Vísir - 25.11.1970, Blaðsíða 6

Vísir - 25.11.1970, Blaðsíða 6
6 VISIR . Miðvikudagur 25. növember 1970. 0 Þyrftu ekki að koma í vélarrúmið y Goðafoss hinn nýi er hið mesta kostaskip, en hann er með „ómannað vélarrúm“ eins og kalla mætti það, þvi vélarn ar eru fjarstýrðar frá brúnni og er þetta fyrsta skip okkar af þeirri gerð. Vakti skipið aðdáun manna í Bandarikjunum og seg ir frá þessu í blaði hafnarstarfs manna í Hampton Roads í Vir- gíníu, en Magnús Þorsteinsson, skipstjóri, bauð þá ýmsum gest um um borð, er hann kom í fyrsta sinn til þeirrar hafnar. — Á myndinni er Magnús annar frá vinstri að taka við áletruð- öín skildi að gjðf frá viöskipta ráöunaut Lafnaiinnar. © 6—700 einstæðir foreldrar í sama félaginu Jóhanna Kristjónsdóttir, blaöakona, var endurkjörin for- maður Félags einstæðra for- eldra á aðalfundi félagsins fyrir skömmu. Um 200 manns gengu í félagið á stofnfundinum, en félagatalan hefur síðan rösklega þrefaldazt. Hefur félagiö látiö mikið að sér kveða í mörgum málum eins og blaöalesendum er eflaust kunnugt. Unnið er nú að spjaldskrárgerð með þaö fyrir augum að afla sem gleggstra upplýsinga um stöðu einstæöra foreldra í landinu. í stjóm ásamt Jóhönnu eru þau Jódís Jónsdóttir, Gunnar Þor- steinsson, Unnur Pétursdóttir og Adda Bára Sigfúsdóttir. í varastjórn eru: ísleifur Jónsson, Kristín Aðalsteinsdóttir og Gíslína Vilhjálmsdóttir. © Halda basar á sunnudaginn Tími góðgerðarmálefna er runninn upp í ár. Mánuð fyr ir jól halda fjölmörg félög bas ara aðrir selja ljósaperur, sæl- gætissokka, jólakort eða annað, — allt í þeim tilgangi að safna fé til að gleðja aðra, sem minna mega sín. Vinahjálp, sem mun einkum sikipuð konum sendiráðsmanna hér í borginni, heldur basar á Hótel Sögu á sunnudaginn og hefst hann kl. 14. Munir, sem þarna verða seldir við vægu verði, eru sýnd ir um þessar mundir í sýning argluggum Gevafótós í Austur stræti. © Læknaritarar stofna félag Ný félög em stofnuð öðru hverju, eitt þeirra sá dagsins Ijós 30. október sl,, Félag lækna ritara heitir það. Tilgangur fé- lagsins er eins og annarra, að bæta launakjör auka menntun og vera tengiliður læknaritara á sjúkrahúsum og rannsóknarstof um víða um land. Formaður var kjörin Valgerður Steingrímsdótt ir, ritari er Bergljót Guðmunds- dðttir og gjaldkeri Sigrún Sigur gestsdóttir. Til vara þær Ásdís Sveinsdóttir og Hrefna Þor- steinsdóttir. © Flest er nú reynt... Margt kyndugt reyna menn til að selja vöm sína. 1 póstin- um í gær barst þættinum það girnilega boð að gerast áskrif- andi að ffönsku riti, Réalités, sem mun vera nokkurs konar ' lúxusrit í öllum frágangi. En til að auka enn á löngun manna eftir riti þessu, sem á að kosta um 1400 krónur á ári (12 sinn- um á ári), fylgir þaö með í kaup unum að nýr áskrifandi fær sent Lancome-ilmvatnsglas að gjöf frá útgefanda. © Má ég bjóða yður Vísi? Það er ekkert því til fyrir- stöðu aö taka mynd af þessum unga söjumanni Visis á dögun- um. Hann haföi valið sér hafnar svæðið til að selía blaðið, og þar hafði annar starfsmaður blaðs- ins, ljósmyndarinn, einnig val- ið sér staö til að reyna nýju linsuna í safninu, fiskaugalins una. Þetta var útkoman. Ekki þomm við að ábyrgjast, að viö lítum svona út i augum fisk anna en fiskaugalinsan sér hlut- ina alla vega i allt öðm ljósi en aðrar linsur Ijósmyndavélar- innar. □ Um eftirlit með verðlagi JJJ simar: „Það var ánægjuilegt að sjá i blaðinu á mánudag hversu á- hugasamir þeir em verðgæzlu- menn í sinu starfi. Ég fékk þó annað á tilfinninguna, þegar ég hringdi út'af verðhækkunum er ég taldi óeðlilegar í eina tíð. — Þetta var vegna gengisfellingar — birgðir af bflalakki hækkuðu skyndilega og fannst mér (og lík lega mörgum öðrum) að hér væri maðkur i mysunni. Ég hringdi í verðlagseftirlitið, en hvað geröist. Mér var bent á það með vel völdum oröum að ég ætti ekki að vera að skipta mér af hlutum, sem mér kæmu ekki við! Þetta var nú þá, — vonandi að þetta sé breytt, því engum dylst nauðsyn þess, að þetta eftirlit sé vandanum vax- ið.“ □ Mengun Kópavogsbúi símaði í gær- morgun: „Það em fleiri verksmiðjur en álverksmiðjan ein sem spýr eldi og eimyrju. Hér vestast á Kárs nesinu er sultugerð allstór. Á morgnana sendir hún frá sér kol svarta reykjarbólstra. Stundum sé ég ekki héma niður á flugvöll inn, hvað þá lengra, fyrir reykn um. Er ekki einhver meinsemd í slfkum reyk? Allavega er svona lagað ekki talið til fyrir myndar lengur. Þess er þó skylt að geta að þessi óhugnanlegi reykur er aðallega um 9-leytið á morgnana, en eftir það kemur bara hvítur og sakleysisilegur reykur upp úr reyikhoáf verk- smiðjunnar". hingað? — Drottinn rainn dýri! Verðum við ekki að taka nokk- uð til hendinni héma heima, áður en við getum boðið mönn- um hingað? Þó ekki væri nema þjónust- an á matsölustöðunum... ef þjónustu skyldi kalla. Dag einn í slðustu viku fór- um við, faðir minn og ég ásamt dönskum manni, á vinsælan veit ingastað hér I bænum, og feng- um okkur kvöldverð. Eftir þá heimsékn skil ég ekki lengur í hverju vinsældimar liggja, þótt aðstaðan útsýnisins vegna sé þar ef til vill skemmtileg. Fyrst settumst við hjá einu borðinu, sem okkur þótti nær- tækast, en þá birtist þjónn á sjónarsviðinu, er gróf eishvert kort undan einum diskinum og spurði, hvort við værum þessir menn, sem borðinu hefði verið lofað — hverju við sannleikan- um samkvæmt neituðum. Þá bað hann okkur að fara frá borð inu og setjast einhvers staðar annars staðar, þar sem ekki væri frátekið. Við fundum okkur borð úti í homi og settumst þar, en eftir nokkra bið birtist nú annar þjónn, og spurði okkur, hvort við yrðum bara Þrir — hverju við jánkuðum. „En hér er lagt á borð fyrir fimm!“ Jæja, sögð- um við og biðum átekta. Þá bað hann okkur að fara frá borðinu, en við báðum hann að visa okk- ur á eitthvert borð, sem viö yrðum ekki flæmdir frá aftur. Það gerði hann, og við settumst í felur bak við súlu og fengum þar að vera í ró og næði. Hitt fór svo ekki fram hjá okkur, að nokkru seinna vom diskamir teknir af þessum borð um, sem við höfðum setzt við, enda snæddu þama aðeins fjór- ar sálir, að okkur meðtöldum. Auðvitað tapar þessi veitinga- staður ekki miklu, þótt ég faðir minn og sá danski, komum þama aldrei aftur, en þetta er varla heppileg þjónusta til af- spumar meðal ferðafólks. E3dd til þess að byggja túrisma &“. □ Annað er þjónusta fyrir heimamenn en þjónusta við gesti Öm skrifar: ■[ „Vom þeir að tala um aukn- - . ingu ferðamannastraumsins HRINGIÐ í SÍMA146-60 KL13-15 © Slakara heilsufar Eitthvað virðist skammdegis- sóttjr færast yfir að venju. — í skýrsjum borgarlæknisémbætt isins um fyrstu viku nóvem- bermánaðar eru 88 með háls bólgu, 99 með kvefsótt, 18 með iungnakvef og 22 iðrakvef, en örfáir meö farsóttir og inflú- ensu. Vaxandi kuldi og nætur- myrkrið virðist því fara illa meö marga, en þessar upplýs- ingar em fengnar frá 16 lækn- um, svo greinilegt er að ástand- ið er mun verra. © Iðnnemar fá nýjan formann Jónas Sigurösson var kjörinn formaður IÖnnemasambands Is- lands á síðasta þingi sambands- ins. Varaformaður er Gunnar S. Elísson, gjaldkeri Finnur Guð- mundsson, ritari Kristján Svav- arsson og aðrir I stjóm þeir Þor leifur Valgéir Friöriksson, Jök- ull Veigar Kjartansson, Lárus Guðjónsson, Tryggvi Aðalsteins son og Einar Harðarson. Qty Landsbankinn opnar tvö ný útibú Landsbankinn opnaði tvö ný bankaútibú um síðustu helgi, á Eyrarbakka og Stokkseyri. Það er Landshankinn & Selfossi, sem rekur bessi útibú og munu starfsmenn frá Selfossi starfa við útibúin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.