Vísir - 14.08.1970, Blaðsíða 13

Vísir - 14.08.1970, Blaðsíða 13
VÍSIR . Föstudagur 14. ágúst 1970. 13 HANDBÓK HÚSMÆÐRANNA VlSIR I' VIKULOKIN fylgir aðeins tii fastra áskrifenda. Vönduð mappa getur fylgt á kostoaðarverði. VÍSIR í VIKULOKIN frá byrjun er orðinn rúmlega 1300 króna virði, 300 síðna litprentuð bók í fallegri möppu. VÍSIR í VIKULOKIN er afgreiddur án endurgjalds frá byrjun til nýrra áskrifenda. (nokkur tölublöð eru þegar uppgengin) VISIR Í VIKULOKIN r ► <. » í Harrn ha'fði orðið óttaslegmn í fyrstu og reynt að hraða för sinni . og varast að líta á þær, reif sig lausan í skyndi í hvert skipti sem einhver þeirra náði taki um handlegg hans. Þegar hann kom svo í götu, þar sem allt var með > eðlilegu móti, nam hann staðar og kastaði mæðinni, fúrðaði sig á því að hann hafði ákafan hjart- - slátt. Dag nokkurn heima í Vilna, þegar hann var átta eða níu ára, ’ höfðu foreldrar hans sent hánn til að kaupa eitthvað í verzlun, sem var aillangt frá heimilinu. Það var seint um dag, hann hafði heyrt gengið hröðum skrefum á eftir sér og marraði í snjónum. En hann hafði ekki þorað að líta aftur fyrir sitt litla líf, verið sann færður um að honum vaeri veitt eftirför, líkast til einhver, sem ætlaði að myrða hann, og hann . hafði tekið til fótanna og hlaup ið allt hvað aif tók, og fótatak- ið fyrir aftan hann varð hraðara að sama skapi. Hann hafði haldið sprettinum í 1 fimm mínútur að minnsta kosti, þangað til kom í vel lýsta götu, þar hafði hann numið staðar, sveittur og móður hjá ökumanni, sem sat dottandi á sleða sínum. Þá hafði hann haft ákafan hjartslátt eins og í Liége, þegar hann fór um götu vændiskvenn- anna. En hann hafði ekki séð neinn á eftir sér, og ekki heyrt fótatakið aftur, þaö hafði senni lega þorfið £ aðra átt, án þess hann Veitti því athygli. Og hann hafði beitt sjálfan sig valdi og haldið heim aftur um kveödið sðmu lesð, og begar heim kom hafði hann ekki minnzt orði á þaö sem fyrir hann hafði borið. í Liége, þar sem húsin stóðu þéfct báðum megin við götuna, hafði hann hins vegar haft hem il á ótta sinum, og enda þótt fæt umir titruðu undir honum, hafði hann neytt sjálfan sig til að snúa við og ganga sömu leið til baka, hægt og rólega. Hann mundi enn greinilega, að tveim árum liðn- um, ömurlegan tón í píanói sem lagði út um opnar dyr á einu af húsunum, og ferllega kvensnift, sem náð hafði taki á handlegg hans, en hann hafði hrundið frá sér. Enn einu sinni var hann stadd ur við enda götunnar, og enn hafði hann snúið til baka. Hann hafði gert það upp við sig, að í kvöld hlyti það að ger- ast, og einungis beðið þess að hann yrði rólegur og hefði full- komið vald á sjálfum sér. Og nú, þegar hann gekk eftir götunni i þriðja skiptið, var hann þess um kominn að virða kvenfólkið fyrir sér, andlitið og vöxtinn; í einum glugganum tók hann eftir stúlku, sem sat við sauma og leit upp tíl hans frá vinnunni og brosti eggj andi, þegar hann hélt fram hjá húsinu. Hún var dökkhærð, yngri en þær hinar, sem hann sá, gat varla veriö nema um tvítugt og dapur- legar uppgjafansvipurinn minnti á dóttur frú Lange, þegar hún sat við sauma og virtist hvorki heyra né sjá hvað fram fór i kringum hana. Hann gekk nokkum spöl og sneri svo við, en það vom fleiri en hann á slangri í götunni, og þegar hann kóm aftur á móts við húsið, vora dymar lokaðar og tjöld dregin fyrir glugga. Þá gekk hann nokkurn spöl enn. Stórvaxinn, ljóshærður kven maður sem lét hallast upp við dyrastaf með prjónana sína, sagði eitthvað við hann lágri röddu. Hann fór inn með henni án þess að virða hana frekar fvrir sér, hún lokaði dyranum, tók brekániö ofan af rúminu og dró tjöld fyrir glugga. Þegar hann kvaddi hana stund arkomi síðar og hún kvaddi hann í myrkrinu bætti hún við; „Hafðu ekki neinar áhyggjur. 18 Þetta er efcki annað en þaö, sem dagl.ega gerist.“ Þrem dögum síðar var honum það ljóst að hann hafði smitazt. Til þess að losna viö aö greiöa lækni, og í stað þess að spyrja einhvem læknaskólanema, sem eflaust hefði getað hjálpað hon- um, las hann sér til í bókum i háskólasafninu hvað viö ætti og stundað sig sjálfur. Jafnvel nú var hann ekki fylli lega viss um að hann væri laus við sjúkdóminn, Hann hafði ekki haft nein afskipti af konum eft ir þetta. Hafði ekki fundið hjá sér neina löngun i þá átt. Grauturinn var farinn að sjóða í pottinum. Rauðar glæð- umar féllu úr eldholinu nið- ur á ristina. Súgurinn hvein í reykháfnum og frú Lange fór nið ur í kjallarann eftir kolum handa ungfrú Lólu. Þetta var grámóskulegur dag- ur. Daginn áður hafði svellþekja legið á götunni eins og dökkur gljái. Stan setti á sig skóhlífar, gömul kona hafði dottið á göt- una og tveir menn hjálpað henni á fætur og leitt hana á brott. Hann hafði ekki talað viö Michel, eins og frú Lange bað hann. Þegar Rúmeninn bjó sig undir að fara út um kvöldið, leit hún á Elie eins og hún vildi segja: „Gríptu nú tækifærið.“ Hann hreyfði sig ekki. Andlit hans var sviplaust. „Þér ættuð ekki að fara út i þetta veður, monsjör Michel. Yð ur kelur til bana.“ „Ég ætla að fá mér í glas með nokkrum kunningjum mínum, og kem svo strax alftur.“ Hann hafði komið með frakka með sér frá Rúmeníu, með lamb- skinnskraga, og þar sem einungis gamlir menn gengu f slíkum flílt- um þama í borginni, vakti það dálítið einkennilega athygli á hon- um. En það var eins og þessi flík gerði hann enn yngri; kuldinn gerði hörundið þurrara og færði roða í vangana. „Það mætti hver kona prísa sig sæla, sem hefði slík augnhár,“ varð frú Lange að orði, þegar hann var farinn og hafði lokað dyrunum á eftir sér. Elie dvaldist niðri hjá konun- um tveim það sem eftir var kvöldsins. Louise hafði breitt eitt- hvert klæði á borðið, lagt brúnan. pappír ofan á það, hafði títu- prjóna á milli varanna; klippti svo efnið gætilega með stórum skærum. Frú Lange sat þar skammt frá með pott við fætur sér, sfcrældi kartöflur og setti þær sfðan hverja af annarri ofan i kalt vatn- ið í pottinum en lét skrælínginn safnast fyrir á svuntuna, á miíli hnjánna. Elie sagði ekki neitt, enda kom það mjög sjaldan. fyrir að hann , ætti tal við þær. Hann var önn- um kafinn við skriftir sfnar, en þess á milli virti hann þær fyrir sér eins og hann vildi sjá í gegn um þær. „Sennilega verður þetta jafn kaldur vetur og 1916.“ Það var frú Lange, sem talaði, en ætlaðist ekki til að sér yrði svarað. Það var endrum og eins að hún sagði eitthvað, stundum ekki nema hálfa setningu, og það var henni nóg. „Það var veturinn, sem við Jið-, um mestan fæðuskort,“ mælti hún enn. „Ég man að ég varð að ganga tólf mílur til að verða mér úti um kartöflur á bóndabæ, og. fara í felur I hvert skipti, sem ég sá hermenn nálgast á eftirlitsferð. Það var veturinn, sem maðurinn minn sálugi féll í Belgíu." Monsjör Lange hafði verið yfir- liðþjálfi í hernum. Ekki alltengt frá Iágu he’-’ ■ '-nar, þar sem hann hafði þia.nað nýliða á sfn- um tíma. Það var mynd af hon- um f gullnum ramma á veggnum, f einkennisbúningi og með heið- ursmerki. Hefði ekki veriö fyrir Michel, þá hefði Iffið gengið sinn vana- gang þetta kvöld, og Elie unað vel hag sínum. Fni Lange skildi hann ekki og hélt að hann væri afbrýði samur gagnvart þeim rúmenska., Ljósmyndimar, sem hún taldi svo mikilvægt atriði, voru enn eitt merki um skilningsskort henn ar. Elie var það Ijóst, eins og hon- um hafði strax orðið Ijóst, að það var kominn maður á heimilið, sem

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.