Vísir - 20.02.1971, Blaðsíða 3

Vísir - 20.02.1971, Blaðsíða 3
V1S IR . V.augardagur 20. febrúar 1971. Fpstu sjálfstæðu hljámleikur Trúbrots: rærist í gegnum lífið frá fæðingu til dauða.." seg/r Gunnar J'ókull um abalpersónuna í nýstárlegu tónverki eftir Trúbrot Undanfariö hafa gestir í Þjóð leikhúsinu veriö þeir einu, sem hafa haft tækifær; til að heyra í hinu endurskipulagða Trú- broti, þar eð hljómsveitin hefur ekki annað öðru vegna strangra æfinga. Trúbrotsaðdáendur fá þetta þó heldur betur bætt upp, því þessa dagana er verið að undirbúa af fulluj» kraftj helj- armikla liljómleika, j>ar sem hið nýja Trúbrots„sánd“ kemur til með að njóta sín til fullnustu í fyrsta sinn, sem pop-hljóm- sveit tekur að sér svo viðamik- ið verkefni. Það ber að fagna þessu framtaki hljómsveitarinn- ar, og er ekki að efa, að marg- ur bíður í mikilli eftirvæntingu eftir laugardeginum 6. marz, en þá verða umræddir hljómleikar haldnir í Háskólabíói. Tíðindamaður þáttarins kom að máli við Gunnar Jökul til að afla sér nánari vitneskiu um þennan merkisatburð. — Verður það frumsamin mús ík. sem þiö flytjið á hljómleik unum? — „Meginuppistaðan í okkar flutningi verður 40 mínútna tón- verk, sem við höfum allir unn ið að í sameiningu, hvað við flytjum að auki, höfum við ekki ÁRdsnlega gert upp við okkur.“ — Hvemig er verkið byggt upp? — „Við segjum frá því í texta og músík, ’hvernig einstaklingur þroskast og hrærist í gegnum lífið, frá fæðingu til dauða." — Er hér um að ræða per- sónugerving pop-hljómlistar- mannsins? — Nei, hreint ekki. við nafn greinum hann ekki né stöðu hans í þjóðféiaginu, við höfum ekki neina ákveðna persónu í huga, þetta getur verið hver sem er, við rekjum lífshlaup ó- nafngreindrar persónu og áhrif umhverfisins á hana. Það má vel vera, að þar þekki einhver sjálfan sig. ítarlegar útskýring- ar á verkinu og meiningu þess teljum við ónauðsynlegar, við viljum miklu frekar, að fóik myndi sér sínar eigin skoðan- ir.“ — Ber að flokka verkið sem pop-óperu? — „Nei, alls ekki, við höfum ekki ennþá ákveðið, hvaða heiti tónverkið á að bera, en ég tel af og frá að flokka það með pop-óperum. Hér er um að ræöa samfellt verk, sem skiptist í tól'f þætti, en meginhlutar þess eru tveir, í samræmi við skipt- ingu okkar á æviskeiðinu, það fyrra endar, þegar mestu ærsla árin eru að bakj og farið er að hugsa alvarlega um framtíð- ina. Þó að bæði músíkin og textarnir sem eru á ensku, séu sameiginleg túlkun á inntaki verksins, þá leggjum viö áherzlu á það, að músíkin verði ekki of háð textanum sem undirleik ur, heldur fái notið sín til fulln ustu og að vissu marki á sjálf stæðan hátt.“ — Hver er aðdragandinn að þessu mjög svo forvitnilega tón verki? — „Eins og ég gat um áðan, er þetta verk hljómsveitarinn- ar í heild, en hugmyndin er kom in frá mér og varð til, er við byrjuðum að æfa saman. Ég held að mér sé óhætt að full- yrða, að við höfum lagt mjög hart að okkum við æfingarnar, við byrjum kl. tvö á daginn og æfum f einnj lotu til kl. sjö, upp á hvern einasta dag, og það er engum hleypt inn á meðan, ekki einu sinni konunum okkar. í einstaka tilfellum voru lög felld inn í af þeim, sem voru til, áður en þessari hugmynd skaut upp, en meginhluti verks ins hefur skapazt á æfingunum hjá okkur að undanförnu." — Síðan verður farið í plötu- upptöku? — „Trúbrot ætilar að afsanna þá kenningu, að það sé ekki hægt að koma með pop-músík á LP-plötu nema fyri.r jólin. Viö förum að öllum líkindum til Kaupmannahafnar 8. febrúar, og þá verður þetta 40 mfnútna samfellda verk hljóðritað og síðan gefið út á hljómplötu. Við fáum hundrað tíma tii að vinna plötuna f stúdíóinu, en við er- um að reyna að fá sama stúdíóið og litlu plöturnar voru teknar upp í á sl. ári. Síðan byrjum við að spila um leið og við komum heim en á meðan við erum í upptökunni, falla niður sýningar á Fást.“ — Verður einhver breyting á dansleikjaprógramminu? — „Við leggjum mest kapp á að vinna þá músík, sem við komum til með aö flytja á hljómplötum á þessu ári, ogþað leiðir af sjálfu sér, að sú mús- ík fléttist inn í það, sem við flytjum á dansleikjum. Við vilj um aftur á mótí breyta erlendu lögunum sem allra minnst, enda gefa fæst þeirra tilefni til þess.“ > •• — Hver tekur við störfum Ertihg$„,Biö,r,p$s<)par þjá, .„Trþ-, broti? — „Björn Björnsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Trúbrots. en hins vegar mun ég sjá um flestar ráðningar hljómsveitarinnar. Bjöm hefúr verið olckur ákaflega hjálplegur f sambandi við allan undirbún- ing hljómleikanna, og væntum við mikils af samstarfinu við hann í framtíðinni." — Hvað um hugsanlegan sjón varpsþátt? — „Við höfum velt því milcið fyrir okkur, og ef af verður, þá munum við vinna handritið sjálfir og vinna þáttinn út frá okkar hugmvndum." — Það er ekki laust við, að það rifjist upp fyrir manni gaml Skrattinn sjálfur og orgelleikarinn. Róbert Arníinnsson og Karl Sighvatsson í Fást-hugleiðingum, en leikritið fær hvíld á meðan Trúbrot fer utan til plötuupptöku ... '.r, en áþekkar hugmyndir, sem aldrei voru framkvæmdar, þeg- ar þú talar af sannfæringar- kraftj um þessa fyrirhuguðu hljómleika. — „Ég veit, hvað þú átt við, en í þetta sinn getur ekkert, nema eitthvað yfirnáttúrlegt, hindrað það, aö draumurinn ræt- ist, op reýndar er hann þegar orðinn að vissu marki að veru- leika, það á bara eftir að draga tjaldið frá. Við leggjum mikla áherzlu á, að allur undirbúning ur sé í fullkomnu lagi, þannig að ekkert hindrj það, að hljóm leikagestir fái notið þess, sem við bjóðum upp á ótruflaðir. Persónulega álít ég, að þaö sé eins mikilvægt 'wir hljómsveit aö standa undir einum svona vönduðum hljómleikum á ári eins og að senda frá sér LP- hiljómplötu". Þá hefur Gunnar Jökull talaö út, en áður en ág lýk þessu, er rétt að koma því að, aö kynn ir á hljómleikunum verður Jón- as R. Jónsson, en hann mun flytja örstuttar skýringar á und an hverjum þætti. Einnig hefur borizt í ta! að prenta sérstaka sýningarskrá þar sem allir text- arnir verð; birtir. —BV Björn Björnsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Trú- brots, aílur undirbúningur hljómleikanna hefur hvflt mikið * á honum... Fyrst Þjóðleikhúsið siðan Háskólabíó og lóks Kaupmannahöfn. Það eru stórir hlutir að ger- ast hjá hinu endurskipulagða Trúbroti...

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.