Vísir - 20.02.1971, Blaðsíða 5

Vísir - 20.02.1971, Blaðsíða 5
Ví SIR . fcaagafdagur 20. febrúar rStfl. 5 SR. JAKOB EINARSSON: FASTAN ER FRAMUNDAN HEIM 1 HOF I TILEFNI AF áttræðisafmæli sr. Jakobs 8: febrúar gekkst Vopnfirðingafélagið í Reykjavík fyrir samsæti til heiöurs þeim prófastshjónunum. Var þar fjölmenni saman komið og gleðin skein á vonarhýrri brá. En sameiginlegar minningar sóknarbarnanna um Hof i tíð frú Guðbjargar og sr. Jakobs batt Benedikt frá Hofteigi saman í þessu ljóði: Nú förum við í Hof um hríö í helgi prúöra ranna og gæðum hinni gömlu tíð á gulli minninganna, þvi oft var þar svo gott og glatt hjá göfuglyndum presti. Og allt, sem þar var sagt og satt, er síöan okkar nesti. 2. Og við, sem förum heim í Hof í helgi minninganna, við heyrum okkar hjartna lof um hróður góöra manna, og vitum þaö er lýðsins ljós, sem löngum skein á Hofi. Og það er eins og rós við rós sé raðaö þar af lofi. Já, þeir sem fara aö Hofi heim þeir hafa margt aö lofa. Og göfgi’ er yfir garði þeim, þar gamlir vinir sofa. Hún talar hér sú tíð, sem var í táknum ýmiss konar og öllum finnst sem alls staðar sé andi lífs og vonar. 4. Og hér í kvöld er ennþá eitt, sem okkur ber aö minnast og gerir okkur hjarta heitt að Hofverjarnir finnast: Að þaö er einn í þessum reit að þökk og allra lofi sem prýddi hina prúöu sveit, — var pröfastur á Hofi. Lúkas 18, 31.—34. Ijóðlega kemur fastan með sitt alvarleg-a áminningar- mál: Kristur leið fyrir oss. Þetta er hið mikla alvörumál föstunnar. Einnig fyrir oss liifði hann og starfaði. Einnig fyrir oss leið hann og dó á krossin- um Einnig við oss segir hann þá lfka enn i dag: Þetta gerði ég fyrir þig, hvað gerir þú fyrir mig? Fastan er því mesti alvörutími ársins fyrir öllum kristnum mönnum. Þeir minnast þá alvarlegasta illvirkis, er menn- ina hefur hent, er þeir fyrir 19 öldum krossfestu þann, sem beztur var af öllum, boðbera sannleikans og kærleikans. Þeir gerðu það bæði af því að þeir skildu'hann ekki enlíkaþví þeir vi'ldu ekki skilja hann. Ekki aðeins mannlegt skilningsleysi, heldur og mannleg vonzka kom þar fram í sinni ljótustu mynd. En hvernig er það með menn- ina nú? Nú hafa þeir heyrt þennan boðskap í 19 aldir. Hvernig eru þeir nú? Skilja þeir þennan boðskap? Er hann þeim æð?ta lögmál? Gengur sann- leiksástin fyrir öllu? Er kær- leikur og drengskapur helzta driffjöðrin í lífinu? Er réttlætið ætíð það, sem úr sker? Ég svara með því að bera fram spurningu: Hvað er það sem menn gera. ef þeir gleyma þessum höfuðdyggðum kristn- innar? Er það annað en að negla gegnum hendur og fætur frels- arans, að stinga spjóti vanþakk- lætis og ranglætis i síðu hans, er sagðist vera konungur sannleik- ans og kominn til þess að leita að hinu týnda og frelsa það? Gjörast menn þá ekki samsekir þeim, sem krossfestu hann? Og þó — þó hefur mikið á- unnizt meðal kristinna manna. Það fyrst, að þeir þeklcja nú betur og vita hvað þeir eiga að gjöra. Það annað, að margur reynir í alvöru að breyta eftir þessari þekkingu. Það hið þriðja, sem leiðir af hinu tvennu, að tilfinning kristinna manna fyrir mannúð og miskunnsemi er þrosk aðri en hún var þá hjá mönnum. Og þó — hversu langt er frá þvi að það guðsríki, sem frels- arinn var kominn til að flytja og lét lífið fyrir sé komið í nokkurri fyllingu. — En — Jesús er enn á leið til Jerúsalem eins og forðum, andlega talað. Enn eru þeir margir, sem ekki vilja taka við honum. En Guði sé lof fyrir það, að þeir hafa lika verið margir og eru enn, sem hafa skilið hann, skilja kærleiksmál hins líðandi frels- ara og segja: Sjá, hér er ég. Ég vil fylgja þér hvert sem þú ferð og hvert sem þú vilt leiða mig. Áður en Jesús fór sína sið- ustu ferð til Jerúsalem vissi hann vel hvað biði hans þar. Það hafa ekki verið nein létt spoT. Það hafa venð margar freistingar, sem réðu að honum aðrar en þær, sem sagt er frá í freistingarsögunni. En textinn segir oss Hka að hann stóðst þær freistingar. Það hefði verið þægilegra að beygja af, en hann vjssi hvað honum bar að gjöra til að frelsa mennina. Þegar vér lesum sögur mikil- menna, ekki sízt á sviði trúar- lífsins, verða þeir oft að ganga í gegnum miklar stríðs- og al- vörustundir. Og úrslitastundin er oft erfiðust. Þá langar sþttf- sagt margan til að leggja árar í bát. Minnumst t.d. hins heilaga Franz af Assisi. Á afturhvarfs- stundu varð hann fyrir ákafri reynslu. Vinir hans hlógu að honum, foreldrar hans ráku hann burt, svo að hann átti hvergj höfði sínu að halla. Það var trúin og trúin ein, sem hélt honum uppi. En hún gjörði það líka svo að hann varð þrátt fyrir allt sífellt glaðari. Hann fann að hann hafði staðizt prófið og áunnið sér velþóknun Guðs. Sú hugsun færði honum fögnuð og friö. Það var trúin á Krist og dæmi hans, sem leiddi hann. Dæmi þessa manns sýnir vel, að það kostar oft mikla sjálfs- afneitun að fylgja Kristj á kross göngu hans. Freistarinn vill fá þá til að beygja af. því að þá verði lífið svo miklu léttara. Hversu mikið tjón það hefur oft verið fyrir þroska mannanna, að þeir beygðu af, er mest, á reið að halda stefnunni. Þaö er nú einmitt eitt einkenni freistarans, að fá oss til að beygja af, er mest revnir á trúarlegt þolgæði vort og styrk. Það er ekki ó- fyrirsyn.iu, að Ibsen lætur það vera höfuðgalla Péturs Gauts, að beygja af, er skyldan kallar. Þarlýsirhann höfuðgalla margs mannsins, er alvara og örðug- leikar lífsins blasa við. En ein- mitt i þeim ástæðum sýnum sér hvað siðferðis- og trúarþrótti vorum líður. Jesús Kristur beygði aldrei af. Braut sína hélt hann alltaf á- fram, þótt það væri oft þymi- braut. Sú braut leiddi hann loks upp á krosstréð. En hann vissi að það var jafnframt braut hans sem frelsara mannanna. Vér beygjum höfuð vor fyrir honum. t. lotningu horfum vér á staðfestu hans og trúarlega og siðferðilega fullkomnun. En dýpst markar það þó hiörtu vor, er vér sjáum hann með fullri vitund um það, sem bíður hans. ganga þyrnibrautina til Jerú- salem — til pínunnar. Hvers vegna grípur þetta oss sérstaklega föstum tökum? Vegna þess að hann vissi, að hann var að færa hina dvrustu fórn. Hann var að devia fyrir syndara. Hann var á leiðinni til að láta lífið fvrir syndir mann- anna — einnig þeirra. sem krossfestu hann. Fyrir syndir vorar dó hann á krossinum. Af einskærum kær- lefka aiörði hann það Fram fyr- ir hann getum vér öll komið með bænir vorar og fengið fyrirgefn- ingu synda vorra, ef vér gjörum það með einlægri þrá txl að betrast. . Frelsarinn lifði og dó á kross- inum til þess að mannkynið mætti verða fullkomnara og sælla. Til þess lifði hann og dó, að allir sem á hann trúðu, maetbu verða Guðs börn. Þeir urðu að- eins að vilja það og sýna þann vilja í verki. Til þess gengur hann sína beinu braut og beygir aldrei af — óg það þótt hún endaði á krossinum. Öll getum vér stutt að því að Guðs ríki komi og Guðs vil'ji veröi, Vér getum fyrst og fremst stutt að því að það verði hjá oss sjálfum. En vér getum líka stutt að því, að það verðj hjá öðrum. Vér vitum að f mörgum mannshjörtum er það sem gróandi fræ, sem getur spírað, vaxið og orðið að stóru tré, hjá þeim sem hlú að því og leyfa því að gróa. Vér getum stutt hvert annað í því, að svo verði, Og vér sjátun takmarkið fram undan fyrir oss ölf í boð skap Jesú Krists. ,.Hver sem elskar sannleikann, hann hlýðir minni rödd,“ sagði hann. Enginn kemst þessa leið fyr- irhafnarlaust. En það er heldur engum ætlað að ná neinu tak- marki án fyrirhafnar Það getur enginn í tímanlegum efnum og hvernig ætti hann þá að geta það i andlegum efnum? Það er víst að gegnum margar þrautir ber oss inn að ganga í Guðs ríki. Gegnum freistingar og baráttu, sorgir og stríð ganga mennirnir yfirleitt lífsleið sína. Það er ekki ófyrirsynju að tal- að er um lffsbaráttu. Mönn- um verður aðeins of oft á að gleyma því, að sú barátta 'befar ekki aðeins veraldlega heldur og trúarlega hlið. En það er vissu lega ekki síöur sú hliðin sem er mikilvæg. Sá, sem aldrei hvfk ar þar hann berst undir merki Krists og hann vinnur sigwr þrátt fyrir stríð og freistmgar, þvi að hann á það hugarfar, sem er á þroskabraut. Að lokum þetta: Ef vér lif- um með Kristi í trú og bæn og hugsurn og breytum e'ftir megni í samræmi við kenningu hans, þá þróast Guðsrfki í hjört urn vorum og breiðir þaðan blessun sína. Þá höfum vér bless andi áhrif á umhverfi vort og gerum það, sem vér getum til að greiða Jesú veg. Þá sýn- um vér, að vér vilium vera í þeim hópi, sem fylgir honum til Jerúsalem, fylgir honum undir krossinn hans og vill læra af því sem hann leið. Svo kostum þá kapps um að halda oss í þeim hópi. Kostum kapps um það, að halda óss að frelsara vorum í lífinu, hvað sem oss mætir. Kostum kapps um það með hans hjálp, að berjast góðu baráttunni og fýlgja honum unz yfir lýkur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.