Vísir - 14.04.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 14.04.1971, Blaðsíða 16
Hannibalisfar bjóda fram í öllum kjördæmum • Ákvörðun okkar um að bjóða fram í öllum kjördæmum núna til alþingiskosninganna er alveg óbreytt og munu því fram- boðslistar okkar sjá dagsins ljós á næstunni, sagði Hannibal Vaidimarsson, formaður Sam- taka frjálslyndra og vinstri manna í viðtali við Vísi í morg- un. Hannibal sagði, að efstu menn- irnir hefðu yfirleitt þegar verið á- kveðnir, en ekki væri talið rétt að gefa upp nöfin þeirra fyrr en fram- boðslistamir hefðu verið að fullu ákveðnir. Þegar hefur komið fram, að Hannibal muni skipa efsta sætið f Reykjavík, en önnur efstu sæti list- ans munu skipa þeir Bjarni Guðna- son prófessor, Haraldur Henrýsson I'öigfræðingur, Inga Birna Jónsdótt- ir kennari og Steinunn Finnboga- dóttir Ijósmóðir. — í Norðurlands- kjördæmi eystra munu Björn Jóns- son alþingismaður og Benóný Am- órsson bóndi skipa efstu sætin. — VJ Þama skreið þjónustulipri þjóf- urinn inn í nótt. „Stóraukin hætta afneta- dræsum á floti í sjónum" — segir Pétur SigurBsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar Netadræsur, sem fljóta uppi um allan sjó, eru að verða stórvandamál, sagði Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæzl unnar í viðtali við Vísi í gær. Varðskipið Albert togarinn Egill Skallagrímsson, sem svo dró Al'bert upp undir Vestmannaeyjar. Þar var kyrr- ari sjór og óhætt að senda kaf- ara niður til þess að skera úr skrúfunni. Togarinn lenti sjálfur í svip- uðum vandræðum við Færeyjar í vetur og það virðist orðiö mjög algengt að skip fái neta- druslur í skrúifur. Netatrossur, sem týnast fljóta upp á yfirborðið eftir ákveðinn tímo og mara í hálfu kaf{ þar, skrúffum skipa. Einnig fljóta víða dræsur af rifnum trollum. Það vill jafnvel bera við að netadruslum sé hent í sjóinn, þegar verið er að gera við veiðarfærin. Sagð; Pétur að þetta væri vaxandi vandamál, sem vert væri að taka til meðferðar. — Skip og bátar reyna aö vara hverja aðra við ef vart verður ið netadræsur á floti. Til dæmis var í gær trossa eða slitrur af trolli á floti út af Ingólfshöfða. — JH skip beöið um aöstoð. Það var geta þannig hæglega lent í Það er sagt að netatrossur, sem týnast og nást ekki upp, haldi áfram að veiða fisk þar til þær fljóta upp. — En fara þær þá að veiða skip? Netadræsur úr trollum og öðrum veiðarfærum valda stórkostlegum erfiðleikum, ef þær lenda í skrúfum skipa. Það er því eins gott að hífa varlega inn trollið og gæta þess að rífa ekki. Sendur heim frú Noregi með lungun saknlistn íslendingur nokkur var fyrir skemmstu sendur heim frá Stav- anger í Noregi, þar sem lögreglan hafðj hendur í hári hans og setti hann í steininn fyrir ýmis belli- brögö, er hann hafði leikið. Maður þessi er búinn að fara víða um lönd og stíga mörg víxlspor á ferðum sínum. Hafði hann brotizt inn í verzlanir og hnuplað. Hann hafði ennfremur reynt að falsa ávísanir og fleira þess háttar má lesa í syndaregistrj hans. Rannsóknar- lögreglan tók mál mannsins I sínar hendur og situr hann nú inni með- an mál hans verða könnuð. — JH ®--------------------------- Freymóður hefur ekki tfma til að skipta sér af — Þótti nektarsenan i Fást „helzt til falleg" „NEI“, svaraði Freymóður, „ég hef ekki hugsað mér að skipta mér af nektarsenu leik aranna í Hárinu. Það kemur þó ekki til af því, að ég sé að skipta um skoðun á kyn- ferðismálum. Ég einfaldlega hef bara ekki tíma til að sjá Hárið, þar sem ég er á för- um til útlanda“. „Án þess að hafa séð sýning- una get ég nú lítið talað mig út um skoðun mína á stripli leik- aranna, en með fyrirvara mundi ég segja svona sýningu afar ó- heppitega fyrir þjóðina," sagði Freymóður. „Hún er annars meira en lítið undarleg þessi múgsefjun, sem flæðir yfir Iand- ið, að fólk afkiæðir sig unnvörp- um til að striplast. Nekt er sál- HÁRINU rænt einkamál hvers og eins, en ekki eitthvað, sem á að hafa í flimtingum á tjailtíi eða í sam- komuhúsum. Ég fæ ekki skilið, hvaöa tilgangi þetta nektaratriði í Hárinu á að þjóna. Ekki getur það haft neinar menningarlega þýðingu. Helzt kemur mér í hug, að svona nokkuð sé sett á svið, þar sem það er vitað, að það veki forvitni og á því megi græða. Hvers vegna er annars verið að því?“ spurði Freymóð- ur. Þjófurinn þóttist vera afgreiðslumaður Ibegar að honum var komið „Hvað var það fyrir yður?“ spurði afgreiðslumaðurinn út um lúgugatið á sjoppunni að Bergstaðastræti 54, þegar fólk bar þar að rétt fyrir miðnætti í nótt. En bak við þessa venjulegu, kurteislegu fyrirspurn verzlunar- fólks : leyndist innbrptsþjófur, sem staðinn hafði verið að verki. Hinn raunverulegi afgireðslu- maður var vart fyrr búinn að loka sjoppunni og yfirgefa hana, er maður þessi brauzt inn um lúgu- opið og skreið inn í sjoppuna. Þá bar að fólk, og til þess að ekki kæmist upp um hann, lét hann á engu bera og bauö því afgreiðslu. Afgreiddi hann öl út um lúguna, eins og hann hefði ekki annað gert sína ævi. En það kom út á eitt. Upp komst um strákinn Tuma og lögregluna bar að 1 tæka tíð til þess að hand- sama hann í verzluninni. Var það heldur ekkj í fyrsta sinn, sem hann komst undir mannahendur. Þrjú önnur innbrot voru framin í nótt en hvergi stoliö neinum verðmætum, svo að saknað væri. Höfðu þó þjófarnir, sem brutust inn í verzlun Zimsen við Suðúr- landsbraut gert töluverða leit, bæði í verzluninni og í skrifstofum Gólf- teppagerðarinnar i sama húsi. Um páskana var brotizt inn i annað sinn á stuttum tíma i skart- gripaverzlun Sigmars og Pálma við Hverfisgötu 16 og stolið nokkrum gullhringum úr glugga, en þjófur- inn slapp burtu. í fyrra skiptiö var stolið um 50 trúlofunarhringj- um og hafa þeir ekki komið í leit- irnar ennþá. — GP Þann fyrirvara vildi Freymóö- ur hafa á þessum ummælum sín- um, að hann væri ekki búinn að sjá sýninguna og vissi þess vegna ekki hvernig nektarsenan fellur inn í verkið. „Ég sá Faust,“ sagði hann. „Þar var nektaratriði. Eins og það féll inn i verkið var þaö fyllrlega afsak- anlegt. Stúlkan, sem þar kom fyrir nakin átti að tákna freist- ingu djöfu'lsins. Mér fannst bara það atriði missa hálfvegis marks, vegna þess hve það var fallegt. Stúlkan iðaöi sér raunar eitthvað, en atriðið var samt helzt til faHegt,“ sagði Freymóð- ur að lokum. — ÞJM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.