Vísir - 20.02.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 20.02.1971, Blaðsíða 8
8 VISIR Otgefandi: Reykjaprent bf. Framkvæmdastjöri: Sveinn tt Eyjólfssoo Ritstjöri ■ Jónas Kristjánsson Fréttastjðri: Jón Blrgir Pétursson Ritstjóraarfulltrúi • Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóharinesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b Sfmar 15610 11660 Afgreiösta Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstjðra ■ Laugavegi 178. Simi 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 195.00 ð mðnuði innanlands f lausasöíu kr. 12.00 eintakiö Prentsmiðja Vtsis — Edda hf. - iiisi ——muinni■ iii 1 ttissi Fjáröflunardagur SVFÍ Á morgun er fjáröflunardagur kvennadeildar Slysa- varnafélagsins í Reykjavík. Konumar í deildinni biðja foreldra í borginni að hvetja böm sín til að selja merki. Vonandi verður þeirri ósk vel tekið, því að hér er fyrir gott málefni að vinna. íslenzkar konur hafa ekki látið sinn hlut eftir liggja á undanfömum áratug- um við hvers konar líknar- og mannúðarstarfsemi. Það er alkunna, hvílíkan dugnað og fómfýsi konur í deildum SVFÍ um land allt hafa sýnt og hve miklu þær hafa fengið áorkað. Árið sem leið safnaði kvennadeildin rúmri hálfri milljón króna fyrir Slysavarnafélagið, auk upphæðar, sem rann í sjóð, er konumar ráðstafa sjálfar, en er eigi að síður varið í þágu félagsins. Fyrir peninga úr þeim sjóði var t.d. í fyrra keypt talstöð, sem deildin gaf félaginu. Slysavarnafélagið og Landhelgisgæzlan hafa sem kunnugt er átt saman litla þyrlu sem reynzt hefur vel, en eigi að síður var öllum Ijóst frá upphafi, að kaupa þyrfti stærri og betur búna vél, en slíkt björg- unartæki kostar mikið fé, eða tugi milljóna. Næsta verkefni þessara aðila er að ráðast í þau kaup, og gefur því að skilja að þar þarf á góðum stuðningi al- mennings í iandinu að halda. Austfirðingar hafa þeg- ar safnað miklu fé til þyrlukaupa, og kvennadeild SVFÍ hér vonast til að það verði Reykvfkingum hvatning til að leggja fram góðan skerf til þessa nauð- synjamáls á morgun. Þótt um margt sé deilt í þessu landi og engu líkara en sífellt sé verið að leita að ágreiningsefnum til þess að rífast um, munu þeir fáir, ef nokkrir, sem ekki vilja styðja og efla slysavarnimar. Þjóðin virðist sam- huga um að það sé nauðsyn. Hjá lítilli þjóð eins og okkur er hvert mannslífið dýrt. Það er meiri blóðtaka fyrir íslendinga að missa lítinn bát með tveimur dug- andi mönnum en milljónaþjóðirnar, þótt þær missi flugvél með hundrað manns eða meira. Fáir eru svo illa stæðir, að þeir geti ekki látið þessa smáupphæð af hendi rakna, þegar börnin koma með merkin. Það væri líka ofur auðvelt að spara næstu daga sem því næmi t.d. að reykja einum sígarettupakka færra þá vikuna. Slíkt framlag munar litlu fyrir þann, sem læt- ur það af hendi, en séu þeir nógu margir getur upp- hæðin þegar saman kemur orðið hinu óumdeilda málefni mikill styrkur og flýtt fyrir því, að hægt verði að kaupa nauðsynlegt tæki til bjargar manns- lífum, sem ef til vill yrði ekki bjargað að öðrum kosti. Slysavarnasamtökin hafa á umliðnum áratugum unnið þjóðinni ómetanlegt gagn og margir eru nú ofar moldu, sem eiga þeim líf sitt að launa. Við slík sam- tök er aldrei of vel gert, og starf þeirra, sem þar hafa mest og bezt unnið verður aldrei fullþakkað. En einhvem vott þakklætis og skilnings getum við öll sýnt á morgun.____________________________________ V í SIR . Laugardagur 20. febrúar 1971. « t Með sprunguna undir fótum sér A vesturströnd Kaliformu er San Andreas- sprungan, þar sem hreyfingar jarðmassa eru taldar valda feikilegum jarðskjálftum tvisvar á óld Sláturhús í Kaliforníu hafa á döfinni áætlanir um að breyta frystiklef- um sínum í líkhús, ef þörf gerist. Borgarstjórn San Francisco hefur safnað matvælabirgðum til að búa sig undir hugs- anlega ógæfu í framtíð- inni. Bifreiðar aka um með spjöld, þar sem stendur: „Vertu viðbú- inn. Jarðskjálftinn kem- ur“. I Utborg Los Angeles, San Fernando, hrundu hús, brýr og vegir. Tveimur sjúkrahúsum „var sópað burt af risavaxinni hendi“, eins og einn eftirlifandi sjúklingur þar sagði. „Stóra höggið“ Nú óttast margir Kalifomíu- búar, að þetta hafi aðeins verið forleikur. Margir tala um „the big bump“, „stóra höggið". Sprunga mikil er undir Kali- forníu ailt frá landamærum Mexfkó í suðri noröur til San Francisco. Þetta er San Andr- eas sprungan 600 mílna löng, þar sem jarðlög kunna að láta undan þrýstingi og vaida jarð skjálftum. Menn segja, að hús á þessu svæöi séu ekki aðeins „byggð á sandi" heildur á nA'iótr... ■- Rústir sjúkrahúss I Los Angeles eftir jarðskjálftana. Endalokum Kaliforníu spáð Vísindamenn hafa lengi var- að við jarðskjálftum á Kalifom íuströnd. Þeir, sem telja sig sjá fyrir óorðna hluti, hafa spáð enda'lokum, „stóra högginu", sem mundi ieggja þetta svæði I rúst. Einn slfkur boðaöi fyrir nokkrum árum, að hinn 4. aprí) 1969 mundu verða „endalok Kaliforníu". Sá dagur leið að vísu í meinleysi, en spámenn sátu við sinn keip og boðuðu dauða miiljóna og eyðingu byggðar í framtíðinni. Kaliforníubúar voru ugeandi. Fyrir tveimur vikum kom í ljós að aðvaranirnar voru á rök um reistar. í miklum jarðskjálft um í milljónaborginni Los Angei es fórust meira en 50 menn, og eyðilegging eigna var áætluð i mililjörðum. 1100 siösuðust. sprungu. Þama muni einhvern tíma gerast voveiflegir atburðir í meira lagi. En saga jarðarinn ar er löng og hver mannsævi er þar smá í samanburöi. Þess vegna halda menn áfram að bvggja og skeyta yfirleitt ekki um þessa hættu. Atburöir eins og þeir, er urðu fyrir tveim ur vikum í Los Angeles, beina athyglinni aö þessu, en það hvetfvr ur f gleymsku er tímA TSri San Francisco eydd 1906 Fjöimargir iarðskjáiftar hafa sézt á mælum í Kaliforníu, en aðeins einn af hverjum tfu þús- und þe'rra veldur tjóni. Tjóniö hefur hins vegar stund um verið feikilegt. Árið 1906 eyddist San Franc iseo vegna jarðskjálfta, sem stóð „Jarðskjálftarnir koma. Ég er að fara“. aðeins í þrjár og hálfa mfhútu og bruna, sem eftir fylgdi. 700 fórust. Árið 1933 fórust 120 f jarö- skjálftum á Langasandi. Vísindamaðurinn Peter Frank en við háskólann í Michigan spáir því, að næstu jarðskjálft ar í San Francisco gætu kostað mörg hundruð manna lífið og sundrað hinni heimsfrægu Gold en Gate-brú. Spádómur Indíána Þótt meginþorri manna lifi I'ífi sínu eins og annars staðar helzt gerist, eru margir gripn ir svartsýni. Bókin „Síðustu dag ar hins framliðna, miMa fylkis Kalifomíu" rann út eins og heit ar lummur. Einn flokkur hippa segist hafa fengið forboða um óorðna hluti hjá Indíánum, og flokkurinn hraðaði sér burt. Þeir báru við brottförina spjöld, er á var ritað: „Jarðskjálftarnir koma — Ég er að fara“. Sálfræöingar hafa orðið varir við tilhneigingu fóiks á Kali- fomíuströnd ti'l hjátrúar, og „djöfladýrkun", „nomir“ og töframenn blómstra þar fremur en annars staðar. Tveir landmassar San Andreas-sprungan ski'lur milli tveggja landmassa, og er annar aö mjakast til norðvest- urs, hægt að vísu en þó mælan lega, ef langur tími er athugað ur. Hinn massinn er á leiðinni í suðaustur. Þeir hreyfast í átt hvor til annars og mætast í sprungunni. Um þaö bil tvisvar á hverri öld, „rífa þeir sig lausa hvor frá öðrum í krampa" og mikl'r jarðskjálftar verða. Það var ekki þetta, sem gerð iiiimimi m 88 BfllBII EHBBl (Jmsión. Haukur Helgason: ist í Los Angeles í síðustu viku. Þeir jarðskjálftar voru frernur litlir samanborið við þá ógn sem búast má við tvisvar á öld. Þess vegna bíða menn í Kali- törníu enn eftir „stóra högg- inu.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.