Vísir - 25.11.1970, Blaðsíða 9

Vísir - 25.11.1970, Blaðsíða 9
9 V1SIR . Miðvikudagur 25. nóvemoer 1970. AM — Helzt vildi ég ekk- ert vinna, ég er svo latur. — Aldrei tekizt að yrkja í vinnutímanum. — Veit ekki nema nokk- uð sé undir því komið, að menn treysti sér til að gefa það, sem þeir hafa fram að færa. — Bein fréttamennska ekki eins slæm í nábýli við skáldskap og persónu legar greinasmíðar. — Ég held að hrein fréttamennska sé ekki eins slæm í ná- býli við skáldskap eins og persónuleg greinasmíð, segir Baidur Óskarsson, fréttamaður á Ríkisútvarpinu og ljóðskáld. — En nú fyrir jólin kemur út eftir hann ný ljóðabók: „Á krossgötum“. ínrvemig fer Maðamennskan, 1 eða fréttamennskan með skáldskapnum? — Ég held að hrein og bein fréttamennska sé ekki eins slæm í náibýli við skáidskap eins og persónuleg greinasmíði. Annars verð ég að játa það að ég er ákafiega latur. Ég vildi helzt ekkert vinna. — Og stundar samt fuMt starf ásamt með aukastörfum. Er það ekki hinn klassíski íslenzki dugn aður? — Ég held að ég sé ekki safn ari. — Smiðir kenninganna ganga oft í berhögg við boðskap inn. — Áttir þú þess ekki kost að fara til Maliorka í sumar? — Ég hef einu sinni komið til þess ágæta lands, fýrir mörg um árum, skrapp þangað smá- tíma, þegar ég dvaldist ár á Spáni. Ég er hreeddur um að ég heföi sturlazt þar við lengri dvöl. Mér finnst sjálfsagt að fólk fái að fara að vild sinni og komast yfir það sem veitir því ánægju. Hitt er kannski lakara, ef það misskilur sjálft sig og lætur ljúga sér til um hvað það van- hagar um. — Auglýsingar — mötun? — Mér dettur í hug mynd eftir máiarann okkar, Ferró, er þurfti að breyta eftimafninu sínu og heitir nú Erró. Þessi mynd hét „tilfinningavéil“. Hún sýndi hvar verur stóðu í löngum röðum og biðu þess að komast að vélinni ti! að snerta hana og fylia sig af tilfinningum. Margir 1 — spjallað við Baldur Óskarsson um Ijóðagerð „ÆTTI ég að tiltaka undir hverju þetta er komið, yrði það líklega tíðarfarið. — Ef veðrið væri alltaf eins og það er núna, þyrftum við ekki yf- ir neinu að kvarta. — Og þá væru menn kannski fljótari að skrifa bækur.“ Og ef dæma má af Iíkum, virðist tíðin hafa verið harla góð hjá rithöfundum og skáld um þetta árið, þar sem þeir senda frá sér margar bækur. Og ekki var heldur yfir tíð- inni að kvarta yfir kaffiboll- anum á Hótel Esju, þar sem blaðamaður Vísis hitti Bald- ur Oskarsson og spjallaði lít- illega við hann um nýja Ijóða bók, á meðan Edmund Rose oa félagar léku nokkur lög í kaffitímamun. J^rossgötur? Nafnið segir kannski eitthvað um þinn status sem skáld, eða finnst þér verða miklar formbreytingar á þinni ljóðagerð frá þvf þú send ir frá þér sfðustu bókina ’66? — Á ytra borði hefur orðið einhver breyting, en kannski ekki mjög mikil. — Þess gætir kannski i ijóð- um þínum, hve myndlistin á mik ið upp á pallborðið hjá þér. Gæt iróu hugsaö þér að mála það, sem þú segir í ljóöunum, á léreft? — Ég held ég myndi reyna það. Ég hef ekki trú á því að svokölluö list sé sundurgreind i skýrt afmarkaðar greinar. — Þetta er allt hvað öðru háð og væntanlega sprottið af einni rót, þótt enginn viti í raun og veru hver hún er. Að minnsta kosti treysti ég mér ekki til að segja hvaöan ljóðið kemur, ekki held ur hvað það er, né hvert það fer Maður veit það eitt að lesar anum kann aö takast að kalla þaö fram í hugann með hjálp starfanna og þó er það engan veginn ábyggilegt. ú segist. vera búinn aö vera með þessa bók 1 smíðum í þrjú ár. Hefðirðu lokið henni fyrr, ef þú hefðir ekki gert ann að én ýrkja þennan tíma? — Satt að segja er ég efins í því. Þaö má hafa um þetta sömu órð og um brennivínið: „Maður dettur i þaö.“ — og þá vll það hafa sitt fram. — Margir telja það eitt mesta böl. í okkar menningu, hversu listir eru hér mikil fristunda- vinna? — Ég held að það sé gert of mikið úr því. Auðvitað er þetta vandamál. Ég hygg að þarna sé samt vandinn enn meiri hjá skáldsagnahöfundum, en ljóða- smiðum. — Nú hlýtur kröfuharka ljóð skálda aö vera afskaplega hóf- stillt. Enginn skrifar metsölu- bók í ljóöum eða hvað — Ef hægt er að gera ein- hverjar kröfur, þá held ég að það verði að klaga ljóðið sjálft. Sú peningalega umbun, sem ljóð skáld fær, er og hlýtur að vera Iítil. — Tekst þér þá að yrkja á kostnað ríkisins. Það er að segja þar sem þú vinnur á fréttastofu rfkisútvarpsins? — Það fer kannski eftir því. hvernig á það er litið. Ég hef aldrei komizt upp á lag með að yrkja í vinnutfmanum. Ég hef hins ve°ar stöku sinnum fundið mér frí til þess. voru illa komnir, einkum þeir, sem fremstir stóöu í rööinni og lengi höfðu beðið, bersýni- lega innantómir og langsoltnir. Þeir sem nöfðu snert vélina voru aftur á móti mjög státnir. TTvemig er hægt að rétta hlut ljóðs’kálda hér á landi, efna hagslega að segja — Það er ekki hægt um vik. Það hafur nú verið svo gegnum tíðiná að ein listgrein hefur ein hvern veginn verið eftirlæti pen ingamanna. í dag virðist mynd- listin vera það. ÁÖur var það tónlistin og enn fyrr var það skáldskapurinn — þegar skáldin þáðu ríkuieg kvæðalaun af höfðingjum. — Það verður kannski seint auðvelt fyrir fiáraflamenn að skreyta sig með keyptum ljóð- um? — Þama kemur þaö auðvit- að til að mynd er hægt aö eiga út af fyrir sig, en ljóð og lag stendur öllum til boða. — Þyrfti kannski að veita meira úr almennum sjóðum ti1 þessara hluta? — Ég veit það ekki. Mér finnst það afleit kenning, að sfcáld yrki betur ef þau svelta. Þó veit ég ekki nema nokkuð sé undir því komið, að menn treysti sér til að gefa það, sem þeir hafa fram að faera. —JH vísmim- — Eruð þið farin að hugsa til jólanna? Tryggvi Gíslason, pípulagninga- meistari: „Hvað heldurðu mað- ur? — Jú, fyrir iöngu. Upp úr áramótunum síóustu hugsaði maður til þess, hvernig andar þessa árs ættu að ná saman.“ Ólafur Guðmundsson, 11 ára blaðasöludrengur: „Já, ég er aö selja Vísi til þess að safna fyrir jóiágjöfum." Guðlaugur Gfslason, innheimtu- maður: „Aðeins jú. Það hefur itMsfn ’áhrif lá’.mann,. þegar þau ;f nálgast — og maður byrjar þó að skima í kringum sig.“ Sigríður Ólafsdóttir, kennara- nemi: „Já, svo sannarlega. — Ég er byrjuð að kaupa efni í jólaskraut, og svo eru það jóla prófin hjá okkur, sem fara senn í hönd.“ María Einarsdóttir, kennara- nemi: „Nei. Ekki nema hvaö jólapröfin minna mann með naifninu á hátíðina, þótt þau komi manni ekki í það sama skap.“ Pálmi Ingólfsson, tækninemi: „Jú, aöeins. — Ekki þó til jöla- gjafanna, því að skólamaður út býtir ekki slfku um hvippinn og hvappinn. En hins vegar til jðla frísins, já.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.