Vísir - 06.02.1971, Síða 3
VÍSIR . Laugardagur 6. febrúar 197L
Sýningargestir Þjóðleikhússins á Fást i kv’óld
Njóta fyrstir
„come back“
Trúbrots...
Atriði úr hinni mjög svo umtöluðu „VaIborgarmessu“, þar sem fagurlimaðar stúlkur stíga
dans eftir músík Trúbrots, misjafnlega mikið klæddar. — Ljósm. Þjóðleikhússins Óli Páll.
Alfreð Flóki i viðtali við „Jóninu og Samúel"
í kommúnu með Mata Hari
Janis
Tvö lög — Stereo.
Útg.: Sarah.
Þessi hljómplata á sér nokkra
sérstöðu því hér gefur að heyra
frumraun söngkonunnar Janis
Carol og laga- og textahöfund-
arins Einars Vilbergs.
Janis gerir lögunum allþokka-
leg skil, en því miður nýtur hún
sín ekki nema að takmörkuöu
leyti, og ég tel af og frá að
dæma sönggetu hennar út frá
þessum lögum. því ég veit að
hún getur betur.
„Draumurinn“ er prýöisgott
Carol
lag og útsetningin nýtir smekk
lega „Kalla-sándið“, en orgel-
leikur hans er snar þáttur i
hljómlistarflutningum . — Ekki
verður þessi texti minnisstæð-
ur, en textinn við „Ihugun“ er
aftur á móti mun forvitnilegri,
þó iagið sjálft sé öílu tilkomu-
minna Hér er það textinn og
söngurinn, sem grípur mann
fyrst. Jarjis tekst mun betur í
þessu lagi. Pétur Steingrfmsson
annaðist hljóðritunina, en það er
ekki nægilegt að hafa góð tæki
þegar sérstaklega innréttað
plötuupptökustúdíó er ekkl fyr-
ir hendi.
j^jyir aðilar hafa nú ættleitt
Jónínu, táningablaðið, sem
lengst allra ■■■táningarita hefur
haldið vel-li. Peir sömu aðilar
hafa einnig tekið í fóstur Samú-
el, anpað pop-tímarit, sem hóf
göngu sína samtímis Jónínu og
var hennar skæðasti keppinaut-
ur þar til í fyrravetur, en þá
tók Samúel-karlinn sér frí frá
útgáfustarfseminni og sneri sér
þess í stað að starfrækslu hljóm
listarklúbbs. Sá klúbbur —
SAM-klúbburinn svo nefndi —
hefur síðan starfað af mikiMi at-
orkusemi og staðið aö aílmörg-
um SAM-komum í Glaumbæ. —
Klúbburinn varð raunar 1 árs
fyrr í þessum mánuði.
Við ritstjórn Samúels & Jón-
ínu hefur nú tekið fyrrum rit-
stjóri Samúels og má glöggt sjá
af hinu fjölbreytta efnisvali
hans í blaðið, að hann gerir sér
fulla grein fyrir þvi, að það er
ekki eingöngu skrif um pop-
músík, sem fvlla á síður tíma-
„Yitskert veröld44
PÉTUR KRISTJÁNSSON.
Tvö lög — Stereo.
Laufútgáfan.
Pétur Kristjánsson söngvari
þeirra „Náttúru“-manna brá sér
á dögunum til Lundúna til aö
syngja fjögur lög eftir Einar Vil-
berg, sem síðan skyldu koma út
sitt á hvorri tveggja laga plöt-
unni. Höfundurinn og Gunnar
Jökull voru með og þar meö
var þetta „express“ tríó fullskip
Pétur Kristjánsson.
að. Jafnframt söngnum leikur
Pétur á bassagítar. Miðað við
að samæfing þessara þriggja að-
ila var sama og engin, verður
ekki annað sagt en að þeir komi
skemmtilega á óvart. Þá hefur
hljóöritunin tekizt bærilega vel.
Þessi tvö lög Einars Vilbergs
eru virkilega ánægjuleg áheyrn-
ar, en „Vitskert veröld“ er þó
mun betra og ég tel það jafn-
framt í hópi beztu laganna af
þeim, sem kornu út á hljómplöt-
um á s.l. ári.
Söngur Péturs er traustur og
öruggur og má hann vissulega
vel við una með þetta „bvrj-
enda“-framtak sitt á hljóm-
plötu.
„Blómið sem dó“. Frá því að
ég heyrði þetta lag fyrst, hef ég
haft það sterkt á tilfinningunni,
að þetta sé aðeins stef úr ófull-
gerðu lagi. í báðum textunum er
hinn stríðandi heimur, ðfriður
og ótti, til meðferðar hjá Einari.
Samvizka einstaklingsins, sem
finnur til vanmáttar síns: „Hvað
get ég gert, ég er einn af þeim".
Það er auðfundið, að þeir texta-
höfundar, sem komið haifa fram
með frumsmíðar sínar á nýliðnu
ári, hafa sterka tilhneigingu til
að hrista rækilega upp í göml-
um textauppskriftum, og það er
vissulega virðingarvert, en sá
meinbugur er á, að þeir bera
flestir niður t • sama málefni
og vitnað er í hér að ofan. —
Hvernig væri að líta nær sér?
rits fyrir ungt fólk. Blaðið er
nefnilega læsilegt fyrir töluvert
stærri hóp ungmenna en. þeirra,
sem einskorða áhugamál sín við
músíkina eina.
Sem dæmi um efni blaðsins
má taka mjög svo forvitnilegt
viðtal við listmálarann Alfreð
Flóka. í þaö skulum við aðeins
gulgga f lokin:
— Kommúnulff?
— Ég hef ekkert á móti því,
Ég var spurður að því einu sinni
hvort ég væri ekki til í að lifa
í svona kommúnu. Ég fékk það
bara út, að allt fólk, sem ég
vildi búa með, er dautt: Mata
Hari, John Dillinger, Raspút-
in...
Þannig kemst A'lfreð Flóki að
orði í þessu ágæta blaði, sem
kemur út í næstu viku.
j
Viðtal S&J við Flóka ber yf-
irskriftina: „Minn æðsti
draumur er að sofa hjá her-
kerlingu.”
Það er ekki laust við að marg-
ur bíði með allmikilli eftirvæht-
ingu eftir að fá tækifæri til að
heyra Trúbrot, en eins og kunn-
ugt er hefur hljómsveitin endur-
heimt tvo af stofnendum sínum,
þá Gunnar Jökul og Karl Sig-
hvatsson.
Nú er ljöst, að það verða gest-
ir Þjóðleikhússins, sem fyrstir
fá tækifæri til að heyra í pilt-
unum, og það er einmitt í kvöld,
sem hin endurskipulagða hljóm-
sveit kemur fram í sviðsljósið
er FÁST, leikrit Goethe verður
sýnt í þrettánda sinn. Trúbrot
kemur fram í hinni margumtöl-
uðu „Valborgarmessu", þar sem
Kölski leiðir Fást á vit spilling-
arinnar.
Magnús Kjartansson hefur
verið í New York í þessari viku
þeirra erinda að festa kaup á
rafmagnspíanöi, sem fyrirhugað
var að hann kæmi með heim
með sér. Ætlaði Magnús sér að
vera kominn aftur á föstudag
(í gær).
„Þaö hefur verið ágæt aðsókn
að Fást,“ sagði Klemenz Jöns-
son, blaðafulltrúi Þjóðleikhúss-
ins, er tíðindamaður þáttarins
ræddi við hann. „Ég hef ekki
nákvæmar tölur tiltækar, en ég
myndi gizka á, að sex til sjö
þúsund manns hafi sótt síðustu
tðlf sýningarnar.“
„Nú er þetta æði þungt verk,
hvað sem liður hinn; nútímalegu
uppfærslu þess, hvemig hefur
unga fólkiö sótt sýningarnar?"
„Það er áberandi meira af
ungu fólki á meðal áhorfenda,
en við eigum að venjast, er
álíka leikhúsverk hafa verið til
sýningar. Ef þetta er leiðin til
UMSJÓN
BENEDIKT
VIGGÓSSON
að laða æskuna til að sjá og
heyra sköpunarverk snillinga
lei'khúsbókmenntanna á borð
við Goethe, þá tel ég að það sé
fyl'li'lega þess virði aö gera
meira að svona löguðu. Hins veg
ar er rétt að leggja áiherzlu á
að það er ával'lt verkið sjálft (
og túlkun leikaranna, sem ber
uppi sýninguna, hvort sem við-
komandi verk er fært nær nú-
tímanum eða ekki,“ sagði Klem-
enz ennfremur.