskars- Tvö ný íslandsmet Tvö íslandsmet voru sett í sundi í gærkvöldi í Sundlaug Vestur- bæjar á innanfélagsmóti Ægis. Guöm. Gíslason bætti enn einu meti í safnið synti 400 metra fjór- sund á 5.01.8, én fyrra met hans var 5.04.7, og Leiknir Jónsson synti 400 metra bringsund á 5.25.0, en metið var 5.35.4. Hvort tveggja eru met á 25 metra braut. Finnur Garðarsson var aðeins sekúndubroti frá íslandsmeti Guð- mundar Gíslasonar í 100 metra skriðsundi á 25 metra braut, synti á 56.8 sek., en á 50 metra braut- inni hefur hann tvívegis jafnað met Guðmundar í sumar, en þaö er 58.0 Á fimmtudag fer fram úrtökumót fyrir EM í Barcelona, keppt verður í 800 metra skriðsundi kvenna, en sama kvöld verður og keppt á 25 metra brautinni í Vesturbæjarlaug í 100 metra skriðsundi. í átta fyrra! son, ÍR, 6.87 m. (Bezti árangur, hans við löglegar aðstæður). Spjótkast: Stefán Jónsson, Á, 49.62 m. Kúluvarp: Guðni Sigfússon, Á, 13.05 m. 4 x 100 m boðhlaup: A-sveit KR, . 45.4 sek. Mótiö heldur áfram i dag kl. ■ 5.15 og verður þá keppt í tíu grein- um á Melavellinum. ST0RK0STLEGASTA Ullarkápur frá kr. 950.—, popplínkápur frá kr. 850.— buxnadragtir frá kr. 1.200.—, jakkar, síðfrakkar frá 250.—, síðir kjólar, sumarkjólar, táningakjólar, frúar kjólar heilir og tvískiptir frá kr. 500.—, pils, tækifæris- kjólar heilir og tvískiptir frá kr. 190.— ÚTSALA ÁRSINS Komið og gerið góð kaup, meðan úrvalið er mest. KJÖLABÚÐIN MÆR, Lækjargötu 2.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.