Vísir - 25.11.1970, Blaðsíða 5

Vísir - 25.11.1970, Blaðsíða 5
VÍSIR . Miðvikudagur 25. nóvember 1970. 5 Efling Neytendasamtakanna I þjóðíelagi eins og hinu ís- lenzka, þar sem verðlag er ó- stöðugt og 'rýrnun gjaldmiðils fyrirbæri, sem ekkert er hægt að gera viö, og allir standa van- máttka gagnvart — eru verk- efni Neytendasamtakanna einna stórfenglegust, ef ég má taka þannig til orða. Neytendasamtakanna bíða einnig önnur veigamikil verk- efni, Þar vil ég einkum nefna þátttöku og. undirbúning laga- samningar. Lög um verzlunar- viðskipti eru ekki ýkja yfir- gripsmikil í lögum okkar — hér vantar neytendalöggjöf. Þ. e. iög um afborgunarkaup,. lög ttm ábyrgð yöruseljenda, lög um vörumerkingu (innihald og byngd), lög eða regtugerð um dagstimplun niatvöru og reglu- gerð um meöferð heitrar mat- vöru. Verkefnin biða einnig á þeim vettvangi, sem Neytenda- samtökin hafa aðallega starfað á hingað trl. Stórauka þarf upplýsingastarfsemi, auka blaða útgáfu og styrkja kvörtunar- þjónustuna. Þar að auki má nefna, að Neytendasamtökin hafa enga eigin rannsóknarað- stööu á vörutegundum, hvort sem um er að ræða rafmagns- vörur, klæðisvörur eða matvör- ur — og er það Mlt. Samtökin verða í þessum efnum að snúa sér til aðila, sem nú þegar eru hlaðnir verkefnum og mega því litt vera að sinna hagsmunafé- lagi almennings — Neytenda- samtökumtm. En menn spyrja e. t. v. hvers vegna eru Neytendasamtökin ekki öflugri. Því cr örugglega erfitt aö svara trl nokkurrar hlítar, en víst má draga fram einn þátt, sem aö likindum hef- ur haft áhrif á þroskastöðnun samtakanna. Það skal enginn halda, að rikl himneskur friður á skrifstofu okkar, klögumóttaka og mála- miölun er erilsamt starf. Og fái sumir kvartendur ekki fulla úr- lausn sinna mála — er því lýst yfir, að Neytendasamtökin séu óþurftarfyrirtæki o. s. frv. — Kvörtunarþjónustan hefir hing- að til mætt alla vikuna á tveim einstaklingum í þjónustu sam- takanna. Þessum einstaklingum er álasað fyrir að ná ekki full- komnum árangri og þeir eru einnig víttir fyrir það að vinna ekkj betur að almennum hags- munamálum neytenda. Fólk virðist ekki alltaf gera sér grein fyrir, að tveir starfsmenn anna ekki öllum þeim verkefnum sem hlaðast upp. Og smám saman myndast því sú skoðun og verð- ur rfkjandi, að Neytendasamtök in geti ekkert — fólkið missir trúna á þau. Þaö eru um þaö bi1 þrjú þúsund íslendingar, sem eru hins vegar þeirrar skoðunar, að þessi samtök séu þarfaþing hiö mesta. Þeir eru ekki að telja eftir þær þrjú hundrpð krónur, sem þeim er gert að greiða til samtakanna á hverju ári. Fyrir þessar krónur fá þeir Neytenda- blaðið — eins oft og hægt er að koma því út (að jafnaði þrisvar) — og á'ðgang að kvörtunarþjón- ustunni. En þessir fjármunir, svo og minni háttar stuöninaur frá opinberum aðilum, ganga í það að koma úst Neytendablað- iw*u, borga húsaleigu og laun. Tíl aukinnar starfsemi eru engir peningar. Þessi oí-ð eru rituð i þeim trlgangi að vekja menn tH um- hugsunar. Það er von mín, að menn endurskoði afstöðu sína til Neyt endasamtakanna, leggi niður fyrir sér hið neikvæða og hið jákvæöa við þau, vegi og metí — játi þeim síðan eða hafni. Því ætlunin er að gera tilraun. Tilraun til að efla samtökin, svo þau geti enn betur sinnt þeim verkefnum, sem neytendasam- tökum ber að vinna að. Núna næstu daga mega borgarbúar eiga von á hringingu frá okkur —■ og þá mun þeim boðin að- ild aö samtökunum. I síðasta mánuði fór fram end urskipulagning á starfsemi sam- takanna. Kvörtunarþjónustan hefur nú verið bundin við að- eins einn dag — laugardag, en aðra daga vikunnar er reynt að leysa kvörtunarmálin. Einnig hefur veriö reynt að koma á betra upplýsingasambandi við neytendur með aðstoð dagblað- anna. 1 undirbúningi hefur verið stofnun matsnefnda í þeim á- greiningsmálum, sem oftast koma til samtakanna. Það er varhugavert að lofa nokkru, en ég leyfi mér að full- vissa alla neytendur um, að það skal ekki verða þeim léleg fjárfesting — að efla Neytenda- samtökin. Neytendasamtökin. Björn Baldursson. ERÖ ÓDÝRARI Gerlð' samanburð á öðram tegundum. — Þér sparið með því að kaupa LIV sokkabuxur Heildsala: ÞÓRÐUR SVEINSSON & CO. H/F Sími 18700 VISIR 4 VIRULORIN DBÓK HÚSMÆDRANNA VÍSIR í VIKULOKIN fylgir aðeins til fastra áskrifenda. Vönduð mappa getur fylgt á kostnaðarverði. VÍSIR í VIKULOKIN frá byrjun er orðinn rúmlega 1300 króna virði, 300 síðna litprentuð bók í fallegri möppu. VÍS'R f VIKULOKIN er afgreiddur án endurgjalds frá byrjun tii nýrra áskrifenda. (nokkur tölublöð eru þegar uppgengin)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.