Vísir - 20.02.1971, Blaðsíða 13

Vísir - 20.02.1971, Blaðsíða 13
VÍSIR . Laugardagur 20. febrúar 1971. f ? Ritsti Stefán Gud/ohnsen Eftir tvær umferðir í undan- keppni fslandsmótsins er staðan þessi: 1. Sveit Hjalta Elíassonar 37 stig. 2. Sveit Þórhalls Þorsteinssonar TBK 33 stig. 3. Sveit Sigtryggs Sigurðssonar 25 stig. 4. Sveit Guf mundar Péturssonar 24 stig. Þriðja urr'ferð verður spiluð í Domus Medtca á þriðjudaginn kem ur. í síðasta þætti gerði ég að um- talsefni hina lólegu þátttöku hér í Reykjavík í undankeppni íslands mótsins, set r stafar að nokkru leyti af því að stærsta bridgefélagið í Reykjavík, Tafl- og bridgeklubb- urinn hefur aöeins sent eina sveit. Studdist ég að mestu leytj við upp- lýsingar sem formaður Bridge- félags Reykjavíkur, Jakob R. Möll- er, lét mér f té. Formaður Tafl- og bridgeklúbbs- ins, Tryggvi Gíslason, vill ekki láta ósvarað ýmsu sem ég dap á og telur hann freklega og vísvit- andj hallað réttu máli. Bréf hans er það langt að ekki er rúm til þess að birta það í heild, enda margt í því miður prenthæft efni skrifað beint til Bridgefélags Reykjavíkur. Hvað snertir undan keppnina þá vill Tryggvi lýsa því yfir, að fyrirkomuiag hennar hafi aldrei verið samþykkt af stjóm TBK né af stjórn Bridgedeildar Breiðfirðinga. Enda er hann þeirr- ar skoðunar, að „enda þótt breyt- ingar á fslandsmóti eigi rétt á sér, þá sé alrangt að forkasta Reykjavikurmótinu með því að tvinna þau saman.“ Ennfremur kannast hann ekki við það að hafa lýst fylgi sínu við þá hug- mynd að slá þessum mótum sam- an, eins og Jakob R. Möller heldur. fram. Stendur hér staðhæfing á móti staðhæfingu. Hins vegar seg ist Tryggvi hafa verið boðaður á fund með formönnum bridge- félaganna í Reykjavik og fulltrú- um þeirra í BSR, af Jakobi R. Möll er. og var fundarstaður ákveðinn í Domus Medica. Aldrei var sá fund ur haldinn, og getur fyrrv. forseti Bridgesambands íslands staðfest það því að fundarstaðurinn var aldrei afpantaður. Einhver misskiln ingur er nú í sambandi við þennan fund, því Friðrik Karlsson staðfesti við mig, að hann hefði ekkj getað leigt Domus Medica um helgi fyr- ir svo fámennan fund. Eftir þetta kveðst Tryggvi bæði hafa átt tal við Eggert Benónýsson forseta Bridgesambandsins og Jón Björns son, formann BSR og virtist hvor ugur þeirra geta gefið honum svar við því sleifarlagi, að ekkert hefði verið gert til undirtfúnings á Is- landsmótinu, enda virtist hvorug ur vita hver framkvæmdir ætti að hafa i þessu máli. Finnst mér þetta haröur dómur hjá Tryggva yfir nýkjörnum forseta Bridgesambands ins. Hvað viðvíkur því, að mér hafi þótt ,,hart“. að formaður TBK skuli líða einstökum félögum inn an TBK að reka áróður gegn keppn inni, þá svarar Tryggvi, að félagið sé rekið í lýðræðisanda og formað urinn segi ekki félögum sínum fyrir vrkum Ég spyr, hver gerir það verkum. Varðandi þá leið sem farin var til þess að lýsa óánægju sinni meö allt fyrirkomulag og undir- búning keppninnar, segir Tryggvi, að hann geti ekki séð betur en að sú leið sem TBK valdi, þ. e. þegj- andi samkomulag allra aðila, hafi verið áhrifarík. „Ykkur sveið und- an henni“. Svo mörg voru þau orð. Að þessum upplýsingum fengn- um virðist mér þetta mót hafa fengið á sig töluverðan leiðinda- blæ, hverjum sem um er að kenna. Er því rétt að láta umræð- um um það lokið hér í þættinum og taka undir lokaorð Tryggva: „Ég vil svo hvetja alla bridgesþil- ara til að standa vörð um bridge- íþróttina, efla hana með ráðum og dáð. því þá er von til að svona leiðindi endurtaki sig ekki.“ Að 23 umferðum loknum í tvi- menningskeppni Bridgefélags Reykjavíkur er stssSan þessi: 1. Símon Sfmonarson og Þorgeir Sigurðsson 3363. 2. Jón Arason og Vilhjálmur Sig- urðsson 3251. 3. Jón Ásbjörnsson og Karl Sigur hjartarson 3247. 4. Benedikt Jóhannsson og Lárus Karlsson 3239. 5. Ásmundur Pálsson og Hjalti Elíasson 3190. 6. PáH Bergsson og Þórir Sigurðs son 3178. Næsta umferð verður miðviku- daginn 23. febrúar kl. 20 í Domus Medica. Á MORGUN KL. 20 FRAM—ÍR HAUKAR—VÍKINGUR Dómarar: Sigurður Bjamason og Karl Jóhannsson Dómarar: Gestur Sigurgeirsson og Reynir Ólafsson Komið og sjáið spennandi keppni LITAVER ?o LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER I m 70 I m 70 I m 70 I < m 70 I m 70 LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER Q£ Uj K- SKYNDISALA Hjá LITAVERI er engin venjuleg skyndisala vegna þess að við erum ekki að bjóða þér neinar afgangs-lag- er-eftirstöðvar. — Við bjóðum 15 tegundir af teppum, sem eru í 15 mismunandi verðflokkum. En við viljum taka þátt í því að — BYGGJA — BREYTA — BÆTA heimili þitt og gera það fallegt og heimilislegt, þess vegna bjóðum við þér 10% AFSLÁTT af því verði sem við seljum teppin okkar, en það verð er hvergi lægrá I rn 33 >Tl 70 LITAVER Littu við Það hefur ávallt borgað sig I Q£ Uj I ps Uj I o: Uj I Q£ Uj I Q£ S I Q£ Uj I Q£ Uj LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.