Vísir - 15.08.1970, Blaðsíða 9

Vísir - 15.08.1970, Blaðsíða 9
VÍSIR . Laugardagur 15. ágúst 1970. 9 visusmH — Finnst yður, að samkomu • húsin eigi að setja gestum • sínum ákveðnar reglur varð- • andi klæðaburð? Steinar Viktorsson, nemi og hljómlistarmaður. — „Nei, alls ekki. Ef einhvern langar til að skemmta sér á balli 1 sund- skýlu, á það að vera hans mál, en ekki dyravarðanna." ' I'• f Páll Sigurðsson, framreiðslu- maður: — „Það er nú ekici hægt að ætlast til bess, að gestir allra staðanna klæðist hvítri skyrtu og bindi.“ Stefán Þórsson, háskólanemi: — „Það er sjálfsagt, að halda þeirri reglu, að hleypa einungis snyrtilegu fólki inn á skemmti- staöina, en það er ekki þar með sagt, að eina leiöin til þess, sé að ríghalda í hálsbindin." Guðmundur Björnsson, við- skiptafræðingur: — „Þvi er nú til að svara, að sumir staðir leggja mikið upp úr því, að draga til sín ffnt fólk, en aðrir staðir, annarslags fólk ....“ I h ■ Manfreð Jóhannesson: — „Mér finnst sú regla fáránleg, að hievpa aðeins mönnum með bindi inn á skemmtistaðina Því bað er hægt að vera snyrti tega til íara, þó arf pað sé ekki endiléga með i förinni.“ Bindislaus færðu ekki inn að fara! Og berfætt má ekki konan vera og helzt ekki i klofháum stigvélum Margir kannast sjálfsagt við söguna um útlendinginn, sem ætlaði inn aö skemmta sér á Hótel Borg hér á árunum, en var snúið frá af dyraveröinum og bent á, að þarna fengju ekki þeir menn inngöngu, sem ekki væru með hálstau. Hann labb- aði sig þá í hvarf, dró reim- arnar úr skónum, hnýtti þær um hálsinn og gerði svo aftur tilraun til inngöngu. Þá var hann boðinn velkominn. Þessar sögur þykja íslending- um skemmtilegar og aðrar á- líka, eins og um manninn, sem var visað af barnum vegna bindisleysis og bent á að leigja sér hálsbindi hjá verðinum á snyrtiherberginu. Svo þegar bar þjónninn veitti honum eftirtekt aftur við barinn og þá með snyrtilegasta hálshnýti, lauk hann miklu lofsoröi á umskipt- in, en skildi minna í flissi hinna bargestanna, þar til hann leit fram fyrir bardiskinn og sá að gesturinn hafði í háðungar- skyni skilið buxurnar eftir frammi. Sennilega þykja okkur þessar sögur - svona fyndnar vegna þess að íslenzkir karlmenn hafa rótgróinn ímugust á ollum sund urgerðarmönnum i klæðnaði. „Að koma til dyranna eins og menn eru klæddir" og eins hitt „að dæma ekki'menn eftir ytra útliti þeirra eða klæðnaði" hef- ur mörgum verið rækilega inn- rætt. Og svo lrrgt ^"nga sum- ir menn til þess að forðatt aö kallast „tildurrófur“, að orðiö „snyrtimenni" nálgast þaö að vera móðgunaryrði í þeirra eyr um. Að láta sér mjög annt um útlit sitt er ekkert sérlega karl mannlegt og glæsilega klæddur karlmaður mætir yfirleitt tor- tryggni kynbræðra sinna við fyrstu sín. Og sögur, sem sýna að brugð izt er af snarræði við miklum vanda, og eins hitt, að snúið er á þann, sem er að gera sér rellu út af kiæðaburði manna — það þykja okkur skemmtileg- ar sögur. Svona hégómi, huh! Hitt er svo dálítið skrýtið, að þegar við höfum dubbað okkur upp í tækifærisfötin og komnir á fínan stað, þá gjótum við homauga til þeirra, sem slæðzt hafa þannig klæddir í hópinn, að þeir geta varla kallazt sam- kvæmishæfir. Andrúmsloftið spillist og upp hefst pískurum, „að flest sé nú farið að líða fólki, og að voga sér að mæta sumt af þessum skrúða þeirra. eins og útilegumaður, sé ó- smekklegt" o. s. frv. Hégómamál? — O, nei. Ekki aldeilis. Þetta er í augum veit- ingamanna, kaupsýsluatriði. Þegar vakið er máls á þessu við þá benda þeir á, að fólkið geri þær kröfur til skemmtistaða, að þeir séu FÍNIR. Og það er sko ekki „fínn staður“, þar sem helmingur gestanna er á galla- buxum, eins og inni í sjoppum. „Hafið þið þá enn þá sömu hefðbundnu regluna um háls- tau?“ spurði ég hinn góðkunna veitingamann, Pétur Daníelsson á Borginni. „Já, það höfum við“, sagði Pétur, „og fylgjum henni strangt eftir — að minnsta kosti á vetuma — . . . og þó er nú kannski gerö á þessu ein- staka undantekning með þessar nýju skyrtur, sem eru í háls- inn svipaðar rúllukragapeysum. Tízkan leyfir vist þetta í sam- kvæmisklæðnaði — þótt það sé ekki endilega hefðbundinn kvöldklæðnaður, eins og smok- ing, og þótt jakki og buxur séu ekki í sama lit. — Annars er orðið erfitt um vik að fylgja þessu eftir. Einkan lega á . sumrin, þegar hópar gesta koma úr ferðalagi utan af landi, og vilja sársvangir setjast strax að matarborðinu, án þess að gefa sér tíma tíl þess að skipta um föt. Hins veg ar tek ég eftir því, að fólk, sem kannski i eitt skipti hef- ur setzt að máltíð í ferðafötum, eða allavega ekki tækifæris- klætt, forðast að láta slikt henda aftur, því aö fólki líður ekki vet, ef það stingur mjög í stúf við alla aðra“. En Hótel Borg er ekki eini veitingastaðurinn, þar sem kröf ur eru gerðar til „samkvæmis- hæfni" gestanna, hvað klæða- burð snertir. Hótel Loftleiöir. Hótel Saga, Sigtún, Röðull. Þórscafé. Þjóðleikhúskjallarinn . . . eru vandir að virðingu sinni í vali gesta — frá sjónar- miði klæðnaðar. „Jú, við höfum þær reglur. aö menn verði að hafa háls- hnýti. .. eða þá í nýju skvrtun- um. sem tízkan telur sam- kvæmishæfar, þótt ekki sé hægt að hafa við þær bindi,“ sagði Emil Guðmundsson hjá Hótel Loftleiðum. „Og af kvenfólkinu krefjumst viö þess aðeins, að þær séu þokkalegar til fara, þvi að það er út á nokkuð hálan ís að fara, að fetta fingur út í Kventízkan er svo fjölbreytt." Þaö er þessi breytileiki tízk- unnar, sem getur gert venjuleg an dyravörð hjá finu húsi, grá hærðan eftir hálfs árs starf. Það er ekki áreynslulaust fylgt eftir reglum um klæðnað gesta, þeg- ar fatnaður, sem í síðustu viku var ekki sýndur nema á grímu- dansleikjum, er oröinn í dag viðurkenndur samkvæmisgalli. — Á hann að stöðva þessa, sem kemur spásserandi inn í klof- háum leöurstígvélum, leður- vesti og múnderingu, sem í fyrra var notuð jöfnum hönd- um í laxveiðiferöum og útreiða- túrum, en eru núna eins og klippt - út úr tízkublaði? Og skyldi það vera vegna fátækt- ar, sem aumingja stúlkan við hliðina á henni er berfætt í sandölunum? Fengi hann ekki alla gestina á móti sér, ef hann færi að auðmýkja vesal- ings stúlkuna vegna fátæktar hennar? „Það er nú allt annað en gaman — þegar maður er að reyna ,^ö gera gestum komuna sem ánægjulegasta — aö særa þá með því að setja út á föt- in þeirra,“ sagði Helga Marteins dóttir, veitingakona á Röðli, þeg ar ég færði þetta í tal við hana. „Fólki sámar eðlilega, ef fettir eru fingur út í slíkt við það, en það er nú sama, þvi að ein- hvers staðar verður að draga takmörkin — annarrra gesta vegna. — Fyrir mitt leyti finnst mér það nú ekki smekk víst kvenfólk, sem sækir dans- staöi í síðbuxum, en þó læt ég það nú vera. Hitt fer þó út í öfgar, þegar menn koma í peys um, eða stúlkur koma berfætt- ar. Það gengur of langt. — Annars erum viö ekki eins ströng i kröfum okkar héma svona að sumrinu til, þegar flestir ganga um léttar klæddir, • ' en á vetuma slökum við ekki ®. á.“ o Það er auðvitað mannlegt, aö Jí ,r,uv láta sér sáma þaö að vera vís- •, aö frá, úthýst, talinn óhæfur til « samkvæmis vegna ósnyrti- • mennsku í klæönaði. Það gefur o', varla betri leið til þess að koma * illindum af stað, en einmitt ®; þessi aðferð. Þetta getur leitt a: til . . . og hefur leitt til á- •{ rekstra milli manna, en stundum •? stafar þaö af því, aö menn eru J? einsýnir og vilja ekki skilja, að •;, komi þeir á „fínan stað“ til ■1 þess aö vera innan um „fínt •! fólk“, þá er það lágmarkskrafa, • / að þeir séu sjálfir „fínir“. Þó Jf að það sé ekki nema bara „fín •/ klæddir". Hitt getur líka skeð, ••’ að gestir séu töluvert á undan •{ sinni samtíð í tízkunni — eða • að minnsta kosti á undan dyra- 5; vörðunum, en á þeirra dóm- •] greind reynir mest 1 þessum - viðskiptum. Mann þekki ég, sem a i fór á einn fínan stað, klæddur •! smoking og frúin í síðkjól. Hins •;. vegar var hann 1 þunnri hvitri J ; peysu (með rúllukragasniði), •} sem var óþekkt fyrirbrigði hér •' lendis, þótt allir glaumgosar er Jj lendis stássuöu þessu. Honum •/ var vísað frá, en þó ekki mót- þróalaust af hans hálfu, og svo sárnaði honum, að hann hefur ekki enn þá tekið húsið í sátt. Nú dettur engum dyraverði í hug, að vísa frá sér manni í slíkri flík. „Er veitingamömíum leyfilegt að setja einhverjar slíkar tak- a; markanir og kvaðir á herðar •) gestunum?" hafa menn spurt. •; Auðvitað er hverjum hfisráö- J; anda leyfilegt að setja fram um •? gengnisreglur eftir sínu höföi, a) ef þær stangast ekki á við vei- Jj sæmisreglur og lög. •< Svo að það þýöir ekkert að •; berja höfðinu við steininn og Ji heimta að fá að koma til dyr • anna, eins og menn eru klædd a; ir. Ekki til inngöngu. Að •; minnsta kosti ekki hvaöa dyr •; sem er. —GP S! • ' •i >••••• i*.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.