Vísir


Vísir - 15.08.1970, Qupperneq 8

Vísir - 15.08.1970, Qupperneq 8
8 VT'STR . Laugardagur 15. ágúst 1970. Útgefan ls Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjólfsson Ritstjóri ■ Jónas KristjánssoD Fréttastjóri; Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi Valdimai H. Jóhannesson Auglýsingar; Bröttugötu 3b Símai 15610 11660 Afgreiðsla Bröttugötu 3b Sími 11660 Ritstión- Laugavegi 178 Simi 11660 Í5 Ifnur) Áskriftargjald ki 165.00 á mánuöi innanlands I lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiflja Vfsis — Edda hf. I sismsasmmmaimammtmmmmmmmmmummtmmmmmmaBmmmammmmmmmm Mengun umhverfisins Frá því var sagt í blaði hér á dögunum, að hin óskap- lega mengun í Bandaríkjunum sé farin að vekja slík- an ótta og óhugnað, að veruleg brögð séu nú orðin að því, að Evrópumenn, sem hafa starfað þar á und- anförnum árum, snúi heim eða áformi að gera það. Þetta er enn mun skárra í Evrópu, en þó langt frá því að vera gott sums staðar, t. d. í mörgum stórborg- unum. En það er ekki aðeins andrúmsloftið, sem er eitrað og mannlífið eitt í hættu, heldur hefur sums staðar verið eitrað svo fyrir fiska og dýr, að við út- rýmingu liggur, ekki sízt Þskanna í ám og vötnum. Fiskur er orðinn óætur í mörgum vötnum í Banda- ríkjunum. Margir vita hvernig sumar ensku árnar hafa ver- ið leiknar, og ómengaðar veiðiár eru varla til á hnett- inum nema á íslandi og ef til vil) írlandi og Noregi. Fyrir nokkrum árum gerðist það í Danmörku, að útrennsli frá pappaverksmiðju steindrap allt líf í á einni á Suður-Jótlandi. Þá kom það fyrir í Norður- -Svíþjóð í vor, að þar drápust tvö hundruð og fimmtíú hreindýr af eitri, sem sprautað hafði verið á kjarr til þess að deyða laufið. Svipaðar sögur eru eflaust til frá mörgum stöðum, en þessar nægja til þess að sýna hvert stefnir, ef ekki verður farið að spyrna við fót- um og gæta sín vel. Við erum t. d. margir hálfhrædd- ir um að svipuð örlög geti beðið Elliðaánna og ár- innar á Suður-Jótlandi, ef ekki verður verið vel á verði gegn þeim mörgu hættum, sem óneitanlega steðja að þessum dýrgrip borgarinnar. Þá er mengun sjávarins orðin mönnum ærið áhyggjuefni. í marzmánuði s.l. vetur var haldin ráð- stefna við lagadeild Columbía-háskólans í New York, þar sem saman voru komnir mjög margir sérfræð- ingar í ýmsum greinum, enda vakti þessi fundur mikla athygli í Bandaríkjunum og víðar. Gunnar G. Schram, deíidarstjóri í ntanríkisráðuneytinu og fyrrv. ritstjóri Vísis, flutti þama ræöu, sem vakti mikla athygli og fjallaði aðallega um mengun hafsins. Sagði hann m. a., að allar þjóðir heims yrðu að taka hönd- um saman til að afstýra þeim voða, sem yfirvofandi væri, ef ekki yrði snúizt fljótt til varnar, og að nauð- synlegt væri að stofna alþjóðanefnd til að samræma aðgerðir í þessu skyni. Hér er verkefni, sem ætla mætti að Sameinuðu þjóðirnar ættu að láta til sín taka. Það hefur að sönnu eitthvað borið þar á góma fyrir skömmu og ekki vonum fyrr. En það þarf meira til í þessu máli en velta vöngum yfir því í sölum Sameinuðu þjóðanna. Hér þarf raunhæfar aðgerðir og að hefjast strax handa. Vonandi er það góður fyrirboði, að svona til- lögur og ábendingar skyldu koma frá okkar fulltrúa — fyrirboði þess að þjóðin öll muni senn vakna til fullrar vitundar um skyldur gagnvart eigin landi, lofti og legi. Persar reyna að efla a stöðu sína við Persaflóann — krefjast brottflutnings brezka herliðsins fyrir árið 1971 EITT fyrsta verk nýju íhalds- stjórnarinnar í London eftir kosningar í vor, var að lýsa því yfir að ákvörðun Wil- sons, fyrrum forsætisráð- herra, að draga brezka her- liðið vii’. Persaflóa í burtu það an, yrði endurskoðuð. Forsætisráðherra Irans, Hoveida, * svaraði stjórn Heaths þegar og sagði að Bretar skyldu skilyrðislaust vera farnir með hvern ein- asta hermann frá Persaflóa ekki seinna en 1971. Öryggi landanna á svæð- inu viö Persaflóa verður að vera í höndum ríkjanna við flóann og „við getum ekki leyft íhlutun af neinu tagi frá utanaðkomandi aðilum“, sagði Hoveida forsætisráð- herra. Persar hafa mikinn áhuga á flóanum. Fyrst og fremst er hann eini aögangurinn sem þeir hafa að heimshöfunum og um flóann sigla öll olíuflutningaskip þau er eiga að sækja til olíu landanna í Arabíu Um Persa- flóa sigla og skip þau er sækja útflutningsvörur til hafnanna i Bandar Abbas, Mah Car og Khark. Við botn flóans er stærsta olíuborunarstöð Persa. l*ersar éfla aðstöðu sina Síðustu mánuöi hafa Persar því hrundið af stað öflugum á- róðri gegn brezku stjórninni þar eystra, jafnframt sem samn- ingaviðræður um ítök Bretanna við Persaflóa eru hafnar. Keis- arinn hefur meira að segja sjálf ur rætt við brezka utanríkisráð herrann, Sir Alec Douglas-Home í Belgíu og stóð keisarinn á þeim fundi fast á kröfu Persa um brotthvarf brezka herliösins fyr ir 1971. Zahedi, utanríkisráðherra Persa hefur svo verið á samn- ingafundum með ráðamönnum smáríkjanna við Persaflóa og farið þess á leit við þau, að þau standi með Persum um kröf una um brottflutninginn. Zahedi náði góðum árangri f þessum viöræðum, og má nú segja að öll smáríkin við flóann styðji kröfur Persa. a.m.k. í orði. Mörg smáríki við Persaflóa voru samstarfsfús við þennan stóra bróður við flóann, enda buðu Persar öllum ríkjunum, sem undantekningarlaust eiga við efnahagsvandamál að stríða, fjárhagsaðstoð við uppbyggingu og ef til vill hemaðaraðstoð ef á þarf aö halda. í samanburði við smáríkin þar við Persaflóa, em Persar stór- veldi. Persía telur samtals 28 milljónir íbúa, en öll hin ríkin telja ekki nema 12 milljónir samanlagt. EfnahagsaðstoS Vitað er að mörg smáríkjanna við Persaflóann em hrædd við yfirgang Persa og vilja mörg hver ekki ganga til náins sam- starfs við þá á sviði hemaðar, en það er Persum hins vegar mjög svo áriðandi að geta byggt upp öflugt vamarkerfi við flóann af þeim sökum að bæði Bretar og Bandarfkjamenn eiga mikilla hagsmuna að gæta vegna olíufyrirtækja sinna á þessum slóðum og munu tæpast samþykkja, að brezka her- liðiö verði kallað heim ef ekk- ert kemur f staðinn. Því er það að Persar leggja áherzlu á að lokka smárfkin til sfn með því að heita þeim efna- hagsaöstoö, gegn því að fá aö- stöðu til að efla hervamir. Saudi-Arabía tryggastur bandamaður Umleitanir Persa haía fengið hvað mestan hljómgmnn f Saudf Arabíu og viröist vera þar mik- ill áhugi á að halda Persaflóan- um hreinum fyrir útlendingum, jafnframt kemur til sögunnar sameiginlegur áhugi á að halda niðri byltingaröflum sem hætta stafar af f Arabíu. Þannig get- ur svo farið að þama verði myndað hemaðar- og efnahags- bandalag Persaflóaríkjanna og hafa Persar mestan áhuga á Saudi-Arabiu f því tilliti. Stjóm in f Teheran hefur minni áhuga á Kuwait, því þar hafa verið mikil vandræði að undanfömu vegna byltingarhreyfinga og deilumál er nú uppi með þessu olíurfki og írak. Hvað snertir hið litla fursta- dæmi Bahrein, þá halda Persar Umsjón: Gunnar Gunnarsson. að sér höndum, því þar er á- stand allt mjög óljóst. Þjóðin hefur nýlega með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða óskað eftir sjálfstæði, en jafnframt eru þar íraskir þjóðernissinnar uppi- vöðslusamir. Landamæradeilur Eflaust veröur erfiöast fyrir Teheran-stjómina að eiga við Baath-stjómina í írak, enda hafa þessar tvær þjóðir lengst af átt í erjum vegna landamær- anna við Shatt-el-Arato, en viö landamærin liggja miklar olíu- miðstöðvar. Þau landamæri eru alls ekki á réttum stað eftir persneskum skilningi og sömu- leiðis eftir alþjóðlegum venj- ’ um. Einstalka íraskur leiðtogi hefur að vísu veriö tilbúinn aö ' semja um þessi landamæri, en 1 til þess kemur eflaust ekki í .■ bráö, meðan Baath-stjómin er^ við lýði, enda lá við strfði milli . nágranna í fyrra vegna þessara , landamæra. Báðar þjóöir standa nú dyggan vörö um landamærin ■ og em herlið beggja aöila grá ' fyrir jámum tilbúin að hlýða kalli. Og nú er það fleira en . landamærin sem grannarnir bft ast um. írak er það lífsnauösyn að hafa greiðan aðgang að hafi um Persaflóann, en ef Persum . tekst að ná verulegum ítökum í smáríkjunum vestan megin við hann er viöbúið að þeir geti hótað að loka allri umferð íraks ■ manna um hann. Þannig styður Baath-stjórnin bvltingarhreyf- ingar í smáríkjunum gegn sam einingarstefnu Persa og rekur víðtækan áróður á þessum slóð um um „samsæri heimsvalda- sinna“ f Austurlöndum nær, þ. e. Persa og Bandarikjamanna. Sem stendur hafa Persar þvi mestar áhyggjur af byltingar- hreyfingum sem nú eru ærið' framkvæmdasamar sunnan meg in við flóann og eru studdar af Egyptalandi og írak og/eða Bretum. Áhugi Rússa vakinn Þannig er ástandiö að verða - mjög viðsjárvert þar suður frá,. og ekki veröur málið einfaldara við það, að Rússar eru farnir að gefa deilunni þarna meiri og . meiri gaum. Það er gamall rúss neskur daumur að opna sér leið í suöurátt til „heitu landannr." og fá örugga siglingaleið út á Indlandshaf. Fyrsta hreyf ;n« þeirra í þá átt að hagnýta sér deiluna þarna, er að styöia bvlt ingaröfl andsnúin Bretum. Oc nái Sovét einhverjum ítökum að marki við Persaflóann hafa þeir stórbætt taflstöðu sína gagnvart Kfnverjum og geta reist Bandarfkjunum níðstöng í Asíu.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.