Vísir - 20.02.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 20.02.1971, Blaðsíða 9
V í SIR . Laugardagur 20. febrúar 1971. /eðlisínu íhaldssöm stofnun — V'isir rædir v/ð forstjóra simatæknideildar Landssimans „Notendur síma á Reykjavíkursvæðinu geta notað síma við yfir 50% þjóðarinnar fyrir eitt reikningsskref, þar á meðal stjðmkerfi landsins og aðalverzlunarmiðstöðvar, sjúkra- hús og aðrar lækna- og heilsugæzlustofnanir með öllu því öðru sem upp mætti telja og staðsett er í Reykjavík. Not- andi hér á Vesturlandi getur aðeins notað sfma fyrir nefnt gjald innan þess sveitarfélags sem hann býr í“. Skúli Alex- andersson, oddviti á Hellissandi, sagði nýlega í samtali við blaðamann Vísis, að þeim Snæfellingum fyndist óréttlátt að þurfa að borga miklu meira fyrir að nota síma en notendur hér syðra þurfa. „Kostnaður vegna umframsím tala hjá venjulegum notanda 'hér á Hellissandi er ársfjórðungs- lega upp undir og um 4000 krón ur“, sagði Skúli, „væri ekki hægt að hafa eina sjálfvirka stöð fyrir Vesturlandsumdæmið, í stað þess að skipta því mjög milli símstöðva eins og nú er? Nú eru sjálfvirkar stöðv ar á HelJissandi, Ólafsvík, Stykkishókni, Akranesi, Borgar nesi og Grundarfirði". Hver nýr notandi kostar 80.000,— Hreppsnefndin í Neshreppi utan Ennis hefur samþykkt að senda öllum sveitarstjórum kauptúnahreppa í Vesturlands- kjördæmi samþykkt sína, svo og bæjarstjóm Akraness og leita stuðnings þeirra í málinu. Einnig öllum þingmönnum kjör- dæmisins, og fara fram á stuðn ing þeirra, jafnt á ailþingi sem við ráðuneyti og stjóm Lands- símans. Vísir hafði af þessu tilefni tal af Jóni Skúlasyni, forstjóra símatæknideildar Landssímans um málið, og einnig sittihvað fleira af málefnum Landssímans. Sagði Jón, að ef gripið yrði til þess ráðs að hafa eina stöð sjálfvirka fyrir allt umdæmið, sem hér um ræðir, þyrfti Lands síminn að koma sér upp alveg nýju kerfi og miklu viðameira því sem nú er i notkun, og tiJ slíkra framkvæmda væri alLs ekkert fjármagn til, og þvi myndi sHkur viðbótarkostnaður aðeins gera símann hálfu dýr- ari fyrir þá sem nú hafa not af honum. Vísir: En nú töilum við hér á Reykjavikursvæðinu oft tún unum saman f síma, og borg- um aldrei nema eitt reiknings- skref fyrir símtaiið innan um- dæmisins, jafnvel þótt símtalið standi heiian dag. Er ekki mögu Legt að reikna símtöl utan af landi og 'tH Reykjavikur sem eitt reikningsskref — a. m. k. við helztu þjónustustofnanir? Jón: Bf tímalengd lándsíma- samtala ætti ekki að skipta máli, og mönnum yrði Leyft að tala eins og þeir vilja, þá yrði að fjölga landsimalínum svo stór kostlega að fjórðungsgiöldin yrðu að hækka stórum. Af öll- um kostnaöarliðum, eru Land- símalínumar dýrastar. en eins og þær eru núna, nýtast þær svo vel með útjöfnun á tíma. Þegar reiknuð er út línuþörfin milli staða, förum við eftir vissrj afgreiðsíu símtala sem við þekkj um. Og sá útreikningur miðast jafnframt við það. aö það sé borgað fyrir þau áætluðu not sem fólk hefur af símanum. Mái- ið er það, aö við erum hér með ákveðið kerfi. og það kerfi er alis ekkj ókeypis. V: Stendur símakerfið á Is- landj alveg undir sér sjálft? J: Já, það gerir það. Við reiknum þetta kerfi sem eina heild, en sundurliðum ekki t. d. símakerfiö í þéttbýli frá land- símanum. V: Er símakerfið hér dýrara en t. d. í nágrannalöndunum? J: Nei. Ég held að óhætt sé að segja að það sé það ekki — og ég vil hér benda á, að þessi löngu símasamtöl sem hér tíðk- ast, era næsta óþekkt fyrirbæri viðast erlendis. Þar era símtöl oft reiknuð eins og rafmagntil notenda. Gjaldmælir fer f gang um leið og tóli er lyft. V: Er kostnaður á hvem not- anda svipaður hér og annars staðar? J: Já. Hér kostar síminn kring um 80.000 á hvem nýjan not- anda. Þar sem ég þeMci til er- lendis, kostar hann um 1000 doiHara, þ. e. 88.000 Isl. krónur — og þá ber þess að geta, að við borgum hér rúmlega 50% í tolla og söluskatt. Erlendis er þetta toU- og skattfrjálst, eins og t. d. f Danmörku. Sjálfvirkt val til útlanda V: Hvað er helzt nýtt að frétta af málum Landssímans? J: Við vinnum nú að því að gera símakerfið á Austfjörðum sjálfvirkt, og er Neskaupstað- ur næstur á dagskrá, og þegar þvi er lokið snúum við okkur að ýmsum stöðum um landið, sem enn hafa ekki sjálfvirkan síma. Við leggjum líka mikið kapp á að leggja jarðsíma- strengi um landið, þvf jarðsíma línur era svo miklu kostnaðar- minni í rekstri heldur en loft línan gamla. Sjálfvirkt val til útlanda var í fyrravor tekið í notkun fyrir telexþjónustuna til mikils hagræðis og spamaðar fyrir notendur. Undir næstu áramót verður svo tekið í notk- un hálfsjálfvirkt val á tal- sambandi við útlönd. Að því verður mikill spamaður. Virkar það þannig, að talsambandið hér getur valið sjálft frá símakerf- um f London og Kaupmanna- höfn, og því kerfislega séð náð til nærliggjandi landa, sem era í sjálfvirku sambandi. Á sama hátt geta símstöðvar erlendis valið beint notendur á íslandi. Sjálfvirkt val millj landa mun, þegar það kemst á að fuUu, spara okkur stórfé. Þegar hálf sjálfvirka sambandið við útlönd kemst í gagnið, mun gjaldið lækka um rúmlega 45 krónur á hverja mínútu. vegna þess að við losnum við handvirku þjón- ustuna erlendis. Þessu til við- bótar lækka gjöldin lika sem svarar línuleigunni. „Sveisnanlegra“ símakerfi V: Er hugsanlegt, að hér verði teknar upp ýmsar tækni nýjungar, sem eflaust koma á markað erlendis f framtíðinni, Jón Skúlason, forstjóri símatæknideildar Landssímans. — Hann hefur verið yflr þeirri deild síðan 1945, og „sfðan hafa framfarir verið stórstígar — einkum þó síðustu 10 árin. — Þegar ég byrjaði 1945 var engin stöð á landinu sjálfvirk, nema gamla stöðin í miðbænum í Reykjavík. Hún er enn í notkun og við hana tengjast 15000 númer á miðbæjarsvæðinu.“ svo sem myndsími, dataiþjón- usta o. m. fl.? J: Ýmsar þær nýjungar, sem á döfinnj eru erlendis, myndu, ef þær væru teknar upp hér, krefjast mikillar útfærslu á okk ar stöðvum og viðbóta við þær. Hvað gert verður get ég ekki saigt um núna. V: Hvað með myndsíma — þyrfti að gjörbyita kerfinu? J: Já. Það er ekki hægt að leiða hann eftir þeim línum sem við notum núna. Ég veit að sums staðar erlendis eru þeir famir að undirbúa myndsfmann með þvf að gera ráð fyrir lín- um fyrir hann meðfram þeim „gömlu", en hann er lítið kom inn á markaö, nema helzt í til- raunaskyni sums staðar í Banda- rfkjunum. Dataþjónustuna get- um við hins vegar hagnýtt okk ur með núverandi kerfi, og reyndar erum við aðeins byrj- aðir að prófa hana hér. IBM hér er að gera tiiraun með að senda upplýsingar héðan og til IBM í Kaupmannahöfn. Þessi dataþjónusta virkar þannig, að menn senda upplýsingar eftir símalínum frá viðskipta- og framleiðslufyrirtækjum með hjálp gatakorta, segulbanda og datavéla til skýrsluvélamið- stöðva og fá upplýsingar unn- ar til baka sömu leið. Hér þarf aðeins til smátæki við síma send anda. V: Er hægt með núverandi kerfi að halda fund, t. d. 3ja manna fund f síma? J: Já, í sjálfu sér er það hægt, og þyrfti ekki svo mikla við- bót við. en Landssíminn auglýs ir aldrei slíka hluti, þar sem slík þjónustustofnun hlýtur í eðii sínu að vena fhaldssöm. Það hafa ekki komið fram neinar óskir frá almenningi um slíkan fundarsíma, en ef einhver, t. d. dagblöðin í Reykjavík, baeðu um slíkan fundarsima, yrði þessi möguleiki eflaust athugaður, en síðan kæmi fjárveitingavaldið til sögunnar. V: Notandi innanbæjarsíma fær 525 símtöl innifalin í árs- fjóröungsgjaldinu. Er ekki hægt að fá upplýsingar frá viðkom- andi símstöð um, hversu mikið maður á inni af reikningsskref- um — hve mörg símtöl maður getur hringt til viðbótar án þess að fá fyrir það sérstakan reikning? J: Jú, jú, það mun vera hægt, en það tíðkast yfirleitt ekki að menn spyrjist fyrir um það, en það er hægt að sjá það á telj- urunum. —GG !ÍS1W — Finnst yður eiga að vera sama greiðsla fyrir landsímatöl og innan- bæjarsímtöl? Unnur Aðalsteinsdóttir, mennta skólanemi: — Ég held að það hljóti að vera óframkvæman- legt. Annars þekki ég nú ákaf- lega lítið tll símamála. Steinar Þórðarson, verkamaö- ur: — Já, því ekki það? Þórey Fanndal, skrifsíofustúlka: — Mér finnst ekki vera nein á- stæða til þess. Því, eins og öðr- um sfmamálum er vel farið eins og það er. Jón Kristinsson, arkitekt, (hefur verið búsettur f Hollandi undan farin 15 ár): — Ég veit ekki, hvernig símastöðvarmálum er háttað hér, en í Hollandi hafa þeir það þannig, aö þeir skipta landinu niður í nokkur víðáttu- mikii símstöðvasvæði og eru sér símtöl út fyrir það símstöðvar- svæði sem þú hringir frá eitt- hvað dýrari en innan þess. Hér væri held ég óvitlaust að hag- ræða símamálunum á þann hátt þó að slíkt kæmi raunar helv.. hart niður á t.d. kaupmönnum utan höfuðborgarsvæðisins, sem þurfa að eiga mikil viðskipti við borgina. Hinrik Thorsteinsson, verzlunar- maður:— Nei að jafna talsíma- gjöldunum niður á þann hátt téldi ég óráðlegt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.