Vísir - 01.09.1970, Blaðsíða 7

Vísir - 01.09.1970, Blaðsíða 7
V1 S IR . Þriðjudagur 1. september 1970. • ••••••••••••••••••••••^•••••••••••••••••••••••••••ð9ð«a •>•••••••••••••••< >••••••••••••••••••••••••>»>•••• •••••••••••• Free. Hljómsveit í miklum uppgangi um þessar mundir. Á myndinni eru talið frá vinstri: Paul Rodgers, söngvari, Roger Waters, gítarleikari, Andy Fraser, bassaleikari og loks trymbillinn, Nick Mason. Miklar hræringar — og enn meiri i vændum, crð sögn plötusnúðanna • Öllu meiri umbrot eni á vinsældalista okkar að þessu sinni en síðast, en þó spá plötusnúðar Glaumbæjar- og Las Vegas-diskótekanna því, að enn meiri hræringa sé að vænta, því mikið af nýjum plötum hafi borizt til þeirra með fjölmörgum góðum lögum, sem þegar eru farin að gera það gott, en fólk er þó ekki almennilega búið að meðtaka. Tvö lög hafa faillið út af dist anum frá því síðast og eru þaö lögrn „IOIO“ með Bee Gees og „Get Ready“ ineð Ray Earth. Það lag sem Free demba sér meö inn á miðjan vinsældalist- ann okkar sirax í upphafi er mjög fjörlegt og go'tt danslag og þvi ekki að furða að mót- tökurnar sem það fær í danshús unum séu góöar. Bretar viröast einnig kunna vel að meta þetta lag, því tveggja laga platan með þessu lagi hefur verið sú sölu hæsta hjá þeim undanfarnar tvær til þrjár vikurnar. Mikið uppgangstímabil hefur annars verið hjá Free að undan- förnu og undirtektum áheyr- enda á hljómleikum þeirra helzt verið líkt við lætin á fyrstu bljómleikum t'he Beables f þá góðu gömlu daga sem þeir ovru að byrja. Hefur það verið tíður viðburður upp á síðkastið, að þurft hefur að stöðva spil hljómsveitarinnar margsinnis á hljómleikum þeirra, meðan mestu fagnaðarlæti áheyrenda hjaðna. Lagið, sem Deep Purple koma nú með inn á vinsældalistann er af LP-plötu hljómsveitarinn ar „Deep Purple in Rock“ en á þeirri plötu er fjöldinn allur af öðrum góðum lögum sem einn- ig njóta mikilla vinsælda í diskó tekunum, þó ekki hafi þau íátið sjá sig á listanum. Þessi plata Deep Purple er núna með- al 10 mest seldu LP-platanna i Bretlandi, enda frábæriega góð. — Meira að segja fuillyrðir Ölj í prentsmiðjunni, að hún sé inni haldsmeiri en al'lar plötur bftll- anna til samans og þið rétt ráð- ið hvort þið takið mark á hon- um eða ekki. —ÞJiM VINSÆJLDALISTI VISIS 1 (7) LOVE LIKE MAN..... Ten Years After 2 (1) MISSISIPPI QUINN.... Mountain 3 (2) WESTBOUND NO 9...... The Flaming Ember 4 (6) COTTONFIELDS ....... Béach Boys 5 ALL RIGHT NOW ....... Free 6 (3) IN THE SUMMERTIME .... Mungo Jerry 7 (4) WORKIN ON THE ROAD . . Ten Years After 8 (5) YELLOW RIVER ....... Christy 9 (10) SOMEDAY............ Delany & Bonnye 10 MAKEMESMILE.......... Deep Purple Tatarar vinna að sjónvarpsþætti Þá hafa Tatarar loksins kom ið sér í upptökusal sjónvarps- ins, en þar voru þeir í gærdag ásamt söngkonunnl sinni nýju, Janis Carol og var hljóðritað með þeim fimmmenningunum konsert-prógramm, en mynda- takan fer svo fram í sjónvarps- sal á morgun, miðvikudag. Verðskuldar þessi frábæra hljómsveit svo sannariega að fá þetta tækifæri ti'l að sýna a'l- þjóð hvað í henni býr, þvi h'Ijómsveitin hefur eftir þrotlaus ar æfingar í rúmt ár, náð að móta sér sinn eigin stíl, sem jafnvel af kröfuhörðustu hljóm listarmönnum og gagnrýnend- um er ekki talinn vera neinn óþverri heldur nokkuð, sem jafnvel á eftir að hafa víðtæk áhrif á hljömlistarfíf höfuðborg arinnar. Og hana nú. Fyrst við erum farin að ræða um Tatara, sakar ekki að geta þess, að bljómsveitin hefur orð- ið sér úti um nýjan og athafna- saman umboðsmann, Ingiberg að nafni og er hann sagður gera ákaflega miklar kröfur til þess að híljómsveitin veljj góð lög ti'l flutnings, æfi stíft og temji sér góða sviðsframkomu. Það er venju'lega ekki í höndum um boðsmanna að skipta sér af þessum gerðum hljómsveita sinna, enda vilja oft vera skipt ar skoðanir um réttmæti þess, sem Ingibergur fer fram á við hljómsveitarmeðlimina, en hann er enginn nýgræðingur í að um gangast pop-fólk og kann orðið lagið á að fá sínu framgengt. T.d. heyrði ég )>á sögu um sam skipti hans við söngkonu Tat- ara, að er hljómsveitin átti eitt sinn að fara að hefja leik á sveitaballi, kom upp ágreining- ur miMi þeirra skötuhjúa um það hvort Janis ætti að koma fram í gallabuxum þeim og blússu, sem hún var í þá stund ina, eða þá hvort hún ætti held ur að gera eins og Ingibergur fór fram á: að íklæðast kiól þeim sem hún hafði meðferðis — sem Janis var þvert um geð að gera. Stóð lengi f orðaskaki Janis Carol. Umboðsmaður Tatara kom í veg fyrir, að hún fengi aö syngja í þess- um klæðnaði með hljómsveit- inni á sveitaballi... mi'Mi þeirra um máliö, þar til .Ingibergi leiddist þófiö og fteygð; söngkonunni út f úti- sundlaug staðarins sem gerði auðvitað það að verkum_ að hún varð gegndrepa og neydd- ist til að syngja í kjólnum sín- um á ballinu um kvöldið. 1 x 2 — 1 x 2 Vinningar í getraunum (23. leikvika — leikir 22. og 23. ágúst.) Úrslitaröðin: 211-lll-xll-xx2 Fram komu 4 seðlar með 11 réttum: nr. 6504 (Kópavogur) kr. 30.500.00 nr. 9593 (Vestmannaeyjar) kr. 30.500.00 nr. 18096 (Reykjavík) kr. 30.500.00 nr. 29845 (Reykjavík) kr. 30.500.00 * FRÁ BARNASKÓLUM REYKJAVÍKUR Börnin komi í skólann fimmtudaginn 3. september *em hér segir: 1. bekkur (böm f ’63) komi í skólann 3. sept. kl. 10 f.h. 2. bekkur (börn f ’62) komi í skólann 3. sept. kl. 10. f. h. 3. bekkur (börn f ’61) komi í skólann 3. sept. kl. 11.30 f.h. 4. bekkur (börn f ’60) komi í skólann 3. sept. kl. 1 e.h. 5. bekkur (bö.m f ’59) komi i skólann 3. sept. kl. 1.30 e.h. 6. bekkur (börn f ’58) komi í skólann 3. sept. kl. 2 e.h. Kennarafundur sama dag kl. 9 f.h. Fræðslustjórinn í Reykjavík. 10. réttir: vinningsupphæö kr. 2.400.00 » nr. 872 (Akureyri) nr. 889 (Akureyri) nr. 1408 (Akureyri) nr. 2094 (nafnlaus) nr. 4113 (Hafnarfjörður) nr. 5074 (nafnlaus) nr. 8765 (Selfoss) nr. 10902 (Suðureyri) nr. 16739 (Reykjavík) nr. 16744 (Reykjavík) nr. 16834 (Reykjavík) nr. 17392 (Hafnarfj.) nr. 19169 (Reykjavik) nr. 19295 (Reykjavík) nr. 23037 (Reykjavík) nr. 25778 (nafnlaus) nr. 26757 (Reykjavík) nr. 26768 (Reykjavík) nr. 28712 (Reykjavík) nr. 30094 (Keflavík) nr. 30172 (Keflavfk) nr. 30207 (Reykjavík) Kærufrestur er til 14. sept. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur reynast á rökum reistar. Vinning- ar fyrir 23. leikviku verða greiddir út eftir 15. sept. handhafar stofna nafnlausra seðla veröa að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimiii til Getrauna fyrir greiðsludag vinn- inga. GETRAUNIR — íþróttamiðstöðln — REYKJAVÍK 0 8 O 9 9 3 'ö 8 8r 3

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.