Vísir - 20.02.1971, Blaðsíða 4
VlSIR . Laugardagur 20. febrúar 1971.
Sigurður Magnússon, blaðafulltrúi Loftleiða, lítur
yfir sjónvarpsdagskrá næstu viku:
ÞETTfl Vlb
ÉE Sdá
„Samtal við mig um sjónvarp
verður lesendum Vísis áreiðan-
lega ekki til neinnar uppbygg-
ingar, þar sem ég er lítiil sjón-
varpsunnandi“, hóf Sigurður
Magnússon blaðafulltrúi máls
er hann tók við sjónvarpsdag-
skránni úr liöndum blaðamanns
Vísis.
Sigurður kveöst vera litiii „gón
varpsniaður“, en einstaka dag-
skrárliði sjónvarpsins nefnir
hann þó hér á nafn ...
„Hér heima horfi ég þó alltaf
á fréttimar, þegar til þess gefst
tóm, en víða erlendis — einkum
í Bandaríkjunum — forðast ég
yfirleitt að opna sjónvarp vegna
auglýsinganna," hélt hann á-
fram. „Hér sýnist mér siónvarp-
ið stilla auglýsingum sínum mjög
í hóf, bæði að því er varðar
lengd og staðsetningu í dag-
skránni. Þar að auki eru margar
auglýsinganna prýðilega gerðar,
og hafa þar orðið miklar fram
farir frá því er íslenzka sjón-
varpið hóf starfsemi sína.
Ég held að við megum yfir-
leitt vera þakklátir þeim, sem
vinna að hinni íslenzku dagskrá
í sjónvarpinu okkar. Það er ó-
trúlegt hve vel þeim tekst oft
og tíðum.
Um erlenda myndavalið má
eflaust deila, en ég leysi málið
fyrir mína parta einfaldlega með
því aö opna ekki fyrir annað en
það, sem ég tei mig hafa góð
og gild rök fyrir að vilja horfa
á, amnaöhvort mér til fróðleiks
eða skemmtunar. Raunar helzt
bæði til gagns og gamans. Satt
að segja er ég persðnulega oft
feginn því að sannfaerast um,
að sjónvarpið bjóði upp á ein-
hverja vitleysu, sem ég nenni
ekki að sjá, þar sem það veitir
mér kærkomið tækifæri til þess
að iesa óáreittur í bók eða tíma-
riti.
Svo að vikið sé til dagskrár
næstu viteu, þá langar mig auk
fréttanna til þes-s að sjá og
hevra n.k. sunnudagskvöld
„Kristrúnu í Hamravík“. Það
hlýtur að verða mjög gaman, og
hiakka ég einkum til þess aö
fylgjast með leik þeirra Sigríöar
Hagalín og Jóns Sigurbjörnsson-
ar.
Á mánudaginn reyni ég e.t.v.
að horfa á þáttinn „í iðrum jarð
ar”. Allt annað mun ég leiða
hjá mér, einkum sænska guðs-
orðið frá Nordvision. Svíar
mega eiga sitt klám og trúar-
þrugl fyrir mér.
Það getur orðið mjög fróðlegt
að fylgjast n.k. þriðjudag með
þættinum um ísland árið 2001.
Fyrir löngu var ég í útvarpsþætt
inum „Sourt og sptellað" með
svipað efni. Ég bað um, að sá
þáttur yröi geymdur þeim til
skemmtunar, sem lifa árið 2000.
Ég hiakka til að heyra hvort for
spár þeirra, sem nú taja verða
svipaðar þeim, sem mínir „snill
ingar“ höfðu uppi í útvarpinu á
sínum tíma.
Ef ég væri yngri myndi ég nú
raunar prófa að gera hvort
tveggja, að rifja upp frönskuna
mína, sem aldrei var upp á
marga fiska, og horfa á hve fail
eg hún Vigdís mín Finnboga-
dóttir er, en lfklega fer ég bæði
Vigdísar- og frönskulaus í hátt-
inn þetta kvöldið eins og öll
önnur.
Á miðvikudagskvöldiö mun ég
trúlega lesa í bók, og svo kemur
biessað fríið á fimmtudaginn.
Ég held að fréttirnar muni
nægja mér á föstudagskvöldið,
en á laugardaginn vii ég hlusta
á þann ágæta söngvara, Sigurð
Björnsson, en ég gat ekki komið
þvi við að hlusta á hann 9. nóv.
síðastliðinn.
Ef ekkert verður þarflegra aö
gera, má vel vera, að ég drepi
tímann með því að horfa á
skautahátíðina og brezku bíó-
myndina, en hvorugt finnst mér
þó svo freistandi, að ég mundi
ekki fremur revna að gera mér
annað til dundurs en að sitja við
„gónvarpið” vegna þess á laug
ardagskvöld.
Sem sagt: Ég er, eins og ég
sagði þér strax, mjöig lélegur
sjónvarpsmaður, og mundi
naumast vinna mér það til Mfs
sem ágætur vinur minn Gísli
Sigurðsson verður að gera fvrir
sitt kæra Morgunblað, að fylgj
ast með öMum dagskrárliðum
sjónvarpsins tíl þess að skrifa
um þá,“ sagði Sigurður að lok-
um. —ÞJM
Bollurnar með
helgarkaffinu
bragöast bezt frá Njaröarbakaríi. — Opiö laugardag
8—4, sunnudag 9—4, mánudag 7—6 e.h.
Sendum um allan bæ.
Njarðarbakarí, Nönnugötu 16, sími 19239.
Úrval úr dacgskrá næsti8 vi
SJONVARP
Mánudagur 22. febrúar
20.30 Jazz. Árnj Soheving, Er-
lendur Svavarsson, Halldór
Pálsson og Karl Möller leika.
2(,.45 I iðrum jarðar (Siphon
1122). Mynd frá leiðangri hella
fræðinga sem farinn var að
undirlagi franska fjallamanna-
klúbbsins, niður í Smalagil i
Vercors-fjöllum. Leiðangur
bessi kvað hafa komizt 1122
metra í jörð niður, og munu
ekki aðrir hafa gert. betur.
21.00 Kontrapunktur. Framhalds-
myndaPlokkur gerður af BBC,
byggöur á sögu eftir Aldous
Hiuxíley. 4. þáttur. Flokksleið-
togi deyr. Leikstjóri Rex Tuck-
er.
21.50 „Dýrfegur er Drottinn . . ."
Sæœk æsku'lýðsmessa meö
einsöng, kórsöng og hljóðfæra-
leik.
Þriðjudagur 23. febrúar
20.30 Fiskirannsóknir. í þassari
mynd greinir frá rannsókoum
og tilraunum, sem verið er að
gera á siiungum og öðrum
vatnafiskum í litlu stöðuvatni
í Norður-Svíþjó'ð.
Meöal annars er fjallað um
kynblöndun flutning á fiski
milli vatnasvæða. töku sýnis-
horna og lírvinnslu beirra.
20.50 ísla-nd árið 2001.
Nú eru tæpir þrír árattigir til
aidamóta. Hvemig verður um-
horfs á íslandi árið 2001?
Viö hvað störfum við? Hvemig
búum við?
Leitazt verður við að fá svör
við þessum spurningum o,g
fleiri í dagskrá, þar sem átta
sérfræðingar svara spuminigum
þriggja frétitamanna Sjónvarps-
ins, þeirra Jóns H. Magnússon-
ar, Ólafs Raenars'sonar og
Magnúsar Biarnfreðssonar,
sem stýrir umræðum.
21.40 FFH. rí^n'-alclur
22.30 F.n francais. Frönsku-
kenmsila í sjónvarpi.
Míðvikudp'gnr ‘*4. fehrúar
18.0o Ævintýri á árbakkanum.
Fjöileikaflokkurinn.
18.10 Teiknimyndir. Kátur og kol
vitlauis og Verðlauwagarðurinn.
18.25 Skreppur seiðkari. 8. báttur.
Töfrarýtinigurinn.
18-P>0 «5 A.^.xro»-n 4
þáttur eðlisfræði fyrir 13 ára
nemendur. Leiöbeinandi Þor-
steinn Viiihiálmissoo.
20.30 Lucy Ball.
20.55 Nýjasta tækni og visindi.
Veður moTgund-aigsins.
Gripakynbætur.
ömferðaisilys og læknishjálp.
Umsið'n-’rTnaður Ömólfur
Thorlacíus.
21.25 Sagan af Elísa-bet'U B'lack-
well. Bandar'ísk sjónvaroskvik-
mynd að nokkru bypgð á sönn
um h-eimildum um Eiísabetu
Blackwell, sem fyrst kvenna
lank iæknanámi í Bandaríkjun-
um.
Föstudajjur 26. febrúar
20.30 Apakettir. Bellibrögð
galdrakarlsins.
20.55 Leikiö á liörpu. Marisa
Robles leikur verk eftir
Naderman, Brabrn? Guirid-
o. fl.
21.20 Mannix. Barnsránið.
22.10 Erlend málafni Umsiénar
m-aður Ásgeir Ingólfsson
15.30 En frannais Frönsku-
kenh«la í siónvaroi 4. báttur
16.00 Endurtekið efni.
Á mannaveiðum. Band-arísk
mynd um uppruna mannsins
og ým-sar kennio'gar bar að
lútandi.
16.50 Sigurður Biörnssön svngur
lög eftir F.mi-l Thoroddsen.
17.30 Enska knattspyrnan.
Stoke City — Che-lsea.
18.20 fbróttaþáttur. M. a. mynd
frá skíðakeonni 5 Sanp'aro í
Japan þar sem ólympfuleik-
arnir verða haldnir á næsta ári.
Umsjón-arm. Ómar Ragoarsson.
20.30 Smart spæjari. Múmían.
20.55 Skautahátíö í Inzel-1.
Hátíðahöld, bar sem m. a.
koma fram frægir skautadans-
arar frá ýmsum Iöndum.
22.00 Hold og blóð.
Brezk bfómvnd frá árinu 1949.
Leikstjóri Poui Sheriff.
Aðalhiutverk Richard Todd,
Glynis Johnis og Joan Green-
wood.
f mynd þess-ari er rakin saga
þriggja ættliða í fjöfekyldu
nokkurri, og sýnt hvemiig viss-
ir ei'ginieikar, góðir og iiilir,
ganga í arf frá einni kyns-lóð
til annarrar.
UTVARP
tTITjí'S í'f ::'jd í-"u> oirn*>vT~í ^
Mánudagur 22. febrúar
19.35 Um dagi-nn o-g veginn.
Sverrir Pálsiso,n skól-astjóri á
Akureyri talar.
19.55 Stundarbil. Freyr Þórarios-
son kyn-nir popp-tónliist.
20.25 Hjartavi-ka Evrópulanda.
Sig-urður Saimúeilsson prófessor
taia-r um hj-artavikuna og
Hrafnkel-i Heiigaison yfirlækni-r
um reykingar.
20.45 Organleikur í Dómkirkj-umni
21.0o „Stormur", smásaga eftir
Jóhamnes Heiga. El-ín Guðjónis-
dóttir les.
21.25 I’þróttir. Jón Á-sigeirs-son
segir frá.
Þriðjudagur 23. febrúar
14.30 Hjartavika Evrópulanda.
Snorri Pá-11 Snorraison læknir
t-alar um kran'sæðasjúkdó'ma og
dr. Gummar Guðmundsson yfir-
lækmir um heiiaiblóðfalil.
19.30 Frá útiöndum. Umsjónar-
menn: M-agnús Torfi Ólafsson,
Magnús Þórðarson og Tómas
Karli-sson.
21.05 fþróttalíf. Öm Eiðsso<n
segir frá Sonju Henie.
22.25 Iön'aða-nmá'liabáttur. Sveinn
Bjömssion ræðir við Hörð Jóns
son verkfræöirag um stöðlun í
iðnaði.
Miðvikudagur 24. febrúar
19.35 Á vettvangi dómsmála.
Sigurður Líndal hæstaréttarrit-
ari talar.
20.00 Einsöngur i útvarpsisal:
Si-gríður E. Maanúsdóttir syng-
ur lög eftir Emi'l Thoroddsen,
/ivicðji'gMaída-Kaldaións, Eyþór Þor-
láks-son, Skúla Halidórsson,
Jón Þörarinsson og Jón Leifs.
20.20 Giibertsmálið, sakamálafeik
rit. eftir Francis Du-rbrid'ge.
S-íðari flutningur fimmta þáttar
„Kventegt hugboö".
21.00 Föstum-essa í Ha'Ilgrímis-
kirkju (hljóðr. sl. sunnudag).
Prestur: Séra Jakob Jónsson
dr. theo'l. Organleiikari: Páll
HaMdórssom.
21.45 Þáttuir um uppeidismál.
Þóra Kriistinsdóttir kennari -tail
ar um málgailila bama.
Fimmtudagur 25. febrúar
19.30 Frjóvgunarvarnir og fóstur-
eyö'ingar. Steinunn Fimnboga-
dóttiir Ijósmóðir flytur erindi.
20.10 Leikirit: „Maðurinn, sem
ekki vi'ldi fara tiil himma" eftir
Franciis Sladen-Sm'iith. Áöur út-
varpaö sumarið 1962. Leik-
stjóri Lárus Pálssom.
21.00 Sinfóníuih'ljómisveit fsfends
heldur hljómleika f Háskóla-
bíói. Stjómandi: George Cleve
frá Bandarfkjunum.
22.25 Lundúnapisti'M. Páll Heiðar
Jónsson segir frá.
Föstudagur 26. febrúar
19.30 ABC. Inga Huild Hákonar-
dó't-tir oig Ásd'is Skúladóttir sjá
um þátt úr dagtega lífinu.
19.55 Kvöldvaka.
22.45 Kvöldhijóm'leika'r: Frá tón-
leikum Sinfóníuhl j ómsveitarmn
ar í Háskóla-biói kvö'ldið áður.
Laugardagur 27. febrúar
19.30 Lífsviðho-rf mi-tt. Gís'li
Magnússon bóndi í Eyhiidar-
holti flytur eri-ndi.
20.00 Hiljómplöturaibb.
20.45 „Undur og ævintýri“, frá-
s-aga eftir Peter Freuohen.
Guðjón Guðjóns'son fsienzkaði.
Si-grún Guðjómsdóttir tes.
21.30 f dag. Jökull Jakobsson sér
um þáttinn.
22.25 Danslög.
Þ.ÞORGRÍMSSON&CO
SALA -AFGREIÐSLA
SUÐURLANÐSBRAUT 6 SSX.
Sk/rslutæknifélag Islands
Félagsfundur Vélasýning
Skýrslutæknifélag íslands vill minna félags-
menn og aðra áhugamenn um skýrslutækni-
mál á fundinn í Norræna húsinu miðvikudag-
inn 24. febrúar kl. 13,15.
Fundarefni:
Bókhaldsvélar í samvinnu við rafreikna.
Sýndar verða bókhaldsvélar með sam-
vinnu og tengimöguleika við rafreikna.
Þátttaka óskast tilkynnt sem fyrst til Gutt-
orms Einarssonar, Búnaðarbankanum, Austur-
stræti 5, og mun hann einnig taka á móti inn-
tökubeiðnum í félagið.
STJÓRNIN