Vísir - 20.02.1971, Blaðsíða 7

Vísir - 20.02.1971, Blaðsíða 7
VllílR . Laugardagur 20. febrúar 1971. cýVIenningarmál Ólafur Jónsson skrifar um bókmeuntir. Af stör er mín skikkia... j í/ . áÉÍm. Jón Jóbannesson: Þytur á þekju Aimenna bókafélagið, Reykjavík 1970. 74 bls. Jón Jóhannesson mun áöur hafa gefið út tvær ljóðabæk ur, og ljóð eftir hann hafa öðru hverju birzt f tímaritum um margra ára skeið, en Þytur á þekju er fyrsta bók Jóns sem undirritaður hefur lesið. Þau kynn; þykja mér lýsa mjög svo viðfelldnum ljóðasmið. Augljós- lega á kveðskapur Jóns Jóhann essonar rætur að rekja í upp- runalegri, alþýðlegrj hag- mælsku, og eru ýmsir haglega kveðnir kviðlingar f fyrrj hluta bókar til marks um hana. En það er líka augljóst mál að hann leggur meira upp úr skáldskap sínum en fþrótt hagmælskunn- ar, leitast við að efla sér ljóð- mál og stíl eftir hætti og tízku tímanna og fordæmj hinna beztu skálda. Þess má geta sér til að Jón hafi lesið kvæði Tóm- asar, Guðmundar Böðvarssonar og Jóhannesar úr Kötlum með eftirlæti og aðdéun um sína daga. Og bók hans ber sjólf vitni um breytingar og byltinga tfma ljóðlistar: hálf í háttföstu, hólf í háttfrjálsu formi. 1 fyrri hluta bókarinnar, Sendl ingar á ieirum, yrkir Jón Jó- hannesson „hefðbundið", með ljóðstöfum og rími, og er sitt- hvað þar fallega kveðið og hugs- að. Ef til vill hefur hann samt einum of miklar mætur á þvf sem „fallegt‘‘ er, fburði máls, voðfelldri eða límkenndri kveð- andi (Vísa út f bláinn, Berg- mál, Raundægur, Minning) til að smákvæði hans heppnist eins og efni þeirra annars standa til. Þau eru að likindum bezt þar sem kveðandin er einföldust. En eins og algengt er um ljóðræn- an skáídskap á íslenzku, nýleg- an eða gamallegan, er náttúru- lýsing uppistöðuefnj í ljóðmáli Jóns Jóhannessonar — einatt Ijómandí fallega af hendi leyst í einstökum smákvæðum, svo sem í fjórum kviölingum sem einu nafn; nefnast Dagbók. Og í lokastefi fyrri hlutans, falleg- ustu í bókinni, tekst að fella með innvirðulegum hætti orð að Ijóðrænum, ívið rómantískum hugblæ sem bókin ber öll með sér: Ég hef tjaldað um stund, því ég veit ekki veg, Það er vordægraheiðmyrkur kalt. Af stör er mín skikkja, af laufi mitt leg, og mitt ljóðmál er farteskið altt. í seinnj hluta bókar, Fuglam- ir mínir í urðinni, yrkir Jón Jóhannesson háttfrjálst og rím- laust að hætti samtíðar. Það er að sjá að hann hafi lært. eitt og annað af aðferðum Jóhann- esar úr Kötlum f Sjödægru. Glögg er að minnsta kosti viðleitni hans að leysa mynd- sköpun, mátfar sitt úr „rós- fjötrum“ hefðbundinnar kveð- andi og Ijóðræns hugsunarmáta. Þetta fer víða vel svo sem i upphafserindi ljóðs sem nefnist Haustmáni: Örlátur haustmáninn fleygir birtu i spor min. Ég hélt hann mundi hylja sig Mknandi myrkri. Nei, hann fleygir birtunni úr holum lófa sínum eins og sáðkornj á hungraðan akur um vor Annars væri of mikið að tala um neinn eðlismun á Ijóðum Jóns Jóhannessonar í fyrri og seinni hluta bókarinnar, rimuð- um eða órimuðum. Ljóð hans bera öll vitni söniu nostursemi í málfari og stíi, gaman að máli — taka má eftir því, til dæm- is, hve orðið „vordægraheið- myrkur“ skiptir fyrrgreint er- indi miklu. Formfrjálsu ljóðin i seinni hluta fylgja fram sömu almennu tjóðrænu tilhneigingu og hin fonmföstu í fyrri hluta bókarinnar og reyna eins og þau að ávaxta „náttúrleg", hlutlæg Ijóðefni i myndum og máli. En hið fr.iálsa form veitir höfundinum óneitanJega meira svigrúm, fleiri og fjölbreyttari efnum aðgang að textanum, og vegna fjölbreytni hans bykir mér a. m. k. meira gaman að ljóðunum í seinni hluta. Rexmdar eru hér Ijóð: Raddseiður, Gam- áá \ýfá&íföíxi'X vítewUV/'.íðrírö./, vííkm all maður telur sér raunir, sem sýna að hinn nýi stíll felur i sér meira en tilbreytni í formi, verður höfundinum að ljóðræn- um ávinningi sem öldungis er óvfst að hinn hefðbundnj brag ur fyrri hluta hefði leyft hon- um. En í heilu lagi er Þytur á þekju skernmtilegt dæmi um samfylgd yngri og eldri við- horfa i ljóðlíst, Ijóðræna hag- mælsku á mótum tveggja tíma. Litið til liðinnar tíðar Jón Jóhannesson: Við tjarnimar Sögur Heimskringla, Reykjavík 1970. 167 bls. Cögur Jóns Jóhannessonar í ° þessari bók, Við tjarnirnar, auðkennast af viðlíka nostur- semi á mál og stfl og ljóð hans, en líða miklu meiri önn fyrir tilhneiging hans tii ofrausnar í máli, ofvöxt frásagnar en ljóðin gera að sínu leyti. Eins og í ljóðunum er náttúrulýsing mikið efnj í frás.öguþáttum Jóns. og þeir eru beztir sem ætla má að gagngert byggist á minning- um höfundar um fólk og kynni, hagi til lands og sjávar á hans eigin æskuslóðum. Eru þetta get gátur um öldungis ókunnan höf und? Þótt frásagnarefnj Jóns Jóhannessonar í þessari bók megi öll vera uppspuni fyrir mér, finnst mér allar beztu frá- sögur hans bera með sér hug- blæ endurminningar, upprifjun- ar liðinnar tíðar, litkaðar angur værð og trega og lítilsháttar kimni. Þetta eru þættir eins og Hauststundir, Gráta urtu- böm, sögukorn af Lýði bónda í Lyngeyjum og Kristínu föður- systur minnj Jónsdóttur. Eiginlegar smásögur er hins vegar varla vert að kalia þessar frásagnir, erindi þeirra er ekki að segja upp sögur, ljúka heil- um mannlýsingum, heldur grejna frá og lýsa landslagi og fóiki Iiðinna tíma, horfinna slóða sem höfundinum eru hug- stæðar, og þær virðast mér takast bezt þar sem hann lætur sér þessi erindi nægja án óþarfa ,,sögulegra“ tilburða. En frá- sagnarháttur hans er satt að segja fjarska takmarkaður og einhæfur. hættir við tilgerð á eina hlið væmnj á hina, og vfsast að bókin gjaldi þess verulega við lestur að hún sé of stór, þættirnir of margir og of iíkir hver öðrum. En að baki ýmislegum tilburðum sagnanna í ævintýra og þjóðsagnastíi, Ijóðrainum æfingum í lausu máli, rómantisku gliti náttúru- lýsinga annars vegar, harð- hnjóskulegu málfari sögufólks hins vegar, má hvarvetna greina veruleg söguefni: lýsing sjávar- og eyjabænda og þeirra lifs- hátta, æskulýsing í umgerð horf innar sveitar, liðinnar tiðar — sem að sönnu er minnzt með eftirsjá og trega en heíur ]>ö alveg áreiðanlega reynzt upp- vaxandi unglingi harla harður og fátækiegur heimur. En eftir hverju var að sækiast annars staðar. hvað var það sem gerði þessa tíð, fölkið sem henni heyrðj til, svo hugljúft eftir á? Um það spyr bökin þótt hún svari þvi ekki. NYTT FRA LITA VCRI Hofum fengið munstruð teppi í öllum hugsanlegum li tasamsetningum. Breiddir frá 2 m upp í 3.66 m. Verð frá kr. 597.00 upp í 954.00 pr. ferm. Kynnið yður söiuskilmála vora og staðgreiðsluafstátt. Aðeins úrvals vörur í LITAVERI UTAVER CRÐISASVtG! - 74 iMfumsc

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.