Vísir - 11.08.1970, Blaðsíða 16

Vísir - 11.08.1970, Blaðsíða 16
VÍSIR Þriðjudagur 11. ágúst 1970. Gleypti stóran skammt af pillum — „í bykiustunni" • ÞaS yar hringt í dauðans of- boði í lögreglu og sjúkralið f gærdag og menn beðnir um að bregða fljótt við vegna alvar- ■egs slyss, sem orðið hefði í húsi einu í bænum. • Þessir aðilar burfa venju- lega ekki neina sér staka brýnsiu svo að innan lítillar stund- ar voru þeir komnir að húsdyr- unum til hoss að sinna kallinu. Þar voru stödd fyrir hjónin á heim.i«íiu, og brá nú svo viö, að á ; fas; peirra varö ekki markað, aö þ-Z5 beinlínis bráðlægi á skjótum aðgerðum. Enda stamaði konan upp þeirri skýringu, þegar hún sá alla viðhöfnina, að kallið hefði ekki verið svo alvarlega meint. — Ekki þannig séð. Hún hafði nefnilega skrökvað, þegar hún sagöi bónda sínum, að 'hún hefði gleypt stóran skammt af ■ róandi töflum og ætti stutt eftir ólifað. J Þessum tiðindum var misjaifnlega . tekið en þó ekki ýkja illa, því að •, flestum er ljóst, að allt er leyfilegt í i ást og hernaði. Og lögregluþjónar j og slökkviliðsmenn eru það skiln- , ingsgóðir ,að þeir átta sig á því, að j stundum er róttækra aðgerða þörf . til þess að bjarga því, sem bjarga , þarf. — Vonandi hafa svo töflum- ; ar hrifið, eins og þeim var ætlað, þótt þær væru ekki teknar inn. — GP íslenzkar stúlkur ráða sig í síld tíl Svíþjóðar — stærsta sildarverksmiðja Svia vill fá islenzkar stúlkur „Við höfum þegar ráðið 5 eða 6 stúlkur til að starfa í Abba verksmiðj- unni í Kungshavn, norð- an við Gautaborg, og fara þær utan upp úr miðjum mánuðinum. — Við gerum ráð fyrir að ráða fleiri, en þeir vilja helzt fá 15 stúlkur, sem þurfa að vera orðnar 18 ára. Það var geysilega mikið spurt um þetta, eftir að við auglýst- um, en því miður voru mjög margar stúlknanna of ungar eða þær voru óákveðnar," sagði Gunnar Ólafsson, en hann hef- ur milligöngu með ráðningu ís- lenzkra stúlkna í síldarverk- smiðju í Svíþjóð. Gunnar hefur ennfremur séö um útvegun á íslenzku hráefni, t. d. hrognum, fvrir þessa stærstu sildarverk- smiðju í Svíbióð. „Stúlkurnar vinna í akkorði, en til aö byrja með fá þær 7,25 sænskar kr. í tímakaup. Þær greiða 140 kr. sænskar á mánuði fyrir sérherbergi, morgunmat og s kvöldmat. Verksmiðjan er í al- veg nýju húsnæðL en stúlkurn- í, ar eiga að vinna við niöurlagn- 1 ingu á síld, aðallega viö að roð- I rífa síldarflök og snyrta þau.“ p „Þurfa þær að kunna sænsku?" „Nei, en hins vegar verður þeim kennd sænska á námskeiði ef þær kæra sig um. Þama vinn ur mikið af finnskum stúlkum, sem fæstar kunna sænsku þegar þær koma.“ „Hvað eru stúlkurnar ráðnar til langs tíma?“ „Helzt ekki minna en 6 mán- aða, þar sem verksmiðjan greið- ir fyrir þær farið aðra leiðina," sagöi Gunnar að lokum. — ÞS „KRÆKIBERIN ILLA SPROniN “ segir Ingólfur Daviðsson, grasafræðingur — verður Lenti í órekstri á leiðinni til nð seljn bílinn Skilyrði voru hin beztu fyrir akstur á götum borgarinnar í gær, veður heiðskirt og bjart og götur þurrar, svo að ekki var hálkan. — En samt urðu einir tíu árekstrar í borginni síðdegis. að sá i flest kalin tún, ef þau eiga að spretta aftur •k „Ég var á ferð í Eyjafirðinum nýlega, og þar voru krækiber . bæði lítil og fá. Eftir því sem ég | hef frétt er berjaspretta langt á ■ eftir viðast hvar á iandinu“ — sagði Ingólfur Davíðsson, grasa- , fræðingur, er við höfðum tal af (honum í gær. Við spurðum Ingóif í ennfremur um ástand ræktaös i Iands á Norðurlandi og Vestfjörð- i unum og sagði hann að margir bændur söxuðu arfann, sem vex \ víöa i kalblettunum og notuðu , hann í súrhey. „Annars er nauðsynlegt að sá I i þessa kalbletti ef þeir eiga að ná 1 sér aftur. Nokkrir bændur hafa j gert þetta i sumar og er spretta hjá þeim víða allsæmileg. Bændur í Eyjafirði sáðu margir í vor í kal ið, en því miður var vorið svo þurrt, að það spratt mjög illa." „Þola túnin fyrir norðan fleiri sumur eins og í ár og í fyrra?“ „Ef sáð er í kaliö næsta vor og veðráttan verður ekki verri en í sumar, á þetta að geta jafnað sig. Það er áberandi að núna eru það aðeins hólarnir. sem verulega heifur kalið. Það er alveg öfugt við það sem algengast er, en þá eru það flatimar, sem verst verða úti. Þær haifa legið undir snjó í alkn vet- ur, og því sloppiö furðu vel að þessu sinni" — sagði Ingólfur að lokum. — ÞS I Stolið tjald ! fannst eftir ár I 9 Ungur maður, sem kom sem ; gestur til Vestmannaeyja á 1 þjóðhátíðina, lagði leið sína á 1 lögreglustöðina og minnti lög- regluna á kæru, sem hann lagði ; rram árrð áður, vegna tjalds, ; sem stoiið hafði verið frá hon- um. Hafði tjaldið sérkenni, sem auðvelduðu leit að þvl. Tveir lögreglumenn fóru þá í ,-Herjólfsdal, og viti menn, tjaldið fannst. Enginn reyndist þó vera í i tjaldinu, og næsta sólarhringinn var ' tjaidið vaktað meira og miiina, en enginn maður Iét sjá sig f því. Þá loks birtist „eigandinn“ Viðurkenndi hann að hafa eignazt tjaldið að lokinni þjóðhátíð í fyrra, en þá hefðj hann keypt tjaldið á „spottprís" af tveim utanbæjar- mönnum, sem voru að fara frá Eyjum og vildu láta það fara fyrir lítið. Uggði hann ekki að sér og taldi allt með felldu og keypti því tjaldið í góðrj trú. Rétti eigandinn fékk því tjaldið sitt og hefur væntanlega getað hvílt dansþreyttan líkama undir himni glataða tjaldsins. — JBP Það kann að hafa verið þessum hagstæöu aðstæðum að þakka, aö meiðsli urðu ekki mikil á mönn- um í þessum árekstrum, og varð hvergi neitt alvarlegt slys. En tjón varð töluvert og getur það verið nógu bagalegt, eins og í harðasta árekstrinum, sem varð á gatnamótum Kringlumýrarbraut ar og Háaleitisbrautar, þegar bif- reið með Akureyrarnúmeri og önn ur meö Hafnafjarðarnúmeri rákust á. G-bíllinn var einmitt að koma úr skoðun hjá Bifreiðaeftirlitinu, og var eigandinn á leiðinni að selja vagninn — en verður víst að fresta því um sinn. — GP „Föðurlcmdið" kom sér vel ■ Föðurlandsbrækur björguðu ölvuöum manni í Eyjum frá i því að verða fvrir meiriháttar ' meiðslum á dögunum. Komiö 1 var að manni þessum liggjandi | í glerbrotum. Upp úr buxna- ■ strengnum glitti i flöskustút, en flaskan hafði brotnað innan 1 klæða og innihaldið farið tii I spillis. I) íslenzka ullin sýndi sannar- ^ lega svo ekki verður um vil'zt i 1 að hún er kostavara, þvi gler- ' brotin gátu ekki unnið á henni l og þannig valdið manninum heilsutjóni. Jafnaði hann sig því brátt og hresstist. Nóg að gera við steypuframleiðslu — steypuframleiðendur hafa selt meiri steypu ea á sama tima i fyrra, • „Það hefur ekki í annan tíma veriö svo mikið að gera hjá okkur sem i síðasta mánuði,“ sagði verkstjóri hjá steypustöð Benedikts Magnússonar frá Vallá í spjalli við Vísi. Við höf- um núna framleitt meira af steypu en á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir mánaðartöf vegna verkfallsins. Sagði verkstjórinn, Ingimar Guömundsson, að mikil steypa færi frá þeim í hina nýju áimu Loftleiðahótelsins, en einn ig mikiö í Fossvoginn, en þar eru nú framkvæmdir komnar i fullan gang við 3. áfangann. Steypustöð B.M. frá Vallá á nú 9 steypubíla og sagði Ingimar að þeir hefðu meira en nóg að gera og væri oft unnið langt fram á nætur viö að steypa. Þá ræddi Vísir einnig við Karl Jónsson hjá Verk h.f. og tjáði hann okkur aö þeir hefðu nú jbrátt fyrir verkfallið 8 steypubíla á sínum snærum og væri ágætur tími hjá þeim núna, þó ekkert sem þeir réðu ekki fyllilega vel við, mætti reyndar vera betra. Karl sagði, að Verk h.f. seldi núna aðallega steypu til Hafnarfjarðar og hélt hann að þar væri byggt meira núna en í Reykjavík, a. m. k. að tiltölu. Forstjóri Steypustöðvarinnar tók mjög í sama streng og verk- stjórar hinna steypustöðvanna. Hann sagði, aö þeir seldu þó aðallega steypu til ýmissa iðn- aðarbygginga, svo og álverk- smiöjunnar. Hélt forstjórinn að þeir væru þegar búnir að ná upp sömu framleiðslu og í fyrra þrátt fvrir verkfallið, enda væri ólíkt meira að gera, „hvort sem meira er nú byggt í Reykjavík eða ekki,“ sagðj forstjórinn. — GG Féll af Vinnuslys húsþaki • Verkamaður sem vann um borð í ms. Ljósafossi við Austur- bakka í Reykjavíkurhöfn í gær- morgun, slasaðist, þegar menn • Tíu ára gamall drengur féll of an af húsþaki aö Bragagötu 34A i gærdag Fallið var ekki hátt, því að húsið er aðeins einlyft, og stendur ekki á háum kjallara- grunni, svo að drengurinn kom ekki ýkja hart niður. Hann var fluttur á slysavarðstofu, en vonir stóðu til þess, að hann hefði ekki hlotið aívarleg meiðsli. — GP voru að loka lestarlúgunum. Rakst járnstöng i höiuðiö á manninum. svo að sprakk fyrir og varð að flytja manninn til læknis. Annar verkamaður, sem vann við spil um borð í Öskju, fékk aðsvif við vinnu sína í gærmorgun og hneig niður við spiliö. — GP I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.