Vísir - 25.11.1970, Blaðsíða 2

Vísir - 25.11.1970, Blaðsíða 2
 Filipus hætt kominn Filipus drottningarmaður í Eng landi ávarpaði í síðustu viku læknasamkomu eina, en læknarn- ir voru saman komnir til að ræða hvemig hægt væri að hindra slys af ýmsu tagi. Filipus krydd- aði ræðu sínu með sögu af sjálf- um sér, eins og góðra ræðumanna er siöur: Einu sinni munaði ekki nema hársbreidd að þungur hlut ur dytti í höfuð mér. Ég var á gangi við stóran stiga, þegar ör- yggishjálmur datt af höföi ein- hvers uppi á 4. hæð. Síðan hef ég aldrei sett upp öryggishjálm! Drottningin ber Utanríkisráðuneyti Ástralíu hefur sent afsökunarbeiðni til Bretlands, vegna þess að nektar- mynd birtist af Bretadrottningu i víðlesnu, áströlsku vikublaði. — Myndin var auðvitað máluð, og sýndi hún drottninguna með ekkert utan á sér annað en kórónu og veldissprota. Lá hún auk þess á sófa og las í skrýtlubök. Málarinn setn myndina gerði, Roland Pleterski, gagðj. aðspurð- ur: „Ég vildi ekki móðga neinn. Og það er föst reg'la hjá mér að mála einvörðungu fólk sem mér geðjast að.“ Orðlaus Paul Anderson, 3ja ára frá Sutfon Coildfield, Englandi fór inn í baðherbergið heima hjá sér um daginn og ætlaði að bursta tennur sínar. Hann tók hins veg ar upp ranga túpu og smuröi tennur sínar með lími. Límið verk aði strax, og hann gat ekki kall að á móður sína til hjálpar. — Paul settist því á baðherbergis- góifið og beið. Mömmu hans, Bar böru fannst eftir nokkra stund grunsámlegt, hve þögult barnið var, og kom á vettvang. — Hún flýtti sér strax með hann á sjúkra hús og þar hreinsuðu hjúkrunar- konur munn bamsins. 13 ÁRA BARN LOKAÐ INNI ÆYILANGT — hafði varla út fyrir dyr komið eðo stigið / fæturna frá fæðingu Susan Wiley, 13 ára, er ekki enn talandi. Hún er alls ekki ein- fær um að klæða, sig og hefur aldrei lært að ganga, eða svo seg ir lögreglan í bænum Arcadia, sem er í Bandaríkjunum. Þar hef ur stúlkubamið átt heima með foreldrum sinum, fimmtugri móð ur, Irene og sjötugum föður, Clark Wiley. Þau Wiley-hjónin hafa nú veriö dregin fyrir rétt, en stúlkan litla er komin á bama spítala. Læknar segja að bamið hafi alla tíð verið alið á ung- barnamat, s.s. pablumgumsi alls konar, hunangi og „kannski eggi stöku sinnum“, eins og einn lækn anna komst að orði. Og eftir því, sem þeir er rann- sakað hafa málið, bæði heima hjá Wiley-fólkinu, og svo með því að spyrja nágrannana spjörunum úr, þá var baminu öll þessi 13 ár hald ið innan veggja, það bælt niður og látið vera eitt tímunum sam- an í rúminu. Þaö fékk aldrei nein leikföng^.v; «fyrsta leik- fangið sem hún fékk var háls- fésti, sem ein íi’júkruriarkonan á spítalanum gaf henni", segir lög reglan, sem hefur fengið mikinn áhuga á þessu máli, því Susan litla var alin upp í þokkalegu miðstéttarhverfi, nágrannar henn ar, eða forddra hennar vissu mætavel um barnið og fannst skrýtið að það skyldi aldrei fá að fara út í sóiina, hvað þá að það væri sett í skóla. Segir lög-1 reglan, að það sé næsta öhugnan legt hvað afskiptaleysi fólks, hvers um annars hagi, sé yfir- gengilegt — það sé hægt að gera næstum hvað sem er við nefið á nágrannanum án þess að hann aðhafist hið minnsta. Hjúkrunarlið það sem annast litlu stúlkuna, segir að hún horfi í kringum sig eins og hún sé að skynja heiminn í fyrsta sinn núna — „það era greinilega ein hverjar gáfur á bak viö þessi fall egu augu hennar", sagði einn læknanna, „en það ér ósennilegt að það takist að bjarga því sem eftir lifir þama inni. Hún hefur gáfnafar eins árs barns og líkam legan þroska 8 ára bams. Nú, þegar meöferð foreldranna á barni þessu er orðin blaðamál í Bandaríkjunum, hafa nokkrir nágrannanna leiðzt til að segja eitthvað um bam Wiley-hjón- anna. Frú ein úr næsta húsi seg ist þess fuilviss að bamið hafi ekki fengiö að fara út fyrir hús- ið nema um 4 sinnum í 13 ár...“ einu sinni brá frú Wiley sér inn og skildi bamið eftir“, sagði hún, „þá rétti ég stúlkunni litlu hönd Susan Wiley, 13 ára stúlka með andlegan þroska 1 árs barns og líkamlegan þroska 8 ára barns. ina og hún greip hana eins og hana þyrsti í ást og umhyggju.“ Það var félagsráðgjafi einn sem uppgötvaði hið sérkennilega upp eldi Wiley'-hjónanna og kæröi þeg ar í stað. Tannieysið bjarg- aði fjárhagnum Þetta er Robert D. Saling. — Hann var ósköp venjulegur, illa launaður sjóliði á bandarísku her skipi — þar til hann var svo lán samur að missa hverja einustu tönn út úr sér, og þá fyrst uppgötvaðist til hvers þessi mað ur hefur hæfileika! — Að leika Skræk skipstjóra, öðru nafni Stjána bláa. Og nú ferðast Saling gamli um milli herstöðva Bandarikjamanna — hann fer til Berlínar, Fotmósu, Kóreu og Víetnam og alls staðar gerir hann feiknalukku með maís pípustertinn úti í munnvikinu og skakka sjóliðakollu á kollinum — og hann gerir fleira en að sýna sig með pípustertinn — því þaö þarf jú meira til að koma þjök- uðum hermönnum til að skelia upp úr. Hann er orðinn svo lið ugur í andlitinu, að þeir sem séð hafa, segja það áreiðanlega ekki fjarri sanni að kaíla Saling heimsmeistara í grettum og teygj um. Guði sé lof að mannskepnan barði úr mér tanngaröinn! — á Saling oft að stynja upp, þegar hann tekur á móti launum fyrir að koma hermönhum í gott skap. I Robert D. Saling. ;r Athugandi fyrir Hundavinafélagið Hundavinafélagið er eitthvaö að harðna í baráttunni — eða svo sýnist okkur. Og þess vegna birt um við mynd af tæki einu sem Þykir ómissandi hverjum hunda vini — eða kannski réttara sagt hundeiganda. Maðurinn á myndinni fer í „göngutúr" til að liðka mjó- hunda sína 3. Hundarnir fara bara í „gönguvélina", sem kemur í stað þjálfara-eigenda. Hundarn ir á myndinni eru veðhlaupahund ar og veröa að hafa næga æfingu. Eigandi hundanna, Wescott, seg ist hafa orðið að ganga og hlaupa með hundana nokkra km dag- lega, þar til hann fékk sér þessa vél, „og það var einhver skyn- samlegasta fjárfesting sem ég hef lagt út í“, segir hann og les á- nægður í bók sinni. Kannski at- hugandi fyrir Hundavinafélagið íslenzka að kaupa eina svona „gönguvél" og leyfa síðan félög nokkrum fyrirvara og eflaust um að æfa hunda sína að vild. Þeir myndu þá panta ^íma með væri vélin ekki lengi að borga sig upp.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.