Vísir - 25.11.1970, Blaðsíða 7
V í S I R . Miðvikudagur 25. nóvember 1970.
cTMenningarmál
Þórunn Siguröardóttir skrifar frá Stokkhólmi:
Leikhiís sem kemur fóiki við
T ei'kfaúslífiö hér í Stokkhókns-
borg hefur veriö fjölskrúð-
ugt það sem af er þessu hausti,
þótt óneitanlega hafi litlu leik-
húsin ,sem oft hafa boðið upp
á áhugaveróustu sýningamar,
veriö fremur lítiö spennandi enn
þá. Þjóðleikhúsið ('Dramaten)
sýnir um þessar mundir eina
beztu sýningu, sem hér hefur
sézt lengi, ef dæma má af um
sögnum hlaða. Er það Draum-
■leikur Strindbergs I sviðsetn-
ingu Ingmars Bergmans. Sýning
þessi heftrr farið víða um lönd
Oig fékk nýlega verðlaun á al-.
þjóðlegri leiklistarhátíð í Bel-
grad. Ung leikkona, Malin Ek,
heiför falotið mikið lof fyrir leik
sinn í sýningunni, svo og aðrir
ieikendur, t.d. Aiilan Edwall, sem
er meðal þekktustu leikara Svía.
Sýningin er teikin á Litla svið-
inu og er mun fámennari en
ofitast er í þessu leikriti. Að
sjálfsögðu hefur Þjóðleikhúsið
boðið npp á aðrar áhugaverðar
sýningar, þótt gagnrýnendur séu
ekki sammála um ágæti þeirra.
Tíi daemis var nýlega frumsýnd
ur gamanieikur á Stóra sviðinu
sem heitír „Það sem þjónninn
sáý eftír Joe Orton. Umsagnir
blaða um sýninguna voru eins
og svart og bwítt. Ýmist
:skemmtu menn sér störkostlega
og tðl'du leikritið frábærlega ve!,
skrffiað eða þeim dauðleiddist,
sögðu sýninguna iélega, ieikritið
e*m verra og alar brelurnar
löngu úr sér gengnar.
/*Yneitanlega er gagnrýni blað
anna oft athyglisverð lesn-
ing, þótt oftast fjalli hún lítið
um leikritið sjálft, að öðru
leyti en því, hversu mikið það
komi áhorfendum í dag við. Ná-
kvæm krufning á leikritinu fyrir
finnst sjaldan, sýningin sjálf er
það sem er til umrasðu. Og ó-
neitanlega gerist það æði oft, að
gagnrýnendum finnist hin og
þessi sýning ekki koma áhorf-
endum við, ekki vera „aktuel“.
Eru stærri leikhúsin oftlega
gagnrýnd fyrir þetta, svo og
ýmis einkaleikhúsanna, sem
aðallega setja upp söngleiki og
gamanleiki. Til dæmis var í
haust frumsýnt gamanleikrit á
Intima-leikhúsinu meö hinni
vinsælu leikkonu Ohristinu
Sdhoiin í aðalhlutverki og fékk
það svo hörmulega útreið í blöð
um, að jafnvel f myndatextum
var skammazt yfir þvi, hversu
ómerkilegt það væri.
|7in af þeim sýningum, sem
ekki hafa hlotið gagnrýni
fyrir að koma áhorfendum lítið
við, er sýning Borgarleikhússins
á „Hemmet“ Leikritið er orðið
til í hópvinnu, en textahöfundar
eru Bengt Bratt og Kent Ander
son. Fjallar leikritið um að-
stööu gamla fólksins í sænsku
þjöðféiagi. Sýningin þykir prýð
isvel gerð efnislega, mjög leik-
ræn og lifandi.
Önnur sýning af svipuðu tagi,
sem frumsýnd var fyrir nokkr-
um.dögum á Litla syiði Þjóðleik-
hússins heitir „Sonja, Mona,
Maja — arbetets döttrar". Pað
er hópur ungi-a leikara sem hef
ur samið hana upp úr viðtölum
við konur í ýmsum stéttum,
verkamenn og ýmsa aðila, sem
hafa með verkalýðsmál að sýsla.
Er hér fjallað um stöðu kon-
unnar, kvenréttindi og mann-
réttindi, svo að höfð séu fá orð
um mikið efni. Poptónlist tengir
atriðin, en leikstjóri er enginn.
hópurinn stýrir sér sjálfur. Er
sýningin óneitanlega dálftið los
aráleg, þótt margt sé gott um
hana aö segja. Hafa gagnrýnend
ur kvartað yfir að aðeins sé bent
á vandamál, hvergi sýnt hvernig
hugsanlegt væri að leysa þau.
Fleiri slík hópverk eru í æfingu
t.d. sýning, sem frumsýnd verð
ur næstu daga í tilefni 10 ára
afmælis Borgarleikhússins. Fjall
ar sú um vandamál Stokkhólms-
borgar og nefnist „Buss pá
stan“. Einnig verður sýnt í til-
efni afmæ'lisins leikrit unnið úr
skáldsögum P. A. Fogelströms.
„Minns du den stad“ í sviðsetn-
ingu Johans Bergenstráhle. Mari
onettu-leikhúsið æfir af kappi
þessa dagana „Hinn guödómlega
gileðileik" leiksýningu, sem unn-
in er úr Divina comedia Dantes.
Sýningin verður fyrirsjáanlega
aMólík sýningu leikhússins á
Bubha kóng, sem Reykvikingar
fengu að kynnast á Listahátíð í
Reykjavík i vor. Hér fara ógrímu
klæddir leikarar með hlntverk-
iþ, og hefur leikhúsið fengið
leikara frá öðrum leikhúsum í
borginni í flest stærstu hlutverk
Tjá má að lokum geta þess, að
nú er þéss beöiö með nokk
urri eftirvæntingu að ákveðið
verði hvaða leikhús hljóti árleg
verðiaun sem veitt eru einka-
eða höpleikhúsj. í ár eru verð-
launin tvenn, 75.000 kr. og
25.000 kr. Áður hefur t.d. Fiok-
leikhópurinn fengið þessi verð-
laun sem nema á aðra milljón
ísl. króna. Þót-ti það fuilhá upp-
hæð fyrir aðeins fjögurra manna
hóp og var ákveðið að í ár ættu
litlu hópleikhúsin aðeins von í
minni upphæðina. Vakti þessi
ákvörðun geysilega athygli og
gagnrýni, þar sem þessi lei'khús
eru yfirleitt verst stæð fjárhags
lega, og er ekki sýnt ennþá hver
verða endalok þess máls.
Hópurinn sem setti saman og sýnir hópverkið „Sonja, Mona, Maja — arbetets
döttrar“ á Litla sviði Þjóðleikhússins. Nöfnin eru heiti þriggja véla, sem koma
fttrir í sýningunni, en einnig heiti þriggja kvenna.
Draumleikurinn í sviðsetningu Ingmars Bergmans þykir ein-
hver bezta sýning sem sézt hefur á sviöi sænska þjóðleik-
hússins í lengri tíma, enda hefur hún hlotið mikla viðurkenn-
ingu og verðlaun víða um heim. Malin Ek og Allan Edwall í
hlutverkum sínum.
Nýjar bækur
# Gátan ráðsn
j
<i
s vwwww
„Enginn skáldskapur jafnast
á við raunveruleikann", segir
útgefandi þessarar bókar á bak-
síðu bókarinnar. Blaðamaðurinn
Sigurður Hreiðar skrifar þessa
bók, sem fjailar um nokkur fræg
dóms- og sakarhál, sem öll
vöktu á sínum tíma heimsat-
hygli. ÖHum er málunum það
sameiginlegt, að þaú leystust
á vísindalegan hátt. Þá greinir
frá upþhafi fingrafarafraeðinnar
á íslandi f bókinni. Þetta er
spennandi afþreyingarbök fyrir
þá, sem að öllu jöfnu upplifa
ékki svo mikiö spennandi eða
„s'kemmtilegt“. Bókin er 180
síður og kostar kr. 594.—.
# Úr djúpi tímans
M'áMaus á erlend tungumál
réðst ungur íslendingur, Cæsar
Mar, til siglinga á norskt skip,
sem lá fyrir akkerum á ytri
höfn Reykjavikur. Þétta var í
október 1915. Cæsar Mar kunni
lítið fyrir sér í fyrstu. en hann
varð sjómaður og sigldi um öM
heimsins höf, a'Mt frá Suður-
Ameriku norður í Ishaf, m. a.
sigldi hann öH stríðsárin. Cæsar
Mar er Reykvikingum kunnur,
en líklega eru þessi ævintýri
hans þó ekki í almæli. Bókin
er 239 siöur að stærð, gefin út
af Leiftri h.f. Bókin kostar kr.
694.— í bókabúöum.
• Ástir og hetjudáð
Ástir Tryggva, hins dugmikla
skipstjóra, og Ásgerðar, kaup-
mannsdótturinnar ungu og
fögru, er yrkisefni Ingibjargar
Siguröardójtur. sem sendir nú
frá sér 14. bók sina. Sagt er að
persónur bóka Ingibjargar séu
„yrfdislega hréyzkar!’;: en- jafi-
frarn að leShndinri mégi „reiða
sig á farsæl söguloik". Þannig
mun og í þessari bók, enda eru
vinsældir þessara bóka miblar.
Það er Prentverk Odds Bjöms-
sonar, sem gefur út bókina, sem
er í fremur Mtlu broti, 155 síöur
að stærð, og kostar kr. 288.50
f bókaverzlunum.
m Hróp hjartans
Ástin skipar .aevinlcga sinn
sess í hillum bókaverzlananna
fyrir jóhn, og áreiðanlega verð-
ur svo í ár, ekki siður en fyrr-
um. Hörpuútgáfan á Akranesi
hefur sent á markaðinn nýja
ástarsögu eftir Bodil Fors'eberg,
höfund bókarinnar Ást og ótti.
Hróp hjartans heitir þessi bók
og er um danska stúlku og flótta
hennar frá Ungverjalandi, þar
sem faún missir mann sinn í upp-
reisninni 1956. Óvæntir atburðir
bíða hennar heima i Danmörku,
— „ungi yfiriæknirinn vekur
á ný ást í harmiþrungið hjarta
hennar”; segir á hókarba'kinu.
Skúli Jensson þýddi, en Prent-
verk Akraness prentaði. Bókin
kostar 394.— kr.
• Hulinn harmur
Ástin skipar ævinlega sitt
rúm meöal jólabókanna og er nú
komin á markaöinn fyrsta s.káld-
saga Rósu Þorsteinsdö'ttur, Hul-
inn harmur, ástarsaga. Gerist
hún í ístepzkri svei't laust eftir
aildamötin síðustu og fjallar um
unga stúlku sem elst upp í fá-
tækt og fámenni. Er ihún ræjist
til stórbýMs í sveiitinni fer að
draga ti! tíðinda. Þessi fyrsta
bök Rósu Þorsteinsdóttur kost-
ar á bðkhlöðuverði kr. 494.—.
Útgefandi er Bókaútgáfan örn
og Öriysgur.
-\