Vísir - 01.09.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 01.09.1970, Blaðsíða 8
8 VISIR . Þrlðjudagur 1. september 1979. VISIR Dtaefaa ti • Reykjaprent hf. Frámkvaemiiastjóri: Sveinn R- Eyjólfsson Ritstjóri- Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson ' Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Símar 15610 11660 Afgreiösla- Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstjór.’i: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 tínur) Askriftargjald kr 165.00 ð mánuöi innanlands í lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiöja Visis — Edda hf. „________ zxsmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm» Þróun en ekki bylting sem hafa fylgzt með varningi íslenzkra iðn- fyrirtækja undanfarin misseri, finnst ekki öllum nægi- anlegar framfarir þar að finna, og jafnvel hæpið að íslendingar verði útflytjendur iðnvamings í vemleg- um mæli. Hvar er nú allur þessi iðnaður, sem átti að bjarga efnahagslífinu og gjaldeyrisstöðunni? spyrja hinir vantrúuðu. Það er þó ekki rétt að fullyrða, að engar breytingar hafi orðið í hinum unga íslenzka iðnaði, þó að hitt sé einnig satt, að engar byltingar hafi orðið frá einu misseri til annars. En þróunin gerist ekki þannig. Hver sér t.d. muninn á árgerð 1965 og árgerð 1966 af Ford, Volkswagen eða nærri því hvaða bílategund sem er? Breytingar á nokkrum árum eru þó augljósar, svo ekki sé talað um heilan áratug, sem einmitt er sá tími, sem íslandi er áætlaður til aðlögunar í EFTA- samstarfinu. íslenzkir fataframleiðendur opna kaupstefnuna „íslenzkur fatnaður“ í sýningarhöllinni í Laugardal á fimmtudaginn. Blaðamönnum hefur þegar gefizt kostur á því að sjá sýnishorn af því sem þar verður á boðstólum. Af því sýnishorni dylst engum, að fataframleiðsl- unni hefur farið vemlega fram og það þó aðeins sé litið til skamms tíma. Á sumum sviðum fatafram- leiðslunnar er jafnvel hægt að fullyrða, að varningur- inn standi bezta erlenda vamingi sízt að baki. Fata- framleiðendum hefur vaxið ásmegin á furðu skömm- um tíma og þeir virðast nú ófeimnir að marka sína eigin stefnu. íbróttir ekki aðeins fyrir afreksmennina J»að var sannarlega ánægjulegt, þegar íþróttasam- band íslands tilkynnti um áróðursherferðina fyrir almenningsíþróttir margs konar, sem senn hefst. Her- ferðin TRIM hefur reynzt vinsæl víða í Evrópu, og henni líkt við læknafjöld, svo mikil hafi áhrif hennar orðið á heilsufar þátttakendanna. Aukin velmegun, sem átt hefur sér stað hér á landi undanfarin ár, hefur því miður sínar skuggahliðar varðandi heilsufar manna. Fallegi, nýi einkabfllinn er t.d. viðsjálsverður gripur. Of margir freistast til að láta þennan „þarfasta þjón“ sinn flytja sig út í nátt- úruna, helzt alveg að fallegu, grænu lautinni, ef kost- ur er. í daglegu lífi er lítið orðið um störf, þar sem líkamleg átök eru viðhöfð svo heitið getur. Stórvirkar vélar vinna erfiðustu störfin, en maðurinn ýtir á takk- ana. Aðgerðaleysið er slæmt, eins slæmt og of mikið strit var manninum á árunum áður. Fréttir um ýmsa menningarsjúkdóma staðfesta þetta. Þriðjungur rúm- lega þrítugra Reykvíkinga og eldri þjáist af offitu, sem býður stórkostlega hættunni heim. Er þessi mynd var tekin var Dubcek formaður kommún- istaflokks Tékkó- slóvakíu og menn um heim allan töl- uBu um vorlB í Prag. Dubcek er hægra megin á myndinni, og á eftir honum gengur Gustaf Hus- ak, eftirmaður hans í formannssætinu — við hann er „skóflu- stefnan“ nú kennd. „ Agúrkusumarið í Prag“ — eða „skóflustefna" rlkisstjórnarinnar ■ Æði sérstæður krankleiki herjar nú á tékkneskt þjóðlíf. Er það skæð „veiki“, sem Tékkar sjálfir kalla „polopat- ismus“, og hermir sagan að þeir séu orðnir leiðir á sýkinni. ■ Orðið „polopatismus“ er dregið af tékkneska orðinu „lop ata“, sem merkir skófla. Svolítið frjálsleg þýðing á „pol- opatismus“ gæti því sem bezt verið „skófluveikin“, eða öllu heldur „skóflustefnan“. ■ Og í landi, þar sem „skóflustefnan“ er áberandi, er skófl- að í landslýð yfirfljótandi magni af kreddukenndum áróðri, Ioforðum um dásemdir framtíðarinnar og yfirvöld stæra sig af einhverjum árangri sem þau hafi náð, en er öllum öðrum en þeim gjörsamlega ósýnilegur. ■ Það er mokað í Tékka „upplýsingum" um hve stórkost- lega vel stjórn Husaks hafi tekizt að leiða þjóðina út úr því öngþveiti, sem fyrir skömmu ríkti og hafi stjórnin notið til þeirrar leiðsagnar dyggilegrar aðstoðar „banda- manna okkar Sovétmanna og félaga okkar í Varsjárbanda- laginu“. Núna eru tVo ár liöin frá því Alexander Dubcek var rekinn frá völdum, og því finnst yfir- völdum sérstakt tækifæri til aö upplýsa landslýð um glæpi hans og óstjóm þá sem ríkti meðan hann fór með völd. Miklum kröftum og áreynslu er varið til að sannfæra fólk um að Dubcek haifi ekkj verið neitt annað en fávís ævintýramaður og svikari við kommúnismann, enda liggur yfirvöldum mikið á að eyðileggja ímynd j>á sem Dubcek og félagar hans hafa skapað sér i hugurn flestra Tékka fyrir að reyna að koma á mannúðlegum, lýðræðislegum sósiailisma. En um leið og yfirvöld reyna að eyðileggja minningu Alex- anders Dubceks leggja þau á- herzilu á allt það erfiði sem þau nú leggja á sig við að skapa þjóðinni lífvænlega framtíð og segjast vera að treysta stoðirn- ar undir atvinnuvegum þjóðar- innar. Iðnaðarmenn og verka- menn iðnfyrirtækjanna eru á- kaft hvattir til áð leggja allt sitt af mörkum tiil að koma atvinnu- kerfi landsins aftur á skrið. Almenningur áhugalaus Þó að tékkneskir ráðamenn stæri sig sffellt af því að hafa getað stórlega aukið þjóðar- framleiðsluna og stöövað verð- bóilguna, þá er Htið sem bendir til þess, að minnsta kosti ef menn rýna í tölur þær um af- komu þjóðarinnar ,og fram- leiðslu, sem sífellt birtast í sjónvarpi og málgögnum komm- únistaflokksins. Mótsagnirnar fylla sennilega nokkrar skóflur. Biööin halda því fram, að þjóöarframleiðsla Tékka hafi vax; um 7% frá þvi á sama tima í fyrra — en ef töl- umar eru réttar þá sýna þær aðeins hve slæmt ástandið var árið eftir innrás Varsjárbanda- lagsríkjanna og hemám Rússa. Samkvæmt opiniberum út- reikningum og niðuristöðum sem birtar eru í sífellu þá nýtast aðeins 60—70% allra vinnu- stunda til fram'leiðslu, og þetta er helzta vandkvæði yfirvald- anna núna — verkamenn vinna slaklegar en eðlilegt er, jafnvel yfir hina heitu sumarmánuði. Og á meðan Hfið í Tékkósilóvakiu sagur þannig áfram á svo leti- legan hátt, þá verður víst naium- ast annað sagt en almenn- um borgurum bjóðist haiila fáitt til að kætast við. „Hundurinn dauður undir stólnum“ „Vér Tékkar eigurn gamlan málshátt sem segir, þegar stað- ur eða land er dautt. eða ekki lengur skemmtilegt, að „hundur hafi dcepizt undir stólnum“,“ sagði einn leiður menntamaður við vestrænan fréttamann um daginn og sá er einn fárra menntamanna sem enn hafa ekkj verið hrafctir úr atvinnu sinni — og sem enn þorir aö tala við vestræna kunningja sína. „Jæja, hundur hefir dáiö undir stólnum hér í Prag“, sagðj hann, „og fölkið sem er við völd. sparkar enn í hann. Það er að reyna að jarða hann með skóflustefnunni". Minnkandi ferðamannastraumur Hér á árum áður var mikiil ferðamannastraumur til Tékkó- slóvakíu. Núna hefir hann mjög hrapað niður og mun ekki líkt því eins skemmtilegt að sækja Tökka heim og áðnr var. Þeir sem að ferðamálum starfa, kvarta bæði mjög yifir þvl að ferðamönnum hafi fækkað, og sömuleiðis frnnst þeim sjónar- sviptir að þeim vesturlandabú- um sem á siðustu árum komr mikið til Tékkóslóvakíu og greiddu dáJaglegar ftHgur í ríikiskassann vegna sinna miklu auraráða. Núna koma mjög fáir yest- rænir ferðamenn til Tékkósló- imiinmi m mm Umsjón: Gunnar Gunnarsson. vakíu, en ferðamenn fná öðrum kommúnistaríkjum eru mjðg yfirgnæfandi. Leiðsögumenn og aðrir þeir sem við ferðamál starfa, segjast vera baldnir alveg sams konar letisjúkdómi og aðr- ar stóttir landsins, „hundurinn er dauður undir stölnum", sagði einn þeirra. „við erum orðin of- mett af skóflufóðrun yfirvaid- anna“. Agúrku- sumarið En þó tekizt hafi að ofmetta menn af áróðri um hive veJ haifi tekizt til við iandsstjómina og hive vel fólki líði í lándinu, þá er hitt staðreynd, að skortur er á vörum í Prag. La'tið sem ekk- ert er af ávöxtum og grænmeti, þrátt fyrir það að nú er heflzti tími jarðávaxita í Evrópu. Md- ónur flæða nú yfir martcaði Evrópulandanna, en engin þeirra hefur enn komizt til Tékkósíó- vakíu, né heldur grænfóður aif öðru tagi. Tómatar frá BúTgaríu eru komnir í verzlanir, en lítið er til af þeim og þeir þykja vondir. Það einn sem verzlanir bjóða ótakmarkað upp á eru agúrkur og gulrætur. Agúrkur eru alls staðar, „við köllum þetta agúrkusumarið hér í Prag“, segja húsmæður gjarnan. en }>að þarf oftast að standa klukkutíma í biðröð til að fá dagskammtinn af grænmeti. Þaö eina jákvæða i fæðumá1!- um. sem stiómin hefir getað státað af er, aö uppskeru- horfur séu góöar „oc onikur hefir tekizt að stöðva nmn hættulega samdrátit t kjötfram- leiðslu".

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.