Vísir - 01.09.1970, Blaðsíða 3
V1SIR . Þriðjudagur 1. september 1970.
3
í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND
Umsjón: Gunnar Gunnarsson.
USA skaut njósna-
tungli á loft í nótt
— skilar upplýsingum um SA-Asiu
■ Bandaríkin skutu f nótt á
loft gervihnetti — ætluöum
til njósna, og á gervihnöttur
þessi að fara inn á braut um-
hverfis jörðu — þannig að hnött
urinn fer stöðugt yfir Suð-Aust-
ur-Asíu — og á þannig að veita
upplýsingar um Sovétríkin,
Kína og Norður-Vietnam —
segja heimildir.
Gervitunglinu var skotið upp
á fremur laumulegan hátt frá
Kennedyhöfða rétt eftir mið-
nættið í nótt og fór svo á braut
umhverfis jörðu og er í 32.000
km fjarlægö frá jörðu þegar
það fer yfir Indónesfu.
Bandaríkjamenn hafa sagt um
gervitungl þetta, að það eigi að
þjóna vísindunum, þar sem gera
eigi „nauðsynlegar tilraunir“
með þessu. Samsvarandi gervi-
tungli var skotiö á loft þann lí).
júní síðastliðinn.
15 menn hertóku
Vestur-þýzkir ráðherrar
heimsækja Moskvu
GRIÐASÁTTMÁLI Sá, er þeir
Willy Brandt og Kosygin undir-
rituðu f Moskvu um daginn, er
annað og meira en venjulegur
griðasáttmáli stórvelda á milli.
Hann verður byrjun á betri
verzlunar-, vísinda-. tækni- og
menningarlegum samskiptum
milli Vestur-Þýzkalands og Sov-
étríkjanna. Jafnvel þó bæði rík-
in geri sér ekki neinar gyllivon-
ir um árangur af þessari sam-
vlnnu, né heldur hversu víðtæk
hún verður, þá hefur verið sagt
f Bonn a. m. k., að samningur-
inn sé mjög góð byrjun á helzta
viðfangsefni stórveldanna, en
það er einfaldlega friður milli
austurs og vesturs.
Hvennig þessi samvinna V-
Þýzkal. og Sovétríkjanna verður er
enn ekki gott að segja, en einhver en hann verður alls 12 daga í
árangur ætti að koma í ljós inn-
an fárra vikna, þegar þeir Karl
Schiller, efnahagsmálaráöherra V-
Þýzkalands og Hans Leussink vís-
inda- og menntamálaráðherra fara
í ferð til Moskvu.
Sem stendur er verzlun V-Þýzka-
lands við Rússana aðeins einn
hundraðshluti af allri verzlun lands
ins, en bæði löndin eru mjög svo
áköf í að auka þetta hlutfall veru-
lega, og skiptast á vörum. Nú er
í bígerö að gera nýjan þýzk-sov-
ézkan verzlunnrsamning og í febrú-
ar s.l. árs komu rússneskir vís-
indamenn tiil Bonn að ræða um
samvinnu á vísindasviðinu, er Le-
ussink vísindamálaráðherra fer til
Sovétríkjanna á næstunni mun
hann halda þeim viðræðum áfram,
Moskvu og einnig heimsækir hann
iönaðar- og vísindaborgir.
sendiráð í Haag
15 indónesískir stúdentar tóku í
gær herskildi sendiráð lands sfns i
Haag. Þeir drápu einn lögreglu-
þjón, sem var á verði utan sendi-
ráösins, en tóku annan sem gísl.
Einnig tóku þeir sendiherrafrúna
og börn hennar sem gísla, en sendi-
herrann sjálfur var ekki viðlátinn
er stúdentamir létu til skarar
skríða.
Óeirðir í Los Angeles
TVEIR menn slösuöust og 26 voru
handteknir eftir óeirðir miklar, sem
urðu á mánudagsnótt í Los Angel-
es, en óeirðimar breiddust út um
mexíkanska hverfið í borginni eða
svæði þau sem byggð eni mexf-
kansk-bandarísku fólki.
Þessi hverfi eru í suöurhluta
borgarinnar við iðnaðarhverfið Wil-
mington og var greinilegt aö óeirð-
irnar voru í samb. við annað upp-
hlaup, sem varð í borginni á laug
ardag, en þá var einn maður drep-
inn og 85 sködduðust á fjölda-
fundi sem skipulagður var til að
mótmæla því hve hátt hlutafaM
mexíkansk-bandarískra manna
væri sent í Víetnam-stríðiö.
Á sunnudagskvöld voru vopnað-
ir lögreglumenn búnir að dreifa sér
um alla borgina. Réðust Mexikanar
þð gegn þeim, hlupu um hverfi og
settu eld í verzlanir og grýttu bíla,
sem um götur fóru. Lögreglan full-
yrðir að fámennur hópur öfga-
manna rói undir óánægju Mexíkan-
anna op hvetji þá til ofbeldisverka.
Síðdegis gær ákváöu Indónesar
svo að hætta við hersetuna og
gengu vopnlausir út á götu. Sagði
foringi þeirra aö því aðeins hefðu
þeir gengið út, að þeim heföi verið
lofað að þeir yrðu ekki sóttir til
saka vegna drápsins á lögreglu-
manninum. Indónesamir sem
sendiráðiö tóku eru úr hreyfingu
sem hefur aðskilnað Mólúkkueyja
frá Indónesíu að markmiöi sfnu, og
tóku sendiráðið f Haag vegna þess
að von var á Súhartó forseta
Indónesíu 1 heimsókn til Haag í
dag. Súhartó hefur nú frestað
þeirri heimsókn um stundarsakir.
Indónesarnir réöust vel vopnað-
ir inn í sendiráðið. Höfðu vélbyss
ur og skammbyssur og hótuðu að
drepa 20 manns sem í sendiráöinu
búa, þ.á.m. sendiherrafrúna og
böm hennar fyrir kl. 20 um kvöld
ið, yrði ekki gengið aö kröfum
þeirra. Sagt er að prestur einn,
þjónandi í Hollandi en meðlimur
aðskilnaðarhreyfingarinnar, hafi
fengið þá til að hætta viö öll áform
sín.
NIX0N VISAR TIUOeUM
FULSRICHTS Á BUC
— Laird gaf i skyn bandariskar vopnasendingar
til Israels
„Uppástunga um aðgerðir
sem stuðla eiga að friði
kemur ekki að neinu gagni
jafnvel þó hún komi frá
áberandi persónum innan
eða utan ríkisstjómarinn-
ar,“ sagði Richard Nixon,
Bandaríkjaforseti í gær, og
vísaði þar með á bug til-
lögum Williams Fulbrights
um að Sovétríkin og
Bandaríkin sendi gæzlulið
til Miðjarðarhafslanda til
áð gæta þar friðar.
Þessi tfflaga Fulbrights vakti
mikla athygli um heim aHan —
einkum fyrir það, að tveim mðn-
uðum áður var sagt i HvðaltúShm,
að Bandaríkin óskuðu effir því að
Sovétmenn hættn afskiptem sin-
um að ísraelsk-arabíska striðhm.
Margir Italda því fram, að Nixon
sé ekki endilega mótfallinn tilKg-
um Fulbrights, en setji ofan í við
hann núna af þvf honum finnist
tillögumar vera settar fram á röng-
imt thna, en þessar getgátur eru
þó fremur langsóttar.
Núna eru menn áhyggjufullir f
Washington, og óttast mjög að frið-
aitiHögur Bandarfkjamanna muni
ekki bera neinn árangur. Golda
Meir heifur sagt að hún muni segja
af sér, hætti Moshe Dayan, og svo
eru menn orðnir svartsýnir á aö
nokfcuð komi út úr sáttastarfi
Gunnars Jarring.
Nixon forseti þakkaði í gær
Páli páfa og fleiri áhrifamönnum
að þeir skyldu hafa stutt friðartil-
lögur og aðgerðir Bandaríkjamanna
í löndunum fyrir botni Miðjaröar-
hafslöndum. Ságöi forsetinn, aö
leiðin að endanlegum friði á þess-
um slóðum væri torsótt, en samt
sem áður væri von til að lausn
fyndist.
Melvin Laird, vamarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, sagði f gær,
að Bandarfkin myndu stíga öll nauð
synieg skref til að tryggja frið og
gæta að friöarsamningar hölluöu
í engu á ísraelsmenn. Þetta skilja
Karl SchiIIer (vinstra megin). Hans Leussink (hægra megin),
Nixon.
... Golda Meir hótar afsögn.
margir sem svo, að Bandaríkja-
menn ætli fljótlega að senda tsra-
elítum vopn.