Vísir - 11.08.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 11.08.1970, Blaðsíða 8
3 VÍSIR Otgefanli- Reykjaprent ht. Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjóifsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Sfmar 15610 11660 Afgreiösla- Bröttugötu 3b Sfmi 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) Askriftargjald kr 165.00 ð mánuöi innanlands í lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Vfsis — Edda hf. Jarðhitinn er fjársjóður I ávarpi, sem Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra flutti við setningu ylræktarráðstefnunnar í vikunni sem leið komst hann m.a. svo að orði að jarðhitinn væri mikill fjársjóður og nýting hans hér á landi orð- in allveruleg t.d. við upphitun húsa og til gróður- húsaræktunar, en að sjálfsögðu væri ekki nema lítið brot af jarðhitanum notað ennþá. Þar væru því mikl- ir fjármunir, sem hægt væri að hagnýta betur þjóð- inni til gagns og þyrfti að vinna að því skipulega, eftir því sem unnt yrði, að svo mætti verða? Gróðurhúsaræktun hefur aukizt ár frá ári, einkum tvo síðustu áratugina. Þannig voru árið 1950 um 60.000 fermetrar undir gleri, en 110.000 árið 1969. Samkvæmt upplýsingum ráðherrans nam heildsölu- verðmæti blóma og grænmetisframleiðslupnar árið 1969 milli 70 og 80 milljónum króna. Hingað til hefur að segja má eingöngu verið fram- leitt fyrir innlendan markað. Meðan svö ér, eru vaxt- arskilyroin mjog takmörkuð, og því nauðsynlegt að vinna að því, að framleiðsla gróðurhúsanna komist á erlendan markað, sagði ráðherrann ennfremur. Kunnugt væri að garðyrkjubændur hefðu sjálfir trú á að svo gæti orðið. í því sambandi vitnaði hann í grein eftir Þorvald Þorsteinsson framkvæmdastjóra Sölufélags garðyrkjumanna, þar sem hann sagði ma.: — Ætti okkur ekki, fremur en sumum nágranna- þjóðum okkar, að vera það nfraun að framleiða gróð- urhúsaafurðir til útflutn' vel og skynsamlega að þeim málum unnið, og g; v ikjunni búin betri skil- yrði af okkar vísu landsfeðrum en til þessa. Ráðherrann kvað eðlilegt, að garðvrkjubændur töl- uðu um aðbúnað þess opinbera, og bæru sig að nokkru leyti saman við aðrar framleiðslugreinar í landinu. Veit ég, sagði hann, að garðyrkjubændur hafa uppi óskir nr- Pve’tari 'fyrirgreiðslu í lánamálum en orðið er. Og ennfremur: — Um leið og þjóðfélagið gerir auknar kröfur á hendur garðyrkjumönnum um það að nýta jarðhitann betur og auka framleiðsluna með útflutning fyrir augum er nauðsynlegt að at- vinnugreinin njóti eðlilegrar fyrirgreiðslu. Tækninni í samgöngum hefur fleygt svo fram síð- ustu árin með tilkomu hinna stóru og hraðfleygu flug- véla, að segja má að hægt sé að komast á svipstundu að kalla hvert sem er eða senda vörur til fjarlægra staða með ótrúlega skjótum hætti. Við ættum því ekki að verða í neinum vandræðum með að koma gróðurhúsaframleiðslu okkar á erlendan markað, t.d. blómum, til þeirra, sem vildu kaupa þau af okkv Blóm eru sem kunnugt er flutt langa vegu t.d. f Spáni og Portúgal til Norðurlanda. Það hlyti að rey ast unnt fyrir okkur að ná einhverju af þeim viðskipt- um. ...... . ■ - ..... 1 ■T—............ i i ( VÍSIR . Þriðjudagur 11. ágúst 1970. Charles Manson — hippi eða ekki hippi? Meðferðin á máli Charles Mansons sætir gagnrýni Manson fær ekki oð verja sig sjálfur í VETUR kom út eintak af vikublaðinu „Tuesdays Child“ í Bandaríkjunum sem vaktl mikla athygli. Blað þetta fjallar mikið um stjórnmál út frá dulúöugumsjónarmiðumstjömuspá manna. Vakti forsíða umrædds eintaks blaðsins mikla at- hygli, því hún var öll lögð undir mynd af Charles Manson hangandi á krossi, hippanum sem ákærður er fyrir að hafa einn lagt á ráðin um morðin á Sharon Tate leikkonu og fleiri, eins og mönnum er enn í fersku minni. Undir þessari mynd af Manson stóð svo textinn: MAÐUR ARSINS. Er Manson hippi? „Tuesday’s Child“ kallaði Manson aöallega mann ársins fyrir það að hafa „drepið nokk- ur kapítalistasvín“ og þá einnig fyrir það að hafa sjálfviljugur gerzt krosshangi — píslarvottur f þjóðfélagi „kapítalistasvín- anna“. Ofan við höfuð Mansons á krossinum var svo miði sem á stóð aðeins: Hippi. Og nú er mikið deilt um þetta eina orð í USA. þ.e.a.s. hvort það sé vfirleitt hægt að kalla Manson hippa. Hann er síð- hærður og lætur allar borgara- legar venjur lönd og leið: Hatar kapítalistasvinin, en það er sitthvað í lífi hippanna sem hann aldrei nálgaðist meðan hann gekk laus. Hann til dæmis var ekki sérlega félagslyndur maður. Hann lifði raunar í stóð- lífi. en vildi ráða yfir félögum sínum. Hann kallaði sjálfan sig ýmist guð eða satan og lét stúlkur sínar trúa á sjg. Hann hefur engan áhuga á austræn- um trúarbrögðum né heldur ffknilyfjum og bítlatónlis’ ’retur hann sig engu skipta, þó hann 'f' áhuga á að koma sínum ■ tónsmíðum á framfæri. \ir þegar ákveðinn ' tldssöm blöð i Bandarikj- ,murn, til dæmis Los Angeles Times, benda tíðum á það að þar sem Charles Manson hafi hatað þjóðfélag „kapítalista- svínanna" og ætlað að leggja sitt af mörkum til að rífa það til grunna, þá hljóti hann að vera gott dæmi um hippa sem afneiti öllum reglum borgara- legs þjóðfélags. Og þar sem Manson (og reyndar hippar yfirleitt) afneiti mörgum regl- um, boðum og bönnum borgara- legs þjóðfélags, fari ekki hjá því, að þetta fólk brjóti þau. Alvar- legt dæmi þessa er svo mál Charles Mansons og félaga hans. Hippahreyfingin sjálf er tvi- klofin í þessu máli. Til eru þeir sem vilja afneita Manson sem dæmigerðum hippa. Kalla hann geðsjúkling sem alls ekki eigi heima í veröld hippa, þó vissu- lega hafi margt í Iffi hans og félaga hans bent til tengsla við hippa. Þá eru þeir hippar sem vilja viðurkenna hann sem einn af sínu sauðarhúsi og verja Manson harðlega fyrir hvers konar árásum. Þeir benda oftlega á að mál Mansons vegna morðsins á Sharon Tate sé raunverulega eins konar útrás sem borgar- legir Ameríkanar fái fyrir hatur sitt á hinpum. Manson, segja beir átti engan beinan þátt að þessum morðum. Það er varla hægt að ákæra mann fyrir glæp eða glæpi ef hann hefur verið staddur margra km í burtu, á meðan ódæðin voru framin. Og enn benda þeir á, að öll með- höndlun á Manson í þessum réttarhöldum bendi til að dóm- ur sé fyrirfram ákveðinn: Það á að krossfesta Mansori, æpa „neðanjaröarmálgögn" hippa dag eftir dag. Fær ekki að verja sig sjálfur Manson krafðist þess við handtöku sína, að hann fengi að verja sig sjálfur. Hann sagði aö enginn maður gæti talað fyrir munn annars í svo alvarlegu máli: „Ég get ekki hugsað mér nokkum mann tala fyrir munn annars manns. Getur mús túlkað mál ljóns? Maður getur aðeins varið sig sjálfur. Ég get ekki talað yðar máli (dómari)“. Samkvæmt ströngum réttar- reglum á að meðhöndla Manson sem saklausan, þar til kviðdóm- ur hefur ákveöið annað, en Man- son hefur hingað til verið meö- höndlaður sem hættulegur glæpamaður. Ósk hans um að fá að verja sig sjálfur var vísað á bug, þrátt fyrir það að margir færir lögfræðingar sem hafa rætt máliö við hann, álíti hann fyllilega færan til að verja sig sjálifur. Manson hefir nefnilega verið svo oft fyrir rétti á ævi sinni, að hann er farinn að þekkja tíl stanfsaðferða í réttar- sal. Einungis í örfáa daga leyfði dómarinn að hann fengi aö und- irbúa sína eigin vöm í þessu máli, en síðan tók hann skyndi- lega aðra afstöðu og bannaði honum aö verða sér úti um nauðsynlegar lagahandbækur frá samstöðumönnum sínum. Honum er einnig bannað að senda eða taka á móti „of , miklum fjölda“ sendibréfa og , honum hefír verið neitað um , þann rétt að fá að tala f sima og ráðfæra sig þannig við laga- i sértfræðinga. ) „Nýr krosshangi“ Þessi framkvæmd réttarhald- } anna yfir Manson er honum sjálfum efláust mjög að skapL . Hann lýsti þvf ytfir í byrjun , þeirra að hann væci „nú þegar sem dauður maöur“ og það var ekki nein framsýni sem réð þeim ummælum hans, heldur hitt, að hann hafði þá og hefur enn þær hugyndir um sjálfan sig, að hann sé guðleg vera. eða að minnsta kosti útvalinn þjónn æðri afla til að deyja á krossi. Manson segist hafa borið kross inn í 1970 ár og að hann muni svo gjalda þeirra synda, sem mannkynið hafi á samvizkimni allar götur frá upphafi timatals vors. „Ég fór út í eyðimörkina til að viðurkenna fyrir guði þá glæpi sem ég þú allir menn hafa framið síðustu 2000 árin. Og þess vegna er ég hér nú. Til þess að Bera vitni. Ég hef geng- ið undir krossinum f 1970 ár ... það var mín eigin ákvörðun að ég skyldi af eigin hvötum stíga á krossinn". Prófmál Hvemig sem mál þetta fer, þá mun niðurstaða þess verða æði forvitnileg, því þá verður um að ræða algjört prófmál fyr- ir hið bandarfska þjóðfélag (hvað sem surjir hippar segja). Er yfirleitt hægt að lifa f borg- aralegu þjóðfélagi og forsmána allar reglur þess og lagasetning- ar? Og ef mikill fjöldi fólks sættir sig ekki við þjóðfélagið eins og það er og traðkar stöð- ugt á reglum þess, hvað geta lögin þá gert? Hippar taka ekki frekar mark á refsingum „kapf- talistasvfnanna" en lagasetn- ingum þeirra. — GG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.