Vísir - 01.09.1970, Blaðsíða 2

Vísir - 01.09.1970, Blaðsíða 2
Endurhæfir afbrota- menn með heilaþvotti „Linda náði í skottið á mér... „Ef ég á að gefa stuttorða skýr ingu, þá hætti ég með Beatles vegna Lindu“, segir Poul Mc Cartney. Linda Eastman er Ijós- myndari sem Paul kvæntist í marz 1969. Þau eiga nú nærri ársgamla dóttur. „Núna er það Linda sem er allt mitt líf, og hún hefur því mikil áhrif á mig^J og á það sem ég geri. Ég veit það vel. að hefði þaö ekki verið vegna Lindu, heföi ég ekki brotiö þannig blað. Ég hefði ekki gefið þessa plötu út upp á eigin spýtur", sagði McCartney, og átt; viö L.P.—sólóplötu sína sem einifa'ldlega heitir „Mc Cartney". 1 viðtali sem haft var við hann á hinu ríkulega búna heimilift þeirra Lindu sagði hann m.a.:jf „Síðan ég hitti Lindu fyrst, hefur lff mitt stöðugt veriö að veröa mikilvægara og mikilvægara og vinna mín og Apple (fyrirtæki Bitlanna) og John, Ringó og George hafa orðið mér minna viröi." Siðan segir Paul að hinir Bítl- arpir hefðu „vaxiö frá mér engu síður en ég frá þeim. Ég held að ég hafi ekki breytzt svo mikið sem þeir hafa gert gegnum árin. Ég held að ég sé ekki eins villtur og hrifningargjarn og John og ekki eins hláturmildur brandara- karl og Ringó, eða eins nákvæm ur og alvarlegur og George. Ég er Paul. Stundum get ég ekki trúað því/ að velgengni mín sé svo mikiljj sem raun ber vitni. Ég hef allt/ sem þarf til að njóta jarðneskra^ gæða, og það er stórkostlegt fyrir^ 27 ára ungling sem vaxið hefurk upp í verkamannastétt og ætíð( ímyndað sér að eina leiöin til' að eignast gítar værj að vinna í(j knattspymugetraun. “ „Það er hægt að koma harð- soönustu glæpamönnum inn á veg dyggðanna á einum mánuöi — ef þeir eru heilaþvegnir", seg- ir sálfræðingur einn, dr. James V. McConnel við háskölann í Michigan. ,Það þarf nefnilega að læra að verða glæpamaður — að hegða sér eins og glæpamanni er nauð- synlegt. Og þaö sem lært er, því er hægt að gleyma." Við þessa „frelsun“ glæpa- manna mælir prófessorinn helzt með refsinga- og andsvaraaðferð sem hann segir að hafi þegar borið árangur í að leiða hvers konar skíthæla inn á mjóa veg- inn aftur. „Flestir afbrotamenn myndu reyna að sporna gegn meöferö- inni þegar frá upphafi", segir prófessorinn. „En ef notazt er við deyfilyf og heilaþvotti beitt, þá myndu jafnvel hinir harösoðn ustu láta undan innan mánaðar. Aðeins eitt prósent allra glæpa manna er óforbetranlegt", segir McConnel, en hann hefur verið ráðgjafi Ú. S. Defenœ Depart- ment og Smithsonian-stofnunar- innar. Sömuleiðis er hann rit- stjóri tímarits sem ber hið virðu- lega heiti: „The Joumal of Biologial Psychology". „Ég gef þeim inn deyfilyf sem ekki hafa áhrif á skilningarvit þeirra, heldur lama þá þannig aö þeir geti á engan veg hreyft sig. Síðan bind ég fyrir augu þeirra og set heymartöl á eym þeirra. 1 þannig aðstöðu getur enginn mað ur legið festur niður nema 1 15 mínútur, án þess að iflá ofsa- legt taugaáfall. Ómögulegt fyrir hvaða glæpamann sem er að falsa viöbrögð sín við þessar að- stæður. Hann þráir svo mjög ein hver merki frá umheiminum, að hvað sem þú segir honum í gegn- um heymartólin, það samþykkir hann þegar í stað og gagnrýnis- laust“, segir dr. McConnel, „þann ig er það engum vandkvæðum bundiö fyrir mann að komast inn úr skel glæpamannsins og planta í hann þeim siöferðilegu frækom um sem geta gert hann að hugs- andi og gagnlegum borgara.“ Þegar þessari meðferö McConn els er lokið, lætur hann fanga sína (eða glæpamenn sem koma sjálfviljugir) gangast undir það sem hann kallar „hagfræði tákn- anna“. Á hverjum degi verður sjúkling urinn að sýna einhver merki aft urbata ef hann vill fá eitthvað til að gera sér lífiö þægilegra — eitthvað annað en vatn og brauð að nærast á t.d. „Fangamir fá ekkert hjá mér erfiðislaust annað en rúm — ekki kodda eða teppi. Þeim er gef in næg fæöa til að halda þeim lifandi, ekkert umfram það. Ef þeir hins vegar geta sýnt mér ein hver tákn þess að þeir séu á bata vegi — að þeir vilji hegða sér í samræmi við tilætlun og þarfir samfélagsins, þá launa ég það með bættri aðbúð. Þetta fyrirkomulag hjá mér er ámóta miskunnarlaust og í þjóð- félaginu sjálfu, þar sem reglur hinnar hörðu og miskunnarlausu samkeppni ríkja — ég kenni sjúklingum mínum, að refsingum er því aöeins beitt, ef menn standa sig ekki — og það er þeim flestum eða öllum mikið ný- næmi að frétta, því uppekli þeirra hefur yfirleitt verið mjög ábóta- vant.“ Tiny Það var snemma í fyrrasumar að Tiny Tim kom fram í sjón- varpsþætti hjá Johnny Carson. I þeim þætti minntist hann á það að hann væri ástfanginn upp fyr- ir haus og sú er hann elskaði svo heitt væri bara 17 ára og héti Vicki. Johnny Carson gekk á hann og bað hann að segja sér frekari deili á konunni, en þá var sem ástin yfirbugaði Tiny Tim svo gersamlega, að hann gat og ástin hans ekki komiö upp einu orði, en muldraði í barm sér, „að hún væri hin fegursta vera.“ í september sl. gat hann þó ekki stjómað sér lengur og benti mönnum á hver konan væri. — Blaðamenn þyrptust að henni, en hún sagði aðeins, að þau ætluöu bráðum að gifta sig, en hún mætti ekki segja neinum frá því .... „ég hitti hann i júní“, sagði hún svo, „hann sat og var að gefa þeim er vildu eiginhandar- áritanir f bók sína. „Fallegar hugsanir", maður varö aö kaupa bókin til að fá áritunina. Ég keypti 10 bækur og er hann skrif aði nafn mitt í 2. skiptið mundi hann það. Hann var með glært límband á hendinni og sagði það vera til að fjarlægja vörtur.“ Tiny hafði ekki hugrekki til að biðja um stefnumót þegar i stað, en einhvem veginn náði hann í símanúmer hennar — og þá var vandinn leystur. Er þau svo ákváðu að giftast uröu foreldrar hennar ákaflega kátir, þvi þeim geöjaðist svo vel að unga manninum, sögðu þau, enda vissu þau ekki í byrjun, að Tiny Tim er kominn talsvert á fimmta tuginn, er einhvers staðar á milli 40 og 50 ára — hann veit ekki sjálfur nar.væmlega íive gamail hann er ....

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.