Vísir - 24.04.1971, Blaðsíða 2

Vísir - 24.04.1971, Blaðsíða 2
Birgitta líka ... „Árilega lætur ein miHjón fcveima i Frakklandi eyða 1 sér fóstri. Ég lýsi því yfir að ég er ein þeirra", sögðu frönsku konurnar, sem sagt er frá á sið- unni í dag. Hverjar? Catherine Deneuve, Jeanne Moreau og Miöheline Presle all'lar leifckonur og staáldifconumar Sagan og Beauivoiir plús 338 aðrar. Hvem- ig stendur á því að Brigitte Bardot sterifaði efcfci nafn sitt undir yfirlýsinguna? „Vegna þess“, sagði talsmaður hinna 343 að hún gat það efcki af við- fcvæmum, persónulegium ástæð- um, en hiún bauð ofcfcur fjárhags lega aðstoð. Löggan eltjr þá beru Lögreglan í Berkshire, Englandi ieitar nú um allt að stúlkueinni, sem hefur upp á síðkastið haldið sig á siðkvöldum við vegarbrún ir og hrekkt ökumenn með því að bintast ailt í einu nakin í Ijós geislanum frá bifreið þeirra. Stúlikan er sögð lystilega fög ur, og stefcfcur allt í einu undan trjám eða steinum, sperrir sig framan í ökumenn og kastar dökku faxinu aftur af sér. Mun stúlkan hafa fátt utan á sér ann að en hárið, og gleyma þá öiku menn stundum að lækika ljós- geisla sinn, en stíga þess I stað harkalega á bremsur. „Reyndar hefur enginn ökumaö ur kært hana opinberlega“, sagði lögregluvarðstjóri einn, „en nokkrir hafa laumað sögunni út úr sór, jafnvel við iögregluna." Ein sagan er frá Oxford. Þar i mágrenninu sá maður allt í einu stúiítau aöeins fclædda nærbux- nm og brjóstahöldum, ganga við veganbrún á móti sér. Hann Tækk aði ljósin (sagði hann sjálfur) og haegöi ferðina, en þorðT efcki aö stoppa. Annar maður frá Reading, ók fram á stúlfcu, sem stóð viö veg aibrún utan við þorp eitt. -Þegar húu Tjósin ■ lýstu á stúlkuna, fleygði hún aftur af sér kápunni og hafði þá ekkert klæöa undir henni, nema brjóstahöld. Sá þriðji var frá Wokingham, Berkchire, og sagöist hann hafa ekiö fram á stúiku, sem gekk inn í ljósgeisTa bifreiöar hans úti við vegarbrún og var aðeins klædd stígvélum, og héjt á regnhlíf, út spenntri yfir höfði sér. Konan hans, sem sat við hlið hans, sagði seinna: „Maðurinn minn vakti mig með hrottalegu olnbogaskoti. Hann sagðist rétt í þessu hafa séð nakta konu og ég sagði að hann hefði séð sýnir. Þá sneri hann viö og ók aftur á sama staðinn, en þá var ekkert að s}á.'H Lögreglan biður nú ökumenn aö hafa augun hjá sér — og gefa skýrslu! 5? í hlutverki ekkju íí ekkja Erich Maria Remarque kemur nú siðustu bók manns sins á framfæri Paulette Goddard, stjama úr mörgum kvikmyndum, mun á næstu vikum aftur standa frammi fyrir kvikmyndavélum, en þá í nýju og raunverulegra hlutverki en hún lék stundum hér áður. Hún verður í hlutverki ekkjunn- . ar. „Skuggar í Paradís" Eiginmaöur hennar, heitinn, rit höfundurinn Erioh Maria Rem- arque, sem frægastur var fyrir „Tíðindalaust af vesturvígstööv- unum“, bók sem úlfaþyt vakti í Þýzkalandi nasistanna, og heima- landi höfundar, lézt sem kunnugt er s.1. haust Þegar hann lézt, haföi hann samt skrifaö til enda enn eina bókina, og hefur nú ekkja hans lokiö viö að búa bók- ina endanlega til prentunar. Ný- lega hélt hún blaðamannafund 1 París, þar sem hún skýrði frá útkomu bókarinnar sem heitir „Skuggar f paradís". Bókin gef- ur þýzka forlagið Droemer í MUnchen út og mun forsvars- maöur þess fyrirtækis taka við handritinu úr hendi ekkjunnar á viöhafnarfundi, sem sjónvarpaö verður. Frú Goddard segist ekki ætla sér aö koma fram í sjónvarps- dagsfcrám þessum sem syrgjandi etokja í svörtum fotum, „það heföi Erich efcki líkað, ég verð 1 bleikum, hvítum og brúnum föt- um. Ætla að ferðast til Berlínar og einnig til Osnabruck, bæjarins þar sem Remarque fæddist. Hin upphaflegu handrit aó öllum verk um mannsin^ mfns ætla ég að hafa meðferðis og færa þau aö gjöf almenningsbókasafninu i Osnabruck. Ádeila. Þessi síðasta bók Erichs, „Skuggar í paradís“ er hin per- sónulegasta af verkum hans“, segir elkkjan, „hún er byggð á fyrstu ferð hans til Ameriku, þaö var árið 1940. Þemaö þaö þráöur bókarinnar er hið sama og í öllum bókum hans: hve mað- urinn er sjálfum sér ómannlegur. Hún er hávært mótmælaóp. í vissum skilningi er hún fram- hafld bókar hans „Nótt í Lissa- bon“, heldur áfram aö segja frá flóttamönnum sem voru svo heppnir aö komast til Bandaríkj- anna. Átta útgáfufyrirtæki á Vestur- löndum hafa keypt útgáfurétt að „Skuggar I paradfs“ án þess aö hafa séð eða lesið handritið. Rússar munu vissulega prenta það. Bækur Erios eru í flofcki metsölubóka í Sovétrikjunum, en Rússar borga aldrei höfundar- laun og raunar er Júgóslavía eina Austur-Evrópuríkiö sem greiðir höfundum fyrir bækur. Þý2fcu út- gefendumir munu sjá handritiö í fyrsta sinn eftir viku og þá munu afrit verða send þeim sem þegar hafa keypt útgáfurétt. Það stendur til að birta handritið 1 nokkmm tölublöðum dagblaðs Avel Springer „Die Welt“ og einnig i vifcuriti hans, „Sonntag". Ralph Mannheim, sá er þýddi mörg leikrita Brechts á ensfcu vinnur nú að ensku útgáfunni, sem Harcourt-Brace gefuir út I sumar. Reikningur fyrir aftöku Nasistar hötuðu Eridh fyrir „Tíðindalaust...“, heldur Paul- ette Goddard áfram, „þegar bandariska kvikmyndin eftir sögu hans var sýnd í Berlin stóðu þeir fyrir uppþotum. lUniversal fcvikmyndafyrirtækið sem fram- leiddi myndina, vildi fyrst að Erich færj sjálfur til Hollywood að leika aðalhlutverkið, því að hann var þegar harm sfcrifaði bók ina, enn ungur og vel útlítandi, en hann langaði til að skrifa, hafði ekki áhuga á að verða leik- ari. 1933, þegar Hitler komst til valda, bjó Erioh i Sviss, þar sem hann keypti hús í Ascona. Hann var sviptur þýzkum borgararétt- indum, „Tfðindalaust...“ var brennd opinberlega og nafn hans var skrifað á lista hinna dauðu. Síðar var ein systra hams hand- tekin og dæmd til dauða. Hún var hálshöggvin og nasistar sendu Erioh reikning fyrir af- töku hennar — verð axarinnar og laun böðulsins. Hann geymdi þann reikning og ég á hann. Bftir að stríði var lýst yfir, 1939, vildi Erich fara til Amerftou en hann hafði ekkert vegabréf. Joseph Kennedy, þáverandi am- bassador USA i London, útveg- aði honum vegabréf og komst Erioh til USA um Ellis-eyju, eins og aðrir flóttamenn. Hann hafði þá lokið við að skrifa skáldsögu um nasistana, „Flotsam". Banda ríski útgefandinn , greiddi honum ávísun sem fyrirframgreiðslu og bauð honum næsta dag til há- degisverðar til að ræða ensku þýðinguna við hann. Útgefandinn sagði honum þá að bókin væri of sterk, það þyrfti að slæva tón- inn eitfihvað, Erich reif ávísunina Paulette Goddard og Erich Maria Remarque eftir aö þau giftust árið 1958. og fann strax nýjan útgefanda. Kvikmyndafyrirtækin keyptu strax réttinn og bókin var kvik- mynduð þegar í stað, það var árið 1940, og hét myndin „So Ends Our Night“, með Fredric Marcfa, Margaret SuTlivan og Von Stro- heim. Kvikmyndif hafa verið gerðar eftir öllum bókum Erichs og nú hafa mörg fyrirtæki gert mér tilboð um að kvikmynda aftur „Tiðindalaust...“. Scott Fitzger- aid skrifaði kvikmyndahandrít að „Þrir félagar" og Erich gerðist svo á endanum leikari er hann lék í þýzfcu myndinni eftir sögu hans „A Time to live and a Time to die“. Hann fékk góöa dóma fyrir leik sinn“. Chaplin, Meiedith og Remarque Paulette Goddard var gift Charlie Chaplin -(hún er eina leik- konan, sem hefur leikið á móti honum i tveimur meiriháttar kvik- myndum, „Nútímanum" og „Ein- ræðisherranum"), og eftir að hún skildi við hann, var hún stutta hríö gift Burgess Meredifih. Hún skiidi við hann og hitti Remarque skömmu síðar í blómabúð í Holly- wood. „Seinna, þegar ég var 1 New Yorfc eftir stríðið, hitti ég hann af tilviljun á Fimmtu breiðgötu. Viltu borða með mér á föstudag- inn?“ spurði hann. Ég tók boðinu en hélt að hann mundi hringja í mig til að staðfesta boðið. Hann gerði það ekki, en ég fór samt og við vorum saman til hans ævi- loka. Hann var ætíð mjög leyndar- dómsfullur yfir þvi sem hann var að gera. Hann ræddi aldrei bók sem hann var að skrifa og hann ræddi aldrei bækur sem hann hafði skrifað. Hann skrifaði ailtaf með blýanti og hafði strokleður við höndina, leiðrétti jafnóðum og hann hélt áfram. Hann skrifaði sfð ustu bók sína upp sex sinnum, eins og allar hinar“. Fyrst í „hot pants“ Goddard hcfur engin áform á prjónunum varðandi kviikmyndir. „Ég er orðin hálfvegis spillt. Ég hef leikið undir stjóm Chaplins, De Mille og Jean Renoir og þess vegna er skiljanlegt að ég vilji fá leikstjóra, sem óg trúi og treysti á: Sem stendur er ég blaða- fulltrúi mannsins míns. Ég hef einnig verið beðin að skrifa minn- ingar mínar, en það geri ég aldrei, ég hef of mikið að gera við að lifa þær. Og bíðið við drengir, hér er söguleg tízkufrétt af mér! Það var ég sem fann upp stuttbuxnatízloma „hot pants". Ég lét sauma mér einar slikar i Hollywood 1940 og gekk i þeim út á Hollywood Boule- vard. Það varö uppþot og þeir kölluðu þetta hneyksli. Það var nú í þá daga“. Jackle Kennedy leggur stundum ýmislegt á sig við að sýna og sanna að hún elski Ara sinn, jafnvel þótt hann sé gamall... Það eiga sumir vont með að skilja og skrifa endalaust um hið gagnstæða. Myndin var tekin á Aþenuflugvelli fyrir nokkrum vikum, er Jackie kom úr reisu um Evrópu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.