Vísir


Vísir - 20.01.1971, Qupperneq 9

Vísir - 20.01.1971, Qupperneq 9
VT5TK . MiövIRudagur 20. janúar 1971, 9 Þorkell Guðmundsson fisksali hefur komið upp rækjuvinnslu í húsum sínum í stað þess að vinna fisk í soðið fyrir Kefl- víkinga og er þessi mynd tekin þar í fyrradag. ÍÍSBSm: — Eruð þér tekian til við skattaframtalið? Leó Jónsison, vélfræðingur: — Nei. Mig vantar ennþá launa- seðil eiginkonunnar. Ætli maður snari sér ekki í framtalið um helgina. Guðjón Einarsson, fréttamað- ur: — Nei, nei, nei. Hverjir ætli byrji svo sem á því fyrr en á síðustu stundu? Verðum að standa á réttí okkar eins og hundar á roði — spjallað við fisksala i verkfalli i Keflavik VIÐ VERÐUM daglega að horfa á eftir ýsunni upp úr bátunum hérna inn í Reykjavík, án þess að fá nokkuð af henni sjálfir, sögðu Kristinn Helgason og Þorkell Guðmundsson, fisksalar í Keflavík, þegar Vísir heimsótti þá í gær. Keflvíkingar hafa ekki fengið fisk í soðið í heila viku, nema þá þeir sem eiga kunningja á bátunum. Fiskbúðirnar hafa verið lokaðar í viku og hefur fiskur verið af skornum skammti raunar síðan um áramót, til dæmis mjög erfitt að fá ýsu. — Ég er að hugsa um að opna fiskbúðina aldrei aftur, því að ég hef eklci trú á að þetta lagist svo að viðunandi verði, sagöi Kristinn. Ég er búinn að vera við þetta í 27 ár og það hefur aldrei verið svona erfitt að verzla meö fisk. Þaö er ekki nóg með að álagningin sé lág, heidur er einnig erfitt að fá nokkum fisik. Þessi stóru fisk- söluifyrirtæki í Reykjavík kaupa fiskinn f stórum stíl, kannski aMa ýsu, sem hér kemur á land til dæmis og svo selja þeir aft ur í fiskbúðimar í bænum. Fólk heldur að þeita sé slóðaskapur Það er erfitt að standa innan við búðarborðiö og hafa ekkert aimennilegt fyrir viðskiptavin- ina. Svo heldur fólk að þetta sé af tómum ónytjungshætti, maður nenni ekki að sinna þessu. Og maður fær hara skömm í hattinn. — Okkur finnst það fjandi hart, segir Þorkeli, að eiga að selja ýsuna á 26.50 kflóið, svo heyrir maður að þeir séu famir að selja ýsu í Kaupfélaginu í Njarðvfkum á 29.50 kr. kílóið, nákvæmlega sama verði og hún er seld á i Reykjavfk. öWcu; e? gerc að selja hausaða ýsu í. 33 kr. en f Reykjavík er hún á 37 og ýsuílökin á 59 kr. en þau kosta 66 kr. í búðunum á Reykja vík. Áíagningin í öfugu hlut- falli við vlnnuna Við skulusn taka fyrir verðið á þorskinum, sem er uppgefið frá verðlagsstjöra 20 kr. á kíló með haus, 25 kr. fyrir hausaðan fisk og 46 kr. fyrir þorskflökin. Nú við keyptum þorskinn inn á 15 kr. kílóið. Samkvæmt okkar útreikningum er kílóið komið í 18 krónur, þegar búið er að slægja fiskinn, 22,50 þegar búið er aö slægja hann og hausa og 45 kr. þegar búið er að flaka hann. Álagningin á slægðan fisk er þannig 11,1% en ekki nema 2,2% á flakaðan fisk- Og þá er ekki talin öl! vinn.m við fiskinn. Álagningin verður minni, esftir þvi sem hann er unninn meira. Það sér hver heilvita maður hversu öfugsnúið þetta er. Nú yildi kannski, eiflhyer halda því fram að við hefðum þó alltaf eittíhvað upp úr beina- kastinu. Sannleikurinn er raimar sá að það, sem við fáum fyrir beinin nær ekki að bera uppi bílakostnaðinn. Fyrir utan þetta er svo reikn aðmeð 10% rýmun við geymsiu og þá fer dæmið að vera dálítið skrýtið. Það væri gaman að komast að því hjá Söilusamtökun um SH og SÍS, hvað áætlaður kostnaður við flökun og pokkun er miki'lL Ég trúi þvf ekki að hann sé undir 6 krónum á hvert kíló. Sama sagan er með ýsuna og þorskinn. Alagningin á hana er 22,7% á slægða, 17,8% á slægða og hausaða og 9,3% á flökin. Ég rei'kna verðið þanr.ig út að ég miða við að 1200 kg af fiski, óslægðum, verði 1000 kg, þegar búið er að slægja hann og 300 kg þegar búið er að hausa hann. Eldd lengar hægt að ganga í kösina — Það ar stór hluti af fóJki í vandræðum nú þegar, sagði Kristinii. Það eru þegar farnar að heyrast óánægjuraddir meö betta. Þegar fiskur fæst ekki á írjálsum markaði segir það sig auðvitað sjálft, að það hlýtur að verða vöntun. Það er af sem áður var, að fól'k geti gengið í kösina, þegar bátarnir eru að Ianda og fengið sér fisik. Þannig var þetta í mínu ungdæmi. Þá gat hver sem var fengið sér f soðið og það var ekki spurt um verð. Nú er þetta búið að vera. Þetta er dýr vara og sjómennimir geta auðvitað ekki staðið i þvf að vera að af- greiða fólk með fisk, enda ekki nein aðstaða til þess. Ég veit ekki, bvernig þeir hafaþetta í Reykjaivík, en manni skilst að það sé ekki í öllum ti'lfellum farið náikvæmlega eft ir þessu verði, sem verðlags- stjóri hefur sett. Og það er auð vitað bagalegt, þegar einum líðst að gera þetta og öðmm hitit. Manni finnst. að hægt væri að koma þessu í það Jiorf, að hægt væri að lifa mannsæmandi lífi á því. Svo yrðum við þá að standa á þvi eins og hundar á roði. Ég er orðinn gamaill I þessu og þess vegna betur settur með mitt, en ég er orðinn leiður á þessu. Veiztu ekki um einhvern sem vill kaupa? Það er annað með þá sem em að fjárfesta í þessu kannski. — Það getur orðið erfitt fyrir þá að standa undir slíku með svona álagningu. Farinn að vinna rækju í stað soðningar Ég hef verið með dálitía rækjuvinnslu ti'l þess að reyna að halda þessu uppi, sagði Þor- feell. Ég hef tekið á móti af ein- um bát, við erum með nokkrar konur f vinnu við að piila rækj una ofan í dósir. Og það stóð heima, að konum ar voru að piila úr síðustu kötf- unum, þegar Vísismenn komu bakatil í fiskbúðinni hjá Þor- keli. Stóðu í hvítu við borðin og pilluðu vigtuðu og settu rækj- una í dósir. En fiskur handa Kefivíkingum í soðið hafði hér ekki komið inn fvrir dyr í viku Og vogimar og áhöldin f fisk- búðinni stóðu óhreyfð í myrkr- inu. Líklega endar þetta með því að þeir Kefivíkingar verða að elta fiskinn af sínum eigin bátum inn f Reykjavfk og kaupa sér í soðið í fiskbúðunum hér. —JH i1 5! 4 % * ■x Sigurður Sveinsson, rafvéla- virki: — Nei, ég er ekki byrjað- ur, þar eð ég hef ekki fengið launaseöilimin minn. Viggófsson, starfsm. á auglýsingast.: — Nei, ég er ekkert farinn að pæla í skatt- skýrslunni. Það væri kannski rétt, að fara að líta á hana. Elínóra Sveinsdóttir, klínik- dama: — Nei. Mér finnst ekk- ert 'iggja á með það. Hulda Guðmundsdóttir, bíl- jj stjóri hjá Símanum: — Nei, það !f hef ég ekki getað ráöizt í ennþá. Eg hef nefnilega ekki fengið launaseðilinn minn enn, þó að ég vinni hjá rikisstofnun. Ég. hlýt alla vega að fá seðilinn í dag og ver svo næstu viku í að fylla í slcýrsluna út.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.