Vísir


Vísir - 16.03.1971, Qupperneq 9

Vísir - 16.03.1971, Qupperneq 9
VÍSIR . Þriðjudagur 16. marz 1971 fengið annað eins ur sjo — segir loðnukóngurinn Gunnar Hermanns- son — heildarveiðin orðin 167 jbúsund lestir — Nei, ég hef aldrei fyrri fengið svona mikið magn af fiski úr sjó á jafnskömmum tíma, sagði Gunnar Hermannsson skipstjóri á Eldborgu, þeg- ar hann kom í talstöðina í gær. Eldborg er nú afla- hæst loðnuskipanna með 5.758 lestir, og Vísir hringdi af því tilefni í Gunnar laust eftir hádegið í gær, þar sem hann var staddur á skipi sínu sunnan við Reykjanes. Reykjavík 21.548 lestir, Neskaupstaður 12.202, Hafnarfjörður 12.021 Keflavík 10.311, Akranes 9.799, Hornafjörður 6.744, Þorlákshöfn 6.648, Sandgerð; 6.639. „■yið vorum búnir að vera T fjórar vikur viö þetta í gær“, sagði Gunnar. Auðvitaö reiknum við með, að þetta standi eitthvað lengur. Það verð ur þá óvenju endasleppt, ef svo er ekiki. Veiðin stóð fram í apríl í fyrra. Og þó er það aldrei að vita. Það er ekki gott að reikna hana út þessa l'oönu. Þessi loðna sem bátamir hafa verið í hér við Reykjanesið er öll búin að hrygna. Eftir það er verra að eiga við hana og hún hverfur fljótlega eftir að hún hrygnir.“ Svartur sjór í mánuð Méginloðnugangan er nú komin norður í Faxaflóa, en þar var ekki hægt aö kasta á loðn- una í gær vegna veðurs. Úr þessari einu göngu hefur veriö mokað ótrúlega miklu magni alls voru 167.693 lestir komnar á land á laugardag, samkvæmt upplýsingum Fiskifélags íslands. Megnið af því magni hefur veiðzt úr þessari einu göngu. Loðnan hefur gengið mjög þétt, torfa við torfu. Veiðisvæðið hefur verið tiltölulega lítið, en þar hefur sjórinn líka veriö svartur af Loðnu. Skipin hafa ekki þurft annað en dýfa nót- inni í tvisvar sinnum eða þrisv- ar til þess að fylla skipin. Þrær hafa hvarvetna hér í flóanum fyllzt á skömmum tíma, þarna er hústóftin við verk- smiðjuna úti í Örfirisey að fyllast, en til Reykjavíkur eru nú komnar 21548 lestir af loðnu. Og aflahæstu skipin höfðu þennan afla á miðnætti laugar- dags: Eldborg 5.758 lestir, Gísli Árni 5.288, Örfirisey 5.035, Öm 4.914, Fífill 4.843, Óskar Magnússon 4.605, Loftur Baldvinsson 4.575, Súlan 4.454, Grindvíkingur 4.375, Jón Garðar 4.119 lestir. — JIH Nú um helgina dró 'hins vegar mjög úr veiði. Veður hefur versnað og eins virðist loðnan hafa dreift sér og hrygningin er að ganga um garð. í gærmorgun voru skipin samt að kasta sunnan við Reykjanesið: Og Gunnar á Eldborgu sagði að þar hefðu verið stakar smátorf- ur — lítið út úr því að hafa. Hins vegar hefur lítið sem ekk- ert veiðzt fyrir austan heldur, austur í Bugtum, þar sem tals- vert magn fannst í vikunni sem leið. Bíða hennar sömu örlög og sfldarinnar? Ýmsa óar við þessari óskap- legu veiði á loðnunni. óttast að hennar bíði sömu örlög og síld- arinnar á sínum tíma: ofveiði. Við spurðum Gunnar álits á þessu, en sé um ofveiði að ræða, má til sanns vegar færa að hann eigj stærsta þáttinn í henni, sem aflahæsti loðnu- skipstjórinn: — Því miður getum við ekk- ert fullyrt um það. Við verðum aðeins að treysta þvi sem vís- indamennimir segja. Þeir kom- ast næst þvi að vita eitfchvað, hvert stefnir í þeim efnum. Og þeir hafa lýst því yfir að loðnu- stofninn sé ekki í hættu þrátt fyrir þessa miklu veiði, ekki Loðnulöndunin kostar oft mikla snúninga og vörubílstjórar hafa verið i stöðugum akstri allan sólarhringinn, meðan hrot- an stóð hvað hæst. næstu tvö árin að minnsta kosti. — En það er auðvitað mest um vert. hvernig hrygning- in gengur. Og það hefur sitt að segja, hvaða áhrif náttúran hef- ur á hrygninguna. — En þínir menn em ánægð- ir? spurðum við Gunnar að lok- um. — Óneitanlega. Þetta er búið að vera ágætt. — En það verða líka oft langar eyður hjá sjó- mönnunum, þótt þeir geri, það gott stuttan tíma. ^ Heildaraflinn var á sama fcíma í fyrra orðinn 92 þúsund lestir. Aflaverðmæti þeirrar loðnu, sem á land er komin losar 200 milljónir króna. Aflahæsta skip- ið hefur skilað afla að verð- mæti um 7 milljónir. Og háset- ar á hæstu skipunum eru komn- ir með hátt á annað hundrað þúsund krónur í hlut. Útflutningsverðmæti yfir 600 miflj. Ekki mun fjarri lagi að út- flutningsverðmæti þessa afla verði upp undir 700 milljónir: Mjöl fyrir yfir 450 milljónir. Lýsi fyrir rúmlega 100 milljónir kr. og auk þess mun búið að fyrsta loðnu til útflutnings fyr- ir um 100 milljónir. Þessai uiur eru að sjálfsögðu grófar ágizk- anir. En verð á mjölj og þá ekki sízt lýsi hefur verið mjög hag- stætt. Að vísu hefur mjölverðið lækkað dálítið vegna hinnar miklu framleiðslu, en það hefur lengst af haldizt um 28 sillingar fyrir próteineininguna og reikn- að er með 65 próteineiningum í tonninu. — Lýsisverðið hefur híhs vegar .verið. hæst uip 96 pund tonnið — Lýsismaghi'ð‘ d lóðnunnfei' hfng vegar afar lítið og kann að rýrna nokkuð, þar sem geyma verður loðnuna viö misjafnar aðstæður lengj nokk- uð, sums staðar úti í hrauni, svo sem til dæmis í Eyjum. Víða verður ekki búiö að bræða allt upp fyrr en með vorinu, þótt ekkert bættist nú við, þar sem verksmiðjumar verða auk loðnunnar að bræða allan fisk- úrgang frá vetrarvertlðinni. Þriðjungur aflans til Eyja Þróarrými hefur mjög skort á þessum loðnuveiðum, vegna þess hve mikið hefur borizt á stuttum tíma, og var um tíma löndunarbið hjá verksmiöjun- um, líkt og á sildinni nyrðra og eystra f gamla daga. Lang- mestu hefur verið landað í Vestmannaeyjum, eða 53.007 lestum alls, en hæstu löndunar- staðir eni annars þessin Birgir Pétursson, bifreiðastjóri: — Loðnu hef ég séð niöri á höfn. Það kom ekki beinlínis vatn fram i munninn á mér, svo ég hef ekki enn tekið mér hana til matar. — Hafið þér séð eða borðað loðnu? Sigurður Ingimarsson, tækni- skólanemi: — Nei, ég hef aldrei séð loðnu og þaðan af síður bragðað hana. Gunnar Guðlaugsson, 11 ára: — Já, ég hef séð hana. Pabbi benti mér á hana niðrj á bryggju um daginn. — Nei. ég hef ekki boröaö loðnu. Kristján Eiríksson, stýrimanna- skólanemi: — Ég hef svo sem séð hana um borð í skipum en hins vegar aldrei smakkað hana. ég hef oft séð loönu, en aldrei boröað hana. Ég get heldur ekki sagt að mig langi til þess. Ég er samt á þeirrj skoðun, aö við getum gert okkur góðan mat úr henni, með því að sjóða hana niður og selja útlendingum. HarWdur Tómasson, barþjónn: Já, já loðnu hef ég bæðj séð og boröað. 'Sá hana síðast í þró úti í örfirisey. Það er hins veg- ar lengra siðan ég smakkaði á henni. Ég get ekki sagt að mér hafi geðjazt að henni þá.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.