Vísir - 06.03.1971, Blaðsíða 8
V 1 S I R . Laugardagur 6. inarz 1971.
VISIR
Otgefandi: Reykjaprent bt.
Framkvætndastjöri: Sveinn R. EyjOifsson
RitstjöH: Jónas (CHstjðnsson
Fréttastjðri: Jón Birgtr Pétursson
RitstlómarfuHtrdl: Valdknar H. Jöhannesson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýslngar: Bröttugötu 3b. Sfmar 15610 11660
Afgreiósla- Brðttugótu 3b Slml 11660
Ritstjóra: Laugavegi 178. Stml 11660 f5 llnur)
Askriftargjald kr. 195.00 ð mðnuði tananlands
T lausasölu kr. 12.00 eintaJdO
Prentsmiöia Vtsis — Edda hf.
Kjarasamningur BSRB
Sögur ganga um að mikil óánægja sé í mörgum stofn
unum út af röðun starfsfólksins í launaflokka. Sumir
kváðu þó vera ánægðir með sinn hlut, en hvor hóp-
urinn er fjölmennari skal ósagt látið. Hinir ánægðu
eru vitaskuld þeir, sem hafa hækkað, en hinir
óánægðu þeir, sem hafa lækkað eða bjuggust við að
hækka, en stóðu í stað.
Starfsmatið hefur ekki verið auðvelt verk, enda
frumtilraun, sem ekki mátti búast við að tækist svo
vel, að hún yrði gallalaus. Samkvæmt fylgiskjali 4
með kjarasamningnum, sem ber yfirskriftina „Sam-
komulag um skilgreiningu og mat á störfum skrif-
stofufólks", virðist víða mikið álitamál, hvar skipa
skuli sumum starfsmönnum í flokk. Mikið skortir á
að „skilgreiningin“ sé nógu víðtæk. Það er því eðli-
legt, að menn túlki hana í mörgum tilvikum nokkuð
eftir eigin höfði.
Þeir, sem eiga að kveða upp dóm um hvar í flokki
hver starfsmaður skuli vera, eru raunverulega ekki öf-
undsverðir af því hlutverki. Og það .eí. tæplega hugs-
anlegt að þeir geti úrskurðað rétt í fjölmörgum til-
vikum nema höfð séu nokkur samráð við forstjóra
stofnananna, er gerst þekkja störf og starfshæfni und-
irmanna sinna. Sagt er að forstjórarnir reyni, a.m.k.
sumir, að draga taum stárfsfólksins, og því verði
„dómarinn" að gæta sín við þeim. Hann verður vita-
skuld að vega og meta bæði hinar upphaflegu starfs-
lýsingar og ummæli forstjóranna, en ætla verður að
þeir gefi ekki vísvitandi rangar upplýsingar, þótt þeir
vilji starfsfólki sínu vel. Þeirra orð hljóta því að vera
þung á metunum, og þess þarf mjög að gæta, að
fara ekki um of eftir bókstafnum, ekki skýrari en
hann er sums staðar. Engum dettur í hug að hægt sé
að gera alla ánægða. Slíkt starfsmat væri óhugsan-
legt, ef vit ccfi ' að vera í því, en það er mikilsvert,
og raunar áriðaii v • — ":nn verði ekki sú, að
svo margir veroi óánægðir, að fólkið missi trú á þess-
ari tilraun strax í byrjun. Þá er hætt við að eftirleik-
urinn yrði óvandari og kröfumar um verkfalls-
rétt opinberra starfsmanna fengju aftur byr undir
vængi.
Starfsmatið var vissulega góð hugmynd og þess
vegna má ekki kæfa hana svo að segja í fæðingunni
með of miklum einstrengingshætti. Það væri illt, ef
mikið yrði um uppsagnir, bæði vegna þeirra almennu
áhrifa, sem slíkar aðgerðir hafa, og að það getur kom-
ið sér mjög illa fyrir sumar stofnanir að missa góða
og reynda starfsmenn, sem ekki geta unað þvi að vera
settir skör lægra en þeir telja réttlátt. Er þá vita-
skuld átt við, að hlutaðeigandi starfsmenn noti dóm-
greind sína og geri ekki kröfur, sem eru fjarri allri
sanngimi. Og loks ber að hafa í huga, að þetta er
frumtilraun, sem staðið getur til bóta, ef gagnkvæm-
ur skilningur og sanngimi fær að ráða í báðar hliðar.
LASERGEISLA
BREYTA
MANNLÍFINU
(
Svonefndir lasergeislar
eiga vafalaust eftir að
bylta um ýmsu í lífi okk-
ar, áður en langt um líð-
ur. Með þessum geislum
kann að verða unnt að
stjóma veðri, temja snjó
skriður. — Bandarískir
tunglfarar hafa laser
tæki á tungli, sem veitir
hámákvæma staðará-
kvörðunarþjónustu. — í
eftirfarandi grein segja
rússneskir vísindamenn
frá framtíð lasergeisl-
ans.
Lasergeislar eru gott dæmi um,
að vísindin koma fram beinlín
is sem framleiðsluafl. Sérfræð
ingar telja, að um næstu alda
mót verði þeir þýðingarmest
svið tæknifræða. Nú þegar
verða menn varir við tilhneig-
ingu til að framleiða ekki ein-
staka Iasera heldur heil iaser-
^kerfi, ekki vinnu. við þá sem.
' .sUka, heldur vinnu að lausn
legra vandamála með laserað-
ferðum. Og eins og eiginleikar
líffæris eru aörir en samanlagð
ir eiginleikar hiuta hans, þá
koma fram í hinum nýju sam-
settu íækjum nýir eiginleikar.
Innanborgasímkerfi
með lasergeislum
Tökum dæmi af fjarskiptum.
1 fjarskiptatækni skiptir mjög
miklu máli að auka tíðni þeirra
bylgja, sem upplýsingarnar
bera. Sé bylgjan 10 m á lengd,
er með erfiðismunum hægt að
senda um eina sjónvarpsrás, sé
byigjan hins vegar 1 m, er hægt
að hafa 5—10 rásir, en sé bylgj
an 1 mikron. er sendisviöið kom
ið upp í 5—10 milljónir rása.
Nú þegar er innanborgasím-
kerfi, sem notast við helíum-
neón lasergeisla, samkeppnis-
fært viö þráöakerfi. Nothæft er
sjónvarp á bylgjum þessa las-
ers og geimsjónvarp, sem byggir
á lasergeislum, er þegar raun-
hæft. Laser-endurvarpsstöövarf
iiiiiiimn
m
ýmjssg vísindalegra og tækni- Umsjón. „Haiikur Heigason:
Ljósmynd bandarískra vísindamanna af tifi lasergeisla. —
Tökuhraðinn nam 10 milljónasta milljón hluta úr sekúndu.
gervihnöttum í mikilli hæðgera
miklu tryggara starf endur-
varpsstöðva á jörðu niðri.
Bandarísk lasertæki
á tungli
Eftir að bandarískir geimfar
ar komu fyrir lasertækjum á
tunglinu er haldið uppi þaðan
staðarákvöröunarþjónustu til
jarðar svo nákvæmri, að ekki
skeikar nema í mesta lagi 1,5
m. En slík fjarsýnistækni er og
fylliiega nothæf við jarðneskar
aöstæður, t. d. til að tryggja
öryggi í umferð eða blindlend-
ingu flugvéla — þá dregur las-
ergeislun á ýmsum bylgjulengd
um úr áhrifum þoku og rign-
ingar.
Laserfjarskipti langt úti i
geimnum bjóða upp á marga
möguleika. Fyrri fjarskiptatækni
er komin að endatakmörkum
möguleika sinna — eina ráð
hennar er að smíða kraftmeiri
senditæki eða stærri loftnet. Tal
að er um að setja á geimskip
loftnet, sem séu allt að 30 m í
þvermál og 100 vatta senditæki.
Því verður lasersamband æ
meira freistandi eftir þvi sem
lengra dregur út í geiminn.
Áhrif á erfðaeiningar
í frumum
1 sambandj við tilkomu las-
era hafa orðið til sérkennileg
ferli gagnkvæmra áhrifa og
breytinga geislunar og efnisins,
sem hún beinist að. Þegar hef
ur verið unnt t. d. að láta laser
geislun leiða til kjamasintesu.
Þýðing þessara tilrauna er ómet
anleg, því eins og menn vita
er kjamasintesa sem orkugjafi
miklu meira aðlaðandi en 'kjama
klofnun.
1 líffræði hafa tilraunir með
áhrif bylgjulengdar á smálífver-
ur mikla þýðingtj. Lasergeislar
gera t. d. kleift að dauðhreinsa
eina tegund gerla en örva vöxt
annarrar tegundar innan sama
bakteríukerfis. Þá eru að veröa
til möguleikar á því að hafa
innan frumunnar áhrif á einstaií
ar erfðaeiningar og þar með til
erfðafræðilegra áhrifa á sam-
eindagrundvelli. Lasergeislun
hefur fullkomin sótthreinsunar
áhrif, enda hefur hiún komiðvið
sögu mikið 'f læknisfræði og
efnafræöi. ;
Svonefnd golografía er mark
verður áfangi í vísindum. Hér
er átt við nýja rafeindatækni,
sem byggir á notkun lasergeisla,
en með tilkomu hennar er „þátt
leiki“ minnisins miklu meiri en
t. d. í venjulegum tölvum.
Golografískur útbúnaður er
miklu öruggari og fyrirferðar-
minni en fyrri rafeindaútbún
aður og því miklu handhægari
til að geyma upplýsingar og til
eftirlits í ýmsum greinum fram
leiðslu.
Þessj tækni opnar möguleika
á að skrá sjónvarpsefni í lit og
þrividd á „gologram" og leika
síðan í heimahúsum — teljasér
fræöingar að þessj verði ein-
mitt mest viðskiptaþýðing laser
anna.
Veðri stjómað
Eftir því sem lasertaeki verða
fullkomnari, þeim mun fleiri
möguleikar opnast á hagnýtingu
þeirra. Nú þegar geta menn t. d.
látið sig dreyma um verkefni
eins og að stjóma veðri á til-
teknum stað, temja snjóskriður
í fjöllum, senda orku þráðlaust
um miklar vegalengdir. En mest
ar vonir tengja þó eðlisfræðing
ar við niðurstöður rannsókna á
gagnvirkni iasergeislunar og
efnis.
Alexandr Prokborof, Nikolaj
Karpof (stytt úr árbókinni
„Framtið vísindanna").