Vísir - 14.08.1970, Blaðsíða 3

Vísir - 14.08.1970, Blaðsíða 3
VÍSJR . Föstudagur 14. ágúst 1970. í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Russel-dóms tóllinn tekur mál Dubceks til meðferður Umsjón: Gunnar Gunnarsson. — „mibað oð jbvi crð fletta ofan af sérhverri ákæru . . í® Hinn svokallaði Russ- el-dómstóll, sem myndað- ur var af brezka heimspek- ingnum og stærðfræðingn- 'um Bertrand Russel, ætlar ,nú að standa fyrir opinber- íum réttarhöldum í máli Alexanders Dubceks, þar eð tékknesk yfirvöld drógu Dubcek fyrir rétt, eða svo ,var sagt í London í gær. Stjórnandi Russel-dóm stólsins, Chris Farley sagði að hin opinberu réttarhöld myndu miða að því að fletta ofan af sérhverri á- kæru, sem tékkneskir ráða menn báru fram á hendur Dubcek — manninum, sem stóð að baki endurskoðun- arstefnunni í landinu. Russel-dómstóllinn hefur áöur látiö fræg mál til sín taka, svo sem þegar hann árið 1967 fjallaði um stríösglæpi Bandaríkjamanna í Ví- etnam. Farley ræddi við fréttamenn í gær, eftir að birzt hafði auglýsing um réttarmeðferð Dubcekmálsins, kostuö af dómstólnum. Auglýsing- in birtist í vinstri sinnuðu viku- blaði í London og sagði Farley, að undir auglýsinguna hefðu skrifað 100 vinstrimenn og þeirra á meöal margir kommúnistar. Upprunalega átti að fá auglýsinguna birta í kommúnistablaðinu „Morgunstjarn an“, en ritstjórn blaðsins hafnaði henni. Ritstjóri „Morgunstjörnunnar" (The Morning Star) sagði svo að- spurður í gær að hann hefði svo sem ekki haft neitt á móti þvf að birta auglýsinguna. en sín skoðun hefði aðeins verið aö þetta væri frétt en ekki auglýsing og ætti því að birtast á fréttasíðum blaðsins. Meðal þeirra, sem settu nöfn sín undir auglýsinguna, voru 7 brezkir þingnienn. Bertrand Russel, lávarður af Liv erpool. Hann stofnaði dómstól þann er við hann er kenndur og starfar hann áfram þótt Russel sé látinn. Sovézku blöðin ánægð með vináttusamninginn • Bæði málgagn sovézka kommúnistaflokksins, Pravda, og málgagn ríkisstjórnarinnar, Izvestía, segja i leiðurum í dag aö vináttusamningurinn milli Sovétmanna og V-Þjóðverja sé stórt skref fram á viö í átt til friðar og öryggis í Evrópu. Fréttastofan Tass segir eftir Pravda að samningurinn sé mjög svo þýðingarmikill og samningsskjalið sjálft merki- legt. Lætur leiöarahöfundur Pravda í Ijósi ósk um frek- ari útvíkkun þessa vináttu- samnings og nánara samstarf V- Þjóðverja og Rússa. Blaðið und- irstrikar einnig að aðalatriðið i vináttusáttmálanum sé það, að landamæri þau sem sett voru eftir síðari heimsstyrjöldina séu nú óumbreytanleg. Izvestfa seg- ir, aö þessi síðustu ár hafi sam- komulag Sovétmanna og ann- arra Evrópumanna farið æ batn andi og muni gera það í fram- tíöinni, ef svo fer sem horfir. Líf gíslanna sem enn eru í höndum skæruliða hangir á bláþræði Meira en 14.000 hermenn frá Uru- guay hafa fínkembt stór svæði af Montevideo í þeim tilgangi að reyna að finna braziliska stjómar- erindrekann og bandaríska þróun- arlandasérfræöinginn, sem skærulið ar Tupmaros rændu. Tupmaros hafa þegar myrt einn þeirra, sem þeir rændu, þ. e. Banda- ríkjamanninn Daníel Mitrione og hafa skæruliöar nú hótað að drepa einnig Bandarikjamanninn Claude Fly og diplómatinn Aloysio Dias Gromidés’ frá Brázilíu. Ef lögreglan heldur áfram að leita að þeim, segja skæruliðar, verða þeir strax drepnir. Utvarpsstöðvar f Argentínu fengu \ gærkvöldi nafnlausa orösendingu um að Brazílíumaðurinn yrði drep- inn jafnvel fyrir þær sakir einar að vera fulltrúi „blóðugustu harð- stjórnar“ í allri Suður-Ameríku. — Lögregian í Buenos Aires segir hins vegar, að orðsendingar þessar séu falskar. Skæruliðarnir f Uruguay hafa heimtað að stjórnin þar í landi láti iausa pólitíska fanga í skiptum fyr- ir gíslana, en stjórnin hefur neitað aö taka þá kröfu til athugunar. General Motors greiða Ralph Nader bætur — fyrir að hafa njósnað um einkalif hans 9 Ralph Nader, bandaríski lög- fræðingurinn, sem um langa •hrið hefur verið eins konar full- trúi allra neytenda þar í Banda- ríkjunum hefur nú unnið mál, sem hann höföaði á hendur General Mot ;ors. Réttarhöldin í máli þessu stóöu í fjóra daga og voru mjög hörð. General Motors munu verða að grelöa Nader 425.000 dollara í bæt- ur. Málið gekk út á það, að Nader sakaði General Motors um að hafa sent einkalögreglumenn til að fylgja sér hvert fótspor og látiö þá rannsaka einkalíf sitt Hafi þessir menn átt að hræða sig og baka sér erfiðleika. Ralph Nader með stúdentum vlð Massachusetts In- stitute of Technology, MIT. Stúdentar studdu Nader I baráttunni gegn GM og á litlu myndinni er „hnapp- ur“, sem margir þeirra báru á jakkakraganum: Temjið GM. Ralph Nader skrifaði fvrir fáum árum bók, sem fjallaði um banda- rfskan bílaiðnað og setti Nader fram miklar og auknar öryggis- kröfur á hendur bflaframleiðendum f þessari bók. Bókin fjallaði eink- um um þær hættur, sem mönnum væru búnar, ef þeir ættu einn af bflum General Motors, þ. e. Chevro let Corvair. Bókin varð metsölubók og salan á Corvair datt gjörsamlega niður. Bók þessi leiddi einnig til þess að bandarísk yfirvöid hertu mjög á ki-öfum um öryggisbúnaö bifreiða. Nader hélt því fram, að General lvlotors hefðu sent leynilögreglu- menn sína og látið þá yfirheyra vini sína og nágranna. Fagrar kon- ur heimsóttu Nader og iögðu fyrir hann kynferðislegar tálbeitur, en þegar til kom voru þær sendar af General Motors og höfðu með sér segulband. Fyrirætlunin var — seg- ir Nader — að rannsaka kynferðis- líf mitt. Málshöfðun Naders leiddi til þess að sett var á fót rannsóknamefnd, en forstjóri General Motors, Jam- es Roche, bað Nader opinberlega afsökunar. Nader nýtur nú mikillar frægðar. Hann hefur sett á fót stofnun, sem gerir ekkert annað en annast um hagsmunamál neytenda og hefur sú stofnun aðsetur f Washington. Kasabian vel geymd Los Angeles: Linda Kasabian, aðalvitnið í Manson-málinu, hefur verið flutt á -óþekktan stað eftir vitnisburðinn gegn Manson-fjöl- skyldunni. Lindu var lofað að vera gefnar upp sakir ef hún ljóstraði upp um Manson-fjölskylduna og gekkst hún inn á það. Saksóknarinn í Los Angeles hef- ur fyrirskipað að Lindu skuli gætt mjög • vandlega — af ótta við að einhiverjir vinir Mansons eða félag ar reynj að ná til hennar. Kiesinger andsnúinn vináttusáttmáSanum KIESINGER, fyrrum kanslari Vestur-Þýzkalands sagði i við- talj við svissneskan sjónvarps- fréttamann, að hann væri algjör lega mótfallinn sovét-þýzka vin- áttusáttmálanum og hefði Willy Brandt orðið á alvarleg skyssa með því að semja við Rússana eins og hann gerði. Kurt George Kiesinger heldur því fram, að flokkur hans, flokk ur kristilegra demókrata, standi allur að baki skoðunum sínum og muni vera fyrir hendi hörð andstaða nú í V-Þýzkalandi gegn stjóm Brandts. Samningur þessi, sagði Kiesinger, eflir mjög taflstöðu Sovétmanna í Evrópu. Kiesinger: fussar við sáttmálanum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.