Vísir - 01.09.1970, Blaðsíða 16
ISIR
acuiciiiUvi i'
>070.
Sölumíðstöð fyrir lamba-
kjöt opnuð í Höfn
Mikið kapp er nú lagt á það, að
koraa afkomendum íslenzka Móra í
nottana hjá húsmæðrum í Kaup-
mannahöfn, þar sem Sigurður
Bjarnason, ambaissador opnar i
irvöld nýja sölumiðstöð fyrir ís-
lenzkt lambakjöt.
Hið kunna veitingahús Frascatti
verður næstu þrjár vikurnar með
íslenzkan mat á borðum, kjöt-,
fiskrétti, osta o. fl. Konráö Guð-
mundsson á Hótel Sögu hefur lagt
Frascatti til ráðin með matseðilnn
og lánað veitingahúsinu yfirmat-
reiðslumanninn á Sögu.
Og tiil miðdegisverðar, sem
dönsku konungshjónin hafa boðið
forseta íslands og forsetafrú á
fimni'tudaginn, verður íslenzkt
lambakjöt, fengið úr nýju sölumið-
stöðinni sem opnuð verður I dag.
Flesksalurinn (Flæskehallen)
heitir þessi nýja söilumiðstöð Knuds
C. Knudsens stórkaupmanns sem á
undanfömum árum hefur verið um-
boðsmaður í Danmörku fyrir ís-
lenzkt lambakjöt. — GP
bónda til fyrirlestrahalds
— „þeim finnst skrítið, að bóndi skuli vita eitthvað"
% „Þeir hafa víst ein-
hvem áhuga á norræn-
um fræðum þama úti
í Pennsylvaníu,“ sagði
Jón Normann Jónasson,
bóndi að Selsnesi á
Skaga, er við hringdum
í hann í gær. „Já, þeir
buðu mér að koma út til
sín og spjalla við sig um
norræn fræði þarna í
Pennsylvaníu-háskóla,"
sagði Jón. Jón er þekkt-
ur fyrir þekkingu sína á
Eddukvæðum og hefur
einnig fengizt við mál-
fræði.
Sagð; Jón að hann heifði feng-
ið formilegt og fallega skrifað
bréf þaðan að vestan, „þeim
finnst Það víst eitthvað skemmti
legt, að bóndakarl uippi í afdal
skuli vita eitthvað og ég er nú
að hugsa um að þiggja boðið.
Fer þiá vestur sennilega í byrjun
október og verður f einn eða tivo
mánuði — verð reyndar að vera
kominn heim fyrir jóll, þarf að
hileypa tiil“.
Jón Normann var lengi bama-
kennari við Austurbæjarbama-
skölann í Reykjavík. Hann tók
kennarapróf 1929 og kenndi í
30 ár. „Ég fór hingað norður til
að fá næði og hef það, þó gesta-
gangur sé talsverður á sumrin".
Jón hefur búið á Selsnesi síðan
1957 og Iftið eitt kennt í sínum
heimahrepp, en hefur nú hætt
því fy^ir atldurssakir, en hann er
69 ára, og einyrki. Sagðist Jón
verða að leita á náðir nágranna
sinna í haust, að þeir litu eftir
skjátunum fyrir sig. þótt ekki
væru þær margar, „það er tals-
vert að snúast kringum þetta",
sagðj Jón, „og kannski svolítið
slæmt að vera einn svona þeg-
ar maður þarf að vera að s'krifa
eitthvað, en ég hef nú alltaf
Jón Normann Jónsson.
stráka á sumrin að hjálpa mér
— er ekki einn nema yfir vet-
urinn. Jú — víst verður gaman
að fara þangað vestur, ég hef
nefnilega aldrei komið tiil Ame-
ríku“. - GG
Smjörfjallið aftur tekið
Samningaviðræður
við prentara
að tútna út
800 tonna smjörbirgðir / landinu og 525
tonn af osti
Islendingar viröast vera farnlr
að draga verulega úr mjólkur-
neyzlu sinni. Einkum hefur smjör-
saian minnkað til mikiila muna.
á sfðaista ári mlnnkaði
hún um 10,3% og á þessu ári
hefur saia á smjöri dregizt saman
sem svarar 19% miöað viö sama
f fyrra, eöa fram til júlíloka.
Afleiðin er sú að smjörbirgðir hafa
hlaöizt upp og smjörfjallið vex
með ólíldndum. Fer það bráöum
aö náigast sína fyrri hæð með
þessu áframhaidi. Smjörbirgöimar
f landinu eru nú yfir 800 tonn og
jukust um 107 tonn frá í fyrra.
Þessar upplýsingar komu með-
al annars fram í skýrslu Gunnars
Guðbjartssonar, formanns Stéttar-
sambands bænda á aðalfundi þess
að Varmalandi í Borgarfirði nú um
um helgina. Samdráttur hefur einn
ig orðið á rjómasölu og útflutn-
ingi á ostum, en óverulegur sam-
dráttur hefur orðið í nýmjólkur-
sölu. Miklar ostbirgðir eru nú i
landinu, eða um 525 tonn.
Verðlagsgrundvöllur landbúnað-
arins hefur hækkað frá fyrra ári
um 21,9%. Samið hefur verið um
hækkun á vinnslu og dreifingar-
kostnaði. Verðhækkun á mjólkur-
vörum mun taka gildi á morgun,
nema verð á smjöri, sem ákveðið
verður síðar. — JH
Knud C. Knudsen, stórkaupmaður (47 ára) er umboðsmaður fyrlr
íslenzkan kjötinnflutning tli Danmerkur, en fyrirtæki hans hef-
ur flutt inn til Danmerkur um 500 smálestir árlega sfðustu árin.
Samningafundur prentara og
prentsmiðjueigenda hófst aftur
í morgun, en eins og skýrt var
fná í Vísi i gær var haldinn
samningafundur með ofan-
gremdum aðilum 1 gær. — Ætl-
un prentara var að boða til
verkfalls í dag, ef ekki gengi
neitt I samkomulagsátt f gær.
Verkfall hefur ekki verið boðað
og má því ætla að eitthvað hafi
þokazt I samkomulagsátt. —VJ
| Kennarar og fóstrur á skólabekk í morgun
— Yfirgripsmikið námskeið til undirbúnings
kennslu sex ára barna
• Þrjátfu og fjórir kennar-
ar settust í morgun á
skólabekk í Laugalækjar-
skóla. Þar hófst námskeið til
undirbúnings kennslu 6 ára
barna, sem koma í fyrsta
skipti í skóla í haust. Auk
þess sækja 10 fóstrur nám-
skeiðið og einnig munu bæt-
ast við nokkrir kennarar ut-
an af landi.
Þorsteinn Sigurðsson, sem
veitir námskeiðinu forstöðu,
sagði í viðtali við Vísi í morg-
un, að þetta yröi fullur vinnu-
dagur hjá kennuruum út sept-
ember. Áherzla yrði lögð á
kennslu bamasálfræði, undir-
stöðuatriði. Fjaliað verður um
þroskahugtakið, skipulegar at-
huganir á bömum. Einnig verða
kenndir uppeldisfræðilegir
starfshættir líkt og tíðkast á
bamaheimilum, nokkuð um
myndlist, föndur og mótun. —
Einnig verður kennurunum veitt
tilsögn í h’ljómlist og rythma
og svo í kennsiu átthagafræði og
lesturs. Mikil áherzla verður
einnig lögð á kerfisbundnar for-
æfingar fyrir lesturs- og reikn-
ingskennslu bama, en slíkar for
æfingar eru nýlunda hér á landi.
Yngstu nemendurnir koma
svo í skólana 1. október, en
barnaskólarnir hefja starf sitt
3. október, og mæta þá 7—12
ára böm. —JH
Jónas B. Jónsson fræðslustjóri setti námskeiðið í morgun í Lauga-
lækiarskóla