Vísir - 25.11.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 25.11.1970, Blaðsíða 8
8 V f S IR . Miðvikudagur 25. nðvember 1970. VISIR Otgefandi: Reykjaprenf hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R EyjöMfsson Ritstjðrt • Jðnas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstlómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar : Brðttugötu 3b Simar 15610 11660 Afgreiðsla - Bröttugötu 3b Slmi 11660 Rit-stjórn • Laugavegl 178. Sími 11660 (5 linur) Askriftargjald kr. 195.00 á mánuði innanlands I lausasöiu kr. 12.00 eintakið Prentsmiðja Vlsis — Edda hf. Fagnaðarefni Samkvæmt fréttum hafa Bandaríkjamenn í stjórn- málanefnd Sameinuðu þjóðanna borið fram tillögu um að efnt verði til nýrrar alþjóðaráðstefnu til þess að fjalla um alþjóðlega samninga um stærð landhelgi og undirbúning þess, að settar verði alþjóðlegar regl- ur um hvað teljast skuli landgrunn. Einnig er ætlazt til að rætt verði um nýtingu náttúruauðlinda á hafs- botni, mengun sjávar, hagsmuni strandríkja í sam- bandi við fiskveiðar o. flv Það þykir nokkrum tíðindum sæta, að Bandaríkin skuli nú bera fram slíka tillögu, því bæði þau og Sovétríkin hafa hingað til lagzt gegn kröfum þróun- arlandanna um að samningarnir, sem gerðir voru um þessi mál í Genf 1958 og 1960 væru teknir til end- urskoðunar. Þetta er mál, sem miklu varðar okkur íslendinga og við munum því fylgjast með at áhuga og láta þar til okkar taka, eftir því sem unnt verður. Við höf- um lengi haft fullan hug á að fá viðurkennd óskoruð umráð yfir því, sem við teljum okkar landgrunn, og mun mega fullyrða að þjóðin öll stefiní eíhþuga að því marki. Það væri a. m. k. harla undarlegt, ef út af því þyrftu að rísa nokkrar innbyrðis deilur. Sam- kvæmt tillögunni á þessi ráðstefna að koma saman árið 1972, og er því góður tími til að undirbúa það, sem íslendingar telja sig þurfa þar fram að færa. Þess hefur orðið vart síðan fregnirnar bárust um að olíulindir væru fundnar á landgrunni Noregs, að almenningur hér er farinn að gera sér gleggri grein fyrir nauðsyn þess, að fá full umráð yfir landgrunni íslands. Eflaust tekur nokkum tíma að ná samkomu- lagi um þessi mál á alþjóðavettvangi. því að kröfur hinna ýmsu þjóða um hvað teljast skuli landgrunn eru ólíkar eftir staðháttum. Við íslendingar munum í meginatriCum vera einhuga um, hvað telja beri land- grunn okkar, en • el ' " + sú skoðun ylli engum ágreiningi á slíkri ráðstefnu, gætu sjónarmið sumra annarra þjóða um þeirra landgrunn valdið töfum. Samt sem áður ber að fagna því, að þetta spor er stigið, því að vafalítið má telja, að þessi tillaga Banda- ríkjanna verði samþykkt ann§ðhvort nú eða á næstu árum, því að kröfurnar um endurskoðun samning- anna eru orðnar svo margar og háværar, að gegn þeim verður ekki mikið lengur staðið. íslendingar hafa til skamms tíma metið réttindin yfir landgrunninu að mestu með hliðsjón af sjávar- aflanum. Og úr því skal sízt dregið, hve aukin vernd og útfærsla fiskimiðanna skiptir þessa þjóð miklu máli; en það kunna að leynast á landgrunninu fleiri auðlindir, eins og t. d. hefur komið í ljós hjá Norð- mönnum. Þó ekki væri olía, þá eitthvað annað. Það er þvi sannarlega orðið tímabært að fara að vinna að því af einhug, að fá alþjóðlega viðurkenningu á þessum rétti. í' i i \\ l (i a v> I Peking fékk meirihluta atkvæða í fyrsta sinn 0 Eins og kunnugt er, fékk tillaga á þingi Sameinuðu þjóðanna um að veita Kína, þ. e. Maó- Kína, upptöku í samtök- in talsverðan meirihluta atkvæða, hins vegar fær Maó ekki að senda full- trúa á þing Sameinuðu þjóðanna eftir sem áður, þar eð ákvæði sem kveð ur á um að því aðeins fái fulltrúr kínversku kommúnistastjórnar- innar sæti hjá Samein- uðu þjóðunum, að %! hlutar atkvæða séu með tillögunni. Meirihlutinn dugði ekki til þess. 51 var með því að Komm- únista-Kína fengi full- trúa hjá Sþ. 49 á móti og 25 sátu hjá. Fylgiandi aðiH (51): Afghanistan, Albanía, Alsír, Austurríki, Bretiand, Búlgaría, Burma, Burundi, Byelorussia, Ceylon, Chiie, Danmörk. Eþíó- pía, Finnland, Frakkland, Gínea. Ghana, Gínea, ('Equatorial), Tnd iand, írak, ítalia, Kenya Kúba, Libya, Mali, Máritania. Monaólia. Marokkó Nepal, Nigería, Noreaur, Pakist- an, Kongó, Pólland. Rúmenía, Sómalía, Suður-Yemen. Sovét- rfkin, Súdan. Svíþjóð, Sýrland, Tanzania, Tékkóslóvakia, Ú- ganda, Úkraina, Sameinaða Ar- abaríkið, Yenien, Júgóslavía, Zambía, Ungverjaland. Gegn aðild (49): Argentína, Ástralía, Barbados, Brazilía, Kambódía, Chad, Kína (Formósa), Kólumbia, Kongó, Costa Rica, Dahomey, Dóminí- kanska lýðveldið, E1 Salvador, Gabon, Gambía, Grikkland, Guatemala, Haiti, Hondúras, ísrael, Fflabeinsktröndin, Japan, Jórdanía, Lesotho, Lfbería, Madagaskar, Malawi, Malta, Mauritíus, Mexíkó, Nýja-Sjá- land, Nicaragua, Níger, Pan- ama, Paraguay, Filipseyjar, Rwanda. Saudi-Arabíg, Sierre Leone, Suður-Afrfka, Spánn, Swazíland, Thailand, Togo, Tyrkland, U.S.A., Efra-Volta, Uruguay, Venezuela. Sátu hiá (25): Belgía. Bólivía, Botswana, Kameroon, Mið-Afríkulýöveldið Kvour. Ecuador, Fiji, Guayana, ísland, íran Irland, Jamaica, Kuwait, Laos, Líbanon, Luxem- bourg. Malajsia, Holland, Perú, Portúgal,, Senegal, Singa- pore, Trinidad, Tabago, Túnis — sem bar fram sérstaka til- lögu, er var felld. . %•■, ’ '•> ■ - ! ( IHsættanleg sjónarmið Pað er sjáaniegt, að úr þessu véfðtir ekki lengi staðið gegn aðild Rauðn-Kína að Sameinuðu Þjóðuhum. Reyndar er þetta mál tálsvert flókið orðið. Kfna hef- ur reyndar sæti hjá S.þ., en í því sæti situr útlagastjórn Sjang Kai Siekks á Formósu (Taiwan) — er næsta hæpið að fela ful- trúa útlagastjómarinnar að fara með umboð alls Kína á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, en hnffurinn stendur þar í, aö Formósubúar sættast eflaust seint á að víkja af þinginu, ef fuiltn'ii Rauða-Kína fær þar sæ'i — hins vegar virðist næsta erfitt að ímynda sér, að Peking- stjóttnin sendi fulltrúa til Sam- einuöu þjóðanna, ef Formósu- maðurinn situr þar áfram — þar með er Pormósa viðurkennd sem ríki í ríkinu. Peking-stjómin fær full- ;rúa — fyrr en seinna Nú er það orðið ljóst, að Bandaríkjunum helzt ekki öllu lengur að halda úti svo harðri pólitfk sem hingað ti'l gegn að- ild Rauða-Kína, meðal annars vegna þess, að mörg riki, sem greiddu atikvæði gegn aðild Kína nú, gerðu það með þeim fyrirvara, að þau hefðu ekkert við það að athuga, að Peking- stjómin fengi fuilltrúa hjá S.þ. en greiddu atkvæði gegn aðild einungis vegna þess, að þau sæju ekki ástæðu til að visa Formósu-fu'lltrúanum í brott. BIIBIIIIIili 1M íífSffl Búizt var við að meirMuti rfkja greiddi nú atkvæði með aðild Rauða-Kína. Undanfarið hefur talsvert verið halddð á lofti, hér á Vesturlöndum, stefnu vinveittri Peking. Til dæmis hafa bæði Ítalía og Kanada tekið upp stjómmálasamband við Kína, skipzt á sendiherrum við Peking-stjómina og hafið verzlimarsamninga. Ólíklegt verður því að teljast, að ákvæðið um % hluta atkvæða verði lengi í gildi úr þessu, og að greinfleg- ur meirihluti fái, bráðlega úr því skorið hvort RauÖa-Kína fær aðild eður ei. Kanadamenn óþolinmóðir Nokkur lönd, svo sem Kan- adá, hafa látið { ljósi þann vilja sinn, að verði ákvæöið um 2/3 hluta atkvæða látið standa á- fram, muni þau ekki styðja það atriði lengur. Kanada stóð með Bandarfkjamönnum að þvi, að 2/3 hlutar atkvæða yröu að falia Peking-stjórninni í hag til aö að ild fengist, þar eð Kanadamenn töldu, að aðild Peking-stjómar- innar að samtökunum væri það þýðingarmikið atriði, að ekki væri fært að hleypa henni inn í samtökin — öryggisráðið — með einföldum meirihluta at- kvæða. Áöur en atkvæðagreiðsl an hófst, bar Túnis fram til- lögu um að atkvæðagreiðslunni síkyldi tvískipt — þannig aö kos ið yrði um aði'ld Taiwan annars vegar og kommúnista-Kína hins vegar. en sú tillaga fékk ekki Mjómgmnn. Skipt um skoðun Nokkur ríki, sem við fyrri atkvæðagreiðslur hafa setið hjá, greiddu nú atkvæði með aðild. Má nefna Kanada, Chile, Aust- urrfki og Ítalíu — og nokkur riki, sem greiddu atkvæði gegn aðild í fyrra, sátu hjá í ár, t.q. Bolivía, Botswana, Kameroon, Mið-Afrfkulýðveldið, írland, Luxembourg o. fl. — GG Fastafulltrúi Formósu (Kína) hjá S.þ., Liu Chieh virðist ang- urvær á svip þar sem hann situr og hlusfar á deilur fuli- trúa um hvort veita skuii Peking-stjórninni aöild að S.þ.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.